Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Skórnir eru að vísu dýrir, en ódýrir miðað við hvað roðskór eru dýrir erlendis. Þar kosta þeir á bilinu 70.000 til 140.000 krónur og eru skoðaðir sem hátískuvara. Hér höf- um við verið að selja þessi fyrstu pör á svona 30.000 krónur." P/erre Cardin áhugasamur Uppátækið hefur vakið það mikla athygli, að franska tískufyrirtækið heimsþekkta Pierre Cardin keypti roð af Loðskinni eftir sýningu síð- asta haust og þar var sýnishorn af skóm. Fyrirtækið hefur nú óskað eftir því að fá nokkur pör af laxa- roðsskóm og sýnishorn af hráefninu til að stilla upp á mikilli skinnasýn- ingu sem verður haldin í Frakklandi í haust. Fleiri fyi’irspumir hafa borist erlendis frá og Lárus segist vart geta verið annað en bjartsýnn með nýjungina sína. „Það er líka farið að bera á því að veiðimenn vilji fá skó unna úr einhverjum minnis- stæðum laxi sem þeir hafa veitt, þeim stóra og svoleiðis," bætir Lár- us við. Og eins og fram kom í byrj- un er á teikniborðinu hönnun á vöðluskóm úr laxaroði. „Þar geta veiðimenn líka fengið skó úr eigin löxum, en hönnunin klárast í vetur og við getum farið að smíða vöðlu- skóna af fullum krafti næsta vor,“ eru lokaorð Lalla skóara. HAGAR - Sund, númer 4. Volvo-strætisvagn frá 1968, sem var sá fyrsti sem smíðað- ur var fyrir hægri umferð. Morgunblaðið/RAX FEÐGARNIR Gunnsteinn Lárusson t.v. og Lárus Gunnsteinsson innan um neoprenevöðlurnar sem eru eitt af aðalsmerkjum Skóstofunnar. Lárus Gunnsteinsson í Skó- stofunni á Dunhaga, eða Lalli skóari eins og hann er gjarn- an kallaður, hefur fundið upp á ýmsu í gegnum tíðina og hann er persónulega til vitnis um það að skósmiðsstarfíð getur haft ýmsar hliðar, bæði hvað varðar það sem viðskiptavinir eiga til að óska eftir og eins hvað honum dettur sjálfum til hugar að gera. Lárus er mikill stangaveiðimaður og hefur gert mikið síð- ustu árin til að laða til sín þorra stangveiðimanna með margs konar vöðluþjónustu. Nýjasta uppá- tæki hans á ekki beint rætur að rekja í stangaveiðina, og þó! Roðskór eru „réttur dagsins" eins og hann kemst að orði. Skór unnir úr laxaroði. Fyrstu pörin eru komin í umferð og undirtektirnar eru „feiknarlegar" að sögn Lárusar. Næstu mánuði ætlar hann að fram- leiða upp í vaxandi haug pantana og hann er einnig að leggja drög að smíði vöðluskóa fyrir stangaveiði- menn og er það vel við hæfi, að lax- veiðimenn dragi á fætur sínar vöðluskó úr laxaroði. „Það er ekkert nýtt að við vinnum úr roði. Við höfum lengi veirð í sam- vinnu við Loðskinn á Sauðárkróki. Þeh- hafa m.a. verið að súta stein- bítsroð og við höfum notað það í margs konar framleiðslu. Við höfum verið með stór verkefni fyrir leik- húsin og leikhópa og eins höfum við verið að roðklæða sólbekki, stóla og margt fleira fyrir fyrirtæki og einstak- linga. Það er hins vegar nýjung fólgin í því að nota laxaroð," segir „skóarinn", og heldur áfram. „Það þarf að setja allt skinn, roð meðtalið, í mikið vinnsluferli til að það rotni ekki og nái þeim styrk- leika sem þarf til notkunar. Þetta þarf að þola mikið slit og átroðning. Af laxaroði er til nóg og reynsla okkar af því er afar góð. Þetta alveg svínvirkar og það sem meira er, hvar sem við kynnum þessa skó koma pantanir í kjölfarið. Það hefur sérstaklega gengið vel að senda sýnishorn í veiðihúsin þar sem ríkir útlendingar eru að veiða.“ Er þetta svona dýrt eða hvað? Þetta er einmitt hið gagnstæða. Uppátækið hefur vakið mikla athygli Afhverju drekka Islendingar svona illa? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvers vegna drekka íslendingar svona illa? Er skýr- inga að leita í sérstakri skapgerð þjóðarinnar eða erum við einfald- lega ennþá frumstæðir villimenn að þessu leyti? Svar: Það vekur furðu margra, að íslendingar sem drekka minnst þjóða á Vesturlöndum skuli hafa svo mikil áfengisvandamál sem raun ber vitni. Hér á landi er öfl- ug áfengismeðferð og fleiri sjúkrarými fyrir áfengissjúklinga miðað við höfðatölu en annars staðar svo vitað sé. Afengisvandi íslendinga er ákaflega sýnilegur. Hefðbundnir drykkjuhættir þeirra hafa einkennst af neyslu sterks áfengis í þeim tilgangi að verða ölvaður. Þetta er reyndar svipað drykkjumynstur og sjá má meðal margra annarra norðlægra þjóða, svo sem Norðmanna, Svía og Finna, Austur-Evrópuþjóða eins og Pólverja og Rússa og á heimskautasvæðum Norður-Am- eríku. íslendingar drekka þó sjaldnar en algengt er hjá þessum þjóðum, en þeir drekka mikið í einu. Samanburðarrannsókn á drykkjuháttum Norðurlandaþjóð- anna og viðhorfum þeirra til áfengis, sem gerð var 1979, sýndi að íslendingar skáru sig úr að því Áfengisdrykkja leyti að þeir höfðu jákvæðari af- stöðu til ölvunar en áfengis, öfiígt við hinar þjóðirnar. Áfengið er þannig fyrir þá fyrst og fremst efni til að fá fram ölvun. Rannsóknir hafa verið gerðar á áfengisneyslu og áfengisvanda ís- lendinga á geðdeild Landspítalans um áratugaskeið og fylgst með breytingum hvað þetta snertir. Þar hefur m.a. komið fram að áfengisvandi Islendinga virðist e.t.v. meiri en hann er í raun og veru vegna þess hversu sýnilegur hann er. Hann kemur fram í ölvun og óspektum, ölvunarakstri og slysum í meira mæli en hjá ná- grannaþjóðum okkar. Hins vegar er mun minna um líkamlega sjúk- dóma af völdum áfengis en meðal flestra annarra þjóða sem við mið- um okkur við. Þannig er skorpulifur af völdum áfengis ákafiega sjaldgæf hér, en það er sá sjúkdómur sem oft er notaður sem mælikvarði á áfengisvanda- mál í hverju landi. Skýringar á þessu kunna að vera margar, en ein þeirra gæti legið í því, að fáir íslendingar eru dagdrykkjumenn og þeir drekka samanlagt minna en aðrar þjóðir. En af hverju drekka Islending- ar á þennan hátt? Ýmsar tilgátur eru uppi um þetta, t.d. að það stjómist af skapgerðinni. Þeir eru almennt taldir fremur seinteknir og lokaðir og þegar þeir sleppa fram af sér beislinu fer allt úr böndunum. Islendingar hafa enn- þá mörg einkenni veiðimanna- þjóðfélagsins, átakamenn og skorpumenn til vinnu þegar á þarf að halda. I áfengisneyslu eru þeir einnig miklir skorpumenn, en láta áfengi vera þess á milli. Tilgátur hafa komið fram um að trúarlegt uppeldi, sem rekja má aftur til siðaskipta, eigi sinn þátt í drykkkjuháttum Islendinga og af- stöðu þeirra til áfengis. Það er ekki fyrr en eftir að Lúterstrú var innleidd í landinu að farið var að kvarta yfir drykkjuskap Islend- inga, enda þótt drykkja hafi vart verið minni áður eins og t.d. má lesa um í fornsögunum. Lút- erstrúin kenndi að áfengi væri af hinu illa og áfengisneysla synd- samleg. Umgengni við áfengi skapaði því sektarkennd, og þessi afstaða til áfengis grópaðist í þjóðarvitundina. Fræðimenn á hinum Norðurlöndunum hafa leitt rök að þessari tilgátu hvað snertir drykkjuvenjur þar. Þessa sektar- kennd hefur mátt sjá í umgengni fólks við áfengi, þótt hún kunni að fara minnkandi á allra síðustu ár- um. Fólk skammaðist sín fyrir að sjást kaupa áfengi. Það hélt áfengisflöskum úr augsýn, faldi þær undir borðum á meðan á drykkju stóð og læsti inni í skáp eins og önnur hættuleg efni. Börn voru vöruð við áfengi og ekki hef- ur þótt hæfa að hafa áfengi um hönd, þar sem börn eru nærri. Talið var að áfengi ætti sök á flestu því sem miður færi í þjóðfé- laginu. Bindindishreyfingin hefur einnig átt mikinn þátt í að við- halda þessari afstöðu og styrkja hana. Þetta hefur átt sinn þátt í halda niðri heildarneyslunni, en ekki komið í veg fyrir að fólk, ekki síst unga fólkið, láti undan freist- ingunum af og til og rasi út. Hinn dæmigerði áfengisneytandi á ís- landi tekur sínar drykkjulotur, en iðrast og endurnærist þess á milli. Áfengi er af hinu illa, ölvun er góð, finnst Islendingum. Þessi tví- benta afstaða til áfengis er enn mjög áberandi hér á landi. Á síðustu tveimur áratugum eða svo má sjá hægfara breyting- ar á umgengni og afstöðu íslend- inga til áfengis, bæði vegna meiri kynna þeirra af siðum annarra þjóða og ekki síður vegna minni hafta á neyslu og aðgengi að áfengi, nú síðast með tilkomu bjórsins. Svo virðist sem vaxandi hluti fólks sé að temja sér hóf- samari og jafnari neyslu, hlutur sterks áfengis í neyslu lands- manna er nú innan við helmingur af áfengismagni í samanburði við nær 90% fyrir tveimur til þremur áratugum. Gamlir siðir hverfa þó hægt og lifa enn góðu lífi hjá stórum hluta þjóðarinnar. Breyt- ingar á drykkkjuvenjum Islend- inga kunna að leiða til þess að minna verður um að fólk drekki „illa“, en meiri og jafnari neysla gæti hins vegar haft í för með sér annars konar heilsutjón sem al- gengara er hjá þjóðum sem drekka á siðmenntaðri hátt en við. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sfma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Viku- lok, Fax: 5691222. Enn fremur sfmbréf merkt: Gylfi Ásniundsson, Fax: 5601720. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.