Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 19 NEYTENDUR Stikkilsber í sultur o g eftirrétti STIKKILSBER eru ýmist græn, hvít eða með fjólublárri slikju, þau eru góð beint af runnunum, en henta einnig vel í ýmsar kökur og eftirrétti, bæða heita og kalda, að ógleymdum sultum og chutney. Uppskriftir fyrir rifsber er oft hægt að nota fyrir stikkilsber með góðum árangri. Stikkilsber er einnig hægt að nota í uppskriftir með eplum þar sem sú samsetning er einkar góð. Bretar búa yfir mörgum stikkils- beijauppskriftum, þarlendir kalla þau gæsaber, en í Frakklandi eru þau helst notuð í sósu, sem borin er fram með feitum fiski eins og makríl. En það gildir einfaldlega með stikkilsber eins og svo margt annað að það er um að gera að fikra sig áfram og reyna eitthvað nýtt. Berin sjálf eru svo góð að árangur- inn verður varla annað en góður. Uppskriftirnar eru miðaðar við íjóra til sex. Stikkilsberjapönnukaka í franska héraðinu Limo- usin er til kaka að nafni „clafouti", nokkurs konar pönnukaka, bökuð í ofni og í hana eru venjulega notuð kirsuber. I stað þeirra má nota önnur ber og aðra ávexti og þar eru stikkils ber kjörin. Kakan er best nýbökuð og volg og þeyttur ijómi með gerir hana að veislumat. Hún hefur líka þann kost að hún er einkar fljótlöguð og ef þið þurfið að seðja marga munna þá er ein- falt að tvöfalda uppskriftina eða búa til af henni nokkra skammta ... og þá ef til vitl að búa til aðra útgáfu af henni með ann- arri fyllingu en stikkilsbeijum. Að vetri til eru sveskjur tilvalinn kost- ur. 500 gr stikkilsber, hreinsuð og þurr ‘A dl hrásykur eða venjulegur sykur 4 stór egg 17« dl hveiti 1 dl hrásykur eða venjulegur sykur 1 tsk. kanell 'A tsk. malað allrahanda 3 dl mjólk 1 Setjið ofninn á 200 gráður. Smyijið ofnfast form, sem þið getið borið kökuna fram í. Hvers kyns leir- form eða glerform henta vel. 2 Dreifið beijunum í smurt fatið og stráið minni sykurskammtinum yfir. 3 Hrærið saman eggin, blandið hveiti og kiyddi og hrærið saman við eggin, svo úr verði slétt blanda. Bætið mjólkinni hægt í, svo blandan hlaupi ekki í kekki. 4 Hellið blöndunni yfir berin, setj- ið formið inn í heitan ofninn og látið kökuna bakast í um 45 mín. í miðjum ofninum. Fylgist vel með henni síð- ustu tíu mínútumar eða svo. Hún á að hlaupa saman, en ekki að verða of dökk á yfirborðinu. Bérið hana Stikkilsber eru í miklu uppáhaldi í Norður-Evr- ópu þar sem þau spretta vel. Sigrún Davíðs- dóttir reifar hvemig hægt er að nýta þau. fram með þeyttum ijóma... til dæm- is á napólíska vegu. Er þeyttur ijómi ekki alltaf þeytt- ur ijómi? Jú, en það er hægt að fara svolítið mismunandi að. Að- ferðin hér á eftir er ættuð úr frægu kökugerðarhúsi í Napólí og það var Roberto, sem ólst þar upp, sem kenndi mér hana. Síðan þeyti ég ekki ijóma á annan hátt og finnst árangurinn óviðjafnanlegur, því ijóminn verður svo léttur og Ijúffengur, hvort sem Morgunblaðið/Keli ^ er með volgri stikk- ilsbeijaköku, eplaköku eða þungri og mettaðri súkkulaðiköku. 1 peli af ijóma 1 msk. sykur, gjarnan með nokkrum vanillukornum saman við 'A dl mjólk 1 Bætið sykrinum í ijómann og um leið og þið þeytið ijómann hell- ið þið mjólkinni saman við. Eg skola gjarnan ijómahyrnuna með mjólk- inni - og reyndar mæli ég sjaldn- ast mjólkina, heldur nota bara skvettu af henni. Ef þið þeytið meira af rjóma, til dæmis ‘A.lítra er ekkert annað en að bæta við mjólkina líka. Einfaldara getur það ekki verið, en áhrifin fara vart framhjá neinum. Stikkilsber undir grófu þaki Hér er hugmyndin ættuð að vest- an, því Bandaríkjamenn búa til ýmis tilbrigði við eftirfarandi rétt. Þeir leggja ber, ávexti eða rabar- bara í fat, útbúa blöndu korns, syk- urs og smjörs og jafna yfir og kalla „crunch“. Líkt og kökuna hér að ofan er tilvalið að búa þennan rétt til í stórum stíl og þetta er einfald- ur og fljótlegur eftirréttur, sem hægt er að snara fram á síðustu stundu. Rjóminn hér að ofan er kjörið meðlæti, en einhveijir kjósa kannski frekar sýrðan ijóma. 500 g stikkilsber, þvegin og þurr 3'/z dl heilhveiti 2'/2 dl haframjöl, gjarnan gróft eða blanda af fínu og grófu 2 tsk. kanell 2 'U dl dökkur hrásykur eða púð- ursykur 150 g kalt smjör 1 Setjið ofninn á 200 gráður. Smyijið fat eins og fýrir pönnukök- una. 2 Dreifið beijunum á fatið. 3 Blandið saman heilhveiti, haframjöli, kanel og sykri og myljið smjörið saman við svo úr verði gróf- gerð blanda. Stráið blöndunni yfir berin og bakið í um 45 mín., eða þar til blandan hefur fengið á sig gullinn lit og er bökuð í gegn. Stikk- ilsber undir grófu þaki eru best volg. Stikkilsberjakrem Bretar eiga sér hefðbundinn eft- rrétt, sem þeir kalla „Goose- berry Fool“, þar sem „Fool“ er ekki í ætt við fífl, heldur afbökun á „fouler“ á frönsku, sem þýðir að meija eða stappa... og það er einmitt það sem gert er hér. Hráir eða soðnir ávextir eða ber eru hrærð saman við eggjakr- em eða bara ijóma og hér er einfaldari leiðin valin. Venju- lega er maukið marið gegnum sigti, svo úr verði slétt mauk, en ég kýs fremur heil, soðin berin, auk þess sem það er fljótlegra. Kremið er venjulega borið fram í eftirréttaglös- um fyrir hvern og einn, en þið getið líka borið það fram í skál. Rétturinn er fljótgerður, en athugið að beija- maukið þarf að vera kalt þegar því er bætt í ijómann. Maukið er auðvit- að hægt að búa til daginn áður, ef það hentar. 500 g þvegin stikkilsber 2 dl sykur ’/s 1 ijómi 1 dl sykur um 100 g muldar makkarónur (vín til að bleyta makkarónumar - t.d. sætt hvítvín, hvítt portvín eða sætt sérrí - ef ykkur líst svo). 1 Setjið berinn í pott ásamt sykr- inum og látið þau sjóða undir loki á vægum hita, þar til þau eru orðin að beijamauki. Bætið í sykri, ef ykkur fínnst maukið of súrt og lát- ið kólna. 2 Stífþeytið ijómann og sykur- inn. Myljið makkarónurnar og jafn- ið þeim í skálina eða skálarnar, sem þið notið og dreypið víni yfir, ef þið notið það, en ekki meira en svo að makkarónurnar sjúgi það í sig. 3 Blandið maukinu saman við ijómann, en þannig að ijóminn sé með maukrákum í. Maukið á sumsé ekki að vera alveg samsamað ijóm- anum. Jafnið kreminu yfir makkar- ónurnar. Kremið getur staðið nokkrar klukkustundir í kæliskáp, en er best þegar það er nýlagað. \jÍP’r' I \ íL ‘ Hrœódýrt og vinnur grimmt! • iniTEL 166 MHz MMX örgjörvi • 32 MB EDO minni • 15“ ffatur lággeisla skjár • ATI 3D booster skjákort • 2.5 GB haröur diskur • 20 hraða geisladrif • Soundblaster 16 • 240w hátalarar • 33.6 bás mótald m/faxi og símsvara • 2ja mánaða Internetáskrift fylgir • Kynningarnámskeið um Internetið fylgir Aöeins kr. 118.900 1.7 GB harðir diskar á kr. 11.900 HP Deskjet 690 litaprentari m/ljósmyndagæðum kr. 20.990 Tðlvur Grensásvegi 3 • Sími 588 5800 • Fax 588 5905 J Kartöflur lækka í verði UNDANFARNA daga hafa sumir verslunareigendur lækkað verð á kartöflum. Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónus segir að íslenskar nýjar gullauga kartöflur séu að lækka í verði og kostar kílóið í lausasölu nú 59 krónur hjá Bónus. Hann seg- ir að kartöfluverðið stefni enn frek- ar niður á við á næstunni. Hjá Blómavali hafa kartöflur lækkað í verði og kostaði kílóið af rauðum og gullauga kartöflum 99 krónur í gær. Forsvarsmenn 10-11 verslan- anna lækkuðu kartöfluverð í byijun viku. í gær kostaði kílóið af nýjum íslenskum rauðum kartöflum, og Premier 98 krónur. Guilauga var á 148 krónur kílóið. MERNATIONAL SNAKE SHOW" Á SVIÐI: í JL-HÚSINU ■ • Meðhöndlun á eiturslöngum Hringbraut 121 • Cobra mjólkuð Opið daglega frá 14-20 • Eitraðir mangrófar til 28. september. Miðaverð í fyrsta skipti í Evrópu Upplýsingar gefur Gula línan sími 5808000 Fullorðnir kr. 700 Ellílífeyrisþegar og námsmenn kr. 600 Börn kr. 500 TILBOÐ FYRIR HÓPA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.