Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 16

Morgunblaðið - 05.09.1997, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Afkoma Olís fyrstu sex mánuði ársins svipuð og á sama tíma í fyrra Attatíu og fjögurra millj. kr. hagnaður HAGNAÐUR af rekstri Olís hf. nam 84 milljónum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Er þetta svipuð afkoma og varð hjá félaginu á sama tíma á síðasta ári er hagnaður fyrri árshelmings nam 82 milljónum króna. Velta félagsins jókst hins vegar um 18% á milli tímabila og nam hún tæpum 3,8 milljörðum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Einar Benediktsson, forstjóri 01- ís, segist vera þokkalega ánægður með þessa afkomu miðað við þá miklu samkeppni sem sé á þessum markaði. Markaðshlutdeild félags- ins hafi aukist úr 27,6% á fyrri árshelmingi síðasta árs í 30,2% nú og skýri það stærstan hluta veltu- aukningarinnar. „Okkur hefur tekist að auka framlegð fyrir skatta og fjámagns- liði í takt við veltu. Hins vegar er svipuð afkoma nú þrátt fyrir veltu- aukningu vegna hærri skatt- greiðslna," segir Einar. Hann segir að rekstraráætlanir félagsins geri ráð fyrir svipaðri af- komu á árinu í heild eins og á síð- asta ári, en þá varð 141 milljónar krónu hagnaður af rekstri félagsins. Hlutafjáreign Olís nam 615 millj- ónum króna í lok júní á bókfærðu verði. Þar af var eignarhlutur fé- lagsins í fyrirtækjum skráðum á hlutabréfamarkaði bókfærður á 427 milljónir króna. Markaðsvirði þess- ara bréfa var hins vegar rösklega 1.240 milljónir í lok tímabilsins og hafði aukist um 257 milljónir á ár- inu. Ágæt reynsla af rekstri ÓB-stöðvanna Að sögn Einars hefur mikil upp- bygging átt sér stað hjá Olís á þessu ári sem og á síðastliðnu ári. Stækk- un efnahagsreiknings félagsins megi einkum rekja til aukinna fastafjármuna og einnig hækkunar veltufjármuna vegna aukinna rekstrartekna. „Við höfum á árinu unnið að veigamiklum endurbótum á þjón- ustustöðvum félagsins á Reykjavík- ursvæðinu. Auk endurbóta á dælum og húsnæði hefur stöðvunum einnig verið breytt í hraðverslanir. Þá hef- ur að sama skapi verið unnið að uppbyggingu sjálfvirkra, ómannaðra bensínstöðva undir heit- inu ÓB - ódýrt bensín. Félagið hefur þegar opnað fjórar slíkar stöðvar og til stendur að opna tvær til viðbótar á næstu vikum,“ segir Einar. Hann segir rekstur ÓB-stöðv- anna hafa gengið ágætlega þó vissulega megi segja að félagið sé að nokkru leyti í samkeppni við sjálft sig með starfrækslu þeirra. „I ljósi þess að við erum minnsta bensínfélagið á markaðnum tekur ÓB meira frá öðrum en Olís. Þetta var því rökrétt að okkar mati, því þrátt fyrir að þetta sé að hluta til í samkeppni við sjálfa okkur þá erum við að mæta ákveðinni þörf, auk þess sem staðsetning stöðv- anna er með þeim hætti að þær ættu frekar að ná viðskiptum frá keppinautum okkar en okkur sjálf- um.“ Einar segir ekkert vandamál fylgja því fyrir félagið að keppa á svo mismunandi grundvelli, þ.e. annars vegar á grundvelli þjónustu og hins vegar á grundvelli lægra verðs, heldur sé aðeins um að ræða aukna fjölbreytni á þjónustu félags- ins við viðskiptavini. Einar segir ÓB vera mjög ódýrt í rekstri þar sem stöðvarnar þýði betri nýtingu á upplýsingakerfi Olís og aðeins einn starfsmaður anni öllu eftirliti með þessum sex stöðvum. Svipuð afkoma hjá Skinnaiðnaði hf. á Akureyri á fyrri árshelmingi Hagnaðurínn nam 34,6 milljónum króna [< SKINNAIÐNAÐUR HF Úrmilliuppgjöri 1997 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur þús. króna 1997 1 1996 Breyting Rekstrartekjur 475,9 445,3 ! +6,9% Rekstrargjöld 390,3 358,2 +9,0% Hagnaður fyrir afskriftir 85,6 87,1 | -1,7% Hgnaður fyrir fjármagnsgjöld 72,3 75,7 j -4,5% Hagn. af reglulegri starfsemi 56,4 61,8 ; -8,7% Reiknaðir skattar 21,8 23,1 -5,6% Hagnaður (tap) tímabilsins 34,6 38,6 -10,4% Efnahagsreikningur þús. króna 30/6 '97 30/6 '96 Breyting I Eignir: \ Veltufjármunir 573,2 531,9 +7,8% Fastaf jármunir 206,4 187,1 ; +10,3% Eignir samtals 779,6 719,0 +8,4% I Skuldir og eioið fé: I Skammtímaskuldir 291,5 292,3 -0,3% Langtímaskuldir 121,4 130,3 -6,8% Hlutafé . 70.7. 70,7 0,0% Annað eigið fé 295,9 225,6 + CO —L o"- Skuldir og eigið fé samtals 779,6 719,0 +8,4% Kennitölur i 1997 1996 Eiginfjárhlutfall ] 47,03% 41,22% Veltufjárhlutfall 1,97 1,82 Veltufé frá rekstri þús. króna I 53,9 53,3 +1,1% SKINNAIÐNAÐUR hf. skilaði 34,6 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi, eða sem nemur 7,3% af veltu, samanborið við 38,6 millj- óna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur námu tæp- um 476 milljónum króna og jukust um tæp 7% á milli ára en rekstrar- gjöld námu rúmum 390 milljónum og jukust um 9%. Fyrirtækið skilar svipaðri af- komu á milli ára en lítið eitt minni hagnað má skýra með því að af- skriftir eru hlutfallslega hærri nú en í fyrra og reiknaðar tekjur vegna áhrifa verðbreytinga voru heldur lægri þá. í lok júní voru eignir Skinnaiðn- aðar bókfærðar á um 780 milljón- ir króna en skuldir námu um 413 milljónum. Fyrirtækið styrkti eig- infjárstöðu sína á tímabilinu og jókst það um rúmar 70 milljónir króna miðað við sama tímabil í fyrra eða í 366,7 milljónir. Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segist vera þokkalega sáttur við niðurstöðuna enda sé hún í samræmi við áætlan- ir félagsins. „Tekjuaukningin staf- ar af því að hærra verð fékkst fyrir framleiðsluna en á móti kem- ur að hráefnisverð hækkaði einnig. Hins vegar styrktist eiginfjárstað- an á tímabilinu og þrátt fyrir að hagnaðurinn minnki lítillega er veltufé frá rekstri ívið meira nú en á sama tímabili í fyrra.“ Um 98-99% af framleiðslu Skinnaiðnaðar fara til útflutnings og eru helstu markaðir í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Bjarni segir að mikil áhersla sé lögð á vöru- og vinnsluþróun innan fyrir- tækisins til að fylgjast með tísku- sveiflum og tryggja hagkvæmni. „Tekjur félagsins fyrstu átta mán- uðina eru heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Það er samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar voru í ársbyrjun og má gera ráð fyrir að hagnaðurinn verði um 60-65 milljónir króna á árinu.“ Reikningsárinu breytt Á aðalfundi Skinnaiðnaðar í mars sl. var samþykkt að breyta reikningsári félagsins þannig að hér eftir stendur það frá 1. sept- ember til 31. ágúst. Yfirstandandi reikningsári lauk því 31. ágúst sl. og verður næsti aðalfundur því væntanlega haldinn síðar á árinu að sögn Bjarna. „Með því að breyta reikningsárinu fæst mun raunhæfari mynd af rekstri fyrir- tækisins. Við kaupum á haustin nær allt það hráefni sem þarf til framleiðslunnar næstu tólf mán- uði. Með breyttu uppgjörstímabili er því mun betra fyrir hluthafa að átta sig á rekstri og stöðu fé- lagsins ár hvert,“ segir Bjarni. OLIUVERZLUN ÍSLANDS hf. Úr milliuppgjöri 1997 Rekstrarreikningur Miiijónir króna Jan.-júní 1997 Jan.-júní 1996 Breyting Rekstrartekjur 3.777 3.619 3.191 3.056 +18% +18% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 153 135 +17% Fjármagnsgjöld (38) (35) +9% Hagnaður fyrir skatta 120 100 +20% Hagnaður án afkomu dótturfélaga 80 71 +13% Hagnaður tímabilsins 84 82 +2% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6'97 30/6'96 -V Breyting Eignir: \ Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals Skuldir og eigið fé:\ Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals 2.899 2.901 2.709 2.455 +7% +18% 5.800 2.272 1.339 2.189 5.800 5.164 1.940 1.135 2.089 5.164 +12% +17% +18% +5% +12% Kennitölur Jan.-júní: 1997 1996 Eiginfjárhiutiall 38% 40% Veltufjárhlutfall 1,28 1,40 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 159 163 Arðsemi eigin fjár 8,0% 8,0% -2,5% Tæknival með 8 milljóna hagnað á fyrri árshelmingi Helmingi minni hagnaður en áætlað var TÆKNIVAL hf. skilaði um 8 millj- óna króna hagnaði fyrstu sex mán- uði ársins sem er um helmingi minna en áætlanir gerðar í upp- hafi árs gerðu ráð fyrir. Þá er þetta verulega lakari afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður- inn nam um 31 milljón. Hins vegar jókst velta félagsins um 27% á tímabilinu frá því í fyrra og nam tæplega 1,2 milljörðum. Meginskýringin á minni hagnaði er sú að markmið um sölu náðust ekki að fullu þrátt fyrir áðurnefnda söluaukningu, að því er segir í frétt frá félaginu. Þá kemur fram að uppbygging fyrirtækisins og fjár- festing í þekkingu hafi verið meiri en áætlað hafi verið. Mikill árang- ur hafi náðst við þróun lausna í sjávarútvegi, þar sem fram hafi -pp* nival I if. ./fá- Úr milliuppgjöri 30.júni 1997 - '^HHHHHHHHHHHH^ Rekstrarreikningur MHijónír króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 1.192,4 941,3 26,7% Rekstrargjöld 1.174.3 892.5 31.6% Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Hagnaður fyrir skatta 18,1 (8,4) 9.7 48,7 (9,4) 39.3 -62,8% -10,6% -75.3% Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga 0,0 0,06 Hagnaður ársins 7,9 30.9 ■74,4% Efnahagsreikningur 30. júní: 1997 1996 Breyting L Eignir: i Veltufjármunir 591,8 704,2 -16,0% Fastafjármunir 203,3 173,9 16,9% jEignir samtals 795,1 878,1 -9,5% i Skuldir oa eiaið té: I Skammtímaskuldir 324,6 401,6 -19,2% Langtímaskuldir 205,4 209,9 -2,1% Eigið fé 265,1 266,6 -0,6% Þar a< hlutafé 132,5 120,0 10,4% Skuldir og eigið fé samtals ' 795,1 878,1 -9,5% Sjóöstreymi Handbært fé frá rekstri 45,9 30.7 49,5% farið víðtæk rannsóknar- og.þróun- arvinna með þróunarstyrkjum frá Evrópusambandinu. Starfsmönnum hefur ijölgað í samræmi við þetta úr 147 í 204 frá miðju ári 1996 til miðs árs 1997. Endurskoðuð rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir bættri afkomu á síðari hluta ársins, en að heildarniðurstaðan verði þó ekki jafngóð og áætlanir gerðu ráð fyrir. I endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir að hagnað- ur ársins fyrir skatta nemi 46 millj- ónum. Eigið fé félagsins nam í lok júní 265 milljónum, en nánari upplýs- ingar um afkomu félagsins og stöðu er að finna á meðfylgjandi yfirliti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.