Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 11
Dráttur á meðferð kæru Samtaka
iðnaðarins og Samiðnar
Tafðist vegna
öflunar upplýs-
inga frá Póllandi
MAGNUS Péturssson, ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðuneytisins, segir
að tafir sem urðu við afgreiðslu sam-
ráðsnefndar á kæru Samtaka iðnað-
arins og Samiðnar vegna ríkis-
styrkja og undirboðs í skipasmíðum
og viðgerðum hafi fyrst og fremst
stafað af því að reynt var eins og
frekast var unnt að afla ítarlegra
upplýsinga varðandi málið frá pólsk-
um stjórnvöldum.
Eins og gi'eint hefur verið frá í
Morgunblaðinu kvörtuðu Samtök iðn-
aðarins og Samiðn til umboðsmanns
Alþingis í júní 1995 vegna dráttar
sem varð á málsmeðferð fjármála-
ráðuneytisins, en kæra barst ráðu-
neytinu í júlí 1994. Komst umboðs-
maður Alþingis að þeirri niðurstöðu
að stjómsýslulög hefðu verið brotin
þar sem mjög dróst að ákvörðun yrði
tekin í málinu án þess að á því hafi
fengist viðhlítandi skýringar.
Að sögn Magnúsar hafa alls þijú
mál borist samráðsnefnd sem starfar
á grundvelli reglugerðar um undir-
búning og framkvæmd álagningar
og innheimtu undirboðs- og jöfnun-
artoila. Hin tvö vörðuðu annars veg-
ar undirboð á ís frá Danmörku og
hins vegar innflutning á fóðurkorni,
og hefðu þau bæði verið leyst farsæl-
lega.
„I þessu tiltekna máli gerði nefnd-
in það sem hún gat til að greiða
fyrir og það varð ekki dráttur á
hennar störfum sem slíkum, heldur
urðu tafir einfaldlega vegna þess að
svör náðust ekki í málinu, þrátt fyr-
ir að nefndin hefði lagt sig fram við
að afla upplýsinga. Málið var ein-
faldlega flókið að því leyti að það
þurfti að leita til útlenskra stjórn-
valda,“ sagði Magnús.
Málið ekki sérlega
vel reifað
Hann sagði að þess mætti geta
að umrætt mál hefði ekki verið sér-
staklega vel reifað í upphafi af hálfu
Samtaka iðnaðarins og Samiðnar,
og kannski hefði nefndin betur vísað
málinu frá og óskað eftir betri gögn-
um.
„Það hiýtur að vera til umhugs-
unar hvernig mál eigi að vera úr
garði gerð þegar þau eru tekin til
meðferðar. Ráðuneytið mun fram-
vegis skoða það enn betur en gert
hefur verið hver málatilbúnaðurinn
þarf að vera og skal vera þegar mál
er tekið fyrir,“ sagði Magnús.
Formaður orku- og stóriðjunefndar
á Austurlandi
2-400 þúsund
tonna álbræðsla
allt of stór
ÞORVALDUR Jóhannsson, formað-
ur orku- og stóriðjunefndar Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi,
kveðst telja 200-400 þúsund tonna
álbræðslu Hydro Aluminium sem
rætt hefur verið um að reisa í Reyð-
arfirði alltof stóra og segir kísil-
málmverksmiðju eða slípiverksmiðju
með 100 störfum eða þar um bil
henta svæðinu mun betur. Hann
segir að svo virðist sem kominn sé
upp nýr flötur á málinu með um-
ræðu um það að stóriðjufram-
kvæmdir muni geta haft áhrif á
hvernig og hvar verði gerð jarðgöng,
en sú hugmynd var rædd á þingi
Sambands sveitarfélaga á Austur-
landi um síðustu helgi.
„Við höfum hingað til litið á jarð-
gangaframkvæmdir alveg ótengdar
stóriðju en nú kann vel að vera að
það verði farið að ræða um allt aðra
forgangsröðun í jarðgangafram-
Teknir á 100 km
hraða í Vest-
mannaejjum
TVEIR ökumenn í Vestmannaeyjum
voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgða
fyrir hraðakstur á miðvikudags-
kvöld. Var annar tekinn á Dalvegi
og hinn í miðbænum.
Báðir voru á yfir 100 km hraða
þar sem leyfilegt er að aka á 50.
Ókumaðurinn á Dalvegi var á 106
km hraða og hinn á 101 í miðbænum
þegar margt fólk var á ferli og
dimmt orðið. Lögreglan í Vest-
mannaeyjum sagði báða ökumenn-
ina eiga langan hraðakstursferil.
Mál þeirra fara fyrir sýslumann.
kvæmdum en menn hafa talað um
fram að þessu. Það hefur verið ósk-
að sérstaklega eftir því að þingmenn
Austurlands forgangsraði jarð-
gangaframkvæmdum og þeir eru
með þann kaleik núna,“ segir Þor-
valdur.
Eitt atviunusvæði
Hugmyndir eru uppi um göng
milli Norðfjarðar og Eskifjarðar og
milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs-
fjarðar. Aðspurður um hvort Seyð-
firðingar myndu þá ekki verða út-
undan segist hann ekki gera ráð
fyrir því, þó að vissulega komi það
þannig út miðað við þessa uppsetn-
ingu. Hann segist hafa trú á því að
á endanum verði þetta allt eitt at-
vinnusvæði. Auk tengingar Mið-
fjarðanna með fyrrnefndum göngum
hefur raunar verið rætt um göng frá
Seyðisfirði yfir í Loðmundarfjörð,
sem tengja myndu Seyðisíjörð og
Norðfjörð við Hérað.
Verið að koma svæðinu á
framfæri við erlenda fjárfesta
Þorvaldur segir mál Hydro Aium-
inium ekki komið inn á borð hjá
orku- og stóriðjunefndinni. „Það er
enn hjá iðnaðarráðuneytinu. Hins
vegar höfum við verið að vinna í því
að skipuleggja svæðið og koma því
á framfæri við erlenda fjárfesta.
Núna er t.d. verið að skoða hversu
fýsilegur kostur það væri að setja
upp kísilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði. Ég hefði viljað sjá valkost sem
félli betur inn í þetta svæði en
200-400 þúsund tonna álver. En ég
er þó ekki á nokkurn hátt að lýsa
mig andvígan því. Það er sjálfsagt
að skoða þessa kosti alla og maður
skyldi auðvitað aldrei segja aldrei."
Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson
HITINN hefur verið óbærilegur síðustu vikurnar og það er gott að
taka einn danskan til að skola kverkarnar.
*
Islendingar og Færeyingar með
sameiginlegt félagsheimili
Odense. Danmörku.
íSLENDINGAFÉLAGIÐ og
Færeyingafélagið í Odense í
Danmörku hafa sameinast um
leigu á húsnæði fyrir félags-
starfsemi sína.
Félögin, sem sitt í hvoru lagi
eru það lítil að ekki var talið
mögulegt að vera með eigið
húsnæði, ræddu í vetur mögu-
leika þessarar samvinnu og
núna í sumar var farið á stúf-
ana og húsnæðið fundið. Um
er að ræða stórt skrifstofuhús-
næði í miðborg Odense á
þriðju hæð í húsi sem stendur
við hornið á Kongensgade
70-72 og Dronningsgade.
Félögin fá hvort um sig eigin
skrifstofu, síðan er sameigin-
legt eldhús, snyrting og stór
samkomusalur.
Senda sameiginlegt
fótboltalið
ÞAÐ fer vel á með færeysku og íslensku börnunum sem
voru með foreldrum sínum en samskiptin fara fram á dönsku
hjá þeim eins og flestum fullorðnum.
Margir voru mættir þegar
framkvæmdir hófust í húsinu
og margir hjálpuðu til, milli-
veggir voru rifnir niður og
hreinsað af gólfinu í samkomu-
salnum. Aðrir fóru í að þrífa
og gera klárt fyrir málningu
en reynt verður að hafa hús-
næðið tilbúið að mestu fyrir
kynningarfund íslendinga-
félagsins 13. sept. nk.
Guðrún Þórðardóttir, for-
maður íslendingafélagsins,
segir að bæði félögin vænti
mikils af þessu samstarfi og
reynt verði að leggja áherslu
á barna- og unglingastarf af
ýmsu tagi, en það er forsenda
þess að borgin styrki starf-
semina. Til gamans má geta
þess að íslendingar og Græn-
lendingar hafa fyllt upp í fót-
boltalið Færeyinganna hér í
Odense, sem spilar í seríu 4 á
Fjóni, þannig að góð samvinna
er nú þegar fyrir hendi á fleiri
sviðum.
FÆREYSKU stúlkurnar slógu á létta strengi og gengu rösklega til verka eins og allir hinir,