Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 17 ERLENT S»ÖVt S“"^0 verður að s')á ^ðiandi stllð.dlskóljósum f'erðlag semwW^ asl^*3H(tara , Veisla í mat ogdlykk náttúmfegl]r5 ‘ Ösviklö sV.otH§ör ; Haflð samband vlð sðluskrifstofur 1 Fluglelða, umboösmenn, ferðaskrifstofumar 0 ~ eða simsðludelld Flugleiða í sima 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8 ■ 19 og á Iaugard. kl. 8 -16.) • Vefur Fluglelða á Intemetinu: www.icelandair.is Netfang fyrlr almennar upplýslngan tnfo@lcelandalr.ls ■ ■ ’lnnifalið: flug, gisting og morgunverður og flugvallarskattar. ■ Gildir frá 2. október. í1! 7?n kr * L «J . I L U Al. á mann i tuibýti i 3 naetui í midri uiku á Chaiinq Cross Touieis. ?fi NW kr * LU.LuU n 1. ámannituibýli i 3 nætur um helgi á Charing Cross Totueis. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi Stofnun skozks þings samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Skotar orðnir „þjóð á ný“ Edinborg, London. Reuter. SKOTAR samþykktu með þremur fjórðu hluta atkvæða að tillögu rík- isstjómar brezka Verkamanna- flokksins um að setja skyldi á fót skozkt þing yrði hrint í fram- kvæmd. Hátt í þijár aldir eru síðan hið forna Skotlandsþing í Edinborg var leyst upp. „Þjóð á ný“ lýsti dagblaðið The Scotsman yfir í risafyrirsögn í gær, daginn eftir atkvæðagreiðsl- una. Endanleg niðurstaða at- kvæðatalningar leiddi í ljós, að 74,3% landsmanna styddu tillög- una um endurstofnun skozks þings, og 63,5% lýstu sig fylgjandi því að þetta þing færi með völd til takmarkaðrar skattlagningar. Kjörsókn reyndist vera 61,5%, sem var hærra hlutfall en margir höfðu búizt við, ekki sízt þar sem kosningabarátta vegna atkvæða- greiðslunnar lá niðri í heila viku vegna fráfalls Díönu prinsessu. Kjörsóknin nú var þó meiri en síð- ast þegar Skotum bauðst tækifæri til að greiða atkvæði um meiri sjálfstjórn. Árið 1979 endaði slík atkvæðagreiðsla með því að of knappur meirihluti studdi tillöguna til þess að af áformunum gæri orð- ið. Hið endurreista Skotlandsþing mun fara með innri mál Skotlands, en brezka þingið í Lundúnum mun áfram fara með málefni á borð við utanríkis- og varnarmál, efnahags- mál og fjármál ríkisins. Walesbúar vongóðir En það voru fleiri en Skotar sem fögnuðu niðurstöðuiini. Stuðnings- menn meiri sjálfstjórnar í Wales segjast búast við því að hinn af- dráttarlausi stuðningur sem þing- stofnunartillagan fékk í Skotlandi muni auka stuðning við sams konar tillögu, sem Wales-búar ganga til atkvæða um næstkomandi fimmtu- dag. Skoðanakannanir hafa hingað til bent til að stuðningur við þing- stofnun væri ekki eins almennur í Wales og meðal Skota. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í velsku höfuðborg- inni Cardiff að hann væri „sann- færður um að árangurinn í Skot- landi muni endurtaka sig í Wales." Ron Davies, ráðherra málefna Wales í brezku stjóminni, sagði það hafa runnið upp fýrir fólki að tími væri kominn til að segja skilið við „hinar gömlu miðstýringaraðferðir" og taka upp nútímalegri hætti á nýrri öld. Talsmenn íhaldsflokksins líta öðrum augum á þessa þróun, en þess staða hans er ekki sterk í Skotlandi og Wales um þessar mundir. Enginn íhaldsmaður náði kjöri í þessum hlutum Bretlands í þingkosningunum í vor. Nigel Evans, talsmaður íhalds- flokksins í málefnum Wales, sagði það þing sem lagt væri til að kallað verði saman í Cardiff verði ekkert meira en „dýr blaðurstofa". Velskir þjóðernissinnar eru heldur ekki hin- ir ánægðustu. Dafydd Wigley, for- maður þeirra, sagðist vilja meira sjálfsforræði til handa Wales-búum, en áformin sem nú verði kosið um séu „þrátt fyrir allt mun betri en ríkjandi skipulag." „Skotar hafa sýnt Wales-búum hvert leiðin ligg- ur.“ Sjálfstæðishreyfingar evrópskra héraða gleðjast Leiðtogar sjálfstæðishreyfmga ýmissa héraða víðs vegar um Evr- ópu fögnuðu einnig niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í Skotlandi. Umberto Bossi; leiðtogi Norður- bandalagsins á Ítalíu, var ekki spar á yfirlýsingar: „í dag hefst hin stór- fenglega ganga í átt til frelsis.“ Flæmskir þjóðernissinnar horfa nú til Skotlands fullir öfundar vegna þess að hið nýja skozka þing mun hafa takmarkað vald til að taka ákvarðanir um skattlagningu. Þótt búið sé að gera Belgíu að sam- bandsríki Flæmingjalands og hinn- ar frönskumælandi Vallóníu, þar sem hvor ríkishelmingur hefur eigið þing, þá er öll skattlagning eftir sem áður á valdi hins sameiginlega þjóðþings í Brussel; þar af leiðandi er athafnasvigrúm héraðastjórn- anna mjög takmarkað. Else Van Weert, talsmaður flokks flæmskra sjálfstæðissinna, Volksunie, sagðist vonast til að geta notað hina skozku fyrirmynd til að sýna fram á að þótt lands- hluti eins og Flæmingjaland fengi takmörkuð skattheimtuvöld, þyrfti það ekki að þýða að ríkið sjálft lið- aðist í sundur, frekar en að einingu Bretlands væri ógnað með auknu sjálfsforræði Skota. ðiborgin irbúin Utför móður Teresu und- INDVERSKIR verkamenn pjakka holur með handafli við götu eina í Kalkútta. Ætlunin er að reisa grindverk meðfram götunni til þess að halda aftur af fólki sem hyggst fylgjast með líkfylgd móð- ur Teresu, sem borin verður til grafar í dag. -----» ♦--«---- Málamiðl- un í Mostar Sarajevo. Reuter. VESTRÆNIR erindrekar breyttu i gær kosningareglum í bænum Most- ar i því skyni að fá Bosníu-Króata til að falla frá hótunum um að snið- ganga bæjar- og sveitarstjórn- arkosningar, sem haldnar verða í dag og á morgun. Greindi Carlos Westendorp, friðarerindreki í Bos- níu, frá þessu í gær. Westendorp sagði að reglunum hefði verið breytt þannig að tryggt yrði jafnvægi milli flokka Króata og múslima í Mostar. Sagði hann að Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu hefði sett reglur, sem hefðu gert múslimum kleift að ná meiri- hluta í bæjarstjórninni, en nú hefði verið komið í veg fyrir það. Búist er við því að erfiðara verði að tryggja að úrslit kosninganna verði virt, en að sjá til þess að kosn- ingarnar fari vel fram. Talið er að atkvæði flóttamanna geti leitt til þess að múslimar gætu náð meiri- hluta i bæjum, sem eru undir stjórn Króata eða Serba. Telja stjórnarerindrekar og sér- fræðingar að kosningarnar gætu leitt til þess að erfitt verði að kveðja friðarsveitirnar, sem nú eru í Bosníu undir forustu Atlantshafsbandalags- ins, brott um mitt næsta ár, eins og Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur lofað Bandaríkjaþingi. FRANSKIR læknar telja hugs- anlegt, að lífvörður Díönu prins- essu, Trevor Rees-Jones, sem lifði af slysið í París, þjáist af minnisleysi og geti því litlar upplýsingar um það veitt. Kom þetta fram í blaðinu Le Figaro í gær en þar sagði, að Rees- Jones gæti enn ekki svarað spurningum á annan hátt en með því að depla auga. Ekki er ljóst hvort hann veit af því, að samferðafólk hans í bílnum er allt látið. Læknarnir segja, að oft komi fyrir, að fólk, sem íend- ir í slysi, gleymi öllu varðandi það og auk þess getur svæfingin máð út ýmsar minningar. Sl. fimmtudag var Rees-Jones í tíu klukkustundir á skurðarborðinu vegna þeirra áverka, sem hann hlaut í andliti. Mengun í Singapore STJÓRNVÖLD í Singapore hafa sagt öldruðu fólki og sjúku að halda sig heima og forðast alla áreynslu. Er ástæðan gífurlegog hættulega mikil mengun en hún stafar af þúsundum skógarelda á indónesísku eyjunum Súmatra og Kalímantan og frá iðjuverum. í Malasíu hefur raunar verið lýst yfir neyðarástandi vegna reykjarins frá skógareldunum í Indónesíu en stjórnvöld þar hafa ekki gert neitt til að slökkva þá. Miklir þurrkar, sem raktir eru til heita straumsins við Suður- Ameríku, E1 Ninos, gera illt verra og er því spáð, að eldamir eigi eftir að geisa fram í desem- ber. Barist gegn bruggurum í Rússlandi BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hét í gær að beijast gegn ólögleg- um bruggurum, sem dræpu þús- undir manna á ári hveiju með sínum görótta miði og sviptu rík- ið gífurlegum tekjum. Lögleg vodkaframleiðsla hefur minnkað mikið í Rússlandi á síðustu árum en bruggið margfaldast. Áætlað er, að 35.000 manns að minnsta kosti deyi árlega í landinu vegna áfengiseitrunar. Á tímum keisar- anna og síðar kommúnista var um fjórðungur ríkisteknanna af áfengissölu en nú eru þær ekki nema 5%. Mótmæla jarðsprengju- banni TÍU uppgjafahershöfðingjar í Bandaríkjunum, þar á meðal Alexander Haig, fyrrverandi ut- anríkisráð- herra, skoruðu í gær á Bill Clinton for- seta að hafna samningi um bann við notk- un jarð- sprengna. Um slíkan samn- Haig ing er nú verið að ræða á ráð- stefnu í Ósló en fulltrúar Banda- ríkjanna segjast ekki geta sam- þykkt hann óbreyttan, meðal annars vegna þess, að engin undantekning sé gerð á varðandi Kóreu. Lífvörður Díönu minnislaus?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.