Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Glugginn Laugavegi 60 simi 551 2854. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Létt hugleiðing um bikar- úrslitin 1997 ER landsbyggðin að taka yfír ís- lenzkt brids? er yfírskrift þessa pistils, sem sendur var þættinum frá Bridssambandinu í vikunni. Pistillinn fer hér á eftir: Nú er ljóst að a.m.k. 3 af fjórum sveitum í undanúrslitum bikarsins verða frá landsbyggðinni og sú fjórða gæti bæst við. Leik Jóns Sigurbjörnssonar frá Siglufirði og Samvinnuferða-Land- sýnar, Reykjavík, úr 8 liða úrslitum er enn ekki lokið, en sigurvegarar úr þessum leik mæta íslandsmeist- urunum úr sveit Antons Haralds- sonar, Akureyri, í undanúrslitum. í hinum undanúrslitaleiknum mæt- ast sveitir Dags-Tímans, Suður- landi, og sveit Sveins Aðalgeirsson- ar, Húsavík. Óhætt er að fullyrða að „óvænt" úrslit hafi einkennt bikarinn í ár. Stigahæsta sveit landins, sveit VÍB, var slegin út af sveit Neon í 16 liða úrslitum, en Neon tapaði síðan fyrir Sveini Aðalgeirssyni í 8 liða úrslitum. Sveit Landsbréfa lá fyrir Samvinnuferðum í 16 liða úrslitum. Hjólbarðahöllin lá fyrir Degi-Tím- anum í 8 liða úrslitum og Roche tapaði fyrir Sveini í 16 liða. Þrátt fyrir óvænt úrslit má gera ráð fyrir að úrslitaleikurinn verði í raun í undanúrslitunum. Sigurveg- ararnir í leik Antons og Jóns/S-L ættu að eiga nokkuð greiða leið að titlinum. Sveit Sveins Aðalgeirssonar er skipuð ungum spilurum sem eiga framtíðina fyrir sér. Auk fyrirliðans eru í sveitinni Guðmundur Hall- dórsson, Hlynur Angantýsson og Hermann Friðriksson. Sveit Dags- Tímans skipa; Guðjón Bragason, Helgi Bogason, Kristján Már Gunn- arsson, Helgi Helgason, Vignir Hauksson og Bjöm Þorláksson. í sveit Antons em auk fyrirliðans þeir Sigurbjörn Haraldsson, Pétur Guðjónsson og Magnús Magnús- son. Með Jóni em Björk Jónsdóttir, Ingvar Jónsson, Birkir Jónsson, Ólafur Jónsson og Bogi Sigur- bjömsson. Sveit Samvinnuferða er skipuð þeim Helga Jóhannssyni, Guðmundi Sv. Hermannssyni, Karli Sigurhjartarsyni, Guðmundi Páli Arnarsyni og Þorláki Jónssyni. Undanúrslitin hefjast kl. 11 á laugardaginn í Þönglabakka 1 og verða leikimir sýndir á sýningar- töflu með útskýringum okkar fær- ustu spilara. Ahorfendur em vel- komnir. Úrslitaleikurinn hefst kl. 10 á sunnudag og er áætlað að honum ljúki kl. 20. ATVIINIMU- AUGLÝSINGAR Stýrimaður Annan stýrimann vantar á Emmu VE. Upplýsingar í síma 852 5364. Þýskunámskeið Germaníu Námskeiðin hefjast 15. september. Boðið er upp á byrjendahóp, fimm framhaldshópa og talhóp. Upplýsingar eru veittar í síma 551 0705 frá kl. 16.30 til 17.45 á virkum dögum. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaníu. Rafeindavirki óskast Viðkomandi þarf að hafa lokið sveinsprófi og hafa reynslu af viðgerðum. Umsóknir sendist í pósthólf 36, 602 Akureyri. REYKJALUNPUR Endurhæfingarmiðstöð Hjúkrunarfræðinga vantar á gigtar- og hæfingardeild. Unnið er þriðju hverja helgi á 8tíma vöktum, mjög fáar næturvaktir. Möguleiki erá að útvega hús- næði. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 566 6200. Frá Dalvíkurbæ Laust er til umsóknar starf aðalbókara hjá Dalvíkurbæ. Starfið felst í stórum dráttum í eftirfarandi: ★ Yfirumsjón með og færslu á bókhaldi fyrir Bæjarsjóð Dalvíkur, Dalbæ, dvalarheimili aldraðra og Hafnasamlag Eyjafjarðar. ★ Umsjón með hugbúnaði á skrifstofu og sam- skipti við Tölvudeild Akureyrarbæjar, sem sér um rekstur sameiginlegrar móðurtölvu. Unnið er á AS-400 tölvu og Nowelle net- kerfi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. október nk. Umsóknarfrestur er til 30. september nk. Umsóknir, ertilgreini menntun og fyrri störf, sendist bæjarritaranum Dalvík, Ráðhúsinu, 620 Dalvík. Helgi Þorsteinsson, bæjarritari. Þorlákshöfn Til sölu Haukaberg 5,105fm einbýlishús ásamt 35 fm bílskúr. Söluverð 6,7 millj., áhv. 3,6 millj. húsbr. og lífeyrissjóður. Eignaskipti á íbúð (dýrari-ódýrari) á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 483 3547 og 483 3532. KENNSLA — Leiklistarstúdíó — Eddu Björgvins og Gísla Rúnars^ Síðustu skráningar á haustnámskeið. Hringið núna í síma 581 2535. Tónlistarkennarar — tónlistarnemendur Sígild sönglög, heftin fá meðmæli hæfstu hljóðfærakennara landsins. Allir þekkja lögin og njóta þess að læra þau. Prófið, Sígild söng- lög, og sannfærist. NótuÚtgáfan, s. 588 6868. HÚSNÆÐI ÓSKAST Verslunar- húsnæði 1928 boutique óskar eftir 40—100m2 verslun- arhúsnæði til leigu við Laugaveg. Upplýsingar í síma 561 1327, 897 0979 eða 552 2515. sos Okkur bráðvantar 3—4 herbergja íbúð til leigu. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 552 3462. HÚSNÆÐI í SOÐ Glæsilegt húsnæði í Listhúsinu 1 lOm2 skrifstofuhúsnæði meðfallegum inn- réttingum, hentar vel fyrirt.d. auglýsinga-, lög- fræði-, eða arkitektastofu. Upplýsingar í síma 896 3850 og 897 7475. TILK YNNINGAR Menntamálaráðuneytið Námsorlof framhaldsskóla- kennara og stjórnenda framhaldsskóla Athygli er vakin á því að umsóknir um náms- orlof framhaldsskólakennara fyrir skólaárið 1998—1999 þurfa að berast menntamálaráðu- neytinu fyrir 1. október nk. Sækja skal um á sérstökum eyðblöðum sem fást í menntamála- ráðuneytinu og skólunum. Athugið breyttan umsóknarfrest. Menntamálaráðuneytið, 9. september 1997. UPPBOÐ Málverkauppboð á Hótel Sögu sunnudagskvöldið 14. september kl. 20.30. Sýning uppboðsverka í Síðumúla 34 í dag og á mogun frá kl. 12-18. BORG Síðumúli 34, sími 581 lOOO. FUiMDIR/ MANNFAGNAÐUR SÖGll'ÉLAG 1902 Sögufélag Aðalfundur Sögufélagsins verður haldinn laug- ardaginn 20. september kl. 14.00 í Þjóðarbók- hlöðunni. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Böðvar Guðmundsson rithöfundurflytur erindi: „Að Ijúga til víða". Stjórnin. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. Að vera meðvitaður umeigin hæfileika Ef þú ert meðvitaður(uð) um þína eigin hæfileika og getu, mun það endurspeglast í öllu sem þú gerir f vinnu og sam- skiptum við aðra. Þegar gerð- ir þínar og athafnir byggja á (koma frá) hæfileikum þínum muntu vera miklu öruggari með sjálfa(n) þig og ná miklu meiri árangri. Þetta og margt fieira verður umfjöllunarefni á námskeiði sem Kristin Þorsteins- dóttir og Kaare Sörensen munu verða með nk. sunnudag, kl. 10.00-16.00 í Sjálfefli, Nýbýla- vegi 30, Kóp. Námskeiðið mun fara fram á ensku og íslensku. Kaare hefur haldið námskeið víða um heiminn, á íslandi m.a. fyrir Stjórnunarfélagið. Nám- skeiðið kostar kr. 5.000 (VISA - Euro - áv. geymdar ef óskað er). Þetta námskeið er mjög aðgengi- legt og nýtist öllum. Skráning fer fram í síma 5541107 milli kl. 14.00-16.00 föstud. og 17.00- 19.00 laugardag. Þeir sem ekki ná í gegn á símatíma er velkomið að mæta án skráningar. Kaffisala Kristniboðsfélags karla verður í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58—60,3ju hæð á morgun, sunnudag, kl. 14.30—18.00. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til starfs Kristniboðssambandsins í Eþíópíu og Kenýju. Stjórnin. Dagsferðir Sunnudaginn 14. sept. Fjalla- syrpan. Gengið á Þríhyrning. Sunnudaginn 14. sept. Árganga. Gengið niður Krapp- an norðan Vatnadalsfjalls. Brottför frá BSÍ kl. 09.00. Verð 2800/3000. Heimasíða: centrum.is/utivist FERDAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Sunnudagsferðir 14. sept. kl. 08.00 Þórsmörk dagsferð. Verð 2.700 kr. Kl. 10.30 Reykjadalur—Öl- kelduháls—Ölfusvatn. 6. áfangi afmælisgöngu um Hengilssvæðið. Um 12 km leið. Farið verður að Sogsvirkjun- um á heimleið. Verð aðeins 1.200 kr. Brottför frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.