Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hart deilt um réttindi Sama Ole Magnus Rapp RAGNHILD Sandöy harmar þá árekstra sem orðið hafa vegna réttindakrafna Sama. Tromsö. Morgunblaðið. DEILUR um réttindi Sama kljúfa flokka og byggðarlög í Finnmörku og í öðrum fylkjum Norður-Noregs fylgjast menn grannt með þróun mála því málið kraumar undir niðri víðar en í Finnmörku. Framfara- flokkurinn hefur iátið hörð orð falla um rnálið, svo hörð að biskupinn í Norður-Hálogalandi, Ola Steinholt, sá fyrir skömmu ástæðu til að hvetja menn til umburðarlyndis og vara við árásum á minnihlutahópa. Það sem greinir Norður-Noreg helst frá öðrum landshlutum nú er átökin um réttindi Sama. Deilurnar snúast aðallega um tvennt; hvort Samar fái umráðarétt yfir stórum landsvæðum í Norður-Noregi og hvort kenna eigi samkvæmt sam- ískri kennsluskrá í þeim sveitarfé- lögum þar sem Samar eru í meiri- hluta. Fyrr á þessu ári komst nefnd um réttindi Sama að þeirri niðurstöðu eftir 16 ára starf að færa ætti stjóm landsvæða í Finnmörku frá ríkinu til héraðanna. Hún ætti að vera í höndum stjórna sem í ættu sæti fulltrúar sveitarstjórna og Sama- þingsins. Sú tillaga hefur verið gagnrýnd harðlega á þeim forsend- um að þar með hafi Samar tvöfalt atkvæðavægi þar sem þeir hafi kosningarétt til beggja. Hins vegar hefur verið á það bent að fái Sam- ar ekki raunveruleg réttindi í hend- ur, sé þeim ómögulegt að verja og ná fram hagsmunum sínum. Deilan um samísku kennsluáætl- unina snýst um það að menntamála- ráðherra Noregs hefur fyrirskipað öllum skólum í Tana í Finnmörku að taka hana upp, þrátt fýrir að aðeins tvær skólanefndir af fimm hafi samþykkt það. Með þessu var ætlunin að bæta fyrir það óréttlæti sem samísk börn voru beitt áratug- um saman er þeim var bannað að tala samísku í skólanum. Kennsla samkvæmt samísku kennsluáætl- uninni fer fram á norsku og ráða börnin og foreldrar þeirra hvort þau læra samísku eður ei, en samísk menning er rauði þráðurinn í allri kennslu. Ráðherra „geri eitthvað" „Fólk óttast að geta ekki lengur veitt fisk og fugl að vild, tínt ber eða farið um landið. Að börn þess séu látin læra samkvæmt samísku kennsluáætluninni. Málið er afar viðkvæmt, örfáir stjórnmálamenn hafa þorað að taka á því og þeir sem það gera, orða skoðanir sínar að jafnaði mjög varlega," segir Tone Jenen, fréttastjóri Nordlys. Sem dæmi um þetta er Tana-mál- ið, þar sem hópur foreldra um 70 bama hefur haldið þeim heima í tæpan mánuð því þeir vilja ekki að þau séu látin stunda nám samkvæmt samískri kennsluskrá. Verkamanna- flokkurinn í Finnmörku beið fram í miðja þessa viku með að senda menntamálaráðherranum og flokks- bróður sínum beiðni um að „gera eitthvað" í málinu. Framfaraflokk- urinn er sá eini sem hefur látið í sér heyra fyrir alvöru, með því að krefj- ast þess að ýmis sérréttindi Sama verði aflögð, annars sé hætta á blóð- ugum átökum, og hefur aflað at- kvæða á því en einstakir frambjóð- endur annarra flokka hafa einnig tjáð sig, við misjafnar undirtektir flokkssystkina sinna. Jensen segir hins vegar erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hefur í kosningabaráttunni. Ýtt undir klofning Einn fárra stjórnmálamanna ut- an Framfaraflokksins, sem hefur tekið málið upp, er Olav Gunnar Ballo, héraðslæknir í Alta í Finn- mörku, og efsti maður á lista Sósíal- íska vinstriflokksins. Hann er talinn eiga gulltryggt sæti á Stórþinginu og hafa fjölmiðlar þakkað það yfír- lýsingum um málið, þótt hann sé ekki á sama máli. Ballo hefur lýst því yfír, í óþökk flokkssystkina sinna, að hann telji ekki rétt að Samar fái ráðstöfunarrétt yfir land- svæðum og að hann telji sérréttindi þeirra ekki af hinu góða. „Sé einn hópur tekinn út og honum veitt réttindi umfram aðra, getur það valdið klofningi og aðskilnaði. Sé gengið of langt í þessum efnum er hætta á að það ýti undir fólksflótta frá Finnmörku, sem er allnokkur," segir Ballo. „Með þessu er ég ekki að segja að svipta eigi Sama öllum réttindum, þeir eiga að sjálfsögðu að hafa afnotarétt af landinu eins og aðrir, t.d. hvað varðar rekstur hreindýra. Það verður að taka á þessum málum með gætni og sú hefur því miður ekki orðið raunin hvað Framfaraflokkinn varðar. Hann hefur málað skrattann á vegginn, sér í lagi í Tana-málinu, og blandað mörgum málum saman. Svo hafa menn látið tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og það er aldrei af hinu góða. Málin hefðu ekki lent í þeim hnút sem þau eru, hefðu stjórnvöld tekið á þeim í upp- hafi. En þau hafa dregið lappirnar og þora ekkert að gera. Þau verða hins vegar að beita sér því málið varðar marga og snýst um grund- vallarspurningar er varða lýðræði og yfirráðarétt yfir landi.“ Langt íland Ragnhild Sandöy er í framboði til Samaþingsins sem kosið er til jafnhliða þingkosningum. Hún harmar ástandið í Tana og kennir Ijölmiðlum að nokkru leyti um að hafa blásið málið upp og gert það erfiðara viðfangs. „Málið þar er sorglegt dæmi um skort á umburð- arlyndi vegna vanþekkingar. Hefðu foreldramir í Tana stundað nám samkvæmt samískri kennsluskrá hefðu þeir haft þekkingu á þeirri menningu sem hefur mótað um- hverfi þeirra að miklu leyti og þessi staða hefði ekki komið upp. En það hefur verið lítill vilji og lítill skiln- ingur á því að kynna og kynnast menningu Sama hér í Norður-Nor- egi,“ segir Sandöy. Hún segir fjölmiðla fjalla sáralít- ið um málefni Sama og þá sjaldan þau séu til umræðu sé það í nei- kvæðum tón. Því sem vel sé gert, sé ekki sinnt, t.d. sé umíjöllun um kosningarnar til Samaþingsins hverfandi. „Þrátt fyrir þetta kom það mér vissulega á óvart hversu hörð viðbrögðin urðu við samísku' kennsluáætluninni, sem er lögbund- inn réttur samískra barna. Þau eru kannski staðfesting þess sem marg- ir Samar bera fyrir sig þegar þeir eru beðnir að skrá sig í samískt manntal, margir vilja ekki skrá sig þvi þeir sjá engan tilgang í því og aðrir óttast vandræði og fordóma. Sú er því miður raunin enn.“ Steinar Bast- esen bjartsýnn Tromsö. Morgunblaðið. „AÐ sjálfsögðu tek ég selskinnsvestið með,“ segir Stein- ar Bastesen og skellihlær. Bastes- en, sem hefur ver- ið í forsvari hval- veiðimanna í Nor- egi og er íslend- ingum að góðu kunnur, á nú góða von um að komast inn á þing. Hann býður sig fram fyrir flokk sem kallast Þverpóli- tísk þjóðarsamtök en í Norðlandi, þar sem Bastesen er í framboði, kallast fiokkurinn Sjávarsíðuflokkurinn, sem segir býsna mikið um áhersl- urnar. Þær eru aðallega á aukið vægi sjávarútvegsins, styrkari stöðu sjávarútvegs- ráðuneytisins. Aukin áhersla er á valddreifingu, öflugri landsbyggðapólitík og svo að sjálfsögðu hvalveiðar. Sam- tökin eru þverpólitísk en sjálf- ur segist Bastesen vera hægra megin við miðju. Bastesen hefur ferðast um þvert og endilangt Norðland síðastliðinn mánuð til að afla atkvæða og segist varla hafa komið heim til sín sökum anna. „Mér hefur verið tekið vel hér, fólk vill tala um landsbyggðar- mál og sjávarút- veg og það vill fulltrúa á þing sem talar mál sem það skilur," segir Bastesen, sem er þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum. Þrátt fyrir stranga dagskrá var engin þreytu- merki að heyra á honum enda kæta kosningaspárnar Bast- esen. Hann segir of snemmt að fagna en hefur þó þegar lagt á ráðin um hvað hann muni gera þegar á þingið er komið, „að sjálfsögðu að sjá til þess að útflutningur á hval- kjöti verði hafinn og svo hlakka ég til þess að komast á þing Alþjóða hvalveiði- nefndarinnar sem þingmaður og gera þar dálítinn usla. Það ræðst hins vegar af því hver býður best, hvaða flokka ég styð í stjórn." Bastesen Enginn nennir að tala um fisk Tromsö. Morgnnblaöið. KOSNINGABARÁTTAN í Norður- Noregi snýst ekki um fisk að þessu sinni. Heldur ekki um málefni hinna dreifðu byggða. Nú eru allir upp- teknir af heilbrigðiskerfinu sem hef- ur brugðist og bága stöðu margra aldraðra. En undir niðri kraumar mál sem braust upp á yflrborðið með miklum hvelli í bænum Tana i Finn- mörku fyrir hálfum mánuði, mál samanna sem krefjast réttar til vatns og lands og kennslu samkvæmt sa- mískri kennsluskrá í þeim sveitarfé- lögum sem skilgreind hafa verið samísk. Málið er eldfimt, þótt afar fáir stjórnmálamenn hafi þorað að gera það að kosningamáli. Tone Jensen, fréttastjóri Nordlys, segir að vanalega séu flskveiðistefn- an og héraðspólitik áberandi í kosn- ingabaráttunni, en ekki nú. „Mér fannst kosningabaráttan árið 1993 miklu meira spennandi, því umræð- an hér er dauð. Hluti af skýringunni kann að vera sá að fyrir fjórum árum snerist umræðan um einfaldar spurningar, hveijir ættu fiskimiðin, en nú er hún flóknari og almenning- ur hefur takmarkaðan áhuga á að setja sig inn í málin. Það sem einna helst er rætt eru frystitogararnir, sem afar skiptar skoðanir eru um. Smugan kom upp í blábyijuninni en það varð nokkurs konar þegjandi samkomulag um að hún væri ekki Kosningabaráttan í Norður-Noregi er breytt frá því sem var fyrir fjórum árum en þá sner- ist hún aðallega um fisk. Nú ræða menn sömu mál og í öðrum lands- hlutum, að viðbættum réttindamálum sama. heppilegt kosningamál," segir Jens- en. Hún bendir á að norskur sjávar- útvegur standi vel um þessar mund- ir, atvinnuleysi sé lítið í greininni, fiskveiðar séu orðnar ein helsta tekjulindin og að síld mokveiðist. Ivan Kristoffersen, fyrrverandi ritstjóri Nordlys og prófessor í sam- félagsfræðum við háskólann í Tromsö, telur að ein af ástæðum þess að sjávarútvegsmál séu ekki til umræðu nú, séu innbyrðisdeilur í Norges Fiskarlag, heildarsamtökum sjávarútvegsins, þar sem m.a. er deilt um gjöld sjómanna til samtak- anna. Deilurnar hafí vaidið því að þau hafi lítið sem ekkert blandað sér í baráttuna eða þrýst á umræðu um fiskveiðar. Héraðsmál hafa ekki náð eyrum kjósenda í Norður-Noregi, þótt full ástæða væri til, að mati Jensens, sem bendir á að t.d. hafi fjölmörgum póst- húsum og öðrum opinberum stofnun- um verið lokað í spamaðarskyni í fámennum byggðarlögum. Slíkt virð- ist ekki nóg til að vekja fólk. „Fólk bara gefst upp. Það vantar drifkraft- inn, fólk hefur það mjög gott og „kauphátíðin mikla" stendur enn.“ Ivan Kristoffersen tekur undir með Jensen hvað héraðspólitíkina varðar. Uppgangurinn sé svo mikill að fólk Iáti sig vandamálin litlu varða en sé horft lengra fram á veg, sé ekki rjokkur spurning að málefni landsbyggðarinnar skjóti upp kollin- um að nýju. Þar eigi sér stað sama þróun og annars staðar, fólk flytjist suður á bóginn, þar sem meiri pen- inga og fleiri tækifæri sé að hafa. „Við erum á góðri leið með að mennta fólk frá okkur. Við vitum hins vegar ekki hvernig við eigum að snúa þróuninni við, hvernig okkur tekst að freista ungs og vel mennt- aðs fólks héðan til að búa hér áfram. Fiskveiðarnar geta ekki borið byggð- irnar einar uppi. Gamla héraðsmála- umræðan er dauð en vandamálin eru enn til staðar og við verðum að finna lausn á þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.