Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kennarar á Akranesi og Egilsstöðum segja upp KENNARAR við Grundaskóla á Akranesi og grunnskólann á Egilsstöðum sögðu upp störfum í gær. Ástæðan er óánægja með launakjör. Þessar uppsagnir bætast við uppsagnir grunn- skólakennara á ísafirði og í Bessastaðahreppi. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grunda- skóla, sagði í gær að hann væri búinn að fá yfir 20 uppsagnarbréf frá kennurum, en 36 kennarar starfa við skólann fyrir utan skóla- stjóra. Hann sagði að í uppsagnarbréfunum kæmi fram að ástæðu uppsagnanna mætti ekki rekja til þess hvemig búið væri að kennurum af hálfu skólans eða bæjaryfirvalda á Akra- nesi. Kennaramir sættu sig hins vegar ekki við launakjörin. I bréfunum kæmi fram að sá ófriður, sem verið hefði um grunnskólann, væri sömuleiðis óviðunandi fyrir þá og nemend- ur. Ef menn vildu ekki lægja þær öldur væri best að þeir vikju og fengju sér vinnu annars staðar. Vilja starfa áfram við kennslu Guðbjartur sagðist vita að allir þessir kennar- ar vildu starfa við kennslu, en þeir væru hins vegar ekki tilbúnir að gefa vinnu sína. Hann sagðist vona að kennaramir myndu halda áfram störfum ef viðunandi kjarasamningar næðust. Tíu kennarar voru búnir að segja upp störf- um við Egilsstaðaskóla um miðjan dag i gær, en 28 kennarar starfa við skólann. Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri á Egilsstöðum, sagði að þetta væra kennarar sem hefðu allt að 30 ára starfsreynslu að baki. Það væri því mikil eftirsjá í þessum kennurum ef þeir hættu störf- um. Hún sagði að sér hefði skilist á kennurum að það myndi ráðast af niðurstöðu kjarasamn- inga hvort þeir héldu áfram störfum við skól- ann eftir áramót þegar uppsagnirnar taka gildi. Guðrún Ebba Olafsdóttir, varaformaður Kennarasambandsins, sagði að margir kennar- ar víða af jandinu hefðu haft samband við skrifstofu KÍ til að fá upplýsingar um stöðu sína ef þeir segðu upp. Hún sagði að miðað við tóninn í fólki kæmi sér ekki á óvart þótt fleiri uppsagnir bærust á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins undirbúa fleiri tugir grunnskólakennara nú uppsagnir sínar, m.a. í Hjallaskóla í Kópavogi, í Neskaupstað og á Eskifirði. 16 ára stúlku nauðgað AÐFARANÓTT föstudags tilkynnti 16 ára stúlka lögreglunni í Hafnar- fírði að henni hefði verið nauðgað. Stúlkan hafði verið á skólaballi í Reykjavík og var stödd í Austur- stræti þegar hún fékk far með bíl í Hafnarfjörð. Ökumann bflsins þekkti stúlkan ekki. Hún sagði að maðurinn hefði komið fram vilja sínum en henni hefði tekist að komast út úr bílnum og kalla á hjálp. Lýsing stúlkunnar á manninum leiddi til þess að 29 ára gamall maður var handtekinn í gær og hefur hann játað að hafa tekið hana upp í bílinn. Að málinu unnu lög- reglumenn frá Hafnarfirði og Reykjavík og er það enn í rannsókn. ♦ ♦ ♦-------------- Skákþing Islands Fullt hús hjá Jóhanni og Hannesi JÓHANN Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson hafa fullt hús vinninga eftir fjórar umferðir á Skákþingi íslands á Akureyri. Barist var til þrautar í öllum skákum fjórðu umferðar sem lauk í gærkvöldi. Jóhann vann Jón Viktor Gunn- arsson og Hannes vann Þorstein Þorsteinsson. Bragi Þorfínnsson vann Rúnar Sigurpálsson, Jón G. Viðarsson vann Sævar Bjarnason, Þröstur Þórhallsson vann Áskel Öm Kára- son og Arnar Þorsteinsson vann Gylfa Þorsteinsson. 34. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna sett í gær Morgunblaðið/Golli FRÁ setningu 34. þings Sambands ungra sjálfstæðismanna í Stapa í gær. Frá vinstri eru Ríkharður Ibsen, formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi formaður SUS. Með auknu trausti fáum við hagstæðari lán VÍMUVARNANIFND REYK)AVlKU#ÍORÍAR250flB^f ................... rf'* MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Vímu- vamanefnd Reykjavíkurborgar. 34. ÞING Sambands ungra sjálf- stæðismanna var sett í félagsheim- ilinu Stapanum í Reykjanesbæ í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi formaður SUS, setti þingið, en að því loknu fluttu Rík- harður Ibsen, formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykja- nesbæ, og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra ávörp. í ávarpi sínu sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra að mjög margt hefði breyst til batnaðar frá því Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið við stjórnartaumum í landinu. „Við getum vitnað til þess að um- sagnir annarra ganga í þessa vera,“ sagði hann. „Erlendir mæli- stikumenn í efnahagsmálum gefa íslandi sífellt hærri einkunn. Það er ekki aðeins til að gleðjast yfir, það er hreinn hagnaður fyrir ís- land, íslendinga, fólkið og fyrir- tæki. Því traustið hjá hinum er- lendu aðilum vex og við fáum lán með hagstæðari kjörum en fyrr,“ sagði forsætisráðherra. Davíð sagði ennfremur: „Það er hægt að finna að því að þættir, eins og einkavæðing hafi ekki gengið eins langt og vilji flokksins hefur staðið til. En þó hefur árang- urinn orðið töluverður og kannski sá mestur að hinn hugmyndafræði- legi grandvöllur hefur verið lagð- ur. Okkar skilningur, okkar túlkun hefur verið ofan á. Frelsi - yfirskrift þingsins Aðrir flokkar era farnir að taka undir þessi sjónarmið. Og við eram að stíga skref í þessum efnum sem fyrir fímm eða sex áram hefði verið algerlega óhugsandi," sagði Davíð og vitnaði m.a. í það sem hefði verið að gerast í banka- og sjóðamálum á undanförnum dög- um. Yfirskrift þingsins er Frelsi og sagði Guðlaugur Þór í setningar- ræðu sinni að það ætti vel við vegna þess að í því orði kristallað- ist barátta ungs sjálfstæðisfólks í nútíð, fortíð og þátíð. „Við höfum unnið sigur á mörgum vígstöðvum og á heildina litið er ekki hægt að túlka hlutina öðruvísi en svo að sigur hafi unnist í hugmynda- baráttunni," sagði Guðlaugur Þór. Guðlaugur gerði störf ríkis- stjórnarinnar að umtalsefni sínu. Hann sagði að margt hefði áunn- ist á undanförnum árum, en það væri hins vegar ekki viðunandi að ríkisstjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins væri að auka rík- isútgjöld. „Og við hljótum að þurfa að beijast gegn því,“ sagði hann. í dag fyrir hádegi hefst starf í málefnanefndum og mun því ljúka á morgun. Varnir geg-n hamfarahlaupum Nefnd um stöðu í stjórn- kerfinu Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt tillaga um- hverfisráðherra um að skipa nefnd umhverfis-, samgöngu-, dómsmála- og viðskiptaráðu- neytis undir forystu forsætis- ráðuneytisins til að skoða hvar í stjórnkerfinu málaflokkurinn varnir gegn hamfarahlaupum ætti helst heima. Að sögn Guð- mundar Bjamasonar umhverf- isráðherra hefur verið uppi um það umræða í ríkisstjóminni í kjölfar hamfaranna í Vatna- jökli sl. vetur og áframhaldandi óróa á því svæði, hvemig hægt sé að bregðast við slíkum uppá- komum og halda uppi einhvers konar vömum. Eins og sakir standa nú er hvergi haldið utan um mála- flokkinn á einum stað. Þannig heyra lög um varnir gegn snjó- flóðum og skriðuföllum undir umhverfisráðuneyti, viðlaga- trygging undir viðskiptaráðu- neyti, almannatryggingalög undir dómsmálaráðuneyti og vegalög undir samgönguráðu- neyti. Umhverfisráðherra segir nauðsynlegt að skoða stöðu þessa máls í stjórnkerfinu og koma því þannig fyrir að hægt verði að halda utan um það á einum stað. Ef þörf reynist á verði síðan gerð tillaga um lagasetningu eða lagabreyting- ar. Á þessu stigi séu þó engar áætlanir uppi um stórfram- kvæmdir eða fjárveitingar, að- eins sé verið að ræða um að hafa stjórnsýsluna í betra formi. Aframí gæslu vegna árásar KARLMAÐUR um fertugt var í gær úrskurðaður í áframhald- andi gæsluvarðhald til 30. sept- ember. Hann er grunaður um að hafa ráðist á mann á veit- ingastað í miðbænum þriðju- daginn 2. september. Sá hlaut töluverða áverka, m.a. blæddi inn á heila. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu mun hann vera á batavegi. Meintur árásarmaður, sem hefur áður komið við sögu lög- reglu, var handtekinn nokkru eftir atburðinn. Þá var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Lögreglan fór fram á áframhaldandi gæslu vegna alvarleika brotsins og var fallist á þá kröfu í hér- aðsdómi í gær. Rætt um Hval- bak í Kaup- mannahöfn EMBÆTTISMENN frá íslandi og Danmörku hittust á fundi í Kaupmannahöfn á fimmtudag og ræddu annars vegar gerð formlegs samnings um lög- sögumörkin á milli íslands og Grænlands í framhaldi af sam- komulagi ríkjanna, sem tókst í júní, og hins vegar um afmörk- un hafsvæðisins milli íslands °g Færeyja. Niðurstaða fékkst ekki á fundinum. Enn er ósamkomulag um stöðu Hvalbaks sem lögsögu- mörkin gagnvart Færeyjum eru miðuð við af íslands hálfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.