Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR ML 230 fyrir Evrópumarkað Morgunblaðið/Árni Sæberg LAND Rover Freelander er nýr valkostur fyrir kaupendur Qórhjóladrifsbfla. Freelander jepp- lingur frumsýndur Tveir nýir fjórhjóladrifsbílar Land Rover og Mercedes-Benz voru kynntir á bílasýningunni í Frankfurt. Guðjdn Guðmundsson blaðamaður og Árni Sæberg ljósmyndari segja frá sýningunni í máli og myndum. MERCEDES-BENZ smíðar nýjan M-jeppa sinn í Ala- bama í Bandaríkjunum og þar hefur hann þegar verið kynntur með 3,2 lítra, V6 vél og heitir þá ML 320. A sýningunni í Frankfurt, sem var Evrópufrumsýning jeppans, var hann einnig sýndur í gerðinni ML 230 í fyrsta sinn. Sú útfærsla er sér- staklega hönnuð fyrir Evrópumark- að. Vélin er fjögurra strokka, 2,3 lítra, 150 hestafla og togið er 220 Nm við 3.800 snúninga á mínútu. Sala á M-jeppanum hefst í Kanada og Bandaríkjunum innan fáeinna vikna en í Evrópu vorið 1998. Þetta er lúxusjeppi með nýju lagi. í bílunum sem sýndir eru í Frankfurt er allur búnaðui- sem boðið er upp á í M-lín- unni. Sæti leðurklædd og viðarklæðn- ing í millistokki, mælaborði og hurð- arhöldum. Stýrið er úr viði. Framsæt- in eru rafstillanleg og bílamir með loftkælingu og rafstýrðu drifvali. Flestir sem muna eftir fyrstu frumgerðum bílsins sakna e.t.v. þess róttæka útlits sem þar var kynnt því í endaniegri gerð er jeppinn mun hefðbundnari í lögun. Hann er nokkru styttri en E-stallbakurinn en hægt er að leika sér töluvert með rýmið í M-jeppanum. Aftursætum má renna fram eða aftur á sleðum og hægt er að fella fram aftursæti. V eggripsstýringarkerfi Staðalbúnaður er flmm gíra hand- skipting og nær bíllinn 178 km há- markshraða. Uppgefin eyðsla er um 12,8 lítrar á hverja 100 km. Annar staðalbúnaður í ML 230 er líknar- belgur í stýri og fyrir farþega í fram- sæti og hliðarbelgir í framhurðum, rafdrifnar rúður að framan og aftan, ABS-hemlalæsivörn og fleira. Mercedes-Benz hefur nýlega hannað V6 vél í ML 320 bflinn. Hún er 218 hestöfl og togið 310 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Ein af tækninýjungunum í M-jepp- anum er veggripsstýringarkerfið 4 ETS sem vinnur án mismuna- drifslæsingar. Kerfið virkar þannig að örtölva fylgist með veggi’ipi hjól- anna og eykur hemlaálag á þau hjól bflsins sem snúast hraðar en önnur eins og gerist t.d. í hálku. Búnaður- inn kemur í stað mismunadrifslæs- ingar og fyrir vikið er bfllinn talsvert léttari en ella. Einnig er hægt að fá í bflinn svonefnt ESP-kerfi (Electronic Stability Program). Því er ætlað að draga úr afli frá vélinni þegar hjól fara að spóla. M-jeppinn er byggður á grind og er með sjálfstæðri fjöðrun að framan og aftan. Grunnverð á ML 230 í Þýskalandi er 60.950 þýsk mörk, eða rúmar 2,4 milljónir ÍSK. MIKIL viðhöfn var við af- hjúpun nýs Land Rover Freelander í sal 3 á bflasýn- ingunni í Frankfurt. Tvær lúðra- sveitir í einkennislitum Englands og Þýskalands gengu inn sýningar- svæðið og runnu saman í eina hljóm- sveit framan við tvo Land Rover Freelander bfla sem voru huldir með segli. I næsta rými við Land Rover er móðuriyrirtækið BMW og kynnir sögu Mini bílanna en nýr bíll gerður af hönnuðum BMW var sýndur á lokuðum fundi fyrir sýninguna. Land Rover Freelander getur vart kallast jeppi, margir myndu frekar notast við orðið jepplingur. Þetta er lítill bíll, ekki með milli- kassa og þar af leiðandi ekki með lágu drifí heldur sítengdu aldrifí, svipuðum drifbúnaði og í Toyota RAV4 og Honda CR-V. 3ja og fimm dyra bflar A sýningunni var Freelander sýndur með vélum frá Rover, 1,8 lítra bensínvél, 120 hestafla, og 2ja lítra forþjöppudísilvél, 97 hestafla. Hann verður síðar boðinn með 2,5 lítra V6 vél. Sjálfstæð gormafjöðrun er á fram- og afturhjólum. Bíllinn verður boðinn í tveimur útfærslum, þ.e. fímm dyra og þriggja dyra. Fimm dyra bíllinn er nokkuð hefðbundinn í útliti en þriggja dyra bíllinn er sérstakur að þvi leyti að blæja er yfir þeim hluta þaksins sem er yfír aftursætunum. Það er því hægt að opna helming þaksins. Freelander kemur á markað í Evrópu í byrjun næsta árs. Búist er við að verðið verði talsvert undir verði á Land Rover Discovery. Morgunblaðið/Arni Sæberg MARGIR vildu sefjast upp í nýjan ML 230 jeppa Mercedes-Benz. Morgunblaðið/Árni Sæberg SSANGYONG fékk ekki að hafa Chairman á sinum bási eftir að sýningin var opnuð fyrir almenningi. SsangYong sýnir Chairman eðalvagn SANGYONG bflaframleiðandinn frá Suður-Kóreu sýndi nýjan lúxusbfl sinn, Chairman, á blaðamannadögunum á Frankfurtar- sýningunni. Samkvæmt samkomu- lagi milli Mercedes-Benz og SsangYong smíðar síðarnefnda fyrir- tækið yfirbyggingu og innréttingar í nýja bilinn en Mercedes-Benz vélina, 3,2 lítra, V6 220 hestafla, drifbúnað og hemlabúnað. Samkomulagið felur einnig í sér að SsangYong er óheimilt að setja bflinn á markað annars stað- ar en í Asíu fyrst um sinn. Mitt á milli E- og S-línu Chairman er með tækni úr E-bfl Mercedes-Benz, þ.á m. fimm gíra sjálfskiptingu og ABD veggripskerfi. Yfírbyggingin er með útliti S-bflsins þótt stærð Chairman sé mitt á milli E- og S-línu Mercedes-Benz. Chairman er greinilega ætlaður þeim sem vilja láta aðra um akstur- inn. Þegar afturhurðir eru opnaðar rennur setan í aftursætunum sjálf- virkt í öftustu stöðu svo hægara sé að setjast inn í bflinn og fara út úr honum. Hægt að laga stillingu sætis- ins eftir þörfum með rafstýrðum búnaði. í miuju aftursætinu er stjómborð fyrir geislaspilara og innstunga fyrir heymartæki. Líkn- arbelgur er í stýri og fyrir farþega í framsæti og tveir hliðarbelgir í hurð- um. Bfllinn er með leiðsögukerfí fyr- ir Þýskaland, Japan og Suður- Kóreu. SsangYong Chairman kemur á markað í Kóreu í október og reiknar fyrirtækið með að selja 20-30 þúsund bíla á módelárinu í heimalandinu. Leirbílar NYR smábfll Mercedes-Benz, A-línan, hefur verið í þróun og hönnun í þrjú ár. Hugmynd að bílnum var sýnd á Frankfurtarsýningunni fyrir tveimur árum og síðan hafa komið fram nokkrar aðrar út- færslur. I sal Mercedes-Benz var þróun bflsins sýnd í litlum leirmód- elum, allt frá fyrstu hugmynd að endanlegri gerð bflsins. A-bíllinn kemur á markað í næsta mánuði í Þýskalandi en líklega ekki fyrr en á næsta ári hér á landi. ggm-s Hugbúnaður og lausnir frá: - Oracle Corp. - Hewlett-Packard - Damgaard Data - Remedy Corp. - Versatilíty Inc. - Legato Sy * Intranet ehf. Styrktaiaftili ríft»tofnunn«r OPIN KERFIHF ÐEWH TEYMI Botgorlúni 34. 105 t*yija*rk Stmi 561 8Í3) 8*himi S62 8131

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.