Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 31”" EINAR ÓLAFSSON + Helgi Gíslason fæddíst á Ytri-Á í Ólafsfirði 7. febr- úar 1913. Hann lést á dvalarheimilinu Hombrekku á Ólafs- firði 9. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir, húsmóðir, og Gísli Gíslason, bóndi og sjómaður. Helgi var yngstur af sjö systk- inum, auk þess sem hann átti eina fóst- ursystur. Hinn 3. janúar 1937 kvænt- ist Helgi eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Ingimundardóttur, Okkur systkinin langar að minn- ast ástkærs afa okkar. Hann var ávallt einn af föstu punktunum í til- veru okkar. Mörg minningarbrot, allt frá barnæsku, tengjast honum. húsmóður og verka- konu, f. 16. október 1913. Börn þeirra era: 1) Gislína Krist- ín, f. 16. október 1938, gift Ingimari W. Antonssyni; Sig- urður, f. 3. júní 1941, kvæntur Ágústu Pét- ursdóttur; Hannes, f. 11. september 1947, kvæntur Maríu H. Jónsdóttur; Ingi- mundur Gunnar, f. 23. september 1950, kvæntur Arndísi Friðriksdóttur. Útför Helga Gísla- sonar fer fram frá Ólafsfjarðar- kirkju í dag kl. 14. Þegar afi réri á trillunni sinni feng- um við oft að sigla með honum á milli bryggna eftir að búið var að landa aflanum. Tókum við oft vini og kunningja með í þessar ferðir. Afi átti lengi vel nokkrar kindur. Á vorin fór hann með okkur á túnið til að sýna okkur lömbin. Eins fór hann með okkur á haustin til að taka á móti fénu. Þetta voru ávallt miklar ævintýraferðir. Á unglings- árum okkar störfuðum við og for- eldrar okkar að smábátaútgerð og fískvinnslu. Á hvetju kvöldi þegar komið var að landi, voru amma og afí ávallt mætt á bryggjuna, tilbúin til hjálpar. Þetta sýnir í hnotskum þá samheldni og samstöðu sem ein- kennt hefur líf okkar. Alla tíð hvatti afí okkur til að vera reglusöm. Nota hvorki tóbak né aðra ólyfjan. Einnig fylgdist hann vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur, sýndi því áhuga og hvatti okkur af alhug. Ráðvendni og nýtni var honum í blóð borin og hefur það eflaust haft áhrif á okk- ur. Afí var einstakt ljúfmenni og vildi öllum vel. Hann þoldi mjög illa ósætti milli manna og var ætíð tilbú- inn að rétta hjálparhönd ef hann gat. Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig á þessari erfíðu stund. Helga Kristín og Eyjólfur. + Einar Ólafsson fæddist á Þjót- anda í Villingaholts- hreppi 25. janúar 1934 og ólst þar upp. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 3. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Einars- son, bóndi og odd- viti, f. 30.6. 1902 á Þjótanda, d. 25.6. 1962, og Ingileif Guðmundsdóttir,_ f. 5.6. 1909 í Seli í Ása- hreppi, d. 5.12.1993. Þau hjón bjuggu á Þjótanda frá 1930 til 1962. Systkini Einars voru fimm: Unnur, f. 29.7.1928, d. 28.2. 1933, Hulda, f. 18.6. 1930, d. 7.3. 1933, Ásta, f. 9.9. 1935, d. 13.1. 1986, fulltrúi, hennar maður var Árai Sveins- son, útibússtjóri, þau áttu eitt barn. Sesselja, f. 30.4. 1942, rit- ari, hún á fimm böra. Gunnar, f. 22.1. 1951, vélsljóri, kona hans er Sólveig Gyða Guð- mundsdóttir, þau eiga þijú börn. Einar kvæntist 6. desember 1958 Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 30.9. 1932 á Ægissíðu í Djúp- árhreppi og eignuðust þau fjög- ur böra: 1) Guðmundur, f. 31.7. 1956, starfsmaður Fóðurblönd- unnar hf., kona hans er Aðal- heiður Högnadóttir og eiga þau Okkur langar í nokkrum orðum að minnast afa okkar sem lést hinn 3. september síðastliðinn. Það er undarlegt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá hann aftur, en minningin um góðan mann lifir. Þannig var það með afa, hann var ákaflega góðhjartaður og indæll maður og við minnumst þess ekki að hafa nokkurn tímann séð hann reiðan eða í vondu skapi. Þær eru margar minningarnar sem rifjast upp við fráfall hans og verða þær vel geymdar í hjörtum okkar allra. Það er svo sárt að missa ein- hvern sem manni þykir vænt um en við trúum því að við munum hitta þig aftur seinna, elsku afi okkar. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn og biðjum góðan Guð að geyma þig. Elsku amma, pabbi, Gulla, Anna, Óli og við öll hin, megi Guð styrkja okkur í sorginni. Sigurlín og Björg Elín. Kveðja frá Lionsklúbbnum Skyggni í dag kveðjum við vin okkar og kæran félaga, Einar Ólafsson frá Ægisíðu. Einar gekk til liðs við Lions- hreyfinguna er hann gerðist félagi í Skyggni árið 1983. Hann var strax áhugasamur um félagsmálin og mjög virkur félagi. Fljótlega var hann valinn til æðstu trúnaðar- starfa í kiúbbnum. Hann gegndi öllum stjórnarstörfum, var formað- ur, ritari, gjaldkeri og ritari svæðisstjóra þriðja svæðis í um- dæmi 109A. Hann hafði einnig starfað í flestum nefndum klúbbs- ins og annast félagatal. Ávallt var Einar tilbúinn til „þjónustu", sam- kvæmt hinum sanna Lionsanda. Það var gaman að vinna að málefnum með Einari. Það var honum svo eðlislægt að láta gott af sér leiða. Hann naut þess svo sannarlega. Með áhuga sínum og hinni léttu lund hvatti hann okkur félaga sína til starfs. Við Skyggnisfélagar þökkum Einari Ólafssyni fyrir félaga- tryggðina og vinskapinn. Hann var okkur ávallt til fyrirmyndar og við munum lengi sakna hans. Kæra Guðrún! Við samhryggj- umst þér, börnunum ykkar, fjöi- skyldum þeirra og öðrum vanda- mönnum. Guð blessi minningu Einars Ólafssonar frá Ægisíðu. tvö böra. 2) Guðný, f. 1.6. 1959, verka--** kona. 3) Anna Sig- urlín, f. 6.5. 1964, meinatæknir, mað- ur hennar er Smári Baldursson og eiga þau þijú böm. 4) Olafur, f. 28.10. 1967, vélamaður, kona hans er Stein- unn Bima Svavars- dóttir og eiga þau tvö böra. Fyrir hjónaband átti Ein- ar dótturina Eyju ——. Þóru, f. 27.1. 1955, bóndi, hennar maður er Jóhann Geir Frímannsson og eiga þau tvö börn. Einar og Guðrún hófu búskap á Þjótanda árið 1962 og bjuggu þar til ársins 1963, er þau fluttust að Ægissiðu og bjuggu þar æ siðan. Einar byrj- aði á unglingsárum bifreiða- akstur hjá föður sínum, en hóf 18 ára að aldri rekstur eigin vörubíls og starfaði sem slíkur til ársins 1984 með starfsvett- vang í Árnessýslu. Einar gerðist landpóstur í vesturhluta Rangárvallasýslu er hann hætti vörubifreiðaakstri og sinnti því starfl til dauðadags. Samhliða-^g þessum störfum rak hann ætíð nokkurn búskap. Útför Einars verður gerð frá Oddakirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 14. F.h. Lionsklúbbsins Skyggnis, Hörður Valdimarsson. í dag kveð ég einstakán tengda- föður og vin sem látinn er langt um aldur fram eftir hetjulega bart*'. áttu við krabbamein. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú komir ekki heim aftur, það er allt svo tómlegt og skrítið. Alltaf þegar ég fer framhjá eldhús- glugganum vonast ég til að sjá þig sitja við borðið og horfa út og allt þetta hafi bara verið vondur draumur. Þú varst einn af þeim sem hægt var að leita til ef mann vantaði góð ráð, og eins var alltaf gaman að tala við þig um alla heima og geima. Nú eru vonandi allar þínar þján- ingar að baki og þú gengur um heill og hraustur þarna uppi. Berg- lind segir að nú sért þú orðinn afff*' engill upp í skýjunum hjá guði og litlu lömbunum. Ég mun alla tíð minnast þín sem heiðarlegasta, hjartahlýjasta manns sem aldrei gerði mannamun né hallmælti nokkrum manni. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér og hafa fengið að vera þér samferða og minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Elsku Gunna, megi góður guð styrkja þig í sorginni. Blessuð sé björt minning þín. Steinunn B. Svavarsdóttir. Skilafrest- ** ur minn- ingar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi)j er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi^ * á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þárf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.-** JOHANN JONSSON + Jóhann Jónsson fæddist á Hofi, Eyrarbakka, 2. júlí 1935. Hann lést á heimili sínu, Sunnu- vegi 13, Selfossi, 6. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Hansína Ásta Jóhannsdóttir og Jón Björgvin Stefánsson. Jóhann var yngstur 6 systk- ina, en eftirlifandi eru Ingibjörg, Krist- in, Björgvin, Mar- grét og Stefán. Hinn 31. desem- ber 1956 kvæntist Jóhann Sig- ríði Ólínu Marinósdóttur. Börn þeirra eru Marinó Flekkdal, Hansína Ásta, Guðbjörg og Guðmundur Rúnar. Barnabörn- in eru tólf og eitt barnabarna- barn. Útför Jóhanns fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. (M. Joch.) Elskulegur faðir, tengdafaðir og afí er látinn, aðeins 62 ára. Það er ekki hár aldur og loksins ætluðu þau hjónin að fara að taka því rólega og lifa fyrir sig. En því fær enginn breytt, „menn fara þegar þeir eiga að fara“, sagði pabbi svo oft og hafði rétt fyrir sér í því eins og svo mörgu öðru. Það má segja að tengdapabbi hafí gengið mér í föður- stað og oft spurði ég „má ég ekki bara kalla þig pabba, Jói minn?“ Og svarið kom fljótt, „Jú, Magga mín, ég ætla að láta þig vita að tengda- börnin okkar eru börnin okkar.“ Oft gerði hann gys að mér, en meining- in var alltaf góð. Hann vann verkin sín af samviskusemi alla tíð, en hann var orðinn þreyttur og vildi fá frið. Þó hafði hann alltaf tíma til að taka á móti þeim sem komu. Það er erf- itt að sætta sig við dauðann, en minningin um hraustan og glaðvær- an mann lifír í hjörtum okkar allra. Við hjónin eigum honum margt að þakka og viljum gera það með þessum orðum. Margs er að minnast margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð, margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér ný fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minninguna um þig, elsku pabbi. Með þakk- læti fyrir allt. Guðmundur Rún- ar Jóhannsson, Margrét Fanney Bjarnadóttir og dætur. Elsku afi. Með þessum bænum viljum við kveðja þig með þakklæti fyrir alla umhyggjuna sem þú hefur sýnt okkur öllum frá því fyrsta. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Minningin um þig mun lifa í hjört- um okkar allra. Þín barnaböm. Elsku afi minn, það er mjög erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til þín. Það er margs að minnast. Þegar mamma og pabbi slitu sam- vistum, flutti ég til ykkar ömmu, kláraði skólann og fermdist með mínum jafnöldrum. Eftir það fór ég til mömmu og bræðra minna, sem þá voru flutt í Kópavog. Ég vildi alltaf fara til ykkar um helgar og síðasta föstudag komuð þið amma í heimsókn og ég fékk að fara með ykkur austur. Ekki átti ég von á því að það yrðu síðustu stundirnar okk- ar saman. Guð geymi þig, elsku afi minn. Marel. Þegar ég nú sest niður til að koma á blað nokkrum minningarorðum um frænda minn og vin, Jóhann Jóns- son, sem lést svo snögglega að morgni 6. september, er eins og mér sé orða vant og tregt sé tungu að hræra. Ég hafði þekkt Jóhann frá því hann var ungur drengur, að hann var að koma með föður sínum, Jóni B. Stefánssyni, Eyrarbakka, að Kaldárhöfða til veiðiskapar eða í fjárstúss, því Jón á Hofí átti jafnan eina á hjá föður mínum, vegna þeirra vináttu og frændsemi. Þó að aldursmunur okkar Jóa væri nokkur varð okkur strax vel til vina, sem hefír enst allar stundir síðan. Þegar nú er komið að kveðjustund renni ég í huganum yfír farinn veg. Það koma ótal minningar upp í hug- ann og allar eru þær góðar, sem vitna um góðan dreng sem var vin- sæll hjá öllu sínu samferðafólki og hafði traust allra þeirra er til hans þekktu og lagði jafnan gott til mála hvar sem hann fór. Á þann veg kynnti hann sig og þannig er minn- ingin um hann er hann nú er horfínn af sjónarsviði. Jóhann var yngstur sex systkina, sem ólust upp á Hofí á Eyrarbakka. Foreldrar þeirra voru Jón B. Stefáns- son og Hansína Jóhannsdóttir. Síðan fluttist fjölskyldan að Selfossi og þar átti Jóhann heima síðan. Hann starf- aði fyrst hjá Kaupfélagi Árnesinga við pakkhússtörf nokkur ár. Síðan var hann mjólkurbílstjóri og var það um árabil, en þegar útgerðarfélagið Straumnes starfaði á Selfossi gerðist hann starfsmaður þess og var þar verkstjóri. Þegar því tímabili lauk fór hann aftur að vinna hjá MBF og var þar í ábyrgðarstöðu upp frá því. Jóhann kvæntist Sigríði Marinós- dóttur og áttu þau saman þijú böm. Barnabörnin eru orðin tólf, sem öll hafa sótt í öruggt skjól hjá afa og ömmu því Jóhann og Sirrý hugsuðu sérstaklega vel um sitt heimili og þar fínnst öllum gott að koma. Heilsa Jóhanns var oft ekki sterk og ýmsir örðugleikar, en með mikl- um viljastyrk og öguðu líferni hélst heilsan í sæmilegu lagi þar til yfir lauk. Eitt af áhugamálum Jóhanns var veiðimennska ýmiskonar til að afla fanga og fórum við saman margar slíkar ferðir. Gaman var að eiga dvöl með honum við stangveiði í sil- ungsveiðivötnum upp til fjalla á björtu sumarkveldi, og líka þótt syrti í lofti þegar leið að hausti. Þessar minningar geymi ég og er þakklátur Jóhanni fyrir að eiga að nú að leiðar- lokum. Betri og tryggari félaga hefði ég ekki getað valið mér, hvort sem var í leik eða starfi. Ég vil svo fyrir mina hönd, Ingu konu minnar og fjölskyldu þakka Jóhanni og Sirrý fyrir þeirra góðu og tryggu vináttu, sem þau hafa rækt við okkur öll árin fyrr og síðar. Ég vil svo biðja Guð og góðar vættir um að hugga og styrkja Sirrý og fjölskyldu á sorgarstundu. Farðu í friði, kæri vinur. Kjartan Ögmundsson. Jói frændi er dáinn, okkur setti hljóð. Þetta gat ekki verið satt. Jói hét fullu nafni Jóhann Jónsson. Hann var yngstur sex systkina. Þegar Jói fæddist var Kristín móðir okkar 13 ára. Henni fannst hann vera fal- legsta barn í heimi. Á milli þeirra myndaðist kærleiksstrengur sem aldrei slitnaði. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka Jóa fyrir þá tryggð og umhyggju sem hann sýndi móður okkar og okkar fjölskyldum. Guð gefi ástvinum hans styrk og huggun í þeirra sorg. Ragnhildur. HELGIGISLASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.