Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Jeff Bridges, John Good- man, og Steve Busc- emi spila keilu saman í „The Big Lebowski“. Keiluspil og barsmíðar ► COENBRÆÐUR, Joel og Eth an, eru um þessar mundir að snyrta nýjustu mynd sína, „The Big Lebowski". Þetta er gaman- mynd með Jeff Bridges og John Goodman í aðalhlutverkum, en fastagestir í Coen-myndum, þeir Steve Buscemi og John Turturro, eru í litskrúðugum aukahlutverk- um. Þegar mannskapurinn var á fullu við tökur í Los Angeles fyrr á þessu ári urðu Joel og Ethan þess heiðurs aðnjótandi að síðasta framlag þeirra til kvikmynda- gerðar, „Fargo“, hlaut tvenn Ósk- arsverðlaun. Samkvæmt Good- man voru þeir bræður að vonum ánægðir með verðlaunin en létu þau annars ekki trufla sig við tökur á „The Big Lebowski“. Myndin fjallar um Jeff Lebowski (Bridges) sem er tekinn í misgripum fyrir ríkan frammá- mann í borginni, sem ber sama nafn, og er barinn illa. Keilufé- lagi Jeffs (John Goodman) hvetur hann til þess að fá skaðabætur og kemur þannig af stað mjög flókinni atburðarás. Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarndmskeiS Hvaðfá þátttakendur út úr slíkum námskeiðum? ★ Lœra að nýta sér orku til að lœkna sig (meðfœddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvœgi. Lœra að beita hugarorkunni á jákvœðan og uppbyggilegan hátt;í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Lœra að hjálpa öðrum tilþess sama. Námskeið áAkureyri 20.-21. sept. 1. stig helgamámskeið. 18.-21. sept. 2. stig kvöldnámskeið. Námskeið í Reykjavík: Upprifjunarnámskeið í reiki 15. sept. fyrir 1. stigs nemendur, kvöldnámskeið. 16. sept. fyrir2. stigsnemendur, kvöldnámskeið. Opið hús fyrir nemendur mína mánudagskvöldið 22. sept. kl. 20.00. Upplýsingar og skráning í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Sólóplata Siggu Beinteins Ballöðusmllingurimi Friðrik aðstoðar BROSMILDASTA og ein vinsæl- asta söngkona landsins vinnur að sólóplötu um þessar mundir. Sigríður Beinteinsdóttir, eða Sigga í Stjóminni eins og flestir þekkja hana, er á förum til Lond- on á dögunum þar sem hún mun taka upp sína aðra sólóplötu. Hún hefur fengið Friðrik Karlsson, fyrrum meðlim Stjómarinnar, og Bretann Jonn Savannah til að útsetja og spila á plötunni. „Það er byijað að vinna hana í Lond- on. Þessa dagana er verið að spila inn á og útsetja hljóðfærin sem koma á undan. Ég fer svo út 15. september og þá verður söngurinn tekinn upp og platan hljóðblönduð," sagði Sigga í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru að megninu til stór- ar ballöður eða róleg lög. Það verður þó einnig að finna hraðari eða hressari tónlist inn á milli,“ sagði Sigga sem eins og öðrum tónlistarmönnum finnst erfitt að skilgreina tónlistina sem hún vinnur að. Gömul lög sem allir þekkja verða sett í nýjan búning og fléttuð saman við framsamda og nýja tónlist. „Skýið“ eftir Björgvin Halldórsson verður sett í nýjan búning og lag Magnúsar Kjartanssonar úr Lifun „To Be Grateful“ verður einnig að finna á plötunni. Sigga mun syngja lag þeirra Simon & Garfunkel „Bridge Over Troubled Water“ Gefur plötuna sjálf út og tekur upp í London. sem Ómar Ragnarsson hefur gert íslenskan texta við og að minnsta kosti einn dúett verður sunginn en ekki fékkst uppgefið hver mun syngja hann á móti Siggu. „Friðrik er mikill ballöðusnill- ingur og hefur mikla tilfinningu fyrir rólegum lögum og því var ég að leita eftir,“ sagði Sigga um samstarfið við Friðrik Karls- son. Hún verður í London í hálf- an mánuð en platan kemur út seinni hlutann í nóvember. „Ég gef plötuna út sjálf. Það gekk ágætlega þegar ég stóð sjálf að útgáfu plötunnar „Desember“ þannig að mig langaði að gera þetta aftur. Ég þarf að sjá um allt sem útgefandi myndi venjulega gera og nú er skipulag- ið í mínum höndum," sagði Sigga sem hefur áhuga á að halda eina stóra tónleika í kjölfar útgáfu nýju plötunnar. Stjórnin verður í fríi í septem ber á meðan Sigga vinnur að sólóplötunni en ekki var að heyra að langtímafrí hljómsveitarinnar væri á döfinni. Sigga og Grétar Örvarsson eiga ásamt þriðja aðila Kaffi Akureyri og hafa því verið með annan fótinn fyrir norðan í allt sumar. „Það er þrælgaman að prófa þetta. Þetta er vinna en gengur fínt,“ sagði Sigga sem hafði í nógu að snúast fyrir utan- förina. fnið 2 vinsæla skemmtigarða í Orlando. fnið 2 gististaði Úrvals-Útsýnar á Flórída. Vinníngur: Vikuferð til Orlando fyrir tvo. Tekið er á móti svarseðlum í bás Úrvals-Útsýnar á Americana '97 í Kringlunni 11.-14. september STUTT Bee Gees á tónleikum p- BEE GEES hefur gefið út þá yfirlýsingu að fyrstu tónleikar sveitarinnar í Bandaríkjunum í fimm ár verði að veruleika 14. nóvember næstkomandi i Las Vegas. Áætlað er að tónleikarnir með þeim Barry, Maurice og Robin Gibb verði teknir upp og þeim sjónvarpað um allan heim. Þeir munu flytja lög á nýjustu plötu sveitarinnar, „Still Waters", sem og gamla smelli frá því þeir slógu fyrst í gegn á sjöunda áratugnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.