Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 21 LEIKFÖNG sem Egill smíðaði handa börnum sínum. blafur/ LÍKAN af Holdsveikraspftalanum í Laugarnesi, sem var gjöf danskra Oddfellowa og tengdist stofnun reglunar á Islandi. LISTASMIÐURINN Egill Ólafur Strange hjá nokkrum gripum, sem hann smíðaði sem afmælisgjafir handa vinum sfnum. Þar á meðal er afmælisgjöfin hans Öla, en hann starfaði í lögrelunni. Morgunblaðið/Ásdís ELSTI gripurinn á sýningunni frá árinu 1938, sem Egill smíðaði og gaf móður sinni þegar hann var ellefu ára. Á HANDVERKSS?NINGU EGILS ÓLAFS STRANGE Völundur að hagleik Sagt er um góða smiði og handverksmenn að þeir séu dverghagir. Sú líking kom upp í huga Sveins Guðjónssonar þegar hann —------------------------------7----- skoðaði handverkssýningu Egils Olafs Strange, sem nú stendur yfír í Hafnarborg í Hafnarfirði. AÐ voru bömin og eiginkon- an sem tóku það upp hjá sér að halda þessa sýningu. Það hefði aldrei hvarflað að mér sjálf- um,“ segir listasmiðurinn Egill Ólaf- ur Strange, hógværðin uppmáluð, þegar við hittum hann að máli í Sverrissal Hafnarborgar í Hafnar- firði, þar sem nú stendur yfir sýning á hinum ýmsu munum sem hann hef- ur dundað sér við að smíða um æv- ina, en hann verður sjötugur nú í september. Og þegar maður litast um í sýningarsalnum skilur maður áhuga eiginkonunnar og barnanna, því hér eru hlutir sem vissulega eru þess virði að þeir komi fyrir almenn- ingssjónii-. Egill hefur fengist við smíðar, út- skurð og ýmiss konar handverk frá barnsaldri. Hann fæddist í Reykja- vík 22. september árið 1927, sonur Hansínu Þorvaldsdóttur húsmóður og Victors Strange rennismiðs og á því kannski ekki langt að sækja handlagnina og smiðsaugað. Elsta verkið á sýningunni er frá því að Egill var ellefu ára, útskorin hilla úr tré, sem hann gaf móður sinni á sín- um tíma. Þegar séð var hversu hagur Egill Ólafur var við smíðar og útskurð lá beinast við að senda hann í Handíða- og myndlistarskólann, þar sem hann stundaði nám á árunum 1944 til 1945. Síðan lá leiðin í módelsmíða- nám í Landssmiðjunni, undir hand- leiðslu Sigurðar Jónssonar mód- elsmiðs og á árunum 1959 og 1960 stundaði Egill nám í handavinnu- deild Kennaraskóla íslands. Hann var síðan kennari við Flensborgar- skóla í Hafnarfirði frá 1961 til 1992 og kennari við Námsflokka Hafnar- fjarðar í 14 ár. Egill kveðst nú hætt- ur að vinna, nema fyrir sjálfan sig, og einu sinni í viku leiðbeinir hann í útskurði í starfi aldraðra í Bólstaðar- hlíð. „Aldraður kennh- öldruðum. Það fer vel á því,“ segir hann bros- andi. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og þar getur að líta marga fágæta muni, sannkallaða dvergasmíð. Þarna eru útskornar gestabækur, fundarhamar, líkön af ýmsum bygg- ingum, tannhjól, ljósker og strætis- vagn, svo eitthvað sé nefnt. Og þarna getur einnig að líta leikföng, sem Egill smíðaði handa bömunum sín- um, að ógleymdu „Horninu hennar Önnu“, þar sem em ýmsir munir af heimilinu, sem Egill smíðaði fyrir eiginkonu sína, Önnu Sigurðardótt- ur. Þar er í öndvegi útskorinn stóll, mikil völundarsmíð, eins og reyndar margir aðrir gripir á sýningunni. Allir munirnir eru í einkaeign, meðal annars afmælisgjafir og aðrar tækifærisgjafir, sem Egill hefur ver- ið beðinn um að smíða af ýmsu tilefni á liðnum áram. Af líkönum á sýning- unni má nefna Vídalínskirkju í Garðasókn, Holdsveikraspítalann, sem danskh- Oddfellowar gáfu Is- lendingum 1898 og er órjúfandi böndum tengdur stofnun Oddfellow- reglunnar á íslandi. Þarna er líka gamli Flensborgarskólinn frá því á áranum 1877 til 1937 og nýja skáta- heimilið, Hraunbyrgi, sem nú er í byggingu. Egill er ekki mikið fyrir að hæla sjálfum sér, en þegar gengið er á hann kveðst hann langt í frá vera sestur í helgan stein í handverkinu, þótt hann sé hættur opinberum störfum fyrir aldurs sakir. Hann stundar enn smíðar og útskurð og kennir hvorki elliskjálfta í höndum né huga. Og þegar skoðaðir era nýj- ustu gripirnir sem hann hefur smíð- að má glöggt sjá að hann er enn „völ- undur að hagleik", eins og sagt var um smiði Fróða konungs í fornum ritum. //X islandia internet Krókhalsi 6 110 Reykjavík • Sími 750 5000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.