Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 218. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Varað við miklu umhverfisslysi Netanyahu boðar stækkun landnemabyggða Bandar íkj astj ór n ósátt við áformin Jerúsalem. Reuter. MARTIN Indyk, fráfarandi sendi- herra Bandaríkjanna í Israel, segir að yfirlýsing Israelsstjórnar um frekari stækkun landnemabyggða grafi undan tilraunum Bandaríkja- manna til að tala máli Israels á al- þjóðavettvangi. „Við erum mjög ósátt við yfírlýs- ingu Israelsstjórnar sem kemur á sama tíma og utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í húsi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann hefur að undanfómu talað máli Israels gegn tilraunum til að ein- angra landið," sagði Martin Indyk í sjónvarpsviðtali í Israel í gær. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, sagði á fundi með trúuðum unglingum í borginni Efrat á miðvikudag að hann ætlaði að láta reisa hundruð nýrra íbúða í landnámsbyggðum gyðinga á Vest- urbakkanum. Albright óánægð Talsmaður Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að henni virtust áætlanir Netanyahus vera í mótsögn við þann friðarvilja sem hún hefði reynt að skapa á nýlegri ferð sinni um Miðausturlönd. Talsmaðurinn bætti við að Netanyahu hefði ekki minnst á þessar fyrirætlanir í sím- tali við Albright fyrr um daginn. Friðarumleitanimar sigldu í strand fyrr á árinu þegar Netan- yahu heimilaði byggingu nýs hverf- is gyðinga á palestínsku landi í Austur-Jerúsalem. Síðan þá hafa sjálfsmorðsárásir Palestínumanna á ísraelska borgara dregið enn frekar úr friðarvonum á svæðinu. 20 Israelar hafa fallið í slíkum árásum frá ágústlokum og hafa ásakanir um ábyrgð gengið á víxl milli ráðamanna þjóðanna. Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna sem þengi hefur setið undir ásökunum Israela, reyndi að varpa ábyrgðinni á ísraelsstjórn eftir að í ljós kom að fjórir af til- ræðismönnunum fimm komu frá þorpinu Asira al-Shamaliya sem enn er undir stjórn Israela. ísrael- ar hafa hins vegar bent á að menn- irnir hafi strokið úr fangelsi á palestínsku sjálfstjómarsvæðunum og því beri palestínsk yfirvöld ábyrgðina Singapore, Jakarta, Kuala Lumpur. Reuter. JAMES Wolfensohn, forsljóri Al- þjóðabankans, sagði í Hong Kong í gær að bankinn myndi leggja sitt af mörkum til slökkvistarfs- ins vegna skógareldanna í Indónesíu sem hafa valdið alvar- legri loftmengun í Suðaustur-As- íu. Stjórnvöld í Indónesíu hafa gefíð öllum embættismönnum landsins fyrirmæli um að gera allt sem þeir geta til að aðstoða við að slökkva eldana. 8.500 indónesískir slökkviliðsmenn vinna nú þegar að slökkviliðs- starfínu auk 1.000 manna liðs- auka frá Malaysíu. Sérfræðingar hafa varað við víðtæku umhverfisslysi berist eldurinn í mókol sem eru undir regnskógunum á Kalimantan- svæðinu á Borneo. Þá hefur reykský af völdum eldanna, sem liggur yfír stórum svæðum í Suðaustur-Asíu, safnað í sig mengun frá iðnaði og bifreiðum. Sljórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu hafa varað fólk við því að ferðast til Indónesíu, Singapore, Brunei og Malaysíu og sagt mengunina í besta falli óheilsusamlega. Þá hefur Tomas Cook, ein helsta ferðaskrifstofa Bretlands, lýst því yfir að hún taki ekki lengur við pöntunum til þessa svæðis. Á myndinni sést fólk frá Hab- ena-þorpi í Irian Jaya, afskekktu héraði í Indónesíu, bera vatn í plastbrúsum til að nota við slökkvistarf í Lorents-þjóðgarð- inum. Reuter Kapítalisti í teygju- stökki JONATHAN Oppenheimer, starfs- maður námafyrirtækisins Anglo American Corporation í Suður- Afríku, stekkur í teygju fram af brú yfir Viktoríufossa við landa- mæri Zambíu og Zimbabwe. Opp- enheimer var í hefðbundnum klæðnaði skrifstofumanna og hélt á skjalatösku þegar hann stökk og hann kvaðst þannig vilja sanna að kapítalistar hefðu kímnigáfu eins og annað fólk. Boðið er upp á 111 metra teygjustökk yfir Viktoríu- fossum, sem er sagt hið hæsta í heiminum, og Oppenheimer kvaðst hafa stokkið fyrir áeggjan vina sinna. Blair fagnar tímamótasamkomulagi í Belfast Vill að friðarvið- ræðum liúki í maí Belfast. Reuter. TONY Blair, forsætisráðheri-a Bretlands, kvaðst í gær vera stað- ráðinn í að tryggja að samið yrði um framtíð Norður-írlands ekki síðar en í maí á næsta ári eftir að helstu flokkar mótmælenda og kaþólikka náðu loks samkomulagi um að hefja allsherjarviðræður um frið. Friðarhorfur vænkuðust skyndi- lega í fyrrinótt þegar flokkarnir bundu enda á 16 mánaða orðaskak sem hafði hindrað að friðarviðræð- urnar gætu hafist. Bresk og írsk stjórnvöld fögnuðu samkomulaginu sem einstæðu tækifæri til að semja um varanlegan frið eftir 28 ára baráttu Irska lýðveldishersins (IRA) gegn yfnráðum Breta yfir Norður-írlandi. „Eg vil að skjótur árangur náist í pólitísku viðræðunum,“ sagði Tony Blair. „Það verður eflaust erfitt en ég er staðráðinn í að tryggja að samkomulag náist ekki síðar en í maí. Þetta er það sem íbúar Norður-írlands vilja.“ Paisley sakar UUP um uppgjöf Samkomulagið nýtur stuðnings UUP, stærsta flokks norður-írskra sambandssinna, og Sinn Fein, stjórnmálaflokks IRA. Ian Paisley, leiðtogi Lýðræðislega sambands- sinnaflokksins (DUP), varð hins vegar ókvæða við málamiðlunina, en hann hefur sniðgengið undir- búningsviðræðurnar í Belfast þar sem hann óttast að samið verði um að binda enda á yfirráð Breta yfir Norður-írlandi. Paisley sakaði UUP um að hafa léð máls á „upp- gjöf“ og samningum um að Norð- ur-írland sameinaðist írlandi. Samkomulagið þýðir að allsherj- arviðræður um framtíð Norður- Irlands hefjast á mánudag. FBI birtir leyni- skjöl um Los Angeles. Tlie Daily Telegraph. BANDARÍSKA ahíkislögreglan FBI hefur látið af hendi flest leyniskjala sinna um John Lennon þar sem fjallað er um samskipti tónlistarmannsins við andstæð- inga Víetnamstríðsins og m.a. skýrt frá pólitískum athugasemd- um páfagauks. „Sjúkleg tortryggni" FBI hafði neitað að gera skjölin opinber í 16 ár á þeirn forsendu að það gæti ógnað öryggishags- munum Bandan'kjanna. Alríkis- lögi-eglan gaf þó eftir vegna til- mæla frá dómara í Los Angeles eftir að Jon Weiner, höfundur bókai- um Lennon, höfðaði mál til að fá aðgang að skjölunum. Hún samþykkti einnig að standa straum af málskostnaðinum. Mark Rosenbaum, lögmaður Lennon Weiners, segir skjölin sýna að al- ríkislögreglan hafi verið haldin „sjúklegri tortryggni" gagnvart andstæðingum Víetnamstríðsins og herskáum blökkumönnum. Rannsókn FBI hafi líkst vinnu- brögðum „hroðvirknislegustu æsifréttablaða sem hægt er að hugsa sér“. „Þessi skjöl sýna að FBI hafði ekkert betra að gera en að skrá tal páfagauks og velta sér upp úr slúðri og dylgjum um rokktónlist- armenn sem leyfðu sér að taka pólitíska afstöðu," sagði Rosen- baum. Lögmaðurinn vísar hér til skýrslu frá árinu 1972 þar sem skýrt var frá því að kona nokkur hefði kennt páfagauknum sínum að skjóta inn upphrópunum þegar hiti færðist í rökræður manna um stjórnmál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.