Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 53 FÓLK í FRÉTTUM Furðufréttir Rekinn fyrir Hitlersgrín TÓNLISTARMAÐUR var rekinn frá þýsku óperuhúsi fyrir skömmu eftir að hann kvittaði undir hótelreikning sinn með nafninu Adolf Hitler. Atvikið gerðist á ferðalagi óper- unnar um ísrael og olli athæfi mannsins almennri reiði fólks. Ósvífni maðurinn heitir Gerd Reinke og segist hann ekki muna eftir atvikinu enda hafi hann verið úrvinda eft- ir þriggja og hálfs tíma undirleik við Töfraflautuna. Hann hafi fengið sér áfengi með matnum á eftir og haldið drykkj- unni áfram á hótelbarnum fram eftir nóttu. Hann hefur þó beðist afsökunar á meintu athæfi og fullvissað alla um að hafi hann í raun kvittað undir sem Hitler þá hafi það verið meinlaust grín. Tii greina kemur að Reinke verði endurráðinn hjá óperunni og skipta heimilisaðstæður hans þar mestu máli. Samúð fólks vaknaði nefnilega þeg- ar í ljós kom að Reinke er einstæður tveggja barna faðir eftir að eigin- kona hans lést úr krabbameini. Krókódílatími í Flórída HIÐ árlega tímabil krókódílaveiða hófst nú í vikunni í Fiórída. Einn metri af krókó- dílaleðri er seldur á um 4200 krónur og kílóið af kjötinu selst á um 700 krónur en að þessu sinni voru 728 veiðimenn til- búnir með veiðileyfin sín. „Við getum varla beðið eftir því að byija,“ sagði Michael Higginbottom, sem fékk veiðileyfi ásamt eiginkonu sinni. „Það er áskorunin og spennan sem gerir þetta skemmtilegt. Það eru líka alltof margir krókódílar hér um slóðir.“ Veiðimennirnir mega ekki nota byssur og þurfa því að notast við snörur, lásboga og skutla. Snör handtök þurfa því að vera viðhöfð því um 225 árásir krókódíla á fólk og átta dauðsföll hafa verið skráð síðustu 50 árin á þessum slóðum. Áætlað er að um ein milljón krókódíla séu í votlendum Flórída en hver veiðimaður má drepa allt að fimm krókódíla á ákveðnum svæðum í septembermánuði. Hundalíf FLÆKINGSHUNDUR í borginni St. Louis í Bandaríkjunum hljóp um göturnar með tóma sælgætiskrús á hausnum í fimm daga. ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að fanga og hjálpa hundinum en án árangurs. Hundurinn hafði fest hausinn í krúsinni þegar hann hugð- ist drekka riginingarvatn sem sest hafði á botn hennar. Dýraverndunarsinnum tókst að lokum að ná hundinum, sem var mjög skelkaður, og klippa krúsina af hausnum. Hundur- inn, kallaður Cookie núna, er um þessar mundir að jafna sig í hundaathvarfi og bíður þess að verða tekinn í fóstur af góðriljölskyldu. Japönsk „Bonnie o g Clyde“ TVEIR japanskir unglingar voru nýlega handteknir eftir tilraun til að fremja bankarán vopnuð hnífum. Það voru 17 ára gamall byggingaverkamaður og 16 ára skólastúlka sem gengu inn í bankaútibú í Ishioka og hugðust ræna það. Drengurinn gekk upp að viðskiptavini bankans og heimt- aði algera þögn. Viðskiptavinurinn gekk hins vegar snar- lega út úr bankanum og hið sama gerðu aðrir viðskiptavin- ir. Því næst vippaði drengurinn sér yfir afgreiðsluborðið og heimtaði peninga af gjaldkeranum sem var þegar búinn að ýta á viðvörunarhnappinn. Þegar lögreglan mætti á staðinn var drengurinn enn að veifa hnífnum í allar áttir og stúlkan hvetjandi hann til að flýta sér. „Ég var í vondu skapi og vildi skapa usla í bankanum,“ á drengurinn að hafa sagt við handtökuna. Sólarvörn á mörgæsir DÝRAGARÐUR neyddist til að nota sólarvörn til að vernda safn sitt af mörgæsum í hitabylgu í sumar. Hitinn varð til þess að mörgæsirnar fóru úr hárum að bera þurfti sólarvarnarkrem á skalla- blettina. Safn dýragarðsins í Edin- borg varð til þegar sjómenn færðu safninu mörgæsir. Dagleg „göngu- ferð“ mörgæsanna eru nú eitt helsta aðdráttarafl dýragarðsins. Seagate ST 2,5 6B Tilboð kr. 19.900,- net.co Ármúli 7 ' www.netco.is mmrmummnmTíMm Helga Sigurbjörnsdóttir kynnir nýju haustlitina í Guerlain föstudag og laugardag í snyrti- vöruverslunni Clöru, Kringlunni Kringlan 8-12 FRAMTÍÐARBÖRN G E F Ð U B A R N I N U Þ I N U forskot A FRAMTÍÐINA Framtíðarbörn er tölvuskóli fyrir börn og unglinga á aldrinum 4-14 ára. í hverjum hóp eru aðeins 4-8 nemendur sem gerir mögulegt að nýta vióurkenndar og þróaðar kennsluaóferðir. Nemendur ganga í gegnum að minnsta kosti 800 námsmarkmið yfir veturinn. Þessum námsmark- miðum er skipt eftir tíu meginsviðum tölvutækn- innar. Námið er byggt upp eftir aldri og þroska nemenda og þeim skipt niður í fjóra hópa; 4-5 ára, 5-8 ára, 8-11 ára og 11-14 ára. Öll börn og ung- lingar geta skráó sig í skólann. Það er ekki skilyrði aó eiga tölvu. Námsefnið er þróað af fjölda sérfræðinga á sviði kennslu og uppeldis- og tölvufræði og nýtt náms- efni kemur frá Futurekids International á sjö vikna fresti. Því hefur skólinn ávallt námsefni sem enginn annar tölvuskóli getur boðið. Kennslan fer þannig fram að nemendurnir upplifa námið sem leik. í vetur er unnið eftir þema sem er kallað „Fjölmiðlun Framtíðarbarnanna". Fjöl- miðlun framtíðarbarnanna er ímyndað fyrirtæki sem hefur sex fjölmiðla á sínum snærum og er unnið við hvern miðil í sjö vikur. Mikil áhersla er lögð á gæði kennslunnar og að nemendur læri í gegnum uppgötvunarnám og eigin reynslu. Hver einstaklingur fær að njóta sin en einnig er lögð áhersla á samstarfshæfni í hópvinnu. 553 3322 er símanúmer Framtíðarbarna. Hringdu ef þú vilt skrá barniö þitt í skólann eða til að fá nán- ari upplýsingar. Símirm er líka opinn á kvöldin. Þú getur einnig komið við á skrifstofu Framtíðarbarna að Grensásvegi 13. Gefðu barninu þínu tækifæri tn að læra á heim tölvutækninnar. Gefðu barninu þínu forskot á framtíðina. Tíu meginsvið töivutækninnar • Töflureiknir • Ritvinnsla * Myndvinnsla * Gagnagrunnar • Forritun » Umbrot og útgáfa »Jaðartæki tölvunnar * Hagnýting tölvunnar • Margmiðlun * Tölvusamskipti Fjölmiðlun Framtíðarbarnanna • Tímarit * Dagblað • Útvarpsstöð • Sjónvarpsstöð * Margmiðlun ♦ Internetið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.