Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ Móðir mín og tengdamóðir okkar, VILBORG M. ÓLAFSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða lést á Sjúkrahúsi Akraness, miðvikudaginn 24. september. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldna. Katrín Georgsdóttir, Janus Bragi Sigurbjörnsson, Emilía Jónsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móöir, amma og langamma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Uppsalavegi 4, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 27. september kl. 14.00. Hermann Þór Aðalsteinsson, Auður Þórunn Hermannsdóttir, Sigurður V. Olgeirsson, Hera Kristín Hermannsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Jón Hermannsson, Helga Gunnarsdóttir, Kristján Hermannsson, Soffía Örlygsdóttir, Guðrún Helga Hermannsdóttir, Pálmi Jakobsson, Árni Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ERLENDUR GÍSLASON, frá Dalsmynni, Biskupstungum, lést miðvikudaginn 23. september. * Eyvindur Erlendsson, Örn Erlendsson, Sigrún Erlendsdóttir, Edda Erlendsdóttir, Sjöfn Halldórsdóttir, Gígja Friðgeirsdóttir, Einar Þorbjörnsson, Ágúst Jónsson. + Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN SIGURÐUR JÓNSSON frá Helgadal, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju laugar- daginn 27. september kl. 13.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GRÉTU SIGURÐARDÓTTUR, Brekkugötu 39, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á A-deild á dvalarheimilinu Hlíð fyrir frábæra umönnun. Aðalgeir Aðalsteinsson, Sigrún Aðalgeirsdóttir, Helga Aðalgeirsdóttir, Óskar Ingi Sigurðsson, Kristfn Aðalgeirsdóttir, Robert William Jagerson, Sindri Geir Óskarsson, Aron Daniel Robertsson. + Innilegar þakkir er sýndu okkur samúð við andlát og útför móður minnar, ömmu okkar og langömmu, KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Miðleiti 5, Finna Elly Bottelet, Kristbjörg Olsen, Selma Olsen, Kjartan Einarsson, Guðjón Einarsson, og barnabörn. JÓNINGIBJARTUR ZÓFONÍASSON + Jón Ingibjartur Zófoníasson fæddist á Fjalla- skaga í Dýrafirði 28. maí 1911. Hann lézt á Hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 19. september síðast- liðinn. Foreldrar Jóns voru hjónin Zófonías Sigurður Jónsson og Friðrika Kristín Guðmunds- dóttir búendur að Læk í Dýrafirði. Þau eignuðust tvo aðra syni: Hjörleif og Þorvald. Eru þeir báðir iátnir. Jón kvæntist 9. maí 1942 Svövu Ó. Thoroddsen, kenn- ara og síðar skólastjóra. Börn þeirra eru: Ólöf Sigríður, gift Stefáni Lárurssyni, Einar, kona hans er Soffía Guðrún Agústsdóttir, Sigurður Brynj- ar, kvæntur Sólrúnu Haf- steinsdóttur, og Brynjólfur, kvæntur Ingibjörgu J. Gunn- laugsdóttur. Barnabörn og barnabarnabörn Jóns og Svövu eru komin á þriðja tuginn. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Læk og vann við bú foreldra sinna fram um tvítugsaldur. Síðar nam hann járnsmiði hjá Vil- bergi Jónssyni á Flateyri. Var á raf- virkjunarnámskeiði á Isafirði; á nám- skeiðum i skósmíði, bókbandi og smíð- um. Jón gerðist starfsmaður við Héraðsskólann að Núpi haustið 1939. Frá 1940 var hann smíða- kennari við sama skóla allt til 1966. Jafnframt smíðakennsl- unni annaðist hann fjölmörg önnur störf í þágþi skólans. Starfsferli Jóns við Núpsskóla lauk árið 1988 er þau Svava fluttust suður í Kópavog að Kópavogsbraut la. Svava lést 1993. Útför Jóns fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá er ég minnist í stuttri kveðju ;engdaföður míns og frænda, Jóns ingibjarts Zófoníassonar frá Núpi i Dýrafirði, er svo sannarlega af mörgu að taka. Með Jóni Zófoníassyni er horfinn if heimi óvenju vandaður og heil- steyptur maður, er á engu því vildi líðast sem honum var trúað fyrir. Ég kynntist Jóni fyrst, þegar ég /arð sóknarprestur að Núpi fyrir tæpum þijátíu og sjö árum. Hafði hann þá verið starfsmaður héraðs- skólans þar um rösklega tveggja áratuga bil. Er tímar liðu fram varð starfsvettvangur Jóns að Núpi æ stærri og stærri enda bættust með árunum við nýjar byggingar í þágu skólans og nemendum fjölgaði mjög. Má t.d. geta þess að fyrr á árum meðan enn var einkarafstöð á staðnum, varð hann oftsinnis í vondum vetrarveðrum að dvelja langtímum við rafstöðina þá er krapastíflur mynduðust til að fá komið rafmagni á að nýju. Stór þáttur í starfi Jóns við Núps- skóla var að dytta að hinum og þessum hlutum svo að þeir væru í lagi, enda viidi hann hafa hlutina smáa og stóra í röð og reglu því hann var hið mesta snyrtimenni. í öllu hinu margþætta starfi í þágu skólans og ósjaldan fleiri að- ila, en sveitungar hans komu oft til hans með ýmsa hluti til viðgerð- ar, varð mjög svo áberandi óvenju- leg vinnusemi hans, er var að ég hygg einn af ríkustu þáttunum í skapgerð Jóns samofið trúmennsk- unni er fyrr var að vikið. Jón var mjög svo hagur í höndum og í raun listasmiður og ber t.d. lítil fiðla sem enn er varðveitt því fagurt vitni. Enn má og geta þess að hann hafði ótrúlega næmt auga fyrir því að leysa ýmsar tæknilegar þrautir, þar sem aðrir stóðu ráð- þrota andspænis. Jón Zófoníason var maður frem- ur fámáll, sér í lagi um sína einka- hagi, og honum víðsfjarri að trana sér fram á nokkurn máta. Hann var ekki maður háværra sam- kvæma en kunni þó vel við sig í félagsskap gamalla vina og kunn- ingja, einkum ættmenna. Jón hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka. Hann kunni og vel að meta ýmsa merkilega hluti er hann sá á ferðalögum bæði innanlands og utan, t.d. skipslíkön af ýmsum gerðum. Þegar undirritaður gekk að eiga Ólöfu, dóttur Jóns og Svövu, urðu kynnin við þau, heimili þeirra og synina þeirra þjá, Einar, Sigurð og Brynjólf, að sjálfsögðu miklu meiri. Og þau kynni urðu öll á þann veg að þar bar aldrei skugga á. Við þessi miklu vegaskil Jóns Zófoníassonar streyma fram minn- ingar horfinna daga, minningar um Jón og Svövu. Eg minnist hinna næstum árvissu ferða fjölskyldu minnar úr Rangárþingi vestur að Núpi á árum áður. Gott var þá að dveljast hjá þeim Jóni og Svövu og njóta gestrisni þeirra og hlýju ásamt sumarfegurð Dýrafjarðar, því að þau hjónin voru samhent í ósvikinni íslenzkri gestrisni, enda bar margan manninn að þeirra garði á árunum þeirra að Núpi. Það var okkur líka ómælt gleði- efni, þegar þau Jón og Svava dvöld- ust hjá okkur í Odda á árunum okkar þar, en það var reyndar næsta stopult. Kunnu þau bæði því lítt að una lengi án starfa, því að hann var síiðjandi við að lagfæra hina og þessa hluti en hún við þátttöku í heimilisstörfunum og að líta til með börnunum okkar, ef foreldrar þeirra þurftu að bregða sér af bæ. Fyrir allar þessa gömlu samveru- stundir, fyrir ómælda hjálpsemi og hlýhug í okkar garð færi ég honum fyrir hönd okkar fjölskyldunnar heilar þakkir. Eftir lát Svövu varð Jón einbúi í íbúð þeirra en naut jafnframt góðr- ar aðstoðar barna sinna. Þar undi hann hag sínum vel meðan stætt var. En þegar heilsu hans hnignaði mjög síðla á síðasta ári og síðan áfram jafnt og þétt varð ekki hjá því komist að hann fengi vist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Þar varð dvöl hans röskar sex vikur og lausnarstundin vísast kærkomin eftir þungt veikindastríð undir lok- in. Við endi þessa máls vil ég í umboði ástvina Jóns færa öllum þeim er veittu honum hjálp á einn eða annan máta í veikindum hans, svo sem Heimahjálpinni, Dagdvöl- inni, starfsfólki í Sunnuhlíð, lækn- um og öðrum alúðar þakkir. Að lyktum er það svo von vor og bæn að Jón Zófoníasson verði ætíð Guðs eilífu miskunn á vald falinn. Stefán Lárusson. Sumir menn verða minnisstæðari en aðrir. Ekki vegna þess að þeir veki athygli á sjálfum sér með yfir- læti, heldur vegna hógværðar sinn- ar, heiðarleika og iðjusemi. Þannig er Jón Zófoníasson, vinur minn og félagi, í minningunni. Haustið 1939 vorum við báðir ráðnir til starfa við Núpsskóla í Dýrafirði, þann ágæta skóla, sem sr. Sigtryggur Guðlaugsson stofn- aði, er þá var undir stjórn Björns Guðmundssonar en fáum árum síð- ar sr. Eiríks J. Eiríkssonar og munu fáir skólar hafa haft á að skipa jafn frábærum stjórnendum og Núpsskóli í tíð þessara mikilhæfu skólamanna. Þangað var því gott að koma, Jón kom frá næsta bæ, en ég úr fjarlægri sveit. Með okkur tókst gott samstarf og vinátta, enda gott til Jóns að leita. Jón var ráðinn smíðakennari að skólanum auk þess að sjá um allar viðgerðir á húsum og húsmunum, en þó ekki síst að gæta rafstöðvar skólans, sem var við Núpsána í um það bil kílómetra fjarlægð, en raf- magnsfræði hafði Jón lært á nám- skeiði þá skömmu áður. Hvert það starf, er Jóni var til trúað, rækti hann af frábærri alúð. Smíðakennsla fórst honum vel úr hendi, enda þjóðhagasmiður og átti gott með að umgangast nemendur. Enginn vildi gera honum á móti skapi. Margan góðan hlutinn, gerð- an undir handleiðslu Jóns, fóru nemendur með heim að skóla lokn- um. Með alla hluti er aflaga fóru, stóra og smáa, var farið með til Jóns, allt var það lagfært af sömu hógværðinni og látleysinu. Svo þótti nú námssveinum og kennurum gott að leita til hans með hársnyrtingu að kvöldinu í litlu kompuna við sundlaugina, þar sem hann hafði ýmis áhöld snyrtilega uppröðuð. Sá þáttur í starfi Jóns, sem efa- laust reyndi mest á, var eftirlitið með rafstöðinni, sem gaf birtu og yl nokkrum tugum heimilismanna. Ef rafstöðin bilaði var allt kalt og dimmt. Hennar gætti Jón sem sjá- aldurs auga síns og margar voru ferðirnar í frosti og hríðarbyljum, sem hann mátti fara og vera lang- tímum saman niður við rafstöð að veita krapi frá inntakspípunum, svo að rafstöðin gengi og aðrir nytu birtu og hlýju. Langur mun nýárs- dagurinn forðum hafa verið, þegar gera þurfti við brotið inntaksrör í frosti og stormi. En viðgerð lauk og Ijós ljómuðu um staðinn er leið að nóttu. Marga gönguferðina fórum við saman, stundum tveir einir, en oft- ast með nemendum. Minnisstæðast- ar eru mér tvær ferðir með hóp nemenda á hæstu fjöll Vestfjarða, á Glámu í mars 1941 og Kaldbak ári síðar. í þessum ferðum sem og í öðru, reyndist Jón hinn trausti og æðrulausi förunautur. í einkalífi sínu var Jón gæfumað- ur. Hann kvæntist árið 1942 Svövu Ó. Thoroddsen, kennara og síðar skólastjóra Barnaskóla Mýra- hrepps, hinni ágætustu konu og eignuðust þau fjögur börn er öll hafa hlotið hina bestu menntun. Um árabil bjuggum við með fjöl- skyldur okkar, ásamt álitlegum hópi nemenda um skólatímann, undir sama þaki við þröngbýli, er nú myndi talið. Börn þessara tveggja fjöl- skyldna stigu þar sín fyrstu spor og ólust upp í þessu nábýli í sátt og samlyndi og bundust vináttubönd- um. Aldrei kom til árekstra né sund- urlyndis þótt ærslafengin börn og unglingar ættu í hlut. Jón hætti störfum við Núpsskóla árið 1988 og hafði þá unnið þar í 49 ár. Við starfslok var hann heiðr- aður og þökkuð frábær störf í þágu skólans. Þá fluttu þau hjón í Kópa- voginn og bjuggu á Kópavogsbraut la (Sunnuhlíð), en þar andaðist Svava árið 1993 og eftir það bjó hann einn í íbúð sinni og naut frá- bærrar umhyggju barna sinna. Andlát Jóns bar upp á sama mánaðardag og ég kvaddi hann á hlaði Núpsskóla fyrir 41 ári. Sautj- án ára samstarfi okkar var lokið. Ég var að fara með fjölskyldu mína út í óvissuna, en hann varð kyrr, kennarar og stjórnendur komu og fóru, en Jón var hinn staðfasti starfsmaður skólans, sem þá átti enn eftir í rneira en þrjá ártugi að sjá um að íbúar staðarins nytu birtu og yls og leysa úr margskonar vanda með sama æðruleysinu og einkenndi hann alla ævi. Slíkra er gott að minnast. Við Sólveig og bömin okkar þökkum samfylgdina og vináttuna og vottum ástvinum þeirra, Jóns og Svövu, innilega samúð og óskum þeim blessunar á ókomnum árum. Ólafur H. Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.