Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR rLÍÚ annist hjúskaparráðgjöf Vænn frúartilutur Auðvitað fær eigin- konan sinn kvóta þegar búi hcnnar og mannsins verð- ur skipt við hjóna- skilnaðinn. MUNDU að hamra vel á fyrsta og öðru boðorðinu okkar, „Þú skalt ekki girnast kvóta mannsins þíns“ og „Sælir eru kvótalausir". Álitsgerð um embætti ríkissaksóknara Nýtur svipaðrar réttarstöðu og hæstaréttardómarar VEITA má ríkissaksóknara lausn frá embætti við 65 ára aldur án þess að sakir séu ástæða lausnar og á hann að halda fullum embætt- islaunum til æviloka. Þá ber að skipa ríkissaksóknara í embætti ævilangt en ekki til fimm ára í senn. Þetta kemur meðal annars fram í álitsgerð Lagastofnunar um stöðu og lögkjör ríkissaksóknara, en álitsgerðin er unnin að beiðni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Samkvæmt álitsgerðinni er ríkissaksóknari undanþeginn frá- vikningarvaldi forseta íslands og þá jafnframt tilflutningsvaldi hans eins og lögum er nú háttað. Nýtur ríkisaksóknari að þessu leyti sömu réttarstöðu og hæstaréttardómarar. Skipaður ævilangt í álitsgerðinni segir að í því fel- ist að skipa beri í embætti ríkissak- sóknara ævilangt en ekki einungis til fimm ára í senn eins og gildi um embættismenn almennt. Að rík- issaksóknara verði ekki vikið end- anlega úr embætti fyrir 65 ára ald- ur nema með dómi og að ráðherra geti vikið ríkissaksóknara úr emb- ætti um stundarsakir, en skuli þó svo fljótt sem auðið er höfða mál á hendur honum til embættismissis. Þá geti forseti íslands veitt ríkis- aksóknara lausn frá störfum eftir 65 ára aldur án þess að sakir séu ástæða lausnar og ríkissaksóknari verði ekki fluttur í annað embætti gegn vilja sínum nema þegar verið sé að koma á nýrri skipan ákæru- valds. Laxveiðin um 20% undir meðalveiði „ÞAÐ stefnir i að laxveiðin í sum- ar verði nokkru lakari en í fyrra. Ef við teljum veiði í Rangánum með stangaraflanum er þetta svip- uð veiði og í fyrra en ef við undan- skiljum Rangárnar sýnist mér að heildarveiðin sé 6% undir veiði síð- asta sumars og um 20% undir meðalveiði síðustu tuttugu ára. Niðursveiflan í veiðinni er þó sára- lltil miðað við það sem er að ger- ast í öðrum löndum," sagði Orri Vigfússon, formaður Norður-Atl- antshafslaxasjóðsins, NASP, í samtali við blaðið í gær. Sjóðurinn hefur tekið saman bráðabirgðaveiðitölur fyrir nýaf- staðið sumar, en víða er veiði í laxveiðiám lokið, eða að stutt er til veiðiloka og sýnt hvert stefnir. Alls veiddust í fyrra 29.436 laxar og meðalveiði áranna 1974-1995 var 35.708 laxar. Með veiðitölum úr Rangánum stefnir í svipaða tölu og í fyrra. „Það er orðið nauðsyniegt að flokka laxveiðiárnar vegna breyti- legs fyrirkomulags. Þess vegna tek ég þessar tölur annars vegar með og hins vegar án Rangánna, því þær eru nokkuð úr takt við kúrfuna vegna þess að veiðin þar byggist alfarið á gífurlegum gönguseiða- sleppingum. Annar flokkur er skip- aður þeim ám þar sem aðeins er veitt með flugu og í sumum þeirra er hreint veiða-sleppa fyrirkomu- lag. í þeim hópi eru Vatnsdalsá, Hafíjarðará, Straumfjarðará og Hrútafjarðará. í Vatnsdalsá er nán- ast öllum laxi sleppt og í hinum ánum, svo og mörgum í síðasta flokkinum, þar sem annað agn en fluga er einnig leyft, er talsvert um að laxi sé sleppt. Þetta veldur því að óþekktur fjöldi laxa veiðist oftar en einu sinni og skekkir það skýrslugerðina," bætti Orri við. Tilefni til bjartsýni Orri sagði enn fremur að svo væri komið að laxveiði á stöng væri einungis boðleg á Islandi og í Rússlandi og í öðrum löndum væru menn óðum að gefast upp á að byggja upp laxveiði á nýjan leik. Hins vegar væri tvímælalaust til- efni til bjartsýni með næstu sumur. „Fréttimar sem okkur berast af góðum seiðabúskap hjá þorskstofn- inum gefa okkur góða von. Tvö síðustu skipti sem kúrfan fór svona upp hjá þorskinum, fylgdi laxinn með og næstu árin voru metveiði- ár. Hvort það gerist aftur verður tíminn að leiða í ljós en þetta gefur okkur þó tilefni til bjartsýni. Það ætti einnig að minna okkur á að sýna meiri hógværð í veiðiskapnum og gera meira fyrir árnar okkar á þessum erfiðu tímum," sagði Orri að lokum. Meiðsli vegna aftanákeyrslna Hálshnykkja- áverkar algengir Margir hafa átt við meiðsli að stríða í kjölfar aftaná- keyrslu. Mánudaginn 15. september heldur Bergur Konráðsson kírópraktor fyrirlestur um hálsmeiðsli og afleiðingar þeirra vegna aftanákeyrslna. - Hver eru einkennin þegar fólk hlýtur háls- meiðsli vegna áreksturs eða aftanákeyrslu? „Það er algengt að fólk stífni í vöðvum, það verður sársaukafullt að hreyfa höfuðið og höfuðverkur er oft fylgifiskur slíkra áverka. Þá gerir þreyta í öxlum oft vart við sig,“ segir Bergur. Hann segir að fólk sé stundum einkennalaust stuttu eftir árekstur en daginn eftir eða jafnvel vikum seinna geta einkennin farið að koma í ljós. Þá geta þau jafnvel verið verri en ef þau koma strax í ljós, eins og verkir út í axlir eða kraft- leysi eða doði í höndum. Slíkt stafar af bólgum sem þrýsta á taugaenda í hálsi. - Eftir hveiju fara einkenn- in? „Eftir óhappinu sem fólk lend- ir í, hvernig það snýr til dæmis í bílnum þegar höggið kemur og hvað það er kröftugt." Bergur segir að ef fólk geti séð áreksturinn fyrir og náð að spenna vöðva áður en hann verð- ur geti það dregið talsvert úr áverkum og meiðslum. „Það er líka nauðsynlegt að sæti bíla séu sterkbyggð." - Hversvegna eru hálsáverk- ar svona algengir við aftan- ákeyrslur? „Aðalástæðan fyrir því að hálsinn verður verst úti er að hann er varnarlaus þó notuð séu öryggisbelti. Þegar hnykkur kemur á hálsinn getur hann hreyfst allt að 2,5 sinnum hraðar en bíllinn sjálfur." Bergur bendir á að höfuðpúði og stilling hans skipti miklu máli upp á hálsmeiðsli. „Höfuð- púðinn verður að vera mátulega hár þannig að hann stöðvi höfuð- kúpuna að aftan. Ef hálsinn beygist yfir hann geta meiðslin orðið verri.“ - Er algengt að fólk leiti til þín með meiðsli afþessum toga? „Já, það er töluvert um það. Stundum næst fullkominn bati en stundum er árang- __________ urinn takmarkaður. „Það er algengt að fólk nái töluverðum bata en verði veikara fyrir en ella eftir óhappið. Þá skiptir sjúkrasaga viðkomandi máli, þ.e. fyrir slys- ið.“ - Hvemig meðferð beita kírópraktorar? „Við byrjum á því að taka sjúk- rasögu þeirra sem leita til okkar og framkvæmum síðan ákveðin bæklunarpróf. Eftir rannsóknir finnum við út hvað hefur gerst við óhappið og þann áverka sem átti sér stað. Það þarf að ganga úr skugga um hvort um lið- skekkju er að ræða og hvort hreyfing hálsins sé eðlileg eða tognun slæm.“ Bergur segir að kírópraktorar reyni að draga úr bólgum og hafa áhrif á liðbönd svo starf- semin í hryggnum virki eðlilega á ný. Bergur Konráðsson ►Bergur Konráðsson fæddist 9. desember árið 1966. Hann útskrifaðist sem stúdent úr Kvennaskóianum í Reykjavík árið 1988. Að því búnu fór hann í undirbúningsnám fyrir hnykkingar í Scott Community College og hóf síðan nám í Palmer College of Chiropractic og útskrifaðist þaðan sem kírópraktor árið 1994. Bergur starfaði í ár sem kírópraktor í Illinois-fylki. Árið 1995 opnaði hann eigin stofu að Vegmúla 2 þar sem hann starfar nú sem kíróprakt- or. Bergur er giftur Ingu Lóu Bjarnadóttur og eiga þau eina dóttur. Við hjálpum líkamanum að laga sig sjálfur „Oft getum við með góðum árangri minnkað þrýsting á taugar svo vöðvabólga og höfuð- verkir minnki. Okkar hlutverk er að hnykkja liði á réttan stað og hjálpa líkamanum að laga sig sjálfur án lyfjameðferðar eða sprautumeðferðar." - Einhver ráð til þeirra sem hafa fengið hálsáverka eftir aft- anákeyrslu? „Já, það er um að gera að gera eitthvað strax í málunum. Það versta sem fólk gerir er að bíða átekta þó það finni einung- is til stirðleika í hálsi. Það borg- ar sig að láta athuga áverkana áður en röskun verður á dagleg- um lífstíl viðkomandi." Ef meiðslin eru farin að virka þannig að fólk dettur útúr sínu daglega lífi kunna afleiðingar slyssins að verða meiri og þá tekur það mun lengri tíma að -------- fá bata en ef snemma hefði verið leitað að- stoðar. Það er aðalatriðið í þessu að komast í meðferð og hjálpa vöðvum sem hafa tognað. Að því búnu þarf að fara í endur- hæfingu sem fyrst til að byggja upp vöðva og liðbönd að nýju.“ Bergur segir að reglulega leiti til sín fólk sem rétt hafi fundið fyrir stirðleika í byijun. Það vildi bíða átekta og versnaði með hverri vikunni. „Þegar það kemur loks til mín er það jafnvel hætt að geta hreyft höfuðið. Meiðslin hafa þá smám saman magnast upp og bólgan orðin það slæm að hún er farin að erta vöðva og einnig oft taugaenda.11 Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Stuðnings- og sjálfshjálp- arhóps hálshnykkssjúklinga á hóteli íþróttasambands íslands í Laugardal og hefst stundvíslega klukkan 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.