Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞJOÐLEIKHUSE) sími 551 1200 Stóra sóiðið kl. 20.00: ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof Fmmsýning fös. 19/9 kl. 20 örfá sseti laus — 2. sýn. lau. 20/9 nokkur sæti iaus — 3. sýn. sun. 21/9 nokkur sæti laus — 4. sýn. fim. 25/9 nokkur sæti laus — 5. sýn. sun. 28/9 — nokkur sæti laus. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Fös. 26/9 - lau. 27/9. Litta sóiðið kt. 20.30: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Fös. 26/9 - lau. 27/9. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YRR Innifatið í áskriftarkorti eru 6 sýnincjar 5 súninqar á Stóra sóiðinu: ÞRJÁR SYSTUR - GRANDAVEGUR 7 ....... <RITAF USTAVEI MEÐKRi HAMLET - ÓSKASTJARNAN KRÍTARHRINGURINN I KAKASUS 1 eftirtatinna sýninga að eigin óati: - KFtABBASVALIRNAR - POPPKORN - VORKVÖLD DILUM — GAMANSAMI HARMLEIKURINN - KAFFI - MEIRI GAURAGANGUR Miðasalan er opin alla dag Símapantanir frá k i í september kl. 13-20 10 virka daga. sima 568 7111, fax 568 9934 Leikfélagið Regína og Sniglabandið kynna 'P'utuieddatt tpéeSáiÍMýéecáu* 4. sýn. 13. sept kl. 22 Uppl. og miðapantanir kl. 13-17 á Hótel íslandi Stórdansleikur Sniglabandið og Stuðmenn Að lokinni i _ Prinsessunni ieit Sniglabandið og Stuðmenn fyrir dansi. Húsið opnað fvrir matargesti kl. 20.00. | kvöld.laugard. 13. sept. Vll-il—I UPPSELT - biðlisti KRAFTMIKIL, Lau 2o.9 kl. 23:30 OG HROД Miðnæturs.Örfá sæti laus A.E. DV (jjö/ Sýningar hefjast kl. 20 Mnn "SSoo" w'mmm Afsláttur af akstri á Veðmálið. Þríréttuð Veðmáls- máltið á 1800 kr. BORGARLEIKHÚSIÐ KORTASALA STENDUR YFIR Stóra svið kl. 20:00: hfflLSúfa líF eftir Benóný Ægisson með tónlist eftir KK og Jón Ólafsson. 4. sýn. í kvöld lau. 13/9, blá kort, 5. sýn. fös. 19/9, gul kort, örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 25/9, græn kort. Litla svið kl. 20.00 eftir Kristfnu Ómarsdóttur 2. sýn. í kvöld lau. 13/9, örfá sæti laus, 3. sýn. fös. 19/9, 4. sýn. sun. 21/9. Stóra svið: Höfuðpaurar sýna: HÁR OC HITT eftir Paul Portner [ kvöld 13/9, miðnætursýning kl. 23.15, örfá sæti laus. sun. 14/9, kl. 20.00, laus sæti, fim. 18/9, kl. 20.00, lau. 20/9, kl. 20.00 og mið- nætursýning kl. 23.15. Miðasala Borgarleikhússins er opin dagiega frá kl. 13 — 18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greidslukortaþjónusta Sími 568 8000 fax 568 0383 I ISUNSKO ÓPEfHINNI í kvöld lau. 13/9, uppselt. Lau. 20/9. Sýningar heQast kl. 20.00. Allra síðustu sýningar. Ath. 2 fyrir 1 á Steikhús Argentínu fylgir hverjum miða. m lelkhópurlnn | ISÍMII iilil 1475 Takmarkaður sýningafjöldi t&if fös. 19.9 kL 23.30 uppselt mið. 24. sept. örfá sæti laus Ath. aðeins örfáar sýningar. Loftkastalinn, Seljavegi 2. Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasalan opin frá 10:00—18:00 SÍMSVARI í SKEMMTIHÚSINU ALLAN SÓLARHRINGINN BEIN ÚTSENDING Frumsýning sun. 14. sept. kl. 20 örfá sæti laus 2. sýn. lau. 20. sept. sun. 28. sept. kl. 14 sun. 5. okt. kl. 14 85. sýn. sun. 30/9 kl. 20.00. Takmarkaður sýningarfjöldi. Miðasala I Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg 15, sími 552 4600. SKEMMHHÚSIÐ LAUFASVEGI 22 S:552 2075 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Ásdís f FAÐMI framandi vera eru Stefán Jörgen Ágnstsson grímugerðarmaður, Eggert Ketilsson brellu- meistari, Eyjólfur B. Eyvindarson, aðstoðar töku- og ljósamaður, Grímur Iiákonarson, leikstjóri og höfundur, Rúnar Rúnarsson, leiksljórí og höfundur, og Arnar Þór Þórisson, töku- og ljósamaður. Geimverur í Rauðhólum Grímur og Rúnar eru að gera stuttmynd um geimverur sem nærast á hljóðum. Hildi Lofts- dóttur fannst það hálfskringlegt o g bað um nánari útskýringar. OIK0 LOGOS heitir stuttmynd þeirra félaga Gríms Hákon- arsonar og Rúnars Rúnars- sonar. Þeir eru tveir af upphafs- mönnum Óháðu kvikmyndagerðar- innar, og gerðu árið 1995 stutt- myndina Klósettmenningu sem vann til ýmissa verðiauna. Andstæð gildi UPPTÖKUR í Rauðhólum. Eyjólfur, Grím- ur, Rúnar og Arnar við vinnu. Grímur: Myndin fjallar í grundvall- aratriðum um verusamfélag á ann- arri plánetu sem byggist á andstæð- um gildum við jarðarsamfélagið. Plánetan er hljóðlaus, en verurnar á plánetunni lifa á hljóðum. Þær þurfa að fara út fyrir plánetuna til þess að safna hljóðum. Þær fara í reglu- lega hljóðleiðangra. Rúnar: Aðaltökurnar fóru fram í Rauðhólum, og svo var einn töku- dagur í Djúpahelli. Grímur: Rauðhólar eru yfirborð plá- netunnar, en Djúpihellir er heim- kynni veranna. Rúnar: Til að finna rétta tökustað- ina keyrðum við um Reykjanessvæð- ið í leit að auðn. Við höfðum ekki nægt fjármagn til þess að fara með tökulið út á einhverja sanda. Svo á leið heim úr einum Reykjanesleið- angrinum sáum við af tiiviljun Rauð- hóla. Grímur: Það var miklu flottari stað- ur og mun nær. Bjartsýni og oflæti Grímur: Við höfum haldið utan um fjármálin sjálfir og fengum t.d. styrk frá Evrópusambandinu í vor. Það kom sér mjög vel því við höfðum ekki peninga til þess að halda áfram. Rúnar: Við lögðum af stað í fyrra fullir bjartsýni og oflæti, en sem betur fer, hversu fáránlegt sem það er... Grímur: . .. þá fauk leikmyndin, og við urðum fyrir miklu tjóni. Bæði sálrænu og fjárhagslegu. Rúnar: Samt sem áður held ég að það sé bara best því útkoman hefði bara orðið ömurleg. Grímur: Allt útlit á myndinni hefði orðið miklu vafasamara, og líka tæknivinnan. Rúnar: Núna höfum við dreift ábyrgðinni á fleiri aðila. Arnaldur Máni, vinur okkur, er framkvæmda- stjóri og það er frábært að hafa hann. Þetta var samt fínn skóli. Háskaleikur Rúnar: Við vorum alveg fárániega heppnir með veður. Við lentum samt í því að þurfa að hanga inni í skúr og hlaupa svo út þegar það stytti upp. Hellirinn var mjög erfiður, það var stanslaus demba og stórir dropar sem láku í gegn. Grímur: Það var hreinn háski, sann- kallaðar áhættutökur. Það þurfti að skríða niður í hellinn og tökumaður- inn okkar fékk gat á hausinn. Rúnar: Það leið yfir einn aukaleik- ara og hann var næstum dottinn fram af palli. Grímur: Það leið yfír fjóra aukaleik- ara sem voru inni í geimverubún- ingi. Þetta eru hálfgerðar brynjur og það er ekki hægt að hreyfa sig inni í þeim. Þetta var hálfgerð barna- þrælkun á tímabili. Ókeypis filmubútar Rúnar: Það lögðu allir til vinnu sína ókeypis því það er næstum eini grundvöllurinn fyrir unga kvik- myndagerðarmenn til þess að öðlast reynslu. Atvinnufólk gaf líka vinnu sína. Eggert Ketilsson brellumeistari hefur reynst okkur mjög vel. Hann hefur verið með brellur í myndinni, og hefur líka verið tæknilegur hug- myndafræðingur. Grímur: Arnar Þór Þórisson er lærð- ur tökumaður og vinnur hjá Sjón- varpinu. Hann langaði mikið til að taka upp á Super 16 filmu, og var til í tuskið ef við notuðum þannig fílmu. Rúnar: Eggert kvatti okkur líka til að nota Super 16 því við vorum að leggja svona mikla vinnu í þessa mynd. Grímur: Við fengum líka filmuleifar úr dönsku myndinni Vildspor sem var tekin hér á landi í sumar. Óframkvæmanleg hugmynd? Rúnar: Það sem er erfiðast við að gera stuttmyndir á Islandi er að það eru mjög fáir sjóðir sem hægt er að sækja um úr. Grímur: Kvikmyndasjóður afþakkaði umsóknir til stuttmynda og heimild- armynda við síðustu úthlutun. Það var lélegt. Rúnar: Stuttmyndir eru visst æf- ingatæki sem mér finnst eðlilegt að leikstjórar byrji á. Grímur: Við erum mjög ánægðir með hvað allt hefur gengið vel því fyrst þegar við fengum hugmyndina og gerðum uppkast að handriti vorum við alls ekki vissir um hvort tækni- lega væri hægt að framkvæma hug- myndina. Rúnar: Svo fundum við Stefán Jörg- en á Álftanesi og hann fór að gera grímurnar. Þannig fóru málin smám saman að snúast. Þorvaldur Böðvar Jónsson, leikmyndahönnuður í Sviðs- myndum, vildi strax hjálpa okkur. Grímur: Þannig að við erum ekki nema einn hlekkur í þeirri löngu keðju sem stendur að gerð stuttmyndarinn- ar Oiko iogos.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.