Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Ný rannsókna- og starfsáætl-
un Hafrannsóknastofnunar
Efla þarf rann-
sóknir djúpt
suður af landinu
MEÐ tilkomu nýs og öflugs rann-
sóknaskips gerbreytist öll aðstaða
Hafrannsóknastofnunar til djúp-
hafs- og úthafsrannsókna. í ljósi
þess verður nýrri verkefnisstjórn
falið að undirbúa sérstakt rann-
sóknaátak um suðurdjúpsrannsókn-
ir. Markmið þeirra verður að afia
sem víðtækastrar þekkingar um líf-
ríki hafsvæðisins djúpt suður af
landinu og á Reykjaneshrygg. Lögð
verður áhersla á alþjóðlega sam-
vinnu um þessar rannsóknir. Auka
þarf jafnframt allar rannsóknir ut-
an lögsögu á stofnum, sem kunna
að þola umtalsverðar veiðar í fram-
tíðinni, svo sem karfastofnum,
norsk-íslenskri sfld, smokkfíski og
öðrum tegundum.
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunarinnar, kynnti í
gær nýja rannsókna- og starfsáætl-
un fyrir árin 1997-2001, en mörg
þau verkefni, sem fyrir liggja, geta
ekki hafist fyrr en með tilkomu nýs
og öflugs rannsóknaskips. Það á
m.a. við um djúprannsóknirnar, efl-
ingu bergmálsmælinga á stofn-
stærðum nytjastofna og öðrum líf-
verum sjávar og rannsóknir á áhrif-
um veiðarfæra á botndýralíf og
sjávarbotninn. Stefnt hefur verið
að því að nýtt skip verði tekið í
notkun um mitt ár 1999 eða eftir
tæp tvö ár. Smíði nýs hafrann-
sóknaskips verður boðin út í þessum
mánuði og standa vonir tii að búið
verði að ganga frá samningum um
smíðina öðrum hvorum megin við
áramótin. Þá ætti sömuleiðis að
liggja fyrir hvort Árna Friðrikssyni
eða Bjarna Sæmundssyni verður
lagt. Kostnaður við smíði nýs skips
er áætlaður 1.000-1.300 milljónir
króna. Jakob segist alls ekki útiloka
að smíðin geti farið fram hérlendis.
„Ef það kemur í ljós að íslenskar
skipasmíðastöðvar treysta sér í
verkefnið og geti staðið við tíma-
mörk verður það væntanlega skoð-
að af hlutlægni."
í verkefnavali fram yfir aldamót
er gert ráð fyrir, sem fyrr, að leggja
áherslu á að sinna rannsóknum,
sem tengjast veiðiráðgjöf með bein-
um eða óbeinum hætti, þ.e. stofn-
mælingum ýmiss konar, nýliðunar-
rannsóknum, veiðitilraunum og
rannsóknum á umhverfísaðstæðum,
en einnig rannsóknum á afmörkuð-
um vistkerfum á íslandsmiðum,
sem sérstakt gildi hafa fýrir ís-
lenskt hafsvæði. Rannsóknum er
sinnt á tveimur meginsviðum stofn-
unarinnar.
Fullnýttir
nytjastofnar
Þeir þættir, sem mest áhrif hafa
á verkefnaskipan stofnunarinnar á
næstu árum, eru án efa þeir, sem
snerta ástand og líklega þróun fisk-
stofnanna, segir í nýrri skýrslu
Hafrannsóknastofnunar. Flestir
stærstu nytjastofnar við landið eru
nú nánast fullnýttir. Miklir mögu-
leikar felast þó í nýtingu norsk-
íslensku vorgotssíldarinnar. Aðrir
vaxtarmöguleikar, að því er ætla
má, felast nær eingöngu í frekari
nýtingu úthafs- og djúpfiskteg-
unda, einnig nokkurra tegunda flat-
fiska, bijóskfiska og hryggleysingja
innan íslenskrar efnahagslögsögu.
Enda þótt ólíklegt virðist að fram-
lag þessara tegunda vegi þungt í
samanburði við þá stofna, sem nú
eru burðarásar sjávarútvegsins,
ætti ekki að gera lítið úr möguleik-
um sem felast í nýtingu stofna sem
nú eru lítið sem ekkert veiddir. Þó
ljóst sé að upplýsingar um ástand
hvala- og selastofna sýni að stofn-
arnir þola umtalsverðar veiðar, hafa
horfur í hval- og selveiðimálum lítt
glæðst á síðustu árum.
Talið er víst að aukinni eftirspurn
eftir sjávarfangi í heiminum verði
að mestu mætt með framleiðslu úr
eldi. Aðstæður til eldis í sjókvíum
eru ekki sérlega hagstæðar hér við
land og kostnaður við eldi í landker-
um er mikill. Svo virðist sem ein-
göngu lúða hafi tilskilið markaðs-
verð til þess að standa undir fram-
leiðslukostnaði í landkerum. For-
senda arðbærs eldis sjávardýra hér
á landi er hins vegar öflug rann-
sókna- og þróunarstarfsemi.
Nýlegar alþjóðlegar skuldbind-
ingar íslendinga á sviði hafréttar-
og umhverfismála munu einnig
setja mark sitt á rannsóknastarf-
semina á komandi árum. Þessar
aðstæður gera auknar kröfur til
gæða rannsókna og ráðgjafar Haf-
rannsóknastofnunarinnar og kalla
á verulega auknar fjárveitingar til
haf- og fiskirannsókna og eflingu
starfseminnar á næstu árum, segir
m.a. í skýrslunni.
Of fáir sérfræðingar
Fram kemur að til þess að stofn-
unin geti haldið áfram að rækja
hlutverk sitt og mæta sívaxandi
kröfum um þekkingu á auðlindinni,
er mikilvægt að styrkja vísindalegar
undirstöður starfseminnar. Tryggja
þarf að völ sé á úrvali vel menntaðs
starfsfólks. Stuðla ber að því að
örva ungt fólk og eldri starfsmenn
til að afla sér bestu menntunar sem
völ er á á sviði haf- og fiskirann-
sókna, en að sögn Jakobs, er mann-
afli sérstakt áhyggjuefni og svo
gæti farið að leita þyrfti til útlanda
eftir sérfræðingum. Styrkja þurfi
tengsl stofnunarinnar við mennta-
stofnanir í þessu sambandi. Gert
er ráð fyrir að nauðsynlegt verði
að tveir til þrír nýir sérfræðingar
og einn til tveir aðstoðarmenn komi
árlega til starfa á stofnuninni næstu
fimm árin. Huga þarf að sem bestri
nýtingu fjármagns og markvissum
rannsóknum með virkri þátttöku
sjómanna og atvinnulífs. Einnig er
mikilvægt að koma upplýsingum
og niðurstöðum á framfæri með
skilvirkum hætti við stjórnvöld,
hagsmunaaðila og allan almenn-
ing. Sérstaklega þarf að gefa gaum
ungu kynslóðinni, sem á komandi
árum verður bæði notandi ráðgjaf-
ar um skynsamlega nýtingu auð-
lindarinnar og þarf því að læra sem
mest að umgangast hana, en mun
auk þess að einhverju leyti verða
þátttakandi í rannsóknastarfsem-
inni.
Við erum að fást við
villta dýrastofna
„Það er ekkert óvitlaust að menn
geri sér grein fyrir því að okkar
undirstöðuatvinnuvegur byggist á
nýtingu villtra dýrastofna og að það
er engin önnur þjóð á Vesturlöndum
í þeirri aðstöðu. Einmitt af þessum
sökum þurfum við að hafa mjög
öflugar rannsóknir á villtum dýra-
stofnum, sem náttúran spilar mjög
stórt hlutverk í. í öðru lagi þurfum
við að fara ákaflega varlega í nýt-
inguna því það er oft mjög stutt í
hrun ef villtir dýrastofnir eru of-
nýttir. Ekki bara hefur það skaðleg
efnahagsleg áhrif í landinu, heldur
hefur það líka skaðleg áhrif fyrir
orðspor okkar út á við,“ sagði for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar.
Albright varar við
of mikilli bjartsýni
Jerúsalem. Reuter
Reuter
MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur
við málverki sem Firas Ashayer, 17 ára, málaði af henni. Ashay-
er afhenti henni verkið er hún heimsótti skóla á sjálfstjórnar-
svæði Palestínumanna í gær.
MADELEINE Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær
til Alexandríu í Egyptalandi til við-
ræðna við Hosni Mubarak, forseta.
Albright, sem er á ferð um Mið-
Austurlönd til að reyna að blása
nýju lífi í friðarviðræður á svæðinu,
hitti í gær Assad Sýrlandsforseta.
Sögðu embættismenn að viðræðum
þeirra loknum að þær hefðu verið
undirbúningur að frekari funda-
höldum sem ákveðin hefðu verið.
Friðarviðræður Sýrlands og ísra-
els hafa legið niðri frá því stjórn
Benjainins Netanyahus tók við völd-
um í ísrael í maí á síðasta ári. Sýr-
lendingar vilja byggja áframhald-
andi viðræður á þeim árangri sem
náðst hafði í viðræðum við fyrri
ríkisstjórn ísraels en ísraelsstjórn
vill hefja þær aftur frá grunni.
Ráðgjafar á fund til
Bandaríkjanna
Ajbright hafði komið til Sýrlands
frá ísrael þar sem hún tilkynnti að
ráðgjafar Benjamins Netanyahus,
forsætisráðherra ísraels, og Yass-
ers Arafats, leiðtoga Palestínu-
manna, myndu koma til fundar við
sig í Bandarikjunum síðar í mánuð-
inum. Hún varaði þó við of mikilli
bjartsýni og tók fram að hún myndi
ekki koma aftur til ísraels eða her-
numdu svæðanna fyrr en leiðtogar
beggja þjóða hefðu tekið raunveru-
legar ákvarðanir þar sem hún hefði
ekki áhuga á að eyða tíma sínum
til einskis.
Hvorki ísraelar né Palestínu-
menn hafa gefið í skyn að þeir
muni bregðast við þeirri gagnrýni
sem hún setti fram á meðan á dvöl
hennar stóð. Hryðjuverkasamtökin
Hamas hótuðu hins vegar fleiri
árásum á ísrael í gær og sökuðu
ísraelsk stjórnvöld um að hafa rænt
Ibrahim al-Maqadmeh, einum af
leiðtogum þeirra á Gasasvæðinu.
Bæði ísraelsk og palestínsk yfirvöld
hafa vísað þeirri ásökun á bug.
Palestínskir
nemar óánægðir
Áður er Albright yfirgaf ísrael
heimsótti hún skóla á sjálfstjórnar-
svæði Palestínumanna. Þar sagði
hún m.a. í ávarpi til nemenda að
bæði ísraels- og Palestínumenn
yrðu að hætta aðgerðum og orða-
sennum sem stæðu í vegi fyrir friði
og hefja þess í stað raunverulegar
friðarviðræður.
Þá áréttaði hún að engin siðferð-
islegur samanburður ætti við um
byggingarframkvæmdir ísraela á
palestínsku landsvæði í Austur-
Jerúsalem og sprengjutilræði pal-
estínskra öfgamanna. Einnig sagði
hún palestínskan almenning ekki
eiga neinn skæðari óvin en hryðju-
verkasamtök öfgasinnaðra múslíma
og lagði áherslu á að baráttan gegn
hryðjuverkum væri sameiginlega á
ábyrgð ísraelskra og palestínskra
stjórnvalda.
Eftir heimsókn Albright kvört-
uðu nemendur yfir því að hafa ein-
ungis fengið að bera fram spurning-
ar sem voru fyrirfram samþykktar
af bandarískum embættismönnum
og að Albright, sem hefur lagt sig
fram um að breyta þeirri ímynd að
Bandaríkin séu hliðholl ísraelum í
deilunni, hefði eytt meiri tíma með
ísraelskum nemendum en palest-
ínskum.
Flugvellir vara
við afnámi toll-
fijálsrar sölu
Brussel. Reuter.
ALÞJÓÐLEG samtök flughafna
(ACI), sem 361 fiugvöllur í Evrópu
á aðild að, vöruðu í gær við afleiðing-
um þess að afleggja sölu tollfijáls
varnings til flugfarþega, sem ferðast
á milli ríkja Evrópusambandsins. Að
mati framkvæmdastjómar ESB
samræmist þessi sala ekki innri
markaði Evrópusambandsins og á
að afleggja hana árið 1999.
Áfram verða starfræktar fríhafnir
fyrir farþega, sem eru að ferðast til
og frá Evrópusambandinu. Fjöldi
þeirra, sem ferðast á milli ESB-
ríkja, er hins vegar slíkur að Stofnun
ferðamálarannsókna í Evrópu
(ETRF) telur að breytingin geti haft
! för með sér að hagnaður flugvalla
af sölu tollfijáls varnings minnki um
81%.
„Þessar kannanir sýna ljóslega
að afnám sölu tolfijáls varnings til
flug- og sjófarþega innan Evrópu-
sambandsins mun draga úr atvinnu,
skaða neytendur og verða nákvæm-
lega engum til góðs,“ sagði Willi
Hermsen, forseti Evrópudeildar ACI
og forstjóri flugvallarins í Miinchen.
Hermsen telur að nái áform ESB
fram að ganga muni fé það, sem
flugvellir hafa haft handbært til að
ráðast í nýjar fjárfestingar, minnka
verulega. Þar með muni geta flug-
valla til að mæta nýjum þörfum, sem
fylgja auknu fijálsræði í flugmálum
innan ESB, minnka.
„Til þess að mæta minni hagnaði
yrðu flugvellir að hækka gjöld sín
um 20 til 40 af hundraði, eigi þeir
að geta haldið áfram að vaxa af
eigin tekjum," sagði Hermsen.
Stutt er síðan samtök eigenda
farþegaskipa og -feija innan ESB
spáðu því að ákvörðun ESB myndi
kosta 50.000 störf í starfsgrein
þeirra.
Fjármálaráðherrar ESB ákváðu
árið 1991 að leggja af sölu tollfijáls
varnings til farþega í ferðum á milli
aðildarríkja sambandsins. Ákvörðun
þessi á að ganga í gildi eftir tvö ár.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur ákvörðunin ekki
áhrif á samninginn um Evrópskt
efnahagssvæði og verður staða frí-
hafna í EFTA-ríkjunum, þar á með-
al á íslandi, því óbreytt.
Stuðningur
við Amster-
dam vex í
Danmörku
Kaupmannahöfn. Reuter.
STUÐNINGSMÖNNUM Amst-
erdam-sáttmála Evrópusam-
bandsins fer fjölgandi í Dan-
mörku, samkvæmt niðurstöðum
nýrrar skoðanakönnunar, sem
gerð var fyrir viðskiptablaðið
Barsen. Nú segjast 39,3% að-
spurðra hlynntir sáttmálanum
og 26,2% andvígir. Hins vegar
hefur þriðjungur kjósenda,
33,6%, enn ekki gert upp hug
sinn.
í skoðanakönnun sama fyrir-
tækis, Greens, sem birt var í
Bersen fyrir rúmum mánuði,
sögðust álíka margir hlynntir
og andvígir sáttmálanum, 31%
með og 32% á móti, en 36,5%
óákveðnir.
Þjóðaratkvæðagreiðsla
líkiega í maí
Enn hefur dagsetning þjóðar-
atkvæðagreiðslu um Amster-
dam ekki verið ákveðin. Líklegt
er talið að hún verði haldin í
maí á næsta ári, eftir að Hæsti-
réttur fellir dóm í máli gegn
ríkisstjórninni, sem sótt er á
þeim forsendum að aðild Dan-
merkur að Maastricht-sáttmál-
anum brjóti í bága við stjórnar-
skrána.