Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 27
-h MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 27’ idakotsspítala jákvæð og skilar hagkvæmni til lengri tíma litið korti til sam- dngarinnar SIGRÍÐUR Snæ- björnsdóttir hjúkrun- arforsljóri. RAKEL Valdimarsdótt- ir forstöðumaður starfsmannaþjónustu. JÓHANNES Gunn- arsson lækningafor- sljóri. LILJA Stefánsdóttir hjúkrunardeildar- sijóri. ÁRNI V. Þórsson yfirlæknir barna- deildar. PÁLMI Jónsson forstöðulæknir öldr- unarsviðs. legta viðhaldi hefur því ekki verið sinnt um langa hríð og húsið er nán- ast að morkna í sundur.“ Jóhannes tók fram að milljarðs króna stofnfjárframlag hefði gjör- breytt framkvæmdinni. „Milljarður- inn hefði heldur ekki verið lengi að borga sig upp, því spamaður vegna sameiningarinnar er talinn vera á bilinu hálfur milljarður til 600 millj- ónir á ársgrundvelli. Ég er hræddur um að fjárfestar á hinum almenna markaði myndu ekki hugsa sig tvisvar um ef fjárfesting borgaði sig upp á ekki meira en tveimur árum,“ sagði hann og tók fram að hins veg- ar hefðu heildar- fjárveitingar til fram spamaðinn og væm nærri því 700 til 800 milljónum lægri en fyrir sameiningu árið 1988. Þjónustan væri því farin að skerðast og alveg sérstaklega með síðasta niður- skurði. Færri starfsmenn og lægri út- gjöld hins opinbera Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér töflu með upplýsingum um út- gjöld hins opinbera til almennra sjúkrahúsa á árabilinu 1988 til 1997. A henni sést að samanlögð útgjöld hins opinbera til Borgarspítala og Landakots námu 4.912 milljónum árið 1988,4.604 milljónum árið 1989, 4.457 milljónum árið 1990, 4.636 milljónum árið 1991, 4.188 milljón- um árið 1992, 4.251 milljón árið 1993, 4.206 milljónum árið 1994, 4.412 milljónum árið 1995, 4.414 milljónum árið 1996 og 4.262 millj- ónum í ár. Utgjöld hins opinbera til almennra sjúkrahúsa hafa lækkað úr 17.236 milijónum árið 1988 í 16.082 i ár. Allar upphæðir eru á verðlagi ársins 1997. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Skúlasyni, framkvæmda- stjóri fjármála og rekstrar á Sjúkra- húsi Reykjvíkur, fækkaði starfs- mönnum Borgarspítala og Landa- kots úr 1.712 í lok ársins 1991 í 1.493 starfsmenn Sjúkrahúss Reykjavík- ur í árslok 1996. Þótti ekki fýsilegur kostur að sameina Emst & Young þótti ekki fýsilegt að sameina Borgarspítala og Landa- kot í skýrslu frá árinu 1991. Rökin felast í því að til yrðu tvö sjúkrahús, Ríkisspítalar og Borgarspít- ali/Landakot, af svipaðri stærð. Sjúkrahúsin myndu berjast um fjár- magn og starfsfólk og auk þess keppast við að verða leiðandi í sem flestum greinum sérhæfðrar þjón- ustu. Spurningin er að mati Jóhannes- ar hvort samkeppni af því tagi þurfi endilega að vera af hinu vonda; „hvort gott hafi verið að hafa aðeins eitt kaupfélag í sveitinni á sínum tíma,“ segir hann. „Sú spurning er ekki rökrædd, hvorki í nýju né gömlu skýrslunni. Þama sakna ég kafla, því í samkomulagi til grund- vallar úttektinni var gert ráð fyrir að kostir og gallar sameiningarinn- ar yrðu metnir," sagði hann og tók fram að honum fyndist persónulega ekki gott að hafa aðeins eitt kaupfé- lag á hverjum stað. Sérþekking tapaðist við flutninginn „Ég er í sjálfu sér ekki á móti sameiningu og tel reyndar að sam- eining Borgarspítala og Landakots hafi verið rétt skref á sínum tíma. Hins vegar hefði ýmislegt verið hægt að gera betur og alveg sér- staklega gagnvart sjúkhngunum og almennum starfsmönnum," segir Lilja Stefánsdóttir, hjúkmnardeild- arstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, um sameininguna. Hún sagði að fyrir á deildinni hefðu verið sérgreinarnar smitsjúk- dómar og sýkingar og blóðmeina- fræði. „Sameiningin vofði yfir í lang- an tíma áður en af henni varð. Hins vegar var sá biðtími ekki notaður til undirbúnings og því vorum við harla lítið undirbúin undir að taka við legudeild krabbameinssjúkra af Landakoti um miðjan mars árið 1996. Við fiutningana var lögð áhersla á að hlífa sjúklingunum, enda eru krabbameinssjúkir sér- staklega viðkvæmir og bindast starfsfólki oft náið,“ sagði Lilja og tók fram að flutningarnir hafi gengið ágætlega hvað sjúklingana varðaði. Starfsfólki deildarinnar var hins vegar vandi á höndum. „Hingað komu þrír hjúkrunarfræðingar og tveir sjúkraliðar með krabbameins- deildinni af Landakoti. Vandinn var hins vegar sá að hjúkrunarfræðing- arnir höfðu ekki starfað á krabba- meinsdeildinni heldur öðrum deild- um á Landakoti. Hjúkrunarfræð- ingamar af deildinni höfðu kosið að fara í önnur störf og með þeim tap- aðist dýrmæt sérþekking. Þrátt fyr- ir að á deildina hefðu ----------- komið krabbameinssjúkir í tengslum við blóðmeina- fræðina þurftum við að tileinka okkur ný vinnu- brögð og bæta þekkingu okkar á þessu sviði á stuttum tíma. Álagið var gífurlegt og starfsemin komst ekki í gott lag fyrr en eftir 10 til 12 mánuði. Ef sérþekking hefði flust með deildinni og sameiningin undirbúin með nokkrum fyrirvara hefði verið hægt að stytta þennan tíma umtalsvert og minnka til muna álag á starfsfólkið," segir Lilja og fram kemur að tveir hjúki-unar- fræðinganna hafi fljótlega hætt störfum á deildinni. Við lokasameininguna segir hún að margir hjúkrunarfræðingar hafi flust af Landakoti yfir á sömu deild á Borgarpítala. Ástæðan væri vænt- * anleg sú að yfirmaður deildarinnar hefði lengi starfað á Landakoti. Þannig hefðu starfsmennirnir þjappað sér saman til að fá stuðning hver af öðrum. Barnadeild í stærra húsnæði „Sameiningin horfir að því leyti öðruvísi við okkur að bamadeildin flutti yfir af Landakoti á Borgar- spítalann í heilu lagi. Hér er sami rúmafjöldi í mun stærra húsnæði. Aðstæður eru því mun betri fyrir foreldra að ekki sé talað um bömin því áður var ekki sérstök aðstaða fyrir böm á Borgarspítalanum. Starfsfólkið tók okkur mjög vel, enda var þeim greinilega mikill létt- ir af því að fá bamadeild í húsið,“ segir Árni V. Þórsson yfirlæknir á bamadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann tekur fram að bamadeildin hafi verið ein af síðustu bráðadeild- unum til að flytjast frá Landakoti. „Þess vegna var baklandið ekki eins tryggt og ella síðustu tvö árin. Hins vegar var deildin á Landakoti mjög góð og hefði eflaust þiifist blómlega við óbreyttar aðstæður. Vegna vinnukerfisins á Landakoti var t.a.m. auðveldara að vera í nánu ■ sambandi við foreldra og aðra lækna,“ sagði hann og tók fram að því væri hins vegar ekki að neita að flutningurinn hefði að mörgu leyti verið eðlilegur, enda mikil þörf á bamadeild á stóm bráðasjúkrahúsi eins og í Fossvoginum. Jákvætt fyrir öldrunarsvið Pálmi Jónsson, fyrrverandi for- stöðulæknir á lyflæknis- og endur- hæfingarsviði og núverandi for- stöðulæknir öldrunarsviðs, telur að • sameiningin hafi skilað sér með já- kvæðum hætti til öldrunarsviðs. „Sameiningin var sársaukafull og löng. Eflaust hefði ferlið gengið bet- ur ef meira fjármagn hefði fengist til stofnframkvæmda. Menn hefðu viljað gera meiri húsnæðisbreyting- ar og jafnvel byggja skrifstofur til --------- að létta á húsakynnum aðalbyggingarinnar í Fossvogi. Hins vegar tel ég að svo fremi sem fjár- skortur ógni ekki starf- seminni sé þróunin alls ekki neikvæð. Hingað á Landakot fluttust deildir úr B-álmu Borgar- spítala og Hátúni. Yið fluttum hing- að með jákvæðu hugarfari um að ' veita hér öfluga starfsemi á öldmn- arsviðinu, sagði hann. „Mér finnst að fólk sé að komast yfir þessar erf- iðu breytingar og því væri jákvætt ef hægt væri að fá aðeins hlé frá niðurskurðarpressunni." ■ Sjúkrahuss Reykjavíkur lækkað um- ----- En * r ’U •*!. rt * l m i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.