Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Úrskurður samkeppnisráðs um smíði á lausum gervigómum Tryggingastofnun semji við tannsmíðameistara SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim fyrirmælum til Trygginga- stofnunar ríkisins að ganga til samninga við tannsmíðameistara sem sérhæfðir eru í smíði á lausum gervigómum um lögboðnar endur- greiðslur fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega og þá sem slysatryggðir eru samkvæmt almannatrygg- ingalögum, á þeim grundvelli sem markaður er í almannatrygginga- lögum. Samkeppnisstofnun barst erindi frá Tannsmiðafélagi íslands í jan- úar síðastliðnum og var með því sett fram krafa þess efnis að Tryggingastofnun ríkisins semdi um lögboðnar endurgreiðslur við Tannsmiðafélag íslands, eða tann- smíðameistara sem sérhæfðir eru í smíði á lausum gervigómum, á sama hátt og stofnunin hafi samið við Tannlæknafélag íslands um endurgreiðslu á reikningum frá tannlæknum, hvort sem þeir hafi réttindi tannsmíðameistara eða ekki. í erindinu segir m.a. að tann- smíðameistarar sem hafa sérhæft sig í smíði á lausum gervigómum telji eðlilegt að þeir sitji við sama borð og tannlæknar hvað varði samninga við ríkið. Ennfremur segir að tannlæknar hafi um ára- bil barist gegn því að tannsmiðir taki mát af tannstæði manna í þeim tilgangi að smíða lausa gervi- góma, og samkvæmt Hæstaréttar- dómi frá því í desember 1995 hafi tannlæknar einkarétt til vinnu í munnholi sjúklinga. Hins vegar hafi bæði tannfræðingar og að- stoðarmenn tannlækna rétt til vinnu í munnholi sjúklings undir eftirliti tannlækna. Stríðir gegn markmiðum samkeppnislaga í úrskurði samkeppnisráðs segir að með hliðsjón af markaðsráðandi stöðu Tryggingastofnunar ríkisins, sem kaupanda á tannlækna- og tannsmíðaþjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og þá sem slysatryggðir eru samkvæmt lög- um um almannatryggingar, telji samkeppnisráð að synjun Trygg- ingastofnunar ríkisins á gerð samnings við tannsmíðameistara, sem sérhæfðir eru í smíði á lausum gervigómum, um lögboðnar endur- greiðslur vegna fyrrgreindra skjól- stæðinga Tryggingastofnunar hafi skaðleg áhrif á samkeppni í skiln- ingi 17. greinar samkeppnislaga og stríði gegn markmiðum lag- anna. Þá segir í úrskurðinum að að mati samkeppnisráðs geti það ekki samrýmst samkeppnislögum að byggja synjun á gerð slíks samn- ings á því að tannsmiðir tilgreini fyrirfram þá tannlækna sem þeir hyggist skipta við á grundvelli samnings þeirra við Trygginga- stofnun ríkisins. 5 þús. kr. umsýslu- gjald fyrir dýrahald UMHVERFISRÁÐHERRA hefur undirritað reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni, annað en búfjár- hald, og þarf nú leyfi lögreglu- stjóra. Greiða skal 5.000 krónur í umsýslugjald fyrir leyfið og þúsund krónur árlega við endurnýjun. Leyfi þarf til að reka dýraversl- un, dýraleigu, þ.e. hestaleigu, dýragæslu, dýraræktun, dýrasýn- ingar og til reksturs dýraspítala. Reglugerðin nær einnig til starf- semi eins og tamningastöðva, þjálfunarskóla, einangrunar- stöðva, snyrtistofa fyrir dýr, keppnismóta, dýraflutninga o.fl. Þeir sem reka slíka starfsemi á grundvelli eldri reglugerðar skulu sækja um nýtt leyfi til viðkomandi lögreglustjóra fyrir 1. okt. Frá 1. janúar 1998 falla eldri leyfi niður. Fyrirtæki í iðnaði silji við sama borð Opinber heimsókn ferðamálaráðherra frá Kanada Flugleiðir fjölga ferðum til Halifax Morgunblaðið/Þorkell Á BLAÐAMANNAFUNDI í gær á Hótel Sögu. Frá vinstri Helen Newman, framkvæmdastjóri ferða- og verslunarráðs i Nýju- Brunswick, J. Weston Macleer, ráðherra ferðamála frá Prins Edward-eyju, Halldór Blöndal samgöngumálaráðherra, Sandra C. Kelly, ráðherra ferðamála á Nýfundnalandi, og C. H. Love- less, aðstoðarráðherra ferðamála í Nova Scotia. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfírlýsing frá tveimur af forráðamönnum mjólkuriðnað- arins, Birgi Guðmundssyni og Ósk- ari H. Gunnarssyni, þar sem þeir mótmæla fréttaumfjöllun í Við- skiptablaði Morgunblaðsins. „Af kókómjólk frá Mjólkurbúi Flóamanna og Mjólkursamlagi KEA er greitt sama vörugjald, átta krónur af hveijum lítra, og greitt er af Jibbí kókódrykk frá Sól-Vík- ingi hf. Fullyrðingar um mismunun á þessu sviði í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins 4. sept. eru rangar. Hinsvegar greiða mjólkurbúin hærra verð fyrir hráefni til fram- leiðslunnar heldur en Sól-Víkingur hf. vegna þess að í ljós kemur að forráðamenn verksmiðjunnar hafa notað niðurgreitt mjólkurduft og smjör til framleiðslu á kókómjólk, en slíkt er óheimilt samkvæmt ákvörðun verðlagsyfirvalda. Slík mismunun er að sjálfsöðu óviðun- andi. Mál fjármála- ráðuneytisins Það er afstaða okkar að fyrir- tæki í iðnaðarframleiðslu eigi að sitja við sama borð og fylgja sett- um landslögum og reglum opin- berra yfirvalda. Það má líta þannig á að sérkennilegt sé að Sól-Víking- ur hf. skuli greiða 24,5% virðis- aukaskatt af kókódrykk sínum meðan kókómjólk ber 14% virðis- aukaskatt. Almenna reglan er sú að samskonar vörur beri sambæri- legt, vörugjald og virðisaukaskatt. Telji Sól-Víkingur hf. að um sam- bærilega vöru sé að ræða og að óeðlilegt misræmi sé á ferðinni ber stjórnendum verksmiðjunnar að snúa sér til fjármálaráðuneytisins með umkvörtun sína frekar en fjöl- miðla. Engin rotvarnarefni Við verðum að telja það miður að fréttagreinin í Viðskiptablaði Morgunblaðsins er rituð í áróðurs- stíl. Dæmi um þennan stíl er eftir- farandi klausa sem höfð er eftir Jóni Scheving Thorsteinssyni markaðsstjóra Sólar-Víkings hf. í beinni ræðu: „Sú kókómjólk, sem mest er selt af nú, er hituð upp fyrir suðumark til að tryggja geymsluþol hennar í sex mánuði. Við töldum að rými væri á mark- aðnum fyrir ferska kælivöru án rotvarnarefna og þróuðum Jibbí í samvinnu við stórmarkaðina og þá aðallega Hagkaup." (Tilvitnun í fréttagrein Morgunblaðsins lýk- ur) Hér er með lævíslegum hætti látið að því liggja að rotvamarefni séu í kókómjólk frá Mjólkurbúi Flóamanna. Vinnubrögðum af þessu tagi er hér harðlega mót- mælt. Kókómjólk er leifturhituð til þess að tryggja geymsluþol hennar sem G-vöru og i henni eru engin rotvarnarefni. Leiðrétting óhjákvæmileg Framleiðendur iðnaðarvöru hafa um árabil átt þess kost að kaupa smjör, undanrennuduft og nýmjólkurduft til iðnaðarfram- leiðslu, t.d. kexframleiðslu og í bakstur, á verulega niðursettu verði. Þessar niðurgreiðslur voru í upphafi ákveðnar af viðskipta- ráðuneytinu en eru nú ákvarðaðar af verðlagsnefnd búvara, svokall- aðri 5 manna nefnd. I þessum verðlagsreglum er skýrt tekið fram að óheimilt sé að greiða nið- ur smjör og nýmjólkurduft ef nota á þetta hráefni til framleiðslu á mjólkurvöru. Þannig fá Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamlag KEA engar niðurgreiðslur á því hráefni sem notað er til fram- leiðslu á kókómjólk hjá þessum afurðastöðvum. Ljóst er hinsvegar að Sól-Víkingur hf. hefur notað niðurgreitt smjör og mjólkurduft til framleiðslu á mjólkurvöru sem nefnd er Jibbý. Þetta er óheimilt samkvæmt þeim verðlagsreglum sem mjólkuriðnaði í landinu er gert að starfa eftir. Það hlýtur að sjálfsögðu að verða leiðrétt þegar í stað þannig að aðilar sitji við sama borð í samkeppni. GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka íslands rýrnaði um 1,3 milljarða króna í ágústmánuði og nam 34,8 milljörðum króna í lok mánaðar- ins. Gjaldeyrisforðinn var þá tæp- lega fjórum milljörðum króna meiri en í byijun ársins þegar hann var tæpur 31 milljarður króna. Spariskírteinaeignin jókst um 1,2 miiljarða í ágústmánuði lækkaði gengi íslensku krónunnar um 0,65%. Frá áramótum hefur gengi íslensku íslenskir farþeg- ar til Kanada í ár líklega um 4.000 SAMNINGUR hefur náðst milli íslenskra stjórnvalda og kanadí- skra um aukið flug milli landanna tveggja. Samkvæmt honum munu Flugleiðir byija að fljúga þrisvar í viku til Halifax í Nova Scotia næsta vor, í stað tvisvar eins og verið hefur undanfarið ár. Flugfé- lagið óskaði eftir leyfi til að fljúga áætlunarflug þangað fjórum sinn- um í viku en þeirri beiðni var hafn- að _af kanadískum yfirvöldum. í gær lauk þriggja daga opin- berri heimsókn ferðamálaráðherra og aðila í ferðaþjónustu frá fjórum fylkjum á austurströnd Kanada hingað til lands. Á blaðamanna- fundi sem haldinn var af því tilefni sagði Halldór Blöndal, samgöngu- málaráðherra, meðal annars að mikill áhugi væri fyrir auknum tengslum milli landanna bæði menningarlegum og viðskiptaleg- um. Ákveðið hefur verið að veita einni milljón króna til að auka sam- skiptin, ekki síst í tilefni þess að árið 2000 eru þúsund ár liðin frá því að Leifur heppni sigldi til Ameríku. Beint flug milli íslands og Nýfundnalands? íslensk stjórnvöld gera sér vonir um að árið 1999 verði í boði dag- legt áætlunarflug milli landanna og þá jafnvel til fleiri staða en krónunnar þá hækkað um 1,82%, en nettógjaldeyrissala Seðlabank- ans í ágústmánuði nam 2,8 millj- örðum króna. Halifax. Hingað til hefur staðið á gerð almenns loftferðasamnings, aðallega vegna andstöðu flugfé- laga í Kanada. Ráðherra sam- göngumála í Nýfundnalandi, Sandra C. Kelly, hefur m.a beitt sér fyrir að slíkur samningur verði gerður en hún hefur mikinn hug á beinu flugi milli íslands og Ný- fundnalands. Flugleiðir hófu áætlunarflug til Halifax vorið 1996. Áætlað er að íslenskir farþegar þangað í ár verði um 4.000 talsins en árið 1995 ferð- uðust um 1.000 íslendingar til Kanada. í frétt frá Seðlabankanum segir að heiidareign bankans í markaðs- skráðum verðbréfum hafi aukist í ágústmánuði um rúmlega 1,7 millj- Kanadamennirnir sem eru sjö talsins koma frá Nýfundnalandi, Prins Edward-eyju, Nova Scotia og Nýju-Brunswick. Þeir lýstu yfir mikilli ánægju með ferðina til íslands og sögðu þjóðirnar eiga margt sameiginlegt. Landið kom sumum þeirra skemmtilega á óvart en til að mynda hélt C. H. Loveless, aðstoðarráðherra ferða- mála í Nova Scotia-fylki, að land- ið væri einn stór ísklumpur. Hóp- urinn ferðaðist víða um landið, fór meðal annars norður í Mývatns- sveit, til Akureyrar og til Þing- valla. arða króna miðað við markaðsverð. Eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðs jókst um tæpa 1,2 millj- arða króna og ríkisbréfaeign og ríkisvíxlaeign um samanlagt 400 milljónir. Kröfur bankans á innl- ánsstofnanir jukust um 1,6 millj- arða króna og nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir jukust um 3,7 milljarða króna og námu 3,2 milljörðum króna í lok mánað- arins. Grunnfé bankans hækkaði um 2,5 milljarða króna og nam 21,8 milljörðum króna í lok ágúst- mánaðar. Gjaldeyrisforðinn rýmaðium 1,3 milljarða króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.