Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN Rúnar Skúlason á Feng, sem nýlega varð heimsmeistari. Á myndinni til hægri eru Gurli Nielsen og Bent maður hennar við vfkingatjaldið. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 23 VANIR hestamenn: Guðröður, til vinstri, selur hesta og er að setja á stofn reiðskóla. Ágúst bró.ðir hans, til hægri, er nýfarinn að vinna hjá bróður sínum og Helgi var hér í sumarvinnu. fluttur út til bróður síns og ætlar að starfa með honum. Hann segist hafa verið á hestbaki alla ævi, en finnst voðalegt að fara í útreiðartúra hér í þrjátíu stiga hita. „Maður þyrfti helst að leigja frystihús og fara í reiðtúra þar,“ stynur hann, en bætir við að lífið sé bærilegra í skógunum, þar sem trén veita skugga. Með þeim í för er Helgi frændi þeirra, sem hefur unnið hjá Guðröði í sum- ar, en er núna á leið til Islands aft- ur. Rétt við útganginn er fallegur hestur, Nökkvi, sem Marie Nygárd stendur hjá. Marie er líka alin upp á hestbaki. Mamma hennar á reið- skóla og dóttirin hefur keppt og segist aðspurð líka hafa unnið til verðlauna. Hún má þó ekki vera að því að rekja afrekin því nú er komin röðin að henni að sýna færni sína og Nökkva. Af þessum kynnum við danska hestamenn og ofuráhuga þeirra á hestunum íslensku og öllu því sem íslenskt er má vera ljóst að hesta- mennska á íslenskum hestum er- lendis er hin mesta landkynning. Fólk leitar eftir lærdómi um land og þjóð. Æðsti draumur þeirra allra eru útreiðar um Island og það eru ófáir þarna, sem hafa látið þann draum rætast og snúa síðan aftur og aftur við hvert tækifæri. Það er því ekki svo lítið sem þessar hóg- væru skepnur leiða af sér og um- talsverðar gjaldeyristekjur sem haf- ast af hestaáhuganum. Er nokkur furða þó að þeirri hugsun slái niður að auðvitað ætti að veita íslenska hestinum orðu ef nokkurt réttlæti ríkti í henni veröld... 2:40 og ég vaknaði en vökuklukkan var 2:00. Ráðning Draumurinn snýst um þinn innri mann (konan 40-50 ára= þroski) sem virðist ekki í tengslum við þann ytri. Þú virðist ómeðvituð eða lokuð á eigin tilfinningar (brosti í draumnum en ekki raunverunni) og sálin (appelsínu-gulu fötin) á því í vandræðum með að sldla sér (þú sérð þig í spegli) til vitundar þinnar og sjálfs, þar sem þú streitist á móti öllu sambandi við sjálfa þig (leggst á magann) og beitir sjálfa þig blekkingum (loka augunum/opna, kreista lykla) til að sleppa undan tilfínningum (raunveruleikanum). Þetta virðist tengjast mikilli losun tilfinninga á einhverju tímabili (væru liðin 5 ár) sem virðist hafa leitt til þessarar lokunar. Ungi maðurinn ljóshærði er Animus þinn og vemdari, með honum eru öfl þér til aðstoðar (bömin/strákamir, þín- ar sterku hliðar og stúlkan (þú), Karen táknar hreinsun, kötturinn og kettlingamir/sjálfstæði, mýkt, hvatleika). Þessu tengist svo frændi þinn sem er sá aðili sem þú treystir og metur. Klukkan bendir þér á að hraða breytingum. •Peii- lesendur sem vi\ja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fœðingai'degi og ári ásamt heim- ilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Keykjnvík. t } s Laugardag og sunnudag Nýtt skreytingarefni: Hjördísjónsdóttir verður frammi í Blómavali við Sigtún og sýnir þurrskreyt- ingar og nýtt efni. Laugardag og sunnudag kl. 2 til 6. 25 KrÓkuSar(blandaðirlitir) SSiBv. 10 Túlípanar (ýmsar sortir) JÍj1. J 10 Anemónu Blanda ÁJÉ I hOnnun oddihf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.