Morgunblaðið - 13.09.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Italskt skemmti-
ferðaskip
við Miðbakka
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Silver
Cloud kom til Reykjavíkur á
fostudag með 260 farþega. Silver
Cloud er í eigu ítalsks fyrirtækis
og hefur ekki verið siglt til ís-
lands áður að sögn Franciscos
Parro skipsvarðar, sem leiddi
blaðamann og ljósmyndara um
vistarverur skipsins. Siðdegis í
gær var ferðinni sfðan heitið til
Corner Brook.
Pláss er fyrir 296 farþega um
borð og segir Parro að um 80%
gestanna séu Bandaríkjamenn og
meðalaldur 65 ár. Ekki er fyrir
hvern sem er að kaupa sér sigl-
ingu með silfurskýi Italanna, 14
daga sigling frá Edinborg til
Montreal kostar til dæmis frá 630
þúsundum upp í 710 þúsund krón-
ur í ódýrustu vistarverum og milli
1.200 og 1.300 þúsund sé gist í
konunglegu svítunum.
Fáir farþegar voru um borð
þegar skipið var skoðað enda var
þeim gefínn kostur á að ganga um
höfuðborgina, synda i Bláa lón-
inu, skoða Gullfoss og Geysi,
Þingvelli og fara á jökul.
Ferðin hefst í Leith, hafnar-
hverfi Edinborgar, og haldið sem
leið liggur til Kirkwall, Þórshafn-
ar, Heimaeyjar, Reykjavíkur,
Corner Brook, Québec og endað í
Montreal í Kanada.
Verslun, spilavfti, hlaupabraut,
leik- og kvikmyndahús
Um borð í skipinu eru tveir
matsalir, þrfr barir, verslun með
fötum, snyrtivörum og skartgrip-
um, spilavfti, leik- og kvikmynda-
hús, sundiaug, lfkamsræktarstöð,
hlaupabraut, sauna-pottar, nudd-
og snyrtistofa.
Parro segir að gestir ráði hjá
hverjum þeir sitja við borðhaldið í
aðal veitingasalnum í stað þess að
skaffa þeim sömu borðfélagana
alla ferðina, sem gera á fólki auð-
veldara að blanda geði við sem
flesta meðan á siglingunni stend-
ur.
Drykkjarföng á börum og í
veitingasölum skipsins eru líka
innifalin í verði að hans sögn til
þess að einfalda bókhald í skips-
haldinu og veita farþegum tæki-
færi til þess að bjóða samferða-
fólki sínu upp á hressingu án þess
að þurfa að hafa áhyggjur af
kostnaði.
Á skipinu er bókasafn þar sem
hægt er að fá lánaðar bækur á
fjölda tungumála, myndbönd og fá
aðgang að tölvu. Hvert herbergi
er búið sjónvarpi og myndbands-
tæki og einnig geta sæfarendur
stytt sér stundir í leikhúsinu og
spilað bingó, lært dans, matreiðslu
og hlustað á fyrirlestra um
áfangastaðina sem þeir eiga eftir
að heimsækja, bæði um landfræði-
lega staðhætti og menningu.
205 í áhöfn
Breitt var yfir útisundlaugina
þegar Silver Cloud lá við Mið-
bakka á föstudag og enginn sjáan-
legur á barnum við Iaugarbakk-
ann, enda norðvestankaldi og
hitastigið lágt. Parro sagði unnið
að viðhaldi á lauginni og þar í
kring við slíkar aðstæður því
skipið er á stöðugri siglingu.
Silver Cloud var smíðað árið
1994, skráð á Bahama-eyjum og
ítalfu. í áhöfn eru 205 manns og
yfirmenn eru allir ítalskir. Skipið
vegur tæp 17 tonn, er 157 metrar
á lengd og 22 metrar á breidd.
Aðstaða er fyrir farþega á sex þil-
förum og hámarkshraði skipsins
er rúmir 20 hnútar.
króna afslátt á BJC-4550
A3 litableksprautuprentara!
„ Tilboðsverð:
Canon BJC-45§j)
A3 lita-bleksprautu.
Ljósmyndagæði
2ja hylkja kerfi
ireiuarj..
720 dpi upplausn
4.5 bls/mín
I dag færð þú
V-
veibiuil
heimilanna
Rett vltó kr. ‘19.900
Fuafeni 5 - Simi 533 2323
tolvukjor@itn.it
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Glæsiskip
ÍTALSKA skemmtiferðaskipið
Silver Cloud lá við Miðbakka í
rúman sólarhring. Nokkrir
gestir af 260 fundust í kaffiterí-
unni. Hinir voru í skoðunarferð.
Um borð er ieikhús þar sem
skemmtiatriði eru flutt, kvik-
myndir sýndar, haldnir fyrir-
lestrar, kennd matreiðsla, dans
og spilað bingó og auk þess eru
þrír barir í skipinu og drykkj-
arföng eru án aukagjalds fyrir
farþega.
Listræn tíðindi
á Litla sviðinu
Morgunblaðið/Þorkell
ÁRNI Pétur og Þórhallur léku af innlifun og einlægni og var sam-
leikur þeirra mjög góður.
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavfkur
ÁSTARSAGA3
eftir Kristfnu Ómarsdóttur. Leik-
sfjóri: Auður Bjarnadóttir. Leikar-
ar: Árni Pétur Guðjónsson, Þor-
steinn Gunnarsson og Þórhallur
Gunnarsson. Leikmynd og búning-
ar: Þórunn Jónsdóttir. Lýsing: Lár-
us Björnsson. Leikhljóð: Ólafur
Örn Thoroddsen. Tónlistarval og
ráðgjöf: Hákon Leifsson. Litla svið
Borgarleikhússins, föstudagur 12.
september
KRISTÍN Ómarsdóttir er ein af
fáum íslenskum rithöfundum sem
hefur haslað sér völl innan allra
þriggja höfðuðgreina bókmennt-
anna: sem sagnahöfundur, ljóð-
skáld og leikritahöfundur. Hún er
jafnframt meðal eftirtektarverð-
ustu höfunda af yngri kynslóð og
hefur sterka sérstöðu hvað varðar
yrkisefni og efnistök. Fyrsta leik-
verk Kristínar, Draumar á hvolfi,
var verðlaunaður einþáttungur
sem frumsýndur var í Þjóðleikhús-
inu fyrir tíu árum. Ástarsaga 3 er
fjórða leikverk hennar sem tekið er
til sýninga.
Á þessum tíu árum hefur Kristín
vaxið mjög sem höfundur og er
Ástarsaga 3 tvímælalaust með því
besta sem hún hefur skrifað. Texti
þessa verks er vandaður, feikilega
ljóðrænn og fallegur á köflum;
margræður og sterkur. Sýningin,
sem er frumraun leikstjórans, Auð-
ar Bjamadóttur, á þessu sviði, er
öll unnin í anda textans, þannig að
útkoman er ljóðræn heild sem un-
un er að horfa á og njóta. Reynsla
Auðar af því að vinna með hið Ijóð-
ræna form dansins hefur vafalaust
átt mikinn þátt í að skapa þá fal-
legu heild sem sýningin öll ber
vitni. Sviðsmynd Þórunnar Jóns-
dóttur er einnig í þessum anda og
búningar hennar ríma vel við bæði
ljóðrænu og húmor textans. Þór-
unn hannar búningana þannig að
þeir hafa táknræna skírskotun, en
aldrei þó þannig að táknin beri per-
sónumar ofurliði.
Hljóðvinnsla Ólafs Arnar
Thoroddsen er einnig mjög vönduð
og sannfærandi, og tónlist vel valin
hjá Hákoni Leifssyni. Lýsingu
annaðist Láms Bjömsson og átti
hún stóran hlut í hinni ljóðrænu
heildarmynd.
Ljóðræna, fáránleiki (absúr-
dismi) og húmor hafa löngum sett
sterkan svip sinn á verk Kristinar
Ómarsdóttur, en þetta verk er að
mörgu leyti „raunsæjara" en fyrri
leikverk Kristínar, hvað varðar
uppbyggingu samtala og sögu-
þráðs. Ljóðrænan og húmorinn era
á sínum stað, en hið absúrda hefur
vikið nokkuð. Að því leyti er þetta
verk „aðgengilegra" en fyrri leik-
verk hennar.
Ástin er það grannstef sem
verkið er unnið út frá og samspil
ástar og vináttu, ástar og ofbeldis,
ástar og dauða, ástar og veruleika
eru meðal þeirra efna sem eru í
forgranni verksins. Textinn býður
hins vegar upp á ótal hugrenninga-
tengsl og þ.a.l. ótal túlkunarmögu-
ieika. Leikhúsið sjálft er í stóru
hlutverki (enda persónurnar leik-
arar) og leikið er með samspil leiks
og raunveraleika og mörkin þama
á milli era langt frá því alltaf ljós.
í uppbyggingu er verkið nokkuð
flókið en mjög fagmannlega saman
sett: Tveir ungir menn, leikarar,
eru að leika í leikriti um tvo unga
menn, homma, og mörkin milli
„veruleikans" og „leiksins" eru oft
á tíðum óljós. I þessum tvöföldu
hlutverkum eru þeir Ámi Pétur
Guðjónsson og Þórhallur Gunnars-
son. Einnig mætir til leiksins
„sögumaður", leikinn af Þorsteini
Gunnarssyni, sem bregður sér í
mismunandi gervi og hefur sín
áhrif á framvinduna.
Leikararnir þrír eiga allir mikið
hrós skilið fyrir sína vinnu. Þor-
steinn Gunnarsson var frábær í öll-
um sínum gervum og fór hann
kostulega með „klisjurnar" sem
hann oft á tíðum túlkaði. Einnig fór
hann vel með „viðkvæmari" hluta
sinnar rullu þar sem ljóðrænustu
hlutar textans voru lagðir honum í
munn. Árni Pétur og Þórhallur
léku af innlifun og einlægni og var
samleikur þeima mjög góður. Þeim
tókst að skapa ólíkar persónugerð-
ir og vora sannfærandi bæði í hlut-
verkum leikaranna og persónanna
sem „leikararnir léku“.
Þótt verkið fjalli fyrst og fremst
um ástarsamband karla, tekst
Kristínu gæfusamlega að stýra
fram hjá öllum hommaklisjunum,
eða öllu heldur leikur hún sér að
klisjunum, gerir þær sýnilegar og
hlægilegar (í gegnum hlutverk
sögumannsins). Verkið hefur líka
ótvírætt „sammannlega" skírskot-
un og geta allir, hvers kyns sem
þeir era, samsamað sig þeim til-
finningum og átökum sem það lýsir.
Þessi sýning er með athyglis-
verðustu sýningum sem undirrituð
hefur séð í langan tíma. í heild er
hún listrænt afrek, öllum aðstand-
endum til mikils sóma. Ástarsaga 3
er leikverk sem telst til tíðinda í
sögu íslenskrar leikritunar, bæði
hvað varðar efni og stíl, og ég hvet
alla sem unna góðum texta og lif-
andi leikhúsi að láta sýninguna
ekki fram hjá sér fara.
Soffía Auður Birgisdóttir.