Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 39 - t I I 3 i I I i J 1 J J I J I ! i 4 4 4 4 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Vetrarstarf Laugarneskirkju Frá Jóni Dalbú Hróbjartssyni: VETRARSTARF Laugarnes- kirkju er nú að heijast. Fjöl- breytt starf verður fyrir alla aldurshópa eins og undanfarin ár og væntum við góðrar þátt- töku strax frá upphafi starfsins. Helgihald Guðsþjónustur verða á sunnudögum kl. 11.00. Á sama tíma verður barnastarf með svipuðu sniði og verið hefur, þ.e. að allir koma fyrst saman í kirkjunni, en meðan á prédikun stendur fá börnin fræðslu við sitt hæfi í safnaðarheimili kirkjunnar. Verður börnunum skipt niður eftir aldri. Þetta hefðbundna barnastarf hefst sunnudaginn 21. sept. En þangað til verður boðið upp á sögu- stund fyrir börnin sem vilja koma með foreldrum sínum til kirkju. Kvöldmessur verða einu sinni í mánuði, að jafnaði annan sunnudag hvers mánaðar kl. 20.30. Frá kl. 20.00 er leikin Ijúf tónlist af djass- kvartett undir stjórn organistans Gunnars Gunnarssonar. Form mess- unnar er einfalt, sungin ný tónlist við messuliðina. Kór kirkjunnar syng- ur ásamt einsöngvurum. Eftir mess- una er boðið upp á kaffisopa í safnað- arheimilinu. Fyrsta kvöldmessan verður nk. sunnudag 14. sept. Einu sinni í mánuði verða einnig síðdegisguðsþjónustur kl. 14.00. I þessar guðsþjónustur er eldri borg- urum sérstaklega boðið. Kaffiveit- ingar eru í safnaðarheimilinu strax að aflokinni messu. Þeir sem þurfa að fá aðstoð til að komast til og frá kirkju geta hringt í kirkjuna sama morguninn. Á fimmtudögum verða kyrrðar- stundir í hádeginu kl. 12.00. Leikin er tónlist til 12.10 en þá er ritning- arlestur, sálmasöngur, altarisganga og fyrirbænastund. Eftir stundina í kirkjunni er í boði léttur hádegis- verður í safnaðarsalnum á vægu verði. Lengd stundarinnar er miðuð við að fólk komist til vinnu kl. 13.00. Lofgjörðar- og bænastundir verða á þriðjudagskvöldum kl. 21.00 í umsjá Þorvalds Halldórssonar. Barna- og unglingastarf Eins og fyrr segir verður barna- starf á sunnudögum samtímis guðs- þjónustunni kl. 11.00. En auk þess verður starf fyrir 10—12 ára börn á fimmtudögum kl. 17.00. Fyrsti fund- urinn verður 18. sept. Þá verður starfrækt æskulýðsfélag á miðviku- dagskvöldum. Húsið mun opna kl. 19.30 og verður boðið upp á fjöl- breytta starfsemi. Fyrsti fundur æskulýðsfélagsins verður miðviku- daginn 17. sept. Hjördís Kristins- dóttir, æskulýðsfulltrúi Laugarnes- kirkju, mun stýra barna- og ungl- ingastarfinu. Fermingarfræðslan hefst með innritun þriðjudaginn 23. september kl. 15-16. Mæðramorgnar Á föstudagsmorgnum kl. 10—12 eru samverustundir fyrir mæður og börn þeirra. Þetta starf hefur nú verið í mörg ár og fest rækilega í sessi. Á samverustundunum er oft fræðsla um ýmis efni er snerta barna- uppeldi, fjölskyldu og daglegt líf. Þá er alltaf stutt helgistund í kirkjunni. Starf fyrir eldri borgara Annan hvern fimmtudag í vetur verða samverustundir fyrir eldri borgara í safnaðarsal Laugarnes- kirkju. Fyrsta samveran verður fimmtudaginn 18. sept. kl. 14.00— 16.00. Valgerður Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri Ellimálaráðs Reykja- víkurprófastsdæma, verður gestur fundarins, en sóknarpresturinn mun hafa hugvekju. Auk þessara sam- verustunda verða guðsþjónustur að jafnaði einu sinni í mánuði á sunnu- dögum kl. 14.00, en eldri borgurum verður sérstaklega boðið til þessa helgihalds. Þeir sem þurfa akstur til og frá kirkju geta hringt í kirkjuna sama daginn og pantað akstur. Tónlistarstarf í Laugarneskirkju hefur löngum verið fjölbreytt tónlistarlíf. í vetur verða starfræktir tveir kórar. Drengjakór, undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, hefur æfingar tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudög- um. Einnig er starfrækt eldri deild í drengjakórnum. Kórinn mun syngja við messur að jafnaði einu sinni í mánuði en auk þess heldur kórinn tónleika og fer í tónleikaferðir. Kór Laugarneskirkju hefur hafið vetrar- starfið sitt og hefur æfingar á þriðju- dagskvöldum. Kórinn tekur virkan þátt í guðsþjónustunum og heldur sjálfstæða tónleika. Kórstjóri og organisti kirkjunnar er Gunnar Gunnarsson. Kvenfélag Laugarnessóknar Kvenfélag kirkjunnar hefur sitt hefðbundna starf með félagsfundi mánudaginn 6. október. Starfið verður með svipuðu sniði og verið hefur í mörg ár og eru konur í hverf- inu hvattar til að kynna sér starf félagsins. Formaður félagsins er Hjördís Georgsdóttir. Fræðslustarf í vetur verður boðið upp á fræðslu með ýmsu móti, í hópum, fyrir for- eldra fermingarbarna o.fl. Sóknirnar þijár sem liggja að Laugardalnum, þ.e. Laugarnes-, Ás- og Langholts- sóknir munu hafa með sér samstarf um ýmsa hluti og verður það aug- lýst hverju sinni. Einnig viljum við benda á starfsemi sem er í þessum kirkjum eins og t.d. Biblíulestra sem verða í Áskirkju alla fimmtudaga frá 9. október fram að jólaföstu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson annast þessa fræðslu og eru allir velkomn- ir, þótt þeir tilheyri öðrum sóknum. Það er von mín að sem flestir leggi leið sína til kirkju á komandi vetri og njóti þess samfélags sem þar er að finna. JÓN DALBÚ HRÓBJARTSSON, sóknarprestur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Grettir Smáfólk I THINK IUE HAVE A PROBLEM.. rvT m PAP 5M5 WECAN'TAFFORP0 TO FEED 8 THREE P065.. | | C 'j (?) í SSlJlfc* OF C0UR5E, ONE OF YOUR PR0THER5 EAT5 MORE THAN ALL OF WU.. L -■/} V*> 4 m JÁéý \ £v ■« t <e? v 8-22 >»IVÍ<í!V;A, V 1 1. *i. Ég held að ég eigi í vanda... Pabbi minn segir að við höfum ekki efni á þrem- ur hundum ... Auðvitað, einn ykkar bræðranna étur meira en þið allir til samans. Hver okkar? J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.