Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 25 AÐSENDAR GREINAR Skaftafell í Oræfum - Þjóðgarður í 30 ár Kristján Geirsson A FUNDI Nátt- úruverndarráðs 18. nóvember 1960 lagði dr. Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur fram tillögu um að N áttúruverndarráð beitti sér fyrir frið- lýsingu jarðarinnar Skaftafell í Öræfum sem þjóðvangs. Eig- inleikum og kostum svæðisins lýsti Sig- urður m.a. þannig: „Vart leikur það á tveimur tungum að náttúrufegurð í Skaftafelli í Öræfum er stórfenglegri en á nokkru öðru byggðu bóli á Islandi. Þama er að fínna flest það sem prýðir íslenska náttúru mest. Stór- leikur landskaparins er óvíða, ef nokkurs staðar meiri, og útsýn óvið- jafnanleg til hæsta fjalls landsins, yfir stærsta skriðjökul þess og víð- áttumesta sand. Á landareigninni eru fagursköpuð fjöll og fjölbreyti- leg að uppbyggingu og bergtegund- ir. Þar er einn af merkilegustu skrið: jöklum landsins, Morsáijökull. í landaeigninni eru fagrir fossar og gil rómuð fyrir fegurð. Gróðurinn er gróskumeiri og fjölbreyttari en víðast annarsstaðar enda mun engin jörð á íslandi nema grannjörðin Svínafell njóta jafnmikiliar veður- sældar... í stuttu máli veit ég ekki annað landsvæði á íslandi heppilegra til friðunar sem þjóð- vangs en Skaftafellsland." Ráðið samþykkti tillögu Sigurðar á fundi 22. febrúar 1961 og mennta- málaráðuneytið féllst á tillöguna fyrir sitt leyti þann 16. maí 1961. Var þá hafíst handa við að semja við landeigendur og afla fjár til kaupanna. Eigendur jarðarinnar vom bræðurnir Ragnar og Jón Stef- ánssynir að 2/3 hluta og Ingibjörg Jónsdóttir o.fl. að 1/3. Það var ekki fyrr en alþjóðlegu náttúruverndar- samtökin World Wildlife Fund lögðu fram ríflegan styrk sem stóð undir um 40% kaupverðsins að hægt var að ganga frá kaupunum árið 1966. Undanskilinn var hlutur Ragnars og Jóns í Skeiðarársandi. Stofnun þjóðgarðsins er miðuð við bréf Náttúruvemdarráðs, dags. 13. september 1967, þar sem farið var fram á við menntamálaráðu- neytið að jörðin Skaftafell í Öræfum verði formlega friðlýst sem þjóð- garður. Stefán Benediktsson í náttúmvemdarlögunum segir að lýsa megi landssvæði þjóðgarð, „enda sé það sérstætt um landslag, gróðurfar eða dýralíf eða á því hvíl- ir söguleg helgi þannig að ástæða sé til að varðveita það með náttúru- fari sínu og leyfa almenningi að- gang að því eftir tilteknum reglum." Eins og sést hér að ofan á þessi lýsing í einu og öllu við um Skafta- fell. Þar fara saman náttúruminjar sem em einstakar á heimsmæli- Þrátt fyrir allnokkra uppbyggingu í þjóð- garðinum, segja Krist- ján Geirsson og Stefán Benediktsson, er ljóst að mikið verk er þar fyrir höndum. kvarða, landslag sem er rómað að fegurð og á því hvílir söguleg helgi sem m.a. birtist í fornminjum, sögn- um og ömefnum. Þjóðgarðurinn er í alfaraleið, vin í eyðimörkinni og skjól í faðmi stærsta jökuls Evrópu. Útsýnið er rómað og veðursæld mikil. Aðskilj- anleg ferli myndunar og eyðingar standa Ijóslifandi fyrir sjónum þar sem skriðjöklar naga úr hlíðum en fyrir framan þá byggja jökulámar fram sanda og mynda nýtt land. Um leið er eyðingarmáttur þeirra öllum ljós, ekki síst í kjölfarið á elds- umbrotunum í Vatnajökli á síðasta ári og hlaupinu sem fylgdi á eftir. Gróðurfar er mjög fjölbreytt og má í Skaftafelli sjá sýnishorn flestra höfuðgerða íslenskra gróðurlenda frá láglendi til háfjalla. Þar mætast andstæður svartra sanda og jökuláa annars vegar og hins vegar grósku- mikill og fagurgrænn skógurinn í Skaftafellsbrekkunum. Starfsemi í Skaftafelli Fyrst eftir stofnun þjóðgarðsins var lítið gert til þess að taka á móti ferðafólki. í kjölfar nýrra laga um náttúmvernd árið 1971 var hlut- verk Náttúruverndarráðs í rekstri þjóðgarða skýrt og árið 1973 var hafist handa við uppbyggingu fyrir ferðamenn með byggingu þjón- ustumiðstöðvar. Árið 1974 var opn- uð leið yfír Skeiðarársand og má segja að almenn starfsemi þjóð- garðsins hafí hafíst það sumar. Hluti miðstöðvarinnar var þá tekinn í notkun og móttaka ferðamanna á skipulegu tjaldstæði. Síðan þá hefur verið stöðug uppbygging á aðstöðu og aðgengi fyrir gesti svæðisins. Þjóðgarðsvörður er búsettur í Hæðum og sér hann um daglegan rekstur þjóðgarðsins í umboði Nátt- úruvemdar ríkisins sem fer með stjórn hans. Yfír sumartímann starfa landverðir í þjóðgarðinum. Hlutverk þeirra er að taka á móti gestum og veita þeim upplýsingar og fræðslu um þjóðgarðinn og sjá um að umgengisreglur séu virtar. Tjaldstæði þjóðgarðsins er opið frá 1. júní til 15. september ár hvert. Á þeim tíma eru skipulagðar göngu- ferðir undir leiðsögn landvarða eða þjóðgarðsvarðar þar sem gestum gefst kostur á að upplifa hina stór- brotnu náttúru Skaftafells og fræð- ast um sögu staðarins. Sérstök dag- skrá er skipulögð fyrir unga gesti þjóðgarðsins með fræðslu og skemmtun í barnastundum. Þrátt fyrir allnokkra uppbygg- ingu í þjóðgarðinum í Skaftafelli er ljóst að mikið verk er þar fyrir hönd- um. Bæta þarf móttöku og aðstöðu gesta þjóðgarðsins, þ.m.t. fyrir dag- gesti. Stefnt er að uppsetningu gestastofu í þjóðgarðinum og væri þá að mörgu leyti eðlilegt að tengja hana við fræðslu um jökla, nokkurs konar jöklasafn. Almennt séð er brýn þörf á að gefa fræðslu í þjóð- garðinum meira vægi. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast meira um náttúruvemd og þjóðgarðinn í Skaftafelli er bent á fjölrit Náttúruverndarráðs, sem fást á skrifstofu Náttúruverndar ríkisins og á vefsíður um náttúruvernd á slóðinni http://www.ismennt.is/vef- ir/nwefur. Höfundar eru starfsmenn Náttúruverndar ríkisins. Kristján er jarðfræðingur og Stef&n þjóðgarðsvörður. Leikbrúðuland Hannesar Hólmsteins FRÁ því var sagt í ríkissjónvarpinu, að þjóðareignin, kvótinn, væri 200 milljarða virði. Reikna má með að hann gefí af sér 17—30 milljarða króna. Aðalþjónn sægreif- anna, Hannes Hólm- steinn, heldur áfram hér í blaði tvo daga í röð, 3. og 4. þ.m., að reyna að troða því í ís- lensku þjóðina, að rétt sé að þessi 200 millj- arða þjóðareign verði að mestu í eigu sæ- greifanna og að veiði- gjald sé óréttmætt. Mál sitt styður hann við þá gömlu og úreltu þrætubókar- list að endurtaka í sífellu tilvitnanir til einhverra manna eða ritaðs máls, sem engum öðrum dytti í hug að gera og er oftast nær á sinn hátt annað hvort útúrsnúningur eða jaðr- ar við fölsun. Þannig hefur hann leyft sér að gera þeim heimspekingum Voltaire (1698-1778) og Rousseau (1712- 1778) upp að þeir hefðu stutt það kerfí, að gjafakvótinn væri í höndum „aðalsins", í dag sægreifanna. Þar með reynir Hannes Hólmsteinn að gera þessa löngu látnu menn að þess konar mann- leysum, sem vegna van- metakenndar og undir- lægjuháttar hefðu beygt sig undir slíkt ójafnaðarkerfí og gjafa- kvótinn er. Fyrirbærið gjafak- vóti var alls ekki til á þeirra dögum og slíkt vald, sem sjávarútvegs- ráðherra er gefið með honum, þekkist hvergi í víðri veröld. Verst er þó, þegar Hannes Hólmsteinn leyfir sér að svara fyrir munn hinna látnu merkismanna. í 2. grein af 8 í röð, hér í biað- inu, þann 8. f.m. til þjónkunar sæ- greifunum eignar hann Adam Smith (1723—1794) eftirfarandi orð: „Ég er ekki í neinum vafa um hvernig Adam Smith hefði svarað þessari . spumingu. Þótt íslenskir stjómmála- menn séu ekki nærri því eins spilltir og forsetafrúin fyrrverandi á Filipps- eyjum, hafa þeir ekki beinlínis getið sér orð fyrir skynsamlega meðferð á fjármunum.“ Sambærilegt ráðherra- vald og felst í fyrirbær- inu gjafakvóti, segir Gunnlaugur Þórðar- son, þekkist hvergi í víðri veröld nema hér. Líkt og þessi fræga forsetafrú, Imelda Marcos, hefði verið uppi á dögum Adams, en hún var lifandi, síðast er fréttist af henni. Ljóst er af þessu, að Hannes Hólm- steinn lifír í draumaheimi og stillir upp leikbrúðum og lætur þær leika hlutverk og leggur þeim orð í munn eftir því sem hann lætur sér henta og ber þessar senur, alvöruþrunginn, á borð fyrir íslensku þjóðina. Þvílíkar draumasenur hæfa ekki háskólamanni og getur enginn tekið alvarlega. Það er háskólanum til að- hláturs, að starfsmenn hans reyni að mata þjóðina á þvflíkum staðleysum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Gunnlaugur Þórðarson „Hugarórar fjöl- miðla og einhverra fj ölmiðlamanna“ ÉG UNDIRRITAÐUR leyfi mér hér með að óska birtingar í Morgun- blaðinu á eftirfarandi athugasemd- um vegna endurtekinna frétta í fjöl- miðlum að undanförnu varðandi embætti ríkissaksóknara og mig persónulega. Ekki kann ég á því skýringu hvað varð til þess að réttindi mín til væntanlegra eftirlauna voru tekin til sérstakrar athugunar. Um þau voru að mínu mati skýr ákvæði í lögum auk þess sem fjármálaráð- herra hafði fyrir meira en þijátíu árum lýst því yfír á Alþingi athuga- semdalaust, að embætti ríkissaksóknara fylgdu sömu eftirlaun og emb- ættum dómara við Hæstarétt. Það var við framsögu um frumvarp til breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, en þá voru felldar niður greiðslur á ellilífeyri til þessara manna vegna starfa þeirra við embættin. Forveri minn í starfí ríkissaksóknara naut fullra eftirlauna við starfslok við sjö- tíu ára aldur. Að tilhlutan dómsmála- ráðuneytis voru samdar greinargerðir af beggja hálfu um málið og ákvað ráðherra að því búnu að leita álits Lagastofnunar Háskóla íslands um það ásamt fleiri atriðum varðandi lögkjör og réttarstöðu ríkissaksókn- ara. Lagastofnun skilaði ítarlegri greinargerð í ágústlok. Með því að niðurstöður í henni hafa almenna þýðingu þykir rétt að taka þær upp. „Niðurstaða í stuttu máli: í stuttu máli eru helstu niðurstöð- ur okkar i álitsgerð þessari varðandi stöðu og kjör ríkissaksóknara eftir- farandi: 1. Ákvæði stjórnarskrárinnar standa því ekki í vegi, að almenni löggjafínn geti mælt svo fyrir, að ríkissaksóknari skuli njóta sömu verndar og hæstaréttardómarar gegn frávikningu úr embætti og til- flutningi milli embætta eða starfa. 2. Með 6. gr. laga nr. 57/1961 ákvað löggjafínn að ríkissaksóknara yrði ekki vikið endanlega úr embætti fyrir 65 ára aldur, nema með dómi, og hefur þeirri lagareglu ekki verið breytt við síðari lagasetningar, sbr. nú ákvæði 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. 3. Ríkissaksóknari sætir ekki til- flutningsvaldi forseta samkvæmt 20. gr. stjórnarskrárinnar, heldur eiga við í þeim efnum ákvæði 61. gr. stjómarskrár. 4. Ráðherra getur vikið ríkissak- sóknara úr embætti um stundarsak- ir eftir sömu reglum og gilda um hæstaréttardómara, en ráðherra skal þó svo fljótt sem unnt er höfða mál á hendur ríkissaksóknara til embættismissis. 5. Af ákvæðum 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð opinberra mála leið- ir, að eftir 65 ára aldur má veita ríkis- saksóknara lausn frá embætti, án þess að sakir séu ástæða lausnar, en þá heldur hann fullum embættislaun- um til æviloka. 6. Embættismann þann, sem skipaður er í embætti ríkissaksókn- ara, ber að skipa ævi- langt en ekki til fimm ára í senn. 7. Löggkjör þau, sem ríkissaksóknari nýtur samkvæmt framansögðu á grund- velli 1. mgr. 25. gr. um meðferð opinberra mála, njóta ekki vernd- ar stjórnarskrárinnar, og hefur almenni lög- gjafinn það því á valdi sínu að afnema þau eða breyta þeim.“ I fréttum ríkisút- varps og e.t.v. víðar hefur verið sagt að ég hafí beðist lausnar frá emb- ætti. Enginn fótur er fyrir þeim fréttum, enda hef ég ekki enn neitt ráðgert um starfslok. í sumar var í fjölmiðlum, þ. á m. fréttum ríkisútvarps fjallað um svo- nefnd fjárhagsvandræði mín og rætt Dylgjum um vanhæfi af þessum sökum vísa ég algerlega á bug, seg- ir Hallvarður Ein- varðsson, enda kom aldrei nein krafa eða aðfínnsla fram á hendur mér sökum vanhæfís af þessum sökum. við aðsópsmikla lögmenn um afleið- ingar þeirra. Þótt ég sé maður, sem ekki á miklar eignir, þá eru skuldir mínar vart teljandi miklar heldur. Ég á því jafn erfitt með að skilja þessa umræðu eins og umræðuna um eftirlaunamálið. Ef tengja á þetta samningum við kröfuhafa mína fyrir nokkrum árum, þá var sú orsök til þeirra að embættislaun höfðu þá mörg undanfarin ár verið mjög lág, en vextir aftur á móti afar háir. Gengu því væntingar mín- ar um kaup á íbúð ekki upp. Saga sem margir íslendingar þekkja. Dylgjum um vanhæfi af þessum sök- um vísa ég algerlega á bug, enda kom aldrei nein krafa eða aðfinnsla fram á hendur mér sökum vanhæfis af þessum sökum. Slíkar ásakanir eru því einungis hugarórar fjölmiðla og einhverra fjölmiðlamanna. Höfundur er ríkissaksóknari. Hallvarður Einvarðsson Smáþjóðaleikar - fjármál MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Torfa B. Tómassyni: „í grein sem Ágúst Ásgeirsson skrifar í Morgunblaðið 10. septem- ber um smáþjóðaleikana, sem haldnir voru í júní sl., segir hann að íjármunir sem eyrnamerktir voru smáþjóðaleikunum hafí „verið ráð- stafað í rekstur Óí“ þegar ný stjórn tók við í byijun þessa árs. Sem gjaldkeri í síðustu stjórn nefndarinnar og þar sem þetta er í þriðja sinn, sem stjórnarmenn í Ólympíunefnd íslands halda þessu fram, verð ég að andmæla þessum málflutningi. Fráfarandi stjórn hafði ekki ráðstafað þessum fjár- munum annað. Á efnahagsyfírliti vegna smá- þjóðaleikanna í síðasta ársreikningi OÍ, kemur fram að eigið fé leikanna pr. 31/10/96 var tæpar 5 milljónir. I uppgjöri leikanna hlýtur að hafa verið tekið tillit til þessa, nema að núverandi stjóm hafi ákveðið aðra ráðsitöfun þessa fjár. Ástæður þessara skrifa núver- andi stjómarmanna læt ég liggja á milli hluta, en þetta er sú staðreynd sem skiptir máli og sem fram mun koma í næstu reikningum Ólympíu- nefndar íslands. Reykjavík, 11. september 1997, TorfiB. T6masson.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.