Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 23 Styrktar- tónleik- ar í Borg- arnesi LISTIR Fimm sýn- ingar í Ný- listasafni VERK eftir Önnu Hallin. TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar stendur fyrir styrktartónleikum í Borgarneskirkju næstkomandi sunnudag, 7. september, kl. 20.30, vegna húsnæðis sem skólinn hefur fengið til afnota. Skólinn hefur fengið inni í gömlu kaupfélagshúsunum við Skúlagötu 17 í Borgarnesi, Sjávarborg. Skól- inn fær húsnæðið á 30 ára afmæl- isárinu, en 7. september er einmitt stofndagur tónlistarskólans. Til að byija með leigir skólinn húsnæðið, en í fyrstu er um að ræða einn kennslusal og skrifstofu- herbergi. Standa vonir til að í framtíðinni geti skólinn fengið fleiri herbergi í húsinu til kennslu. Tónlistarkennslan fer enn að mestu leyti fram í grunnskólanum í héraðinu. Með tilkomu nýs hús- næðis rýmkast um starfsemina en nemendur tónlistarskólans er um 200. Húsið þarfnast lagfæringar til þess að hægt verði að hefja starf- semi þar strax í haust. Einnig vant- ar skólann ýmis kennslugögn og tæki. Allur ágóði af tónleikunum mun renna í húsnæðissjóð. Á tónleikunum koma m.a. fram kennarar skólans og söngnemend- ur sem munu flytja fjölbreytta dagskrá. Einnig er áformað að vera með fleiri uppákomur í vetur til að safna í húsnæðissjóð. FIMM sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3B í Reykjavík, laugardaginn 6. sept- ember kl. 16. I neðri sölum sýna Olga Bergmann og Anna Hallin frá Svíþjóð. Hafdís Helgadóttir sýnir í Bjarta og Svarta sal og í Súmsal sýna Nikolaj Pavlov og Yuri Spiridonov frá Jakútíu. Arnar Herbertsson er gestur safnsins í Setustofunni. Olga Bergmann sýnir tví- og þrívíð verk í Forsal safnsins undir heitinu „Borðstofusafarí“. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Þau eru unnin í ólíka miðla. Hljóðverk, skúiptúr, ljósmynd, kvikmynd og klippimyndir eru henni efniviður í frásögn. Olga útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1991 og stundaði framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Hún býr nú og starfar í Svíþjóð. Anna Hallin sýnir ljósmyndir og rýmisverk í Gryfjunni. Sýning- una kallar hún „The Emotional Library“. í verkum sínum varpar Úr „Borðstofusafarí“ Olgu Bergmann. hún ljósi á rými tilfinninganna. Anna er menntuð frá Konstindust- riskolan í Gautaborg og Myndlista- og handíðaskóla Islands. Fram- haldsnám sótti hún til Bandaríkj- anna. Sl. hálft ár hefur hún verið á starfslaunum frá sænska ríkinu. Hafdís Helgadóttir sýnir í Bjarta og Svarta sal og eru verkin unnin á undanförnum tveim árum. Á sýningunni eru málverk og mynd- bönd, þar sem viðfangsefni eru miðill og skynjun. Hafdís brautskráðist frá mál- aradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1992 og lauk 1996 mastersgráðu við Listakademíuna í Helsinki, fjöltæknideild eða deild „tíma og rúms“ (Time/Space de- partment) eins og hún er nefnd. Á efstu hæðinni eða í Súmsaln- um sýna tveir listamenn frá Síber- íu. Það eru þeir Nikolaj Pavlov og Yuri Spiridonov frá Sakha- Jakútíu. Þeir eru hingað komnir á vegum ísjaka, sem er menning- ar- og vináttufélag íslendinga og Jakúta. Gestur safnsins í Setustofu úr röðum Félags íslenskra myndlist- armanna að þessu sinni er Arnar Herbertsson. Arnar hefur verið virkur myndlistarmaður og sýnt með hléum allt frá 1965. I setu- stofunni sýnir hann olíumálverk máluð á tréborð. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14.00-18.00 nema mánu- daga. Þeim lýkur 21. september og er aðgangur ókeypis. Miðborgin optökl. 10-17 Langur laugardagur Frítt í stöðumœla eftir kl. 14 IVERPOOL ^ Laugavegi 25 ^ Sími 5511135 UVERPOOL auðvelteraðbæta raka í tutti fmtti leirinn og hann molnar ekki sr tejkföngin (g leir og leikfong opið 10.00-17.00 á Laugauegi KOOKfll peysur-jakkar - buxur kjólar - bolir .sjí. Síðar Dúnúlpur koma ' um miðjan sept. ódýrara en í London!! Laugauegi, sími 511 1717. Kringlunni, sími 568 9017 r~---------n BIODROGA Jurtasnyrtivörur Bankastræti 3, sími 551 3635. V J Laugavegi 4, sími 551 4473.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.