Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Áfram skiptiheimsóknir lögreglu í Flórída og Reykjavík
Vandaniál löggæslu
svipuð um ailan lieim
Aðstoðarmaður for-
stióra Flugleiða
Ný sam-
skiptatækni
eykur þörf
fyrir ferðalög
TÆKNIÞRÓUN sem gerir það að
verkum að fólk getur fundað saman
þó það sé ekki í sama landinu, eins
og myndfundatækni, verður ekki til
þess að fækka því fólki sem nýtir
sér þjónustu flugfélaga, að sögn
Einars Sigurðssonar, aðstoðar-
manns forstjóra Flugleiða. Þvert á
móti mun það auka alþjóðleg sam-
skipti og kalla á aukin persónuleg
samskipti og ferðalög. Sagði hann
að Flugleiðir litu þessa þróun já-
kvæðum augum og sæju ýmis sókn-
arfæri í sambandi við hana.
í vikunni var prófað hér á landi
hvort mögulegt væri að taka þátt í
nefndarstörfum á Evrópuráðsþing-
inu með myndfundatækni. Tilrauriin
tókst vel og er ákveðið að kanna
aðra þætti málsins á næstunni.
Einar sagði að ljóst væri að tækni-
þróunin myndi breyta samskiptum
fólks að þessu leyti verulega í fram-
tíðinni og gera að verkum að landið
myndi færast nær vettvangi og að
íslendingar myndu þar með eiga
miklu auðveldara með þátttöku í
alþjóðlegum samskiptum. Það myndi
aftur kalla á meiri ferðalög vegna
stóraukinna samskipta á öllum svið-
um, því þrátt fyrir tæknina skiptu
persónuleg samskipti eftir sem áður
gríðarlega miklu máli. Um það væru
allir sammála.
Stóraukin ferðatíðni
Einar benti einnig á að tíðni ferða
héðan hefði stóraukist á síðustu
árum. Þar með væru tækifærin til
að sækja fundi erlendis orðin allt
önnur en þau hefðu verið án þess
að til þess þyrfti að fóma miklum
tíma, eins og 3-4 dögum. Þannig
þyrfti ekki nema dag til að sækja
fund í Kaupmannahöfn svo dæmi
væri tekið, þar sem hægt væri að
fljúga út að morgni og heim að
kvöldi. í Brussel væri einnig auðvelt
að vera að störfum í heiian dag án
þess að vera nema eina nótt í ferð-
inni. Þetta eitt og sér hefði stórlækk-
að kostnað við þátttöku í alþjóðlegu
samstarfi vegna þess að kostnaður
við dagpeningagreiðslur hefði
minnkað. „Ferðatíðnin frá íslandi
og betri flugáætlanir hafa stórlækk-
að þennan þátttökukostnað og það
heldur áfram vegna þess að tíðnin
er ailtaf að aukast,“ sagði Einar.
Einar benti einnig á að á síðasta
ári hefði verið settur upp nýr flokk-
ur viðskiptamannafargjalda sem
væru 20-30% lægri heldur en full
fargjöld. Söluaukning viðskiptafar-
gjalda síðan hlypi á tugum prósenta.
LÖGREGLUSTJÓRINN í borginni
Tallahassee í Flórída, sem er höfuð-
borg Flórída, segir að hann stefni
að því að lögreglan í borginni verði
„í heimsklassa" og þess vegna muni
hann senda lögreglumann til Reykja-
víkur til að kynna sér starfsemi lög-
reglunnar þar.
Þetta kemur fram í frétt dagblaðs-
ins Tallahassee Democrat sl. mið-
vikudag. Þar er skýrt frá blaða-
mannafundi Walters McNeils lög-
reglustjóra og Scott Maddox borg-
arstjóra, en á þeim fundi sat Harald-
ur Johannessen, varalögreglustjóri í
Reykjavík, einnig fyrir svörum og
var efni fundarins að kynna áfram-
haldandi samstarf lögregluembætt-
anna í borgunum. Fjórir íslenskir
lögreglumenn hafa farið til Talla-
hassee og einn bandarískur komið
hingað, en annar kemur eftir tvær
vikur.
Samstarf frá 1993
Upphaf samstarfsins má rekja til
fundar Haraldar, sem þá gegndi
starfi fangelsismálastjóra og Hilm-
ars S. Skagfíeld, aðalræðismanns
Íslands í Flórída, með þáverandi lög-
reglustjóra Tallahassee, Melvin L.
Tucker. í kjölfar fundarins heimsótti
Tucker ísland í maí 1993 og hélt
erindi á ráðstefnu um forvarnir. í
viðtali sem Morgunblaðið tók við
lögreglustjórann sagði hann að lög-
reglan í Reykjavík væri mjög nútí-
maleg og framfarasinnuð og nefndi
þar sérstaklega þá áherslu sem lögð
væri á forvarnastarf. Hann benti á
að í Tallahassee væru framin um
20 þúsund alvarleg afbrot á ári sem
jafngilti því að um sjöundi hver íbúi
borgarinnar væri þolandi slíks brots
árlega.
Eftir heimsókn lögreglustjórans
var komið á skiptiheimsóknum lög-
reglumanna borganna.
Verðum að leita nýrra leiða
I frétt Tallahassee Democrat kem-
ur fram að þetta samstarf mun halda
áfram. „Vandamál í löggæslu eru
svipuð um allan heim,“ er haft eftir
Walter McNeil. „Við verðum að leita
betri leiða til að auka öryggi almenn-
ings og það gerum við með því að
leita út fyrir Tallahassee, út fyrir
Flórída, út fyrir Bandaríkin," segir
iögreglustjórinn.
Þá kemur fram að Gary Steinberg,
rannsóknarlögreglumaður í þeirri
deild Tallahassee-lögreglunnar sem
fæst við mál ungmenna, komi til ís-
lands eftir tvær vikur. Hann heldur
fyrirlestra fyrir lögreglumenn um
glæpaklíkur unglinga og kynnir sér
hverfísgæslu íslensku lögreglunnar.
í bandaríska dagblaðinu er haft
eftir Haraldi Johannessen að skyndi-
leg fjölgun fíkniefnamála undanfarin
ár hafi komið íslensku lögreglunni á
óvart. Hann segir að fyrrverandi
Iögreglustjóri Tallahassee hafi veitt
Iögreglunni í Reykjavík góð ráð en
því miður hafí lögreglan ekki brugð-
ist nógu skjótt við. Hins vegar leggi
lögreglan nú áherslu á forvarnir
meðal ungmenna.
í fréttinni kemur enn fremur fram
að borgirnar Tallahassee og Reykja-
vík eru svipaðar að stærð. í þeirri
bandarísku búa rúmlega 139 þúsund
manns en þeirri íslensku 103 þúsund
manns. Hins vegar eru 400 lögreglu-
menn í Iögregluliði Reykjavíkur en
326 í Tallahassee.
Morgunblaðið/RAX
FLUGKONURNAR bandarísku ásamt hjálparmönnum sínum hér á landi: Frá vinstri: Höskuldur
Frímannsson, formaður Flugmálafélags Islands, Carole K. Jensen, Jeanne Cook, Gunnar Þorsteins-
son, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, Sigurleifur Kristjánsson, eftirlitsmaður hjá Flugmála-
stjórn, og Krislján Óskarsson flugvirki.
rrn lirn CCO 0*711 lárusi>.valoimarsson, framkuæmoastjúri
0 0 (_ lluU'uUL lu/U fORÐARSON, HRL LÖGGILIUR FASTEIGNflSftLI.
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Lyftuhús — í sérflokki — skipti möguieg
Úrvals íbúð 4ra herb. 110 fm á 6. hasð í Garðab. Frábært útsýni.
Tvennar svalir. Húsvörður. Tilboð óskast
Sérbýli — í nágr. Háskólans
Sólrik 3ja-4ra herb. íb. tæpir 100 fm við Tómasarhaga. Sér inng.,
sérhiti. Vinsæll staður, trjágarður. Laus fljótlega. Tilboð óskast.
Lyftuhús — útsýni — lækkað verð
Mjög stór 4ra herb. íb. 116,2 fm á 4. hæð við Kaplaskjólsveg. Þrjú
rúmg. svefnherb. Skipti möguleg á minni eign, helst í vesturbænum.
Tilboð óskast.
Neðri hæð — tvíbýli — bílskúr/vinnukj.
Sólrík neðri hæð neðst í Seljahv. Um 90 fm. Sér inng. Sérhiti. í kj. 2
rúmgóð herb.Góður bílskúr með vinnukjallara. Sérstakt tækifæri.
Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni.
Einbýlishús — sérhæð — skipti
Leitum að 4ra til 5 herb. sérhæð á vinsælum stað í borginni. Skipti
möguleg á einb.húsi í smáíb.hverfi.
Opið ídag kl. 10-14.
Opið
mánud.-föstud. kl. 10-12
og kl. 14-18.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370
Langflugskeppnin til Tyrklands
Vél kvennanna
komst á loft
FLUGVÉLIN sem varð fyrir því
að skrúfublöð skemmdust þegar
hún ók í holu á flughlaði Reykja-
víkurflugvallar fór á Ioft með
skrúfublöð af íslenskri tveggja
hreyfla Cessna 310 flugvél í stað
þeirra skemmdu áður en frestur-
inn, sem þátttakendur í keppn-
inni höfðu til að leggja af stað,
rann út.
Að sögn Gunnars Þorsteinsson-
ar, upplýsingafulltrúa keppninn-
ar, hér á landi hafði maður geng-
ið undir manns hönd að útvega
konunum tveimur á vélinni ný
skrúfublöð en ekki tókst að koma
þeim flugleiðis til landsins í tæka
tíð. Þvi var brugðið á það ráð að
fá skrúfublöð af annarri flugvél,
þótt afkastageta Mooney 231
flugvélar kvennanna væri þá 10%
minni en ella og vélin flygi þess
vegna 10 hnútum hægar en ella.
Konurnar tvær, sem eytt höfðu
um 40 þúsund bandaríkjadölum,
tæpum 3 m.kr., í að undirbúa
þátttökuna fóru á loft klukkan
10 í gærmorgun, fjórum tímum
áður en frestur þeirra rann út.
Gunnar hafði frétt af þeim eftir
lendingu í Inverness í Skotlandi
í gær og hafði ferð þeirra geng-
ið að óskum.
Vél þeirra hefur áður tekið
þátt í alþjóðlegum langflug-
skeppnum og varð m.a. nýlega í
2. sæti í einni slíkri, að sögn
Gunnars, og eru konurnar taldar
líklegar til að verða framarlega
í tyrknesku keppninni.
Vetrarstarf
Kórs Akur-
eyrarkirkju
KÓR Akureyrarkirkju er að heíja
vetrarstarf sitt og eru mörg verkefni
framundan, jólsöngvar í desember,
þátttaka í flutningi sálumessu
Brahms í mars og kaffítónleikar með
veraldlegu efni auk þess sem stefnt
er að vorferð í maí.
í kómun eru um 50 félagar og
syngur hann við reglulegt helgihald
í Akureyrarkirkju, en honum er skipt
í fjóra messuhópa sem skiptast á að
syngja við messur. Einu sinni í mán-
uði syngur kórinn allur við messu,
sem og á hátíðum og við sérstök
tækifæri.
Síðasta starfsár kórsins var blóm-
legt og lauk með upptöku á geisla-
plötu þar sem sungið var úrval út
nýrri kórabók Skálholtsútgáfunnar
en hún kemur út í október næstkom-
andi.
Inntökupróf verða í kapellu Akur-
eyrarkirkju næstkomandi mánudag
og þriðjudag, 15. og 16. september,
frá kl. 17 til 18.30. Björn Steinar
Sólbergsson gefur nánari upplýs-
ingar.
Háskólinn á Akureyri
Fyrirlest-
ur um iðju-
þjálfun
MÁNUDAGINN 15. september kl.
16.00 verður opinn fyrirlestur á veg-
um heilbrigðisdeildar Háskólans á
Akureyri í Oddfellowhúsinu við
Sjafnarstíg. í fyrirlestrinum, sem
haidinn er í tilefni af nýstofnaðri
iðjuþjálfunarbraut, mun kanadískur
prófessor í iðjuþjálfun, Barbara
O’Shea, fjalla um iðjuþjáifun og
kynna nýjar hugmyndir tengdar
menntun iðjuþjálfa.
Prófessor Barbara O’Shea hefur í
16 ár veitt forstöðu námsbraut í iðju-
þjálfun við Dalhousie háskólann í
Halifax í Kanada en sú námsbraut
nýtur mikillar virðingar þar í landi.
Samstarf hefur myndast milli Dalho-
usie háskólans og Háskólans á Akur-
eyri vegna náms í iðjuþjálfun.
Iðjuþjálfar eru heilbrigðisstétt sem
leggur áherslu á náið samstarf við
skjólstæðinga sína í þeim tilgangi
að styðja þá og efla til virkrar þátt-
töku í daglegri iðju. Fyrirlesturinn
er öllum opinn.
Héraðsdómur Norð-
urlands eystra
Skilorðsbund-
ið fangelsi fyr-
ir skjalafals
RUMLEGA fímmtugur karlmaður
hefur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra verið dæmdur í 8 mánaða
fangelsi, skilorðsbundið í 4 ár, fyrir
skjalafals.
Manninum var gefið að sök að
hafa á tímabilinu mars til júní árið
1993 falsað fjögur skuldabréf. Málið
barst rannsóknardeild lögregiunnar
á Akureyri í ágúst árið 1993. Fyrir
dómi játaði ákærði skýlaust þá
verknaði er honum var gefið að sök
í ákæruskjali, að undanskilinni
meintri fölsun á nafni eiginkonu
sinnar og var fallið frá því sakarat-
riði við þingfestingu málsins. Hrein-
skilin játning ákærða og að hann
hefur að hluta greitt þær skuldbind-
ingar sem hann tók á sig við útgáfu
skuldabréfanna voru að mati dóms-
ins honum tii málsbóta.
Að mati dómsins hefur viðhlítandi
skýring af hálfu rannsóknaraðila
ekki komið fram er réttlætir þann
mikla drátt sem varð á meðferð og
rannsókn þessa máls. Bent er á að
málsmeðferðin sé í andstöðu við
Mannréttindasáttmála Evrópu og
Stjórnarskrár íslands. Við ákvörðun
refsingar var tekið tillit til þess drátt-
ar sem á málinu varð og einnig því
að heilsu ákærða hefur hrakað til
muna frá því hann framdi brotin.