Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI í dag eru liðin tíu ár síðan Háskólinn á Akureyri var fyrst settur og 31 stúdent hóf nám Metnaðar- fullt og fjöl- breytt starf HÁSKÓLINN á Akureyri var fyrst settur fyrir 10 árum, 5. september 1987 og hófst þá kennsla í tveimur deildum, heilbrigisdeild og rekstrar- deild, en 31 nemandi hóf nám við háskólann. Kennsla fór fram í tveimur stofum í íþróttahöllinni. Þá störfuðu við háskólann flórir starfs- menn. Miklar breytingar hafa orðið á þeim 10 árum sem liðin eru, háskól- inn hefur fengið til umráða framtíð- araðsetur að Sólborg í miðri íbúðar- byggð á Akureyri, nemendur era 460 talsins og kennarar og annað starfsfólk er um 70 talsins. Fjárveit- ingar til háskólans nema um 220 milljónum króna á ári. Alls hafa 400 kandídatar brautskráðst frá skólanum. Hæfir kennarar og góðir nemendur „Þeir sem hafa skapað Háskól- ann á Akureyri eru áhugasamir og hæfír kennarar og allir þeir góðu nemendur sem brautskráðst hafa frá háskólanum. Þeir hafa að mín- um dómi sannað að metnaðarfullt og fjölbreytt háskólastarf getur þrifist utan höfuðborgarsvæðisins," sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Hann tók við starfi rektors árið 1994 af Har- aldi Bessasyni sem var fyrsti rektor Háskólans á Akureyri. Fyrstu nemendur háskólans voru brautskráðir í júní 1989, alls 10 iðnrekstrarfræðingar en við athöfn af því tilefni var bókasafn tekið í notkun í viðbyggingu í húsakynnum háskólans við Þingvallastræti. Þriðja deild háskólans tók til starfa í janúar 1990, sjávarútvegsdeild sem er sú eina sinnar tegundar hér á landi. Við stofnun sjávarútvegs- deildar færði háskólinn út kvíarnar og tók í notkun húsnæði við Glerár- götu 36. Þar hefur starfsemi deild- arinnar sem og rekstrardeildar far- ið fram frá þeim tíma. Fyrstu sjáv- arútvegsfræðingarnir voru braut- skráðir árið 1994, en innan deildar- innar eru nú tvær brautir, sjávarút- vegsútvegsbraut og matvælafram- leiðslubraut. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim sjávarútvegsfræð- ingum sem útskrifast hafa frá deild- inni. Kennsla í iðjuþjálfun hafin Fyrstu hjúkrunarfræðingarnir voru brautskráðir frá háskólanum sumarið 1991, alls 11. Nú í haust hófst nám í iðjuþjálfun við heil- brigðisdeild og eru nemendur á fyrsta ári á milli 40 og 50 alls. Samstarf Háskólans á Akureyri við rannsóknarstofnanir atvinnu- veganna hófst árið 1991 þegar gerður var samningur um samstarf við Hafrannóknastofnun. Nú á há- skólinn einnig samstarf um kennslu og rannsóknir við Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Stór áfangi náðist í starfsemi háskólans þegar ný deild tók til starfa haustið 1993, kennaradeild og hóf þá nám við deildina stærsti hópur sem byrjað hefur á fyrsta ári eða 76 nemendur. Kennaradeild- in hefur vaxið mjög og er nú næst- fjölmennasta deild háskólans á eftir heilbrigðisdeild. í deildinni er lögð áhersla á störf í fámennum skólum og raungreinakennslu. Síðasta haust hófst við deildina kennsla fyrir leikskólakennara og er það í fyrsta sinn sem slík kennsla fer fram á háskólastigi hér á landi. Fyrstu grunnskólakennararnir voru brautskráðir vorið 1996, alls 24. Framtíðarstaður við Sólborg Öðrum stórum áfanga í 10 ára sögu Háskólans á Akureyri var náð í apríl árið 1995 þegar húsnæði vistheimilisins á Sólborg var afhent en þar er framtíðaraðstetur háskól- ans. Húsnæði, sem fyrir er á Sól- borg, er um 3.000 fermetrar en gert er ráð fyrir að nýbyggingar rísi í nánustu framtíð, þannig að húsnæði verði um 7.500 fermetrar Morgunblaðið/Kristján ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Að baki honum sést í hluta af húsnæði háskólans að Sólborg. KENNSLA hófst í iðjuþjálfun innan heilbrigðisdeildar háskólans nú í haust og eru nemendur á bilinu 40 til 50. í allt. Alls er lóðin um 10 hektarar en Sólborg er í miðri íbúðarbyggð á Akureyri. Miðað er við að nokkru eftir næstu aldamót verði nemendur háskólans um 700 talsins. Háskóla- menn bíða nú afstöðu stjórnvalda til frekari uppbyggingar háskólans við Sólborg. „Það sem helst strand- ar á að okkar mati er að geta haf- ið byggingaframkvæmdir á þessu nýja og glæsilega háskólasvæði. Við höfum fram til þessa ekki getað farið út í aðrar framkvæmdir en bráðnauðsynlegar endurbætur, en það er orðið nauðsynlegt að hér rísi húsnæði undir kennslu,“ sagði Þorsteinn. Á Sólborg eru nú aðal- skrifstofur háskólans til húsa, há- skólabókasafn verður opnað þar formlega á morgun og einnig fer þar fram t.d. kennsla í eðlisfræði, félagsaðstaða nemenda hefur verið útbúin þar og Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, sem stofnuð var árið 1992, flytur þangað innan skamms, en hún hefur frá upphafi einbeitt sér að því að efla tengsl háskólans og atvinnulífsins. Starfsemi háskólans dreifist enn á nokkra staði í bænum, heilbrigðis- deild og kennaradeild eru við Þing- vallastræti, rekstrardeild og sjávar- útvegsdeild við Glerárgötu, þá eru fyrirlestrar haldnir í Oddfellowhús- inu og kennt er í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Félagsstofnun stúdenta á Akur- eyri á og rekur námsmannaíbúðir sem eru á tveimur stöðum í bænum. í Útsteini við Skarðshlíð eru 10 íbúðir og 14 einstaklingsherbergi og í stúdentagörðum við Klettastíg eru 18 íbúðir og 12 einstaklingsher- bergi. Hlutdeild fjarkennslu aukin Hvað framtíðina varðar sagðist Þorsteinn sjá fyrir sér að náms- framboð deilda yrði fjölbreyttara. í rekstrardeild væri horft til náms í ferðaþjónustu og upplýsingatækni, aukin áhersla yrði lögð á matvæla- framleiðslu í sjávarútvegsdeild, heilbrigðisdeild hefði tekið upp nám í iðjuþjálfun sem einhvern tíma tæki að þróa og sama giiti um leik- skólabraut í kennaradeildinni, og lægi einnig beint við að auka nám á sviði listgreina í deildinni í sam- starfi við listaskóla í bænum. „Við höfum einnig stefnt að því að auka hlutdeild flarkennslu í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri og aðra skóla á háskólastigi," sagði Þorsteinn. Hann sagði að með því að hagnýta sér nútímaupplýsinga- tækni muni háskólinn styrkjast enn frekar. „Við stefnum að því að ná betri tökum á upplýsingatækni og að aðstaða kennara og nemenda til að nýta sér hana verði eins nútíma- leg og framast er unnt.“ Háskólabókasafn opnað í nýjum húsakynnum Morgunblaðið/Kristján SIGRÚN Magnúsdóttir, yfirbókavörður á bókasafni Háskólans á Akureyri, í nýjum húsakynnum safnsins á Sólborgarsvæðinu. TÍU ÁR eru í dag, föstudaginn 5. september, frá því háskóla- kennsla hófst á Akureyri og verð- ur tímamótanna minnst með ýms- um hætti nú í haust. Hátíðardag- skrá verður á Sólborg, framtíðar- svæði Háskólans á Akureyri á morgun laugardag og verður há- skólabókasafn opnað formlega í nýju húsnæði þar. Málþing verða haldin á vegum allra deilda skól- ans nú í haust og fyrirlestrar. Sigrún Magnúsdóttir yfirbóka- vörður bókasafns Háskólans á Akureyri er jafnframt formaður afmælisnefndar en hún sagði marga hugsa hlýlega til háskólans nú á þessum tímamótum. Hátíðardagskrá í tjaldi Hátíðardagskráin fer fram í tjaldi við húsnæði háskólans á Sólborg og sagði Sigrún það að nokkru leyti táknrænt því háskól- inn hefði ekki yfir að ráða sal sem rúmaði samkomuna, „þannig að við erum að vissu leyti að benda Hátíðardagskrá í tilefni af tímamótunum á húsnæðisvanda háskólans með því að hafa dagskrána í tjaldi,“ sagði Sigrún. Meðal þeirra sem flytja ávörp á samkomunni eru dr. Þorsteinn Gunnarsson, rektor háskólans, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Guðni Gunnarsson, fulltrúi stúdenta, og Árni Laugdal, stjórnfræðingur, fulltrúi brautskráðra kandidata. Þá flytur Sigrún Magnúsdóttir ávarp í tilefni opnunar endur- byggðs háskólabókasafns. Davíð Oddsson forsætisráðherra opnar safnið formlega að lokinni hátíð- ardagskrá. Sigrún sagði að opnun safnsins væri í raun algjör bylting, en það hefur verið til húsa í viðbyggingu í húsnæði háskólans við Þingvalla- stræti, alls í 150 fermetrum en nýja húsnæðið á Sólborg er 1070 fermetrar að brúttóstærð. Rými hefur því aukist umtalsvert. Vinnuaðstaða fyrir gesti og starfsfólk sem ekki var til staðar áður er góð á nýja staðnum. Alls eru vinnurými fyrir 64 í sal og eru þau öll tölvutengd. Við opnun safnsins verða tölvur komnar upp á 16 borðum og verður þeim smám saman fjölgað. Þá verður pláss fyrir 18 manns í lokaðri les- stofu og í fræðimannarými verður ha»g1 að fá aðstöðu til lengri eða skemmri tíma. Þar er rými fyrir fjóra og er það ætlað fólki sem vinnur að fræðistörfum af ýmsu tagi. Myndlistarsýningar Sigrún sagði að í kjölfar opn- unar háskólasafnsins og aukins rýmis yrði lögð áhersla á að bjóða öllum almenningi að sækja safnið, en til að mynda væri úrval tíma- rita gott og aðstaða til að skoða þau ákjósanleg. „Vegna plássleys- is höfum við haldið að okkur höndum fram til þessa, að kynna safnið almenningi, við gátum varla tekið á móti fólki en nú er annað upp á teningnum og því viljum við bjóða bæjarbúa vel- komna hingað á safnið," sagði Sigrún. Á Háskólabókasafninu er fyr- irhugað að halda myndlistarsýn- ingar með reglulegu millibili og verður sú fyrsta opnuð í dag, sýn- ing á verkum Sigrúnar Eldjárn. „Með því að bjóða upp á myndlist- arsýningar erum við jafnframt að undirstrika að hingað eru allir velkomnir. Við teljum myndlistina lifga upp á, málverkunum fylgir nýr andblær og hver myndlistar- sýning mun hafa áhrif á umhverf- ið,“ sagði Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.