Morgunblaðið - 13.09.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 43
FÓLK í FRÉTTUM
Stutt
*
A mörkunum
► DERMOT Mulroney hefur
leikið í fjölda kvikmynda síðustu
tíu árin en hefur ekki enn náð
að tryggja sér fastan sess í sviðs-
ljósinu eða aðgang að aðalhlut-
verkum í Hollywood. Enginn
getur útskýrt hvers vegna.
Mulroney er bráðhuggulegur og
hefur sýnt að hann getur líka
leikið ef þörf krefur. Hann hef-
ur leikið í myndum eins og
„Where the Day Takes You“,
„Young Guns“, „Longtime
Companion", „Copycat“, „Bad
Girls“, og „Kansas City“.
Eitt vandamála Mulroneys er
að það er alltaf verið að rugla
honum saman við Dylan
McDermott. Mulroney reynir að
láta þennan rugling ekki á sig
fá og hefur meira að segja sagt
í viðtölum að þeir hafi báðir
lúmskt gaman af.
Nýjasta kvikmynd Mulroneys
er „My Best Friend’s Wedding”.
Hann leikur besta vininn sem
titillinn vísar til, íþróttafrétta-
LEIKARINN Dermot Mulron-
ey spilar á selló í pönk-þjóð-
lagahljómsveitinni Low and
Sweet Orchestra.
ritara sem Julia Roberts vill
gera að sínum ektamaka. Mynd-
in hefur fengið jákvæðar mót-
tökur bæði þjá gagnrýnendum
og áhorfendum vestanhafs en
Mulroney segist samt ekki vera
viss um að nú séhann loksins
orðinn frægur. f nýlegu viðtali
við Empire bendir hann rétti-
lega á að það er Julia Roberts
sem er sljarna myndarinnar
þannig að hann verði ekkert
óskaplega hissa ef frammistaða
hans gleymist fljótt og hann
haldi áfram að vera ósýnilegur
í Hollywood.
Mulroney vill heldur ekki að
fólki finnist hann vera að
kvarta. „Ég kann betur við kvik-
myndir sem eru aðeins öðruvísi.
Ég vil frekar leika í ódýrum,
frumlegum kvikmyndum heldur
en að græða stórfúlgur, hafa
aðgang að risa búningsklefa og
allt það. Steve Buscemi hefur
réttu tökin á þessu. Hann leikur
t.d. í stórmyndum eins og „Con
Air“ á milli þess sem hann leik-
stýrir og skrifar handrit, og
hlýtur virðingu fyrir.“ Mulroney
stendur líka við orð sín. Þegar
honum og konu hans, leikkon-
unni Cathrine Keener, buðust
hlutverk í „Living in Oblivion“
lagði hann sina eigin peninga í
myndina af því honum fannst
handritið svo gott.
Næsta mynd Mulroney ber
titilinn „Goodbye Lover“. Hann
leikur þar aðalhlutverkið á móti
Patriciu Arquette en Roland
Joffe leikstýrir.
Ólétta eins og dagleg
vísindarannsókn
CYNDI Lauper er komin sjö
mánuði á leið.
► CINDY Lauper sló eftirminni-
lega í gegn árið 1983 með laginu
„Girls Just Want to Have Fun“.
Hún fylgdi því eftir með laginu
„True Colors“, en síðan hefur lít-
ið til hennar spurst.
Hún hefur þó ekki setið að-
gerðalaus. Fimmta plata hennar,
„Sisters of Avalon“, er væntanleg
í plötubúðir og auk þess á hún
von á sínu fyrsta barni í nóvem-
ber. „Ólétta er eins og dagleg
vísindarannsókn," segir hún.
„Líkaminn tekur sífelldum breyt-
ingum og maður veltir því óhjá-
kvæmilega fyrir sér hvað gerist
næst.“
Það sem henni finnst verst við
óléttuna er þegar fólk biður um
að fá að koma við magann á
henni. „Lít ég út fyrir að vera
Búdda-líkneski?“ spyr hún
hneyksluð. „Ég er ekki lampi
Aladdíns og andinn hoppar ekki
úr maganum á mér, - að minnsta
kosti ekki strax.“
skóli ólafs gauks
OPIÐ HUS
MIBMIÍ
SUNNUDAGINN14. SEPT. KL. 14:00 -17:
Líttu inn í Gítarskóla Ólafs Gauks í
Síðumúla 17 á sunnudag milli kl. 14:00
og 17:00 og kynntu þér heilmörg
skemmtileg námskeið fyrir alla aldurs-
flokka, bæði byrjendur ________________
og lengra komna. Þeir
V/SA
HÆGT AÐ FA LEIGÐA
HEIMAGÍTARA
KR. 1500 Á ÖNN
Sendum vandaöan
upplýsingabækling
sem vilja geta innritað sig í leiðinni.
Fáðu bækling og allar upplýsingar - svo
verður líka heitt á könnunni!
Innritun stendur til og
meö 20. sept., kennsla
hefst 22. sept.
588-3730
INIWITUN DAGLEGA KL. 14-17
Hljómsveitin SAGA KLASS og Sigrún Eva halda
uppi fjörinu frá kl. 23.30. Nú er um að gera
að draga fram dansskóna og skella sér á ballið.
RúRek: Stórsveit Reykjavíkur spilar frá kl. 21-23.
Hilmar Sverrísson verður í góðum gír á
MÍMISBAR
-þín saga!
msmmmmmm