Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 52
 ÞREFALDUR 1. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Góð afkoma Landsbanka Islands fyrstu átta mánuði ársins Hagnaður tæpar 540 milljónir króna HAGNAÐUR Landsbanka íslands fyrstu átta mánuði ársins reyndist vera 537,8 milljónir króna. A sama tímabili voru lagðar tæpar 700 millj- ónir króna í afskriftasjóð. Horfur eru á að hagnaður Landsbankans á þessu ári verði á milli 700 og 800 milljónir króna, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Landsbankinn hefur lagt 75 mUlj- ónir króna í afskriftasjóð mánaðar- lega, það sem af er árinu og er ráð- gert að halda þeim greiðslum áfram til ársloka, þannig að í árslok hefur bankinn lagt 900 milljónir króna í af- skriftasjóð. Landsbankinn þarf vegna kjara- samninganna að taka á sig rúmlega 300 milljóna króna auknar skuld- bindingar vegna greiðslna í lífeyris- sjóð og mun hafa verið ákveðið að þeim greiðslum verði lokið á þessu ári. Forsvarsmenn Landsbanka Is- lands gera sér í hugarlund, að af- koma bankans á þessu síðasta rekstrarári hans, áður en hann hefur rekstur sem Landsbanki Islands hf. 1. janúar 1998, verði mjög góð. Með- al annars er gert ráð fyrir því að Landsbankinn fái verulegar fjár- hæðir fyrir sölu á skipum og kvóta á Suðumesjum. Þannig áætlar bank- inn að þrátt fyrir þessar 300 milljón- ir króna sem bankinn þarf að taka á sig í auknum lífeyrissjóðsskuldbind- ingum, að hagnaðurinn á árinu verði á milli 700 og 800 milljónir króna, eins og áður segir. Þannig verður framlegð bankans nálægt tveimur milljörðum króna á árinu. Fornleifa leitað í Hjaltadal 1,5 millj. í upp- gröft að Neðra-Ási RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita 1,5 milljónir af ráðstöfunarfé ríkis- sljórnarinnar í fornleifauppgröft að Neðra-Ási í Hjaltadal. Sigurður Bergsteinsson, forn- leifafræðingur á Þjóðminjasafni, segir að kirkjurústir séu uudir leifum af smiðju, sem sé undir öðru húsi, sem sé undir fjárhúsi frá því um síðustu aldamót, sem raunar hafl verið kallað Bænhús- ið af heimamönnum. Hann segir bein í gröfum í kirkjugarðinum vera þokkalega varðveitt og að þau séu að öllum Iíkindum frá því fyrir 1104. I Kristnisögu er þess getið að þegar Þorvaldur víðförli boðaði kristna trú hér á landi, hafi Þor- varður Spak-Böðvarsson, sem bjó á Ási, tekið kristni og látið byggja kirkju, sextán vetrum fyr- ir kristnitöku. Kirkjunnar er einnig getið í Þorvaldar þætti víðförla en ekki í máldögum. Sig- urður gerir ráð fyrir að kirkjan hafi lagst af snemma á 13. öid. Hann segir það að kirkjan sé svona gömul og að kirkjugarður- inn hafi verið notaður í svo til- tölulega stuttan tfma, gera málið afar spennandi, því að þar með ætti að vera hægt að fá nokkuð heillega mynd af kirkju eins og þær voru hér elstar. Eignir líf- eyrissjóð- anna 307 milljarðar HREINAR eignir lífeyrissjóða landsmanna jukust um 44 milljarða króna á síðasta ári og námu 307 milljörðum í lok ársins. Þetta sam- svarar rúmlega 14% raunaukningu. Raunávöxtun eigna sjóðanna jókst um 1% og nam hún 7,6% á síðasta ári, að teknu tilliti til vísitölu neyslu- verðs. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skjirslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands um stöðu lífeyr- issjóðanna. Þar kemur ennfremur fram að staða almennu lífeyrissjóð- anna hafi batnað nokkuð á undan- gengnum árum vegna bættrar ávöxt- unar og skerðingar lifeyrisréttinda. __^Sé nú svo komið að stærstur hluti þeirra eigi fyrir skuldbindingum sín- um. Hins vegar sé staða lífeyrissjóða opinberra starfsmanna talsvert lak- ari og eigi fæstir þeirra fyrir skuld- bindingum sínum. Til að mynda skorti rúmlega 36 miljjarða króna upp á að lífeyrissjóð- ur opinberra starfsmanna eigi fyrir skuldbindingum sínum. Hlutabréfaeign tvöfaldaðist Hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna jókst verulega á árinu 1996. Nam heildarhlutabréfaeign sjóðanna í árs- lok 1996 röskum 14 milljörðum króna og hafði hún aukist um u.þ.b. 7 __milljarða frá árslokum 1995. Þetta • -^amsvarar rúmum 4% af heildar- eignum sjóðanna. ■ Eignir jukust/12 -------------- Fimm tíma stöðvun í 114 og 115 STARFSFÓLK Pósts og síma hf., sem vinnur við þjónustu í símanúm- erum 114 og 115, gat ekki hringt til útlanda á tímabilinu frá um hádegi á fimmtudag og fram undir kl. 17, eða í um fimm klukkustundir. Astæðan var rafmagnstruflanir í Múlastöð, samkvæmt upplýsingum Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa íyrirtækisins. Hrunamenn rétta Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞESSA dagana er réttað um land allt. Réttað var í Hrunamannarétt í gær. Hér er safn Hrunamanna að renna niður af fjalli. í baksýn eru Jarlhettur og Langjökull. Undanþágunefnd hefur hafnað 21 umsókn frá leiðbeinendum Leiðbeinendur við kennslu án heimildar GUÐRIJN Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður Kennarasambandsins, seg- ir að brögð séu að því að skólar hafi ráðið til starfa leiðbeinendur sem undanþágunefnd menntamálaráðu- neytisins hefur hafnað. Þetta sé skýrt lögbrot og menntamálaráðu- neytið hljóti að þurfa að bregðast við þessu. Undanþágunefnd hefur á þessu ári fengið 529 umsóknir frá leiðbein- endum sem ekki hafa kennararétt- indi. Hún hefur samþykkt 494 um- sóknir, 21 umsókn var hafnað, 2 var vísað frá og 12 eru í biðstöðu vegna þess að upplýsingar vantar. Aldrei hefur svo mörgum umsóknum verið hafnað. Þær hafa flestar áður verið 12, en oft miklu færri. Sigurður Helgason, fulltrúi menntamálaráðu- neytisins í undanþágunefnd, sagði að engin formleg kvörtun hefði borist til menntamálaráðuneytisins vegna ráðningar á leiðbeinendum sem nefndin hefði hafnað. Stefnubreyting undanþágu- nefndar? Hann hefði hins vegar heyrt af kvörtun móður sem væri ósátt við að ráðinn hefði verið leiðbeinandi til starfa sem undanþágunefnd hefði hafnað. Þeirri kvörtun ætti að beina til sveitarstjómar því að hún sæi um að ráða kennara tO starfa. Þegar undanþágunefnd hafnaði umsókn leiðbeinanda bæri sveitarstjórn að halda áfram að leita að kennara. Guðrún Ebba sagðist túlka þessa afgreiðslu undanþágunefndar sem stefnubreytingu af hálfu mennta- málaráðuneytisins.^ Undanfarin ár hefðu fulltrúar KI og Kennarahá- skólans lýst andstöðu við að veita þeim sem eru með mjög litla mennt- un og litla reynslu undanþágu. Menntamálráðuneytið hefði hins vegar í gegnum tíðina samþykkt flest allar umsóknirnar. „Nú er búið að hafna 21 umsókn og það er lögbrot ef þessir einstak- lingar eru við kennslu. Menntamála- ráðuneytið á að fylgjast með þessu og sjá tii þess að það séu ekki framin lögbrot á nemendum. Það má enginn vera í kennslu nema hafa til þess réttindi eða hafa fengið undanþágu frá menntamálaráðuneytinu,“ sagði Guðrún Ebba. Sigurðui- sagði að ekki væri um neina stefnubreytingu að ræða af hálfu ráðuneytisins. Um- sóknirnar væru metnar á sama hátt og áður. Hann sagðist ekki hafa skoðað hvers vegna fleiri umsóknum hefði verið hafnað nú en áður. Guðrún Ebba sagði að þessi mál kæmu upp vegna þess að skortur væri á kennurum en skólastjórar ættu ekki að ráða kennara til starfa sem hefði verið hafnað af undan- þágunefnd og menntamálaráðuneyt- inu. Þeir ættu að vísa vandanum til skólanefndar eða sveitarstjórnar. Það væri á þeirra ábyrgð að sjá um að skólaskyldu væri haldið uppi í við- komandi skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.