Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 22
-1 22 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ m Á DEGI ÍSLENSKA HESTSINS Á SJÁLANDI FerFætt menning- arsaga Fyrst vaknar áhuginn á íslenskum hestum - og síðan á öllu því sem íslenskt er. Að þessu komst Sigrún Davíðsdóttir á degi ís- lenska hestsins á Sjálandi. Ætti ekki ís- lenski hesturinn að fá fálkaorðuna fyrir góða landkynningu? . fcestbatá og sinn^6' W|^S^Va0gÍræ DAGUR íslenska hestsins var nýlega haldinn hátíðlegur í annað skipti af hestaunn- endum á Sjálandi. Strax upp úr há- degi gat Marie Jprgensen, ein drif- fjöðrin að baki hátíðahaldanna, frætt félaga sína á að aðsóknin væri þegar orðin meiri en í fyrra. Ahuginn á hestunum er mikill og það geta þeir vitnað um sem selja hesta og það er ekki lengur bara hvaða íslenskur hestur sem er sem vekur áhuga, heldur beinast augun í vaxandi mæli að gæðingum. En hestamir eru ekki aðeins uppspretta ánægjulegrar úti- veru í dönskum skógum og á heiðum, heldur verða þeir eigendunum gjarn- an uppistaða í margvíslegu tóm- stundagamani, allt frá víkingalifnaði til þess að leggja stund á íslensku. „Ef ég t/æri hrgssa . . Hátíðin var haldin á skeiðvelli skammt frá Hróarskeldu einn af þessum steikjandi heitu dönsku sumardögum. Marie Jorgensen er brosandi út að eyrum, ekki aðeins yf- ir góða veðrinu, heldur einnig yfir góðri aðsókn. Hugmyndin að Is- landshestadeginum vaknaði í góðum hópi yfir tebolla, segir Marie. Sjálf segist hún ekki eiga íslenskan hest en stunda hestamennsku með vinum sem eiga hesta. Hún reið sem barn, ekki á íslenskum hestum þó, en lagði það svo af. Fyrir nokkrum árum flutti hún frá Fjóni til Sjálands og fór þá strax að svipast um eftir hestaklúbbi. „Þar sá ég íslenskan hest á tölti,“ segir hún og brosir enn breiðar yfir ljúfri endurminningunni, „og þar með gat ég ekki hugsað mér neitt annað en íslenskan hest.“ Hún segist ekki geta lýst því hvað sé svo sérstakt við töltið. „Prófaðu bara og þá veistu hvað ég á við,“ bætir hún við hvetjandi. Áhuginn á íslandi segir Marie að fylgi óhjákvæmilega hestamennsku á íslenskum hestum, sem næstum undantekningalaust heita allir ís- lenskum nöfnum, þó eigendurnir séu danskir og kunni ekki íslensku. „Og þegar maður fer að bögglast við að segja nöfnin og snúa upp á tunguna á íslensku, þá fer ekki hjá því að það vakni með manni áhugi á málinu.“ Litaheiti íslensku hestanna vekja einnig áhuga Dana og Marie undir- strikar að hesturinn sé ferfætt menningarsaga. Fyrr um daginn höfðu lúðrablásarar með steinaldar- lúðra blásið fyi-ir mótsgesti. Marie segir að það kunni að virðast lang- sótt að hverfa aftur til steinaldar, „en hesturinn spannar alla menning- arsöguna og það viljum við gjarnan undirstrika." Glæsilegur foli rennur framhjá og Marie bendir Anna-Lene Andersen frænku sinni á hann með hrifningarglampa í augum. „Tja, ef ég væri hryssa þá sko ...“ segir Marie og frænkan skilur strax hvað hún á við. Frá hsstamennsku gfir í víkingalifhnð í útjaðri svæðisins er myndarlegt víkingatjald og fólk í víkingabúning- um stendur og glóðar lambakjöt þó að veðrið sé hvorki hentugt iyrir glóðarsteikingu né víkingatísku. Hér er á ferðinni tuttugu manna víkinga- hópur frá Vordingborg segir Bent Nielsen, barnabókahöfundur og hestamaður með meiru. Hópurinn er í sambandi við víkingasafnið í Træl- leborg og kemur fram bæði þar og víðar með hesta sína og búninga. Það var ekki víkingaáhuginn, sem leiddi hópinn á slóð íslensku hestanna, heldur öfugt: Þau áttu íslenska hesta og áhuginn á þeim leiddi þau yfir í menningarsögulega ástundun. A sumrin fer hópurinn saman á uppá- komur eins og hestamótið - „og við vorum á víkingamótinu í Hafnar- firði,“ kalla þau Ole Roso, Tim Brondel og Lis-Anna Sorensen og af raddblænum má marka að það var ekki slök ferð. Nú segjast þau vera farin að safna fyrir næstu íslands- ferðinni og glóðarsteikja af kappi og baka flatkökur með. Bent og Gurli kona hans standa við tjald, sem hópurinn hefur gert, og skór og fót þeirra eru öll hand- gerð. Á veturna kemur hópurinn saman á hverjum fímmtudegi og stundar handiðnir í anda víkingatím- ans. Þá var tjaldið-meðal annars gert ... „og það fóru mörg fimmtudags- kvöld í það,“ segir Bent. Á borðinu hjá honum eru einnig skartgripir; sem hópurinn hefur gert, bæði eftir- gerð gamalla muna og frjáls tjáning í víkingastíl. En allt þetta kom sumsé í kjölfar hestamennskunnar. Fædd á hestbaki En það koma líka íslendingar á dag íslenska hestsins. Jóhann Rúnar Skúlason sýnir listir sínar og verð- launahestsins Fengs frá íbishóli, en hesturinn vann nýlega heims- meistartitill í Noregi og þá með Jó- hann Rúnar sem knapa. Einnig var hesturinn hæst dæmda kynbóta- hrossið á svæðinu. Hestinn á Jóhann Rúnai- í félagi við Magnús Magnús- son á Ibishóli, sem á heiðurinn af því að hafa ræktað hestinn. Jóhann Rún- ar býr hins vegar í Danmörku þar sem hann hefur atvinnu af tamning- um. En þama er líka Guðröður Ágústsson sem dönsk áhugakona um hesta segir að sé sá sem hafi einna áhugaverðasta íslenska hesta til sölu í Danmörku. Guðröður seg- ist kominn til að líta á hestana, en flestir af bestu hestunum þarna þennan dag eru hestar, sem hann hefur selt, því nú hafi margir Danir öðlast smekk fyrir gæðingum. Líkt og Jóhann Rúnar er hann búinn að vera um þrjú ár í Danmörku og nú stendur til að fara að opna reiðskóla sem um leið verður þjálfun fyrir þá sem hafa hug á að kenna reið- mennsku. Með honum er Ágúst Marínó hálfbróðir hans, sem er ný- Martraðir draums um veruleika DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns í DRAUMI erum við oft leikin illa af óttanum við hið óþekkta, hræðslunni við eigin ímyndanir eða Mörunni sem sækir okkur heim á nóttunni. Maran er illfygli sem á (af þeim árum sem í myrkr- inu búa) hvað greiðasta leið að okkur í myrku skjóli svefnsins. Þjóðsögumar eru fullar af Möru- sögum þó nútíminn forðist að játa tilurð illra afla nema sem tilbúning í kvikmyndum og sögum. En það illa er jafn raunverulegt sem hið góða og því býr Maran við góðan kost um þessar mundir, fer víða og gerir usla án mikilla truflana. Hún er yfirleitt í kvenlíki þegar hún kemur í mannsmynd, en fer í allra kvikinda líki þegar henni svo hent- ar til hrellingar sálum manna og dýra. Þessi ófögnuður hefur lifað lengi með mönnum því á tíundu öld er minnst á hana í enskum sögum sem Mare (nightmare) og hingað kemur hún með norskum víkingum um líkt leiti, skrásett sem Mara og hefur hrellt okkur æ síðan. En martraðir eru ekki bara verk Mör- unnar heldur einnig innri angistar og sálarstríðs, sem flestir heyja einhvemtíma í skjóli nætur á kostnað vökunnar. Það geta verið marðar tilfinningar og sundur- skornar af margskonar völdum, slegin sál og firrt ró sinni svo blóð- ið lagar úr henni og brunnur draumsins fyllist vonleysi, heift sem herpir sjálfið og frystir vit- undina. Upp skjóta kollinum allir verstu þættir mannsins sem um- myndast í hrylling, hryllilegri en þær hræðilegu myndir sem bíóin bjóða gestum sínum. I draumi myrða menn sjálfa sig, frysta og sneiða í þunnar sneiðar kaldra til- finninga, steikja limi sína á teini vanmáttar um getu sína, skera höfuðleðrið af ástinni sem hlotaðist þeim ekki og fá yfir sig þrettán óða ketti öfundar og flægðar í ískaldri sturtu raunveruleikans sem birtist þeim í martröð draumsins. í draumi „Lísu“ kemur fram leið- beinandi afl til að koma í veg íyrir fall um þröskulda og draumur „Sunnevu" sýnir baráttu innri afla við þau ytri og kalt bil milli sálar og sjálfs. Draumur „Lísu“ „Ég var stödd á spítala að ég held, þar sem fæðing var um það bil að hefjast. Konan fannst mér vera kona sem ég hef passað börn fyrir. Ég þurfti að taka á móti börnunum þrátt fyrir að annað fólk væri til staðar (læknar o.fl.) en það var eins og þau hyrfu í bakgrunn- inn þegar ég kom. Ég tók ekkert eftir þeim þar sem ég varð niður- sokkin við að taka á móti börnun- um, þau voru 5! Þegar þau voru öll fædd sá ég að ég hafði lagt þau öll hlið við hlið og að þau voru öll dáin. Þau höfðu fæðst dáin en ég tók bara ekki eftir því fyrr en fæðingin var afstaðin. Skyndilega er ég svo stödd úti í skógi, fyrir ofan hjólastíg og ég lít niður á stíginn og sé 5 nýfædd lömb liggja þar hlið við hlið, öll dáin. Ég held áfram meðfram stígnum og aðeins norðar ligga 5 rollur á stlgnum, alveg eins og lömbin, dánar með fylgjurnar út úr sér.“ Ráðning Konan sem þú hefur passað fyrir í vöku er ímynd og ósjálfráður ráð- gjafi þinn um hugmyndir og drauma (börnin fimm) sem þú vilt hrinda í framkvæmd. Þessar hugmyndir eru óraunhæfar og henta ekki þínu karma (skap- ferli, viljastigi og sjálfsmeðvitund) því falla þær um sjálfar sig (börnin voru dáin) hver af annarri þótt þú leggir þig alla fram og þrýstir þeim í framkvæmd af eigin ramm- leik. Lömbin og rollurnar spegla einlægni þína og sakleysislega vissu um ágæti gerða þinna. Þessi einstrengingsháttur kostar blóð, svita og tár sem þú getur sneitt hjá með íhugun og athygli á orð annarra. Draumur „Sunnevu“ „Ég vaknaði á öðrum stað sem ég þekki ekki, fór fram úr, sveif um gólfið og leit í spegil. í speglinum var ég brosandi en fann þó sjálf að ég var ekki að brosa. Ég var með slæðu á höfði og í áberandi appel- sínu-gulum fótum. Fyrsta hugsun var að ég væri nunna en svo var ekki. Ég fór fram í stofu og hitti þar konu sem var milli 40 og 50 ára. Hún var þama til að leiðbeina mér. Ég sagði henni að það væru liðin fimm ár frá þvi ég vissi fyrst að ég gæti farið úr líkamanum en ekki þorað og alltaf streist á móti með því að leggjast á magann, þá kæm- ist sálin ekki út. Ég var hrædd og vildi komast aftur til baka og fór aftur inn í svefnherbergið, lokaði augunum og opnaði þau aftur en var enn á sama stað. Þá mundi ég að ég þyrfti að taka með mér hlut „að heiman" til að komast til baka. Ég sá tvo lykla sem ég kannaðist við, kreisti þá en komst samt ekki til baka. Ég fór aftur fram til kon- unnar, hún sagði mér frá bók sem ég man ekki nafnið á. Ég spurði hana hvemig hún hefði komið og hún sagðist hafa komið í gegnum móður sína. Hún talaði við fólk í kring um okkur og lék við barn en ég sá engan. Svo birtist mér maður um þrítugt, grannur með ljóst þunnt hár og þrjú börn sem hann átti. Tveir strákar og stelpa, hún hét Karen. Þarna vom líka 2 kett- lingar og köttur. Bömin léku sér í stofunni en konan var horfin. Svo birtist frændi minn, ég var glöð að sjá hann og var farið að líða vel þama, ég leit á klukkuna sem var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.