Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFGERANDIUR- SLIT í SKOTLANDI URSLIT þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Skotlandi eru afgerandi. Meirihluti kjósenda vill eigið þing, sem hafi m.a. vald til að hækka eða lækka tekjuskatta. Úrslitin eru birtingarmynd þess, sem löngu var vitað; að Skotar líta á sig sem sérstaka þjóð og vilja fá að ráða eigin málum. Skotar hafa ekki haft eigið þing í 290 ár. Þó hefur Skotland að mörgu leyti haft sérstöðu innan brezka konungdæmisins og haldið eigin laga- og skólakerfi. En um leið hafa heimastjórnarsinnar getað bent á að það sé einsdæmi að land með eigið lagakerfi hafi ekki eigin löggjafarvald. Hið nýja þing Skota, sem kjörið verður árið 1999 og á að koma saman árið 2000, mun fara með löggjafar- vald í mennta-, heilbrigðis-, umhverfis-, landbúnaðar-, sjávarútvegs- og menningarmálum, svo nokkuð sé tal- ið. Varnarmál, skattamál og utanríkismál verða hins vegar áfram á ábyrgð stjórnarinnar í London. Það fer því ekki á milli mála að Bretland er áfram eitt ríki, rétt eins og önnur ríki Vestur-Evrópu, t.d. Spánn og Frakkland, sem veitt hafa héruðum og minnihlutaþjóð- um aukna sjálfsstjórn á undanförnum áratugum. Hin afdráttarlausa niðurstaða í Skotlandi auðveldar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að halda áfram umfangsmiklum breytingum á brezkum stjórnskipunar- lögum. Eftir viku munu Walesbúar kjósa um það hvort stofna beri velskt þing, þó valdaminna en það skozka. Blair vill jafnframt auka sjálfsstjórn héraða í Englandi og færa valdið þannig nær fólkinu. Þannig hyggst Blair snúa við þeirri þróun, sem átti sér stað í valdatíð íhaldsmanna, að Bretland varð eitt miðstýrðasta ríki Vestur-Evrópu. Framganga íhalds- flokksins í baráttunni fyrir kosningarnar í Skotlandi einkenndist af neikvæðni, án þess að boðið væri upp á aðrar lausnir, sem Skotar gætu sætt sig við. Það er athyglisverð þversögn í stefnu íhaldsflokksins að hann leggur mikla áherzlu á það, t.d. á vettvangi Evrópusam- bandsins, að „þjóðríkin“ haldi sjálfsákvörðunarrétti sín- um og valdi yfir eigin málum, en hefur lagzt gegn aukinni sjálfsstjórn þeirra mörgu þjóða, sem byggja brezka konungdæmið. Ríkisstjórn Blairs er að svara kalli tímans með því að færa valdið nær fólkinu. Slíkt er ekki sízt nauðsyn- legt í ríki, þar sem margar þjóðir búa saman, eigi sátt og stöðugleiki að ríkja. BREYTTIR TIMAR ÞAÐ ER tákn breyttra tíma að það mál er leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins leggja mesta áherslu á við upphaf flokksþings skuli vera sala þús- unda fyrirtækja í eigu ríkisins. Vissulega liggur ekki ljóst fyrir hvernig að sölunni skuli staðið, hverjir fái að kaupa eða hversu stór eignar- hlutur verður seldur í fyrirtækjunum. Kínverska ríkið vill ekki sleppa takinu alveg en verður þó að gera það að hluta þar sem ríkissjóður hefur ekki lengur efni á að halda uppi óarðbærum rekstri með stórfelldum fjár- framlögum Það liggur hins vegar fyrir að Kínverjar eru að taka enn eitt skrefið í átt til markaðsbúskapar þótt orðin kapítalismi og einkavæðing séu ekki notuð yfir breyt- ingarnar. Hugsanlega stærsta skrefið frá því hinar efnahagslegu umbætur Deng Xiaopings hófust árið 1978. Birtingarform „sósíalismans með kínverskum áherslum“ verður æ kapítalískara. Og þótt ekki sé til umræðu að hefja pólitískar umbæt- ur og draga úr valdi kommúnistaflokksins er líklegt að aukin valddreifing á sviði efnahagsmála muni smám saman kalla á lýðræðislegri stjórnarhætti. Fjölmenn og velmegandi millistétt er að verða til í landinu sem mun gera kröfu til áhrifa. Þetta gerðist í kjölfar iðnbyltingarinnar í Evrópu og þetta mun einnig gerast í Kína, fyrr en síðar. Sameining Borgarspítala og Lar Niðurstöður skýrslu VSÓ ráðgjafar í sam- vinnu við Ernst & Young um sameiningu sex s.júkrahúsa í Reykjavík og næsta ná- grenni hafa ýtt úr vör heitum umræðum um sameiningu sjúkrahúsa. Anna G. Ólafsdóttir rifjaði upp reynsluna af sameiningu Landakots- spítala og Borgarspít- ala með nokkrum stjórnendum og starfs- mönnum Sjúkrahúss Reykjavíkur. ÞEGAR spurst er fyrir um reynsluna af samein- ingu Borgarspítala og Landakotsspítala eru ábendingar um að ekki hafi verið staðið við fjárframlög vegna kostn- aðar við sameininguna mest áber- andi. Ekki verði heldur litið framhjá erfiðri reynslu af breytingum á mannahaldi og samræmingu launa. Fleira er nefnt og er af því ljóst að mörgum þykir reynslan af samein- ingunni hafa verið dýrkeypt. Hins vegar eru viðmælendur Morgun- blaðsins sammála um að sameining- in sé í sjálfu sér jákvæð og skili hag- kvæmni þegar til lengri tíma sé litið. Fyrst var farið að huga að breyt- ingum á rekstri Landakotsspítala seint á áttunda áratugnum. Ein að- alástæðan var að Landakot var orð- in lítil og um leið afar óhagkvæm rekstrareining. Nauðsynleg yfir- bygging vegna bráðasjúkrahússins var kostnaðarsöm og sömu sögu var að segja um þjónustuna. Eftir óformlegan undanfara ------------- var fyrstu samninga- nefndinni komið á fót ár- ið 1989. Ekkert kom út nefndarstarfinu og ur Sameiningar- ferlið tók of langan tfma voru viðræðumar teknar aftur upp síðla árs 1991. Niðurstað- an fólst í því að mögulegt væri að sameina sjúkrahúsin. St. Jósefssyst- ur höfnuðu hins vegar samkomulagi um sameininguna og varð því ekki af frekari aðgerðum. Stjórnir sjúkrahúsanna unnu að ýmsum samvinnuverkefnum og samþykktu systurnar sameininguna fyrir rétt tæpum fjórum árum. Sameiningar- ferlið hófst með því að deildir vom fluttar á milli sjúkrahúsa eða sam- einaðar. Formlegri sameiningu var lokið um áramótin 1995 og 1996. stærsti ásteytingarsteinninn. „Fyr- irkomulag launa var ólíkt, enda hluti af ólíku rekstrarfyrirkomulagi. Læknar á Landakoti unnu eftir öðm launakerfi, svokölluðu „amer- ísku kerfi“, þ.e. fengu greitt fyrir hvert viðvik. Greiðslan kom ýmist frá TR og/eða sjúklingnum. Á Borg- arspítalanum vora starfsmönnum, með örfáum undantekningum, hins vegar greidd fost laun. Greiðslur vora ekki innheimtar af sjúklingum heldur bar sjúkrahúsið kostnaðinn. Fyrst í gegnum daggjaldagreiðslur og svo af föstum fjárveitingum," segir hún. Hún segir að fyrir sameiningu hefði þurft að huga betur að stjóm- skipuriti nýs sjúkrahúss, hvort ástæða væri til að segja upp og end- urráða starfsmenn eða fækka starfsmönnum. Hvaða þjónustu ætti að veita - hvernig ætti að blanda sérgreinum - hvar ætti að koma þeim fyrir og hvar Lsp. kæmi inn í myndina. Hvemig best væri að nýta húsrými og fjármagna nauðsynlegar breytingar. „Erfitt reyndist að taka á þessu því hvorki mátti segja starfsmönnum upp, fækka stjórn- endum né láta Landspítalanum eftir starfsemi," segir Sigríður og tekur fram að um tíma hefði staðið yfir ákveðin samkeppni við Lsp. um sér- greinar, sjúklinga og starfsfólk. Þegar leið á sameiningarferlið tók svo við valdabarátta innan samein- aðs sjúkrahúss. ,Alhr vildu koma vel út úr sameiningunni, fá fleiri rúm og ný tæki. Hjúkranarfræðing- ar vildu fá fleira starfsfólk og lækn- ar fleiri sérfræðinga í sína sér- grein.“ Þegar spurst er fyrir um helstu mistök telur Sigríður upp fimm at- riði. Hið fyrsta sé að sameiningar- ferlið hafi tekið of langan tíma og annað að segja hefði átt upp öllum yfirstjórnendum og endurráða stjórnendur í nýtt stjórnskipulag. Hún nefnir að fylgja hefði átt betur eftir verkaskiptasamningum á milli sjúkrahúsanna. Of mikil linkind af hálfu stjórnenda hafi valdið tvöfóld- un á þjónustu á Lsp. og SHR. Upp- lýsa hefði þurft starfsmenn betur ________ um ferlið til að koma í veg fyrir óþarfa titring milli starfsmanna og stjómenda. Að lokum hefði þurft að skoða bet- ur hvort sameining Fé s forstjóri Landakotsspítala áður en sameiningin gekk í garð. Hún segir að sameiningin hafi reynst starfs- fólki sjúki'ahússins gífurlega erfið. „Eg held að sameiningin hafi fyrst og fremst kennt okkur að við verð- um að huga vel að tilgangi samein- ingarinnar, kostum og göllum, áður en hafist er handa. Markmið og ávinning sameiningar verður að kynna vel fyrir starfsmönnunum, því óöryggi hefur alltaf slæmar af- leiðingar í för með sér. Hér hefur valdið mestum sársauka að tvístra samheldnum hópum til margra ára. Starfsmennirnir hafa farið í ýmis störf. Flestir eru ánægðir með nýju stöi'fin. Aðrir hafa þurft að leggja meira á sig til að aðlagast nýjuiíí störfum í nýju umhverfi. Á heildina. litið hafa breytingarnar gengið vel. Flestir eru að jafna sig og líður vel á sameinuðu sjúkrahúsi." Rakel sagði að ekki hefði verið gerð könnun á því hvort sameining- in hafi skilað betri þjónustu við sjúklinga, enda væri erfitt að gera slíka könnun. „Með tímanum á sam- einingin væntanlega eftir að hafa í fór með sér hagkvæmni í rekstri. Hins vegar verður aldrei hægt að taka með í reikninginn afleiðingarn- ar af fækkun legurýma. Ég held að fleiri séu veikir heima nú én áður: Ein leið til að taka á því er að auka dag- og göngudeildarþjónustu “ sagði Rakel og tók fram varðandi faglegar afleiðingar sameiningar- innar að öldranarþjónustan virðist hafa komið vel út. Stofnfjárframlag ekki lengi að borga sig upp Landakots og Lsp. væri æskileg eða jafnvel sjúkrahúsanna þriggja. Þrátt fyrir ofangreinda erfiðleika telur Sigríður að sameiningin hafi skilað jákvæðum fjárhagslegum og faglegum árangri, rekstrarkostnað- ur hafi lækkað, þekking og þjálfun starfsfólks hafi styrkst, nýting tækjabúnaðar hafi batnað og ein- fóldun hafi orðið á vöktum í ákveðn- um sérgreinum. Jákvæð þróun hafi átt sér stað hvað varðar fækkun sjúkrarúma og aukningu í dag- og göngudeildarþjónustu. „Allir vildu koma vel út úr sameiningunni" Sigríður Snæbjömsdóttir, hjúkr- unarforstjóri Sjúkrahúss Reykja víkur, kom að sameining- arferiinu ásamt öðram. Hún segir að greiðslufyrir- komulag til lækna hafí verið einn Sárauki fylgdi tvístrun hópa Rakel Valdimarsdóttir, forstöðu- maður starfsmannaþjónustu Sjúkra- húss Reykjavíkur, var hjúkranar- Jóhannes Gunnarsson, læknmga- forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, tekur fram að skort hafí fé til sam- einingarinnar. „Nefnd um samein- inguna komst að því með athugun ^ að sameining kostaði 600 til 1.000 1 " milljónir á verðlagi ársins 1991. Hins vegar fengust aldrei nema 300 milijónir til framkvæmd- anna. Okkur hefur því vantað töluvert upp á framkvæmdafé vegna sameiningarinnar og höfð- um t.d. ekkert til að leggja í sam- einingu skurðstofustarfseminnai' nýverið. Núna hefur skurðstof- unum því fækkað um fimm,“ sagði hann. Hann sagði að fé til ýmissa verkefna vegna samein- ingarinnar hefði þurft að taka af viðhaldsfé sjúkrahússins. „Eðli- Myndskreyting: Ómar Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.