Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 23

Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 23 Styrktar- tónleik- ar í Borg- arnesi LISTIR Fimm sýn- ingar í Ný- listasafni VERK eftir Önnu Hallin. TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar stendur fyrir styrktartónleikum í Borgarneskirkju næstkomandi sunnudag, 7. september, kl. 20.30, vegna húsnæðis sem skólinn hefur fengið til afnota. Skólinn hefur fengið inni í gömlu kaupfélagshúsunum við Skúlagötu 17 í Borgarnesi, Sjávarborg. Skól- inn fær húsnæðið á 30 ára afmæl- isárinu, en 7. september er einmitt stofndagur tónlistarskólans. Til að byija með leigir skólinn húsnæðið, en í fyrstu er um að ræða einn kennslusal og skrifstofu- herbergi. Standa vonir til að í framtíðinni geti skólinn fengið fleiri herbergi í húsinu til kennslu. Tónlistarkennslan fer enn að mestu leyti fram í grunnskólanum í héraðinu. Með tilkomu nýs hús- næðis rýmkast um starfsemina en nemendur tónlistarskólans er um 200. Húsið þarfnast lagfæringar til þess að hægt verði að hefja starf- semi þar strax í haust. Einnig vant- ar skólann ýmis kennslugögn og tæki. Allur ágóði af tónleikunum mun renna í húsnæðissjóð. Á tónleikunum koma m.a. fram kennarar skólans og söngnemend- ur sem munu flytja fjölbreytta dagskrá. Einnig er áformað að vera með fleiri uppákomur í vetur til að safna í húsnæðissjóð. FIMM sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3B í Reykjavík, laugardaginn 6. sept- ember kl. 16. I neðri sölum sýna Olga Bergmann og Anna Hallin frá Svíþjóð. Hafdís Helgadóttir sýnir í Bjarta og Svarta sal og í Súmsal sýna Nikolaj Pavlov og Yuri Spiridonov frá Jakútíu. Arnar Herbertsson er gestur safnsins í Setustofunni. Olga Bergmann sýnir tví- og þrívíð verk í Forsal safnsins undir heitinu „Borðstofusafarí“. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Þau eru unnin í ólíka miðla. Hljóðverk, skúiptúr, ljósmynd, kvikmynd og klippimyndir eru henni efniviður í frásögn. Olga útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1991 og stundaði framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Hún býr nú og starfar í Svíþjóð. Anna Hallin sýnir ljósmyndir og rýmisverk í Gryfjunni. Sýning- una kallar hún „The Emotional Library“. í verkum sínum varpar Úr „Borðstofusafarí“ Olgu Bergmann. hún ljósi á rými tilfinninganna. Anna er menntuð frá Konstindust- riskolan í Gautaborg og Myndlista- og handíðaskóla Islands. Fram- haldsnám sótti hún til Bandaríkj- anna. Sl. hálft ár hefur hún verið á starfslaunum frá sænska ríkinu. Hafdís Helgadóttir sýnir í Bjarta og Svarta sal og eru verkin unnin á undanförnum tveim árum. Á sýningunni eru málverk og mynd- bönd, þar sem viðfangsefni eru miðill og skynjun. Hafdís brautskráðist frá mál- aradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1992 og lauk 1996 mastersgráðu við Listakademíuna í Helsinki, fjöltæknideild eða deild „tíma og rúms“ (Time/Space de- partment) eins og hún er nefnd. Á efstu hæðinni eða í Súmsaln- um sýna tveir listamenn frá Síber- íu. Það eru þeir Nikolaj Pavlov og Yuri Spiridonov frá Sakha- Jakútíu. Þeir eru hingað komnir á vegum ísjaka, sem er menning- ar- og vináttufélag íslendinga og Jakúta. Gestur safnsins í Setustofu úr röðum Félags íslenskra myndlist- armanna að þessu sinni er Arnar Herbertsson. Arnar hefur verið virkur myndlistarmaður og sýnt með hléum allt frá 1965. I setu- stofunni sýnir hann olíumálverk máluð á tréborð. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14.00-18.00 nema mánu- daga. Þeim lýkur 21. september og er aðgangur ókeypis. Miðborgin optökl. 10-17 Langur laugardagur Frítt í stöðumœla eftir kl. 14 IVERPOOL ^ Laugavegi 25 ^ Sími 5511135 UVERPOOL auðvelteraðbæta raka í tutti fmtti leirinn og hann molnar ekki sr tejkföngin (g leir og leikfong opið 10.00-17.00 á Laugauegi KOOKfll peysur-jakkar - buxur kjólar - bolir .sjí. Síðar Dúnúlpur koma ' um miðjan sept. ódýrara en í London!! Laugauegi, sími 511 1717. Kringlunni, sími 568 9017 r~---------n BIODROGA Jurtasnyrtivörur Bankastræti 3, sími 551 3635. V J Laugavegi 4, sími 551 4473.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.