Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING HJÓNAMINNING SIGURRÓS SVEINSDÓTTIR + Sigurrós Guðný Sveinsdóttir fæddist á Götu í Garðahverfi 13. september 1897. Hún lést 13. maí 1991. Foreldrar hennar voru Helga Kristín Davíðsdóttir og Sveinn Gíslason. Þau fluttust í Sveinsbæ í Hafn- arfirði 1903. Sigur- rós dvaldist í Noregi í 6-7 ár en fluttist þaðan til Hafnar- fjarðar 1923. Hún giftist eigin- manni sínum, Magnúsi Kjartans- syni, 2. júní 1918, en hann var sonur Guðnýjar Nikkelínu Ól- afsdóttur og Kjartans Jónsson- ar. Þau skildu árið 1937. Börn Sigurrósar voru: Lillý, f. 6. júlí 1917, d. 7. mars 1981, Sveinn, f. 27. febrúar 1919, Harry, fædd- ur 1. janúar 1921, d. í maí sama ár, Helga Kristín, f. 21. febrúar 1924, Erna Fríða Berg, f. 2. sept- ember 1938. Þegar fólk eldist og sest í helgan stein, líkt og sá sem þessar línur ritar, reikar hugurinn gjaman til lið- ins tíma. Þannig var mér farið er ég uppgötvaði með sjálfum mér að Sigurrós Sveinsdóttir forustukona kvenna í Hafnarfirði um áratuga- skeið hefði orðið 100 ára 13. septem- ber 1997 væri hún á lífi, en hún lést 13. inaí 1991 á 94. aldursári. Við það hrannast upp minningar frá gamalli tíð af kynnum við merka heiðurskonu sem varð brautryðjandi í baráttu fyrir réttindum kvenna á ýmsum sviðum þjóðlífsins - sérstak- J.ega í kjarabaráttu verkakvenna. Fyrst leita á hugann atvik frá löngu Iiðinni tíð - þá æskuárunum, frá krepputímum áranna um og upp úr 1930, þegar atvinnuleysi og eymd þrúgaði verkafólk í Firðinum og annars staðar. Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar var stofnuð þegar einkafram- takið hafði brugðist. Sú aðgerð dró úr því böli sem atvinnuleysið var hjá því fólki sem þar fékk vinnu á köfl- um, svo sem eins og verkakonur við þá erfiðisvinnu að vaska blautfisk í hörkufrosti og kulda um hávetur í óupphituðu húsnæði. Útkeyrðar og vafalaust sárþreyttar eftir tíu tíma vinnu komu þessar konur heim til sín ti! þess að vinna heimilisstörfín þegar flestir aðrir gátu hvílt sig. Þarna var Sigurrós í broddi fylking- ar - fádæma hamhleypa í fiskvösk- unarstarfmu. Þessu fylgdumst við hafnfirskir stráklingar með ungir að árum, svo ekki gleymdist. í minningargrein undirritaðs um Sigurrósu segir svo orðrétt m.a.: „Á uppvaxtarárunum kynntist Sigurrós vel hinum kröppu kjörum sem öll alþýða manna átti þá við að búa og var henni fljótt ljóst að þar var úrbóta þörf. Hún skipaði sér í raðir þeirra er hófu baráttu í verka- lýðshreyfingunni og Alþýðuflokkn- um fyrir bættum lífskjörum almenn- ings. Var hún strax ung að árum í fararbroddi í þeirri baráttu, enda var hún óvenju dugleg og áhugasöm um ' hvert það verkefni sem hún tókst á hendur að vinna. Á hana hlóðust því margs konar trúnaðarstörf á vegum verkalýðshreyfingar- innar og Alþýðuflokks- ins. Sigurrós var ein af stofnendum Verka- kvennafélagsins Fram- tíðarinnar í Hafnarfirði. Hún var fundarstjóri á stofnfundinum 3. des- ember 1925 og í fyrstu stjóm félagsins og síð- an í flölda mörg ár, lengst af formaður fé- lagsins eða samstals í 38 ár. Þá var hún í stjórn Alþýðusambands Islands, í flokksstjórn Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði í 40 ár, í miðstjórn Alþýðuflokksins, einn af stofnendum Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði og fyrsti formaður félagsins, svo nokkuð sé nefnt af hinum fjöl- mörgu trúnaðarstörfum sem Sigur- rós hefur sinnt í þágu verkalýðs- hreyfingarinnar og Alþýðuflokksins. Sigurrós hafði einnig forgöngu um stofnun Kvenfélagsins Sunnu sem beitti sér m.a. fyrir að sett var á laggirnar mæðrastyrksnefnd í Hafnarfirði árið 1963. Sigurrós varð vitni að þeirri ör- birgð, fátækt og réttleysi, sem var hlutskipti hinnar vinnandi mann- eskju þegar hún stóð í baráttunni fyrir réttlátu og betra þjóðfélagi. Hún sá að margt af þessu fólki varð að sætta sig við að klæðast tötrum, búa í hreysum, og lifa við sult og seyru. Frelsið sem það bjó við, birt- ist í því einu, að það mátti strita, fékk skortinn að launum. Það hafði ekkert öryggi og takmarkaða hlut- deild í því hvernig verðmætum í sveitarfélagi eða þjóðfélagi var skipt og hlutunum stjórnað. Annað er mér einnig minnisstætt, þegar Sigurrós rak og stjómaði elli- heimili á vegum Hafnarfjarðarbæjar að Austurgötu 26, af miklum mynd- arskap um árabil eða þar til Elli- og hjúkrunarheimilið Sólvangur varð til. Þar fylgdist ég einnig með Sigur- rósu, en æskuheimili mitt var gegnt því elliheimili, en í verslun föður míns sem þar var til húsa, kom Sig- urrós oft ásamt vistfólki elliheimilis- ins og varð ég þá vitni að þeim hlý- leika og elskulegheitum sem hún sýndi gamla fólkinu." Ennfremur segir svo m.a. í um- ræddri minningargrein minni: „Ég minnist umtals í bænum um það merka og frábæra framtak Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar árið 1932 með Sigurrósu og Sigríði Erlendsdóttur í broddi fylk- ingar að setja á stofn dagheimilið á Hörðuvöllum í Hafnarfirði fyrir börn húsmæðra sem unnu utan heimilis - hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi - og enn er starfandi. Það sem hér hefur verið talið eru að sjálfsögðu æskuminningar. Mikið og gott samstarf okkar Sigurrósar að bæjarmálum í Hafnarfirði hófst síðar, en þar kom hún vissulega við sögu og átti farsælan hlut að mál- um. í því sambandi skal hér minnst á aðeins eitt slíkt. Hún var upphafskona þess, að hafnfirskar húsmæður gátu átt þess kost að eiga sumardvöl á orlofsheim- ili á vegum hins opinbera. Hún var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í bæj- arstjóm Hafnarfjarðar á árunum + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, RAGNA JÓNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur aðfaranótt 12. september, Hildur Ágústsdóttir, Sæmundur Ágústsson, Jón Ágústsson, Áslaug Ágústsdóttir, Sigrún Ágústsdóttir, Skarphéðinn Valdimarsson, Helga Óskarsdóttir, Dagný Lárusdóttir, Jón Hjörleifsson. 1954-1962. Það var eitt af áhuga- málum hennar á þessum árum að bæjarfélagið gæfi hafnfirskum hús- mæðum árlega kost á nokkurra daga ókeypis sumardvöl á hentugum dval- arstað. Hún beitti sér mjög fyrir að þessari hugmynd yrði hrundið í framkvæmd og svo varð að bæjar- stjóm Hafnarfjarðar tók upp þetta nýmæli 1955. Er Hafnarfjörður fyrsta bæjarfélagið hér á landi til að hefja slíka starfsemi, sem var undanfari lagasetningar Alþingis um orlof húsmæðra og fjárframlaga af hálfu ríkisins og sveitarfélaga í því sambandi. Var Sigurrós forystukona í því að byggja upp þetta starf í Hafnarfirði sem formaður sumar- dvalamefndar bæjarins og síðar sem formaður sumardvalarnefndar sem tók við þessu verkefni við tilkomu orlofsnefndar samkvæmt hinum nýju lögum.“ Erling Garðar Jónasson og systk- ini, bróðurbörn Sigurrósar, skrifa svo m.a. í tilefni af fráfalli hennar orðrétt: „Rósa frænka var alla tíð Ijósið í umhverfi okkar systkinanna þegar við stigum okkar æskuspor í faðmi foreldra okkar í Hafnarfirði. Fölskvalaus vinátta og góðvild ein- kenndi föðursystur okkar, en um leið hvatti hún okkur á raunsæjan hátt til að takast á við umhverfið. Þetta var ekki bara sagt með orðum, heldur miklu frekar var hennar eigin framgangur um hina grýttu götu lífsbaráttunnar, ljós sem lýsti okkar götu og gerir enn. Hennar ljós lýsti einnig götu verkamannsins og verkakvenna í Hafnarfirði. Með störfum sínum þar og baráttu fyrir bættum kjörum hins almenna manns, ruddu hún og félag- ar hennar brautina að frelsi og mannlegri reisn launafólks um land allt. Þá var ekki bara talað um heil- brigt uppeldi bama, húsnæðismál, menningarmál, tryggingamál og málefni eldri borgara þessa lands." Guðmundur Ámi Stefánsson þá- verandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar birti m.a. eftirfarandi í minningar- grein í maí 1991: „Störf Sigurrósar Sveinsdóttur í hennar göfugu bar- áttu fyrir betra samfélagi skiluðu aldeilis árangri. Hennar spor sjást þar víða. En oft var baráttan erfið, ^enda á stundum við að eiga fordóma og skefjalaust íhald, sem engu vildi breyta, ekkert vildi bæta. En fólk á borð við Sigurrósu gafst ekki upp. Þrautseigja og æðruleysi þessa fólks er aðdáunarverð, en fullvissan um að réttlætið og sanngimin væm þeirra megin hefur vafalaust létt því sporin. En störf baráttukonu á borð við Sigurrósu Sveinsdóttur taka í raun engan enda. Jafnvel þótt hún hafi sjálf kvatt þessa jarðvist. Hugsjónir hennar og störf munu áfram lifa með þeim hópi fólks sem við merk- inu hefur tekið innan Alþýðuflokks- ins sem og verkalýðshreyfingar." Þessi orð Guðmundar Áma leiða hugann til þess hvernig baráttufólk eins og Sigurrós Sveinsdóttir og margir fleiri sem stóðu í sama stríði og hún fyrir bættum lífskjörum til handa launafólki - fyrir velferðar- kerfinu - sem það reisti og reynt er nú með ýmsum ráðum að rústa og færa til gífurlegt fjármagn til þeirra sem best mega sín í þjóðfélag- inu, frá þeim sem verr em settir, frá sjúklingum, eldra fólki, námsmönn- um og fleirum, til dæmis með óheftri einkavæðingu, sköttum og álögum á þá sem síst eru aflögufærir, meðan þeim ríku er ívilnað á ýmsa lund. Hvernig skyldu hetjur kjarabarátt- unnar á borð við Jóhönnu Egilsdótt- ur, Sigutjón Á. Ólafsson, Jón Sig- urðsson, Hermann Guðmundsson og fleiri sem stóðu í frémstu víglínu bregðast við því sem stefnt hefur verið að til niðurrifs heilbrigðiskerf- isins, á sviði menntamála, skatta- mála og aldraðra svo nokkuð sé nefnt? Því skal ósvarað látið. En minningin um Sigurrósu og hennar baráttufélaga lifir. Hennar framlag til bættrar stöðu verkafólks verður ekki aftur tekið, það var varanlegt og ómetanlegt. Á þeim grunni held- ur baráttan áfram. Virðing og þökk fylgir hundrað ára minningu Sigurrósar Sveinsdótt- ur, Hafnarfirði. Stefán Gunnlaugsson. GUÐMUNDUR JÓHANNESÓLAFSSON ÍDA SIGURÐARDÓTTIR + Guðmundur Jó- hannes Ólafsson fæddist á Kvígind- isfelli í Tálknafirði 30. október 1921. Hann lést 31. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sesselja Ólafsdóttir og Olafur Jósua Guðmundsson. Þau bjuggu í Litla-Laug- ardal í Tálknafirði. Þau eignuðust 11 börn, sem eru: Guð- mundur, f. 30.10. 1927, Hulda, f. 16.12. 1922, Haraldur, f. 10.3. 1924, d. 5.6. 1990, Cesar, f. 9.8. 1925, Kristján Júiíus, f. 1.4. 1927, d. 16.10 1993, Sverrir, f. 25.10. 1928, Aðalsteinn, f. 23.5. 1930, d. 5.6. 1945, Svanborg, f. 8.4. 1932, Gróa, f. 9.11. 1934, Oddný, f. 28.2.1936, d. 5.5.1936, ogErla Þorgerður, f. 12.4.1937. Ida Sigurðardóttir fæddist á Patreksfirði, dóttir hjónanna Hallfríðar Olafsdóttur, f. 16.9. 1905, d. 6.4. 1984, og Sigurðar Sigurðssonar, f. 30.11. 1899, dá- inn í Reykjavík, börn þeirra voru ída, Ólafur Alfreð, f. 15.2. 1928, d. 22.7. 1991, Arnar, f. 1.4. 1932. Hallfríður átti eitt barn með seinni manni, Kristmundi Björns- syni, f. 14.5. 1905, d. 11.6. 1974, Karl Óli, f. 14.2. 1945. Guðmundur giftist ídu Sig- urðardóttur 23.11. 1945 og áttu þau þrjú börn, Börk Aðalstein, f. 14.4. 1945, giftur Halldóru Bjarndisi Sigurðardóttur, f. 14.1. 1945, börn þeirra eru Jök- ull Smári, f. 13.3. 1965, og á hann þrjú börn. Ólafur Barði, giftur Oddnýju Steinunni Sig- urðardóttur, f. 16.12. 1953, eiga þau þrjú börn, en hann eitt fyr- ir hjónaband, og Elín Björk, f. 24.7. 1959, gift Ingólfi Arnari Guðmundssyni, f. 14.2. 1956, og eiga þau tvö börn. Ida Iést 20. desember 1993, Guðmundur lést 31. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram 12. september. Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár að ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Elsku kallinn, Gummi frændi, er látinn. Ekki óraði mig fyrir því, þeg- ar við nokkur saman fórum á bíó með honum, en hann hafði ekki far- ið í bíó í 27 ár, að hann væri að deyja. Við fórum á spennumynd sem í var mikill hávaði og læti, og skemmtum okkur öll vel. Gummi fæddist í Litla-Laugardal í Tálknafirði og var elstur ellefu systkina. Þegar hann var 10 ára fór hann að heiman, frá fátæku heimili og réð sig á sjó frá Patreksfírði. Konu sinni, ídu Sigurðardóttur, gift- ist hann 23. nóvember 1945. ída var fædd á Patreksfírði, og stofnuðu þau sitt fyrsta heimili þar. Líkt og Gummi kom ída frá lítt efnuðu heim- ili og voru systkini hennar þrjú. Bjuggu þau í nokkur ár þar, en fluttu síðan til Akureyrar, þar starfaði Gummi við skipasmíðar og sótti sjó- inn en ída var heima hjá börnunum. Eftir að hafa verið á Akureyri í nokkur ár fluttust þau hjón til Ólafs- víkur með börnin þrjú. Þar til í vor bjó Gummi í Ólafsvík en þá varð langþráður draumur hans um að flytja til höfuðborgarsvæðisins að veruleika, þegar hann keypti íbúð í Hafnarfirði. Ýmislegt var Gumma til lista lagt, hann va_r um tíma skip- stjóri á bát frá Ólafsvík. Hann kenndi góvinnu við gagnfræðaskÓl- ann á Ölafsvík, var sjálfur í eigin útgerð, var stýrimaður á ýmsum bátum. Lengst af starfaði þó Gummi sem fiskmatsmaður í Ólafsvík. Þau hjónin voru mjög samtaka í öllu sem þau gerðu og um nokkurra ára skeið unnu þau saman við að skera af netum í Ólafsvík. En utan þess var ída heima. Það sem mér hefur fund- ist einkenna þau bæði var víðsýni. Lífsbarátta þeirra var framan af erfið, en auðheyranlega fylgdust þau bæði vel með og voru vel inni í ýmsum málum. Þau hjónin lifðu fyr- ir börnin sín og barnabörn og varð þeim báðum tíðrætt um þau, og hvað þau voru að gera. Nokkrum sinnum sat ég með Gumma í litlu íbúðinni í Hafnarfirði og ræddum við um heima og geima. Honum varð tíðrætt um gamla tímann í sveitinni og uppvaxtarárin, systkini sín og foreldra. Margar sögur gat hann sagt og var auðvelt að hrífast með og fann ég að alltaf fylgdi hug- ur máli. Hjá báðum hjónunum var stutt í brosið og var mikið hlegið á heimili þeirra. Var ég eina vertíð í Ólafsvík og kom ég þá nokkrum sinnum til þeirra, og töfraði ída fram ýmislegt góðgæti. Gummi lagði ríka áherslu á að viðhalda fjölskyldu- böndunum. Fyrir 22 árum ákváðu Gummi og nokkur systkina hans að halda niðjamót foreldra sinna. Tókst svo vel til að niðjarnir hafa síðan hist á tveggja ára fresti. Þau hjónin mættu á öll mótin frá upphafi, og í sumar sem leið gerði hann storm- andi lukku ásamt nokkrum í ættinni þar sem hann kom fram og skemmti okkur öllum. Eitt skipti sem hann kom að heimsækja okkur í Garðabæ- inn, sammæltumst við um að spila saman brids í vetur með félagi eldri borgara í Hafnarfirði. Við höfðum kynnst upp á nýtt undanfarin tvö ár og mikið var gaman að vera í sambandi við hann, alltaf léttur og skemmtilegur. í vor vann ég við gerð á niðjatali um foreldra hans. Ófá símtöl hringdi ég í Gumma vestur í Ólafsvík og ég heimsótti hann þangað, til að fá meiri upplýsingar um ætt okkar. Hann var hafsjór af fróðleik um þetta málefni. Þó Gummi væri 76 ára gamall, var auðvelt að gleyma því, því að hann var svo unglegur, hress og mikill grallari. Þó að Gummi og ída séu bæði dáin, er hægt að hugga sig við, að í minningunni eru góðar stundir sem við áttum með þeim báðum, stundir sem munu fylgja okkur um ókomna tíð. Við þökkum þeim samfylgdina á liðnum árum. Mamma, Krista, Sesselja og fjöl- skyldur senda sínar innilegustu sam- úðarkveðjur og þakka allar góðu stundirnar, sem þau hafa átt með þeim. Elsku Börkur, Óli, Ella og fjöl- skyldur, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Eymundur og Davíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.