Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 207. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jiang- Zemin ávarpar 15. flokksþing kinverska kommúnistaflokksins Boðar víðtæka einkavæðing'u Kveðst reiðubúinn að sætta sig við atvinnu- leysi til að efla efnahagslífið Peking. Reuter. JIANG Zemin, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, sagði í gær að haldið yrði á braut einkavæðingar stórs hluta opinbera geirans. Þessi ákvörðun kom fram í ræðu Jiangs við upphaf 15. flokksþings kommúnistaflokksins. Sagði hann að leyfa ætti mai'gvíslegt eignarform fyrirtækja og segja fréttaskýrendur að í vændum gætu verið umfangsmestu umbætur í Kína frá aðgerðum Dengs Xiaopings árið 1978. „Við ættum að gera markvissar umbætur á stöðu þess hluta efnahagslífsins, sem er í ríkis- eigu,“ sagði Jiang. Þessi ummæli hans þykja vega að þungamiðju hugmyndafræði kínverskra komm- únista, sem í næstum hálfa öld hafa hamrað á því að eignarréttur verkamanna á ríkisfyrirtækjum væri óhagganlegur. Til móts við vinstriöflin í ræðunni kom hann þó til móts við vinstriöflin í flokknum, sem óttast að umbætur af þessu tagi muni grafa undan völdum kommúnista og stjóm- arskrá Kína, þar sem segir að ríkið eigi að ráða lögum og lofum í efnahagslífinu. Jiang sagði að jafnvel þótt hlutur ríkisins í efna- hagslífinu yrði minni mundi það „ekki hafa áhrif á sósíalískt eðli lands okkar“. Erlendir stjórnarerindrekar í Kína sögðu að ummæli Jiangs um sósíalisma væru hugmynda- fræðilegir loftfimleikar, sem ætlað væri að rétt- læta löngu tímabærar umbætur. Um 370 þúsund fyrirtæki era í eigu kínverska ríkisins og um 70% þeirra eru rekin með tapi. Jiang viðurkenndi einnig einkageira kínversks efnahagslífs í ræðu sinni og sagði að hlutabréfafyr- irkomulagið væri hentugt þar sem nota mætti það jafnt undir kapítalisma sem sósíalisma. Kínverskir hagfræðingar segja að flokkurinn hyggist aðeins halda um þrjú þúsund best reknu og arðvænleg- ustu fyrirtækjunum. Önnur fyrirtæki geti runnið saman eða farið á hausinn, eða verði gerð að hlutafélögum í eigu starfsmanna eða skráð á hluta- bréfamörkuðum. Atvinnuleysi óhjákvæmilegt Jiang sagði einnig að atvinnuleysi væri óhjá- kvæmilegt í kjölfar þessara aðgerða, en í grund- vallaratriðum væru þær nauðsynlegar ættu fram- farir að eiga sér stað í efnahagslífinu. Jiang hét því í ræðu sinni að kenningar Dengs yrðu í hávegum hafðar. Nefndi hann nafn Dengs 60 sinnum í ræðu, sem tók tvær og hálfa klukku- stund í flutningi, en hann nefndi Mao Zedong að- eins 18 sinnum á nafn. Á skjá í stórum sal Hallar fólksins í Peking, þar sem þingið er haldið, voru viðstaddir beðnir að „halda merki félaga Dengs Xi- aopings á lofti og knýja fram málstað sósíalisma með kínverskum áherslum á 21. öldinni“. Sósíalismi með kínverskum áherslum var orða- lagið sem Deng notaði til þess að boða hina bylt- ingarkenndu ákvörðun sína að draga úr miðstýr- ingu að hætti Sovétríkjanna fyrrverandi og koma á endurbótum, sem fólu í sér stofnun verðbréfa- markaða og áherslu á einkaframtak. Stjórnarerindrekar í Kína segja að nú hyggist Jiang skapa sér sess í kínverskri sögu með því að festa umbætur Dengs í sessi og stíga skrefi lengra. Líta þeir svo á að þótt í ræðu Jiangs hafi víða mátt finna kreddukennt orðalag hafi hann verið að boða stórtækar breytingar. „Með þessari ræðu er verið að gefa grænt Ijós á tilraunastai-fsemi,“ sagði vest- Reuter RÚMLEGA tvö þúsund manns sátu setningu 15. þings kínverska kommúnistaflokksins í gær. Þinginu er ætlað að marka stefnu stjórnarinnar næstu fimm árin. rænn erindreki. „Hann var að segja að nú væri rétti tíminn til að sýna dirfsku.“ Vísbending um sterká stöðu Jiangs? Annar erindreki sagði að þetta hefði verið vilji Zhus Ronghis, varaforsætisráðherra og yfirmanns efnahagsmála, og nú hefði Jiang ákveðið að styðja harm. Erindrekar sögðu einnig að ræða Jiangs bæri því vitni að hann væri fullur sjálfstrausts og því mætti ætla að hann teldi að pólitísk staða sín væri traust. Jiang hét því einnig í ræðu sinni að skera niður framlög til hemaðarmála og fækka um hálfa millj- ón manna í hernum, en þar var fækkað um eina milljón manna á níunda áratugnum. Þyrsluslysið við Hálogaland Svarti kassinn viðskila við flakið SVONEFNDUR svarti kassi norsku Super Puma-þyrlunnar náðist ekki af hafsbotni í gær, og er það rann- sakendum þyrluslyssins síðastliðinn mánudag tH trafala. Kassinn er tal- inn geta varpað Ijósi á hvers vegna þyrlan fórst. Kom hann ekki upp með stélhluta þyrlunnar sem náðist af hafsbotni um miðjan dag í gær. I svarta kassanum er að finna hljóðrita með samtölum flugmann- anna og flugrita sem varðveitir upp- lýsingar um starfsemi vélbúnaðar og stjórntækja þyrlunnar. Vitað er hvai- hann liggur á hafsbotni á 380 metra dýpi 30 km norðaustur af ol- íuborskipinu Norne og vonast var til að hann næðist upp í dag. Síðdegis í gær var áhersla lögð á að ná upp líkum þeirra sem fórust. Vildi lögregla ekki gefa upp hversu mörg lík hefðu sést með aðstoð neð- ansjávarmyndavéla fyrr en öll hefðu náðst upp, en 12 manns fórust með þyrlunni. í gær sagði Finn Heimdal, fram- kvæmdastjóri flugslysarannsóknar- nefndar, að sú tilgáta um orsök slyssins að þyrilblað hefði losnað af á flugi hefði verið afskrifuð. Nú beindist athygli þeiira að því hvort einhver vélræn bilun hefði leitt til þess að stélhlutinn hefði brotnað af á flugi því hann fannst nokkuð frá meginhluta flaksins. Mars kortlagður Pasadena. Reuter. BANDARÍSKIR geimvísindamenn eru skrefi nær því að geta sent mannað geimfar til Mars eftir að þeim tókst að koma geimfari, sem á að kortleggja hugsanlega lending- arstaði, á braut um plánetuna. Vísindamönnunum tókst skömmu eftir hádegi í gær að hægja á geim- farinu „Surveyor" og koma því á braut um Mars. Á meðan á aðgerð- inni stóð fór geimfarið hring um plánetuna og var í 14 mínútur án fjarskiptatengingar við jörð. Er það kom aftur í ljós fögnuðu vísinda- mennirnir ákaft enda var þetta há- punkturinn á ferð þessa smáa geim- fars sem sent var frá jörðu fyrir 10 mánuðum. Geimfarið safnai- upplýs- ingum um vatn og veðurfar og verð- ur á braut um Mars næstu tvö árin. Það mun hefja kortlagningu eftir u.þ.b. fjóra mánuði. „Góður dagur fyrir Bretland“ „ÞETTA er góður dagur fyrir Skotland og þetta er góður dagur fyrir Bretland allt,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Edinborg í gær, daginn eftir að Skotar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að sett skyldi á stofn nýtt þing í skozku höfuðborginni. Blair sagði í ávarpi til fagnandi mannfjöldans að „tími allsherjarmiðstvringar" væri liðinn. Verkamaimaflokkur Blairs, sem sjálfur stundaði nám í Edinborg, gerði aukna sjálfstjórn til handa Skotum að kjarnáatriði í áformum sínum um róttæka endurskoðun stjórnskipunar Bretlands. f næstu viku ganga Walesbúar til atkvæða um hvort þing skuli sett á fót í Cardiff. Þótt skoðanakannanir hafi bent til að stuðningur við liugmyndina sé ekki eins ahnennur í Wales og meðal Skota er búizt við að hin afgerandi úrslit atkvæðagreiðslunnar í Skotlandi verði til þess að styrkja málstað þingsinna. ■ Skotar orðnir/17 Reuter Tony Blair í Edinborg TONY Blair var fagnað með trommuslætti og sekkjapipuleik. Mannfjöldi safnaðist saman á torgi því í Edinborg, sem kennt er við hið forna þing Skotlands, og veifaði fána heilags Andrésar, þjóðfána Skota, auk áróðursspjalda úr herferðinni fyrir því að tillagan um þingstofnunina yrði samþykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.