Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter Vínberja- tínsla í París PARÍSARBÚI tínir vínber á lít- illi vínekru í Montmartre- borgarhlutanum í París. Vín- ekran er aðeins 1.556 fermetrar og uppskeran nægir yfirleitt til að framleiða um 400 flöskur af víni. Vín þessa árs verður nefnt „Cuvee Dalida“ til minningar um frönsku söngkonuna Dalida sem svipti sig lífi fyrir tíu árum. ♦ ♦ ♦ Nýr Banda- ríkjamaður til Mír Washington. Reuter. ÁKVEÐIÐ var í gær af yfirmönn- um bandarísku geimferðastofnun- arinnar (NASA) að geimfarinn David Wolf leysi af hólmi landa sinn Michael Foale, sem verið hefur um borð í rússnesku geimstöðinni Mír undanfarna mánuði. Wolf átti að halda áleiðis til Mír í nótt, en ráðgert var að skjóta geimferjunni Atlantis á braut um jörðu klukkan 2:34 í nótt að íslenskum tíma. Undanfama daga hafði verið efast um að Wolf leysti Foale af vegna efasemda um öryggi Mír, en ákvörðun NASA um að halda áfram samstarfi við Rússa er fyrst og fremst talin pólitísk þar sem samstarf risaveldanna á sviði geim- vísinda er orðið nokkurs konar tákngervingur friðsamlegs sam- starfs þeirra. Cimoszewics boðar afsögn Varsjá. Reuter. WLODZIMIERZ Cimoszewicz, starfandi forsætisráðherra Pól- lands, tjáði Aleksander Kwas- niewski forseta í gær að ríkisstjórn hans myndi fara frá bráðlega, svo að ný stjóm geti tekið við þegar nýkjörið þing landsins kemur sam- an í fýrsta sinn eftir nýafstaðnar kosningar 20. október næstkom- andi. Cimoszewics greindi fréttamönn- um frá því eftir fund með Kwas- niewski að hann hefði boðið afsögn ríkisstjómarinnar eins fljótt og unnt sé til að liðka fyrir viðræðum um myndun nýrrar stjómar. Hann sagði að með þessu ætti vera hægt að mynda nýja stjóm strax eftir fyrsta þingfund nýkjörins þings. Flokkur fýrrverandi kommún- ista, Lýðræðislega vinstribandalag- ið, sem Cimoszewicz tilheyrir, tap- aði í þingkosningum sem fram fóm síðastliðinn sunnudag og hlaut 27,1% atkvæða. Flokkurinn hefur verið í samsteypustjórn með Bændaflokknum frá því 1993. Viðræður gætu dregizt Sigurvegari kosninganna var kosningabandalag Samstöðu (AWS), sem 40 smáflokkar stóðu að í kring um verkalýðsfélagið Sam- stöðu, með 33,8% atkvæða. Þessi niðurstaða var staðfest formlega af kosningayfirvöldum í gær. AWS er nú í stjómarmyndunarviðræðum WLODZIMIERZ Cimoszewicz boðar afsögn sína í forseta- höllinni í Varsjá í gær. við fulltrúa Frelsisbandalagsins, sem er annar flokkur fyrrverandi andkommúnista, sem 13,4% at- kvæða í kosningunum. Þessar viðræður hófust í fyrra- dag og eftir því að dæma sem fór í milli forystumönnum samstarfs- flokkanna tilvonandi á fyrsta samn- ingafundi þeirra er líklegt að við- ræðurnar teygist nokkuð á langinn, þar sem töluverður áhrzlumunur er á stefnu flokkanna í ýmsum málum. Viðbrögð við óöldinni í Alsír Viðræður um hugs- anlega íhlutun New York. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Banda- ríkjanna og Frakklands sömdu um það á miðvikudag að hefja viðræður sem miðuðu að hugsanlegum sam- eiginlegum aðgerðum til að bregð- ast við þeirri atburðarás sem að undanförnu hefur átt sér stað í Alsír, þar sem blóðug fjöldamorð á saklausum borgurum hafa verið nær daglegt brauð um langt skeið. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði að utanríkisráðherrann Madeleine Albright hefði rætt möguleikana á samstarfí af þessu tagi á morgun- verðarfundi með Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands. Ráð- herramir ætluðu að athuga „til hvers ýtarleg umræða þeirra í milli gæti leitt hvað snertir aðgerðir á þessu svæði,“ sagði Rubin. En hann gat ekki nefnt hvaða kostir kæmu helzt til greina. Aðstoðarmenn ráð- herranna myndu finna út úr því. Albright og Vedrine hittust áður en Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, rauf þá þögn um óöld- ina í Alsír sem fram að því hafði ríkt á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hófst á mánudag. í ræðu sinni spurði Kinkel hve lengi alþjóðasamfélagið ætlaði að líta undan þegar önnur eins voðaverk fregnuðust. íhlutun ólíkleg að mati sérfræðinga Þrátt fyrir að fréttir af blóðugum fjöldamorðum í Alsír valdi hryllingi og áhyggjum víða um heim mun umheimurinn ekki gera neitt til að stuðla að pólitískri sátt í landinu. Þetta er mat vestrænna erindreka og fréttaskýrenda, sem Reuters- fréttastofan ræddi við. Fyrir þessu mati liggja þijár meginástæður, segja sérfræðingar. Ein er sú, að af ofbeldi í Alsír, hversu slæmt það kann að vera, stafar ekki hætta á frekari óstöðug- leika né þykir olíu- og gashagsmun- um vestrænna ríkja vera ógnað. í öðru lagi hafna stjómvöld í Alsír hvers konar umræðu um utanað- komandi málamiðlun eða íhlutun og loks ber til þess að líta að stjómar- herinn í Alsír hefur í raun sigrað í borgarastríðinu sem geisað hefur í landinu undanfarin fimm ár. Vopna- hié, sem einn áhrifamikill hópur ísl- amskra uppreisnarmanna lýsti yfir í vikunni er til marks um þetta. FJÖLDAMORÐ í ALSÍR ÍSLAMSKA frelsisfylkingin, AIS, í Alsír hefur lýst yfir vopnahléi frá 1. október. Vopnahié þeirra miöar aö þvi aö afhjúpa GIA, annan herskáan hóp íslamskra uppreisnarmanna, sem þeir kenna um fjöldamorö á óbreyttum borgurum. Ófriöurgaus upp i Alsírsnemma árs 1992 eftir aö yfirvöld afiýstu kosningum. Siöan þáhafa 60.000 manns falliö í átökunum. 1997 - ÁR FJÖLDAM0RÐA Verstu fjöldamoröin (skv. fjölmiölum í Alsír): 05. apríl - íslamskir uppreisnarmenn drepa alla íbúa 52manna þorps í Medea-héraöi. 22. april - Uppreisnarmenn drepa 93 þorps- búa á Bougara svæöinu, þeirra á meöal ungar stúlkur ogþrjú börn. Q| 7. júli - 51 óbreyttur borgari drepinn i 4 árás- ' um í Algeirsborg og nágrenni. Q 13 júlí-Menn sem tatdireru tilheyra íslömsk- ' um uppreisnarmönnum drepa a.m.k. 44 íþorp- um nálægt Ksar el Boukhari. <j| 23 júli - Menn sem taldir eru islamskir upp- reisnarmenn drepa 47 i tveimurþorpum nálægtBilda. Q 27. júll - Menn sem taldir eru íslamskir upp- ' reisnarmenn drepa 44 íþorpi nálægt Larba sunnan Algeirsborgar. €J 29. júli -Vopnaöirmennskjóta rúmlega 70 ' manns í þorpum nálægt Algeirsborg. 02. ágúst-íslamskir uppreisnarmenn drepa rúmlega 80 þorpsbúa 1 þorpum suöur al Algeirsborg 1 tveimur árásum. 05. ágúst - íslamskir uppreisnarmenn drepa "' rúmlega 100 óbreytta borgara ínokkurra daga árásum á Blida-héraö sunnan Algeirsborgar. 0 W.ágúst - Islamskir uppreisnarmenn drepa " 40 manns! Medea-héraöi. 0 22. ágúst - Menn sem taldir ew islamskir " uppreisnarmenn drepa 64 og ræna 15 stúlkum i næturárás á þorpiö Souhane i Blida-héraöi. 0 26. ágúst -100 manns drepnir i árásum sem geröar voru á Beni Ali-svæöiö tvær nælur i röö. 029. ágúst - Islamskir uppreisnarmenn drepa 98 manns og særa a.m.k. 120, aöallega konur og börn f Sidi Rais. 05. sept-A.m.k. 49óbreyttirborgarar falla i ' árásum á Beni Messous i Algeirsborg. 018. sept - Uppreisnarmenn drepa 53 manns á " Beni Slímane-svæöinu. 023. sept - ibúar tilkynna morð á 200 manns i ' skjóli nætur í Barakihvertinu í Algeirsborg. REUTERS » Evrópuráðinu ráðið að svipta Króatíu aðild vegna mannréttindabrota Bréfi Banda- ríkjamanna illa tekið Hamstra mat og sandpoka YFIRVÖLD í Arizona vömðu fólk við akstri um ákveðin svæði vegna flóðahættu af völdum úrkomu úr fellibylnum Nóm síðdegis í gær að staðar- tíma. Örlítið dró úr styrk Nóm er hún fór yfir Baja Kalifor- níu-skagann. íbúar Arizona hömstmðu mat og sandpoka í gær og víða hefur verið gef- . ið frí í skólum vegna yfirvof- andi óveðurs. Spáð var skyndi- flóðum og mikilli úrkomu í suðaustanverðri Kaliforníu, Nevada, Utah og allt til vest- urhluta Colorado og Nýju Mexíkó af völdum Nóru. Á Yuma-svæðinu í Arizona var gert ráð fyrir 20 sentímetra úrkomu meðan veðrið færi yfir en það jafngildir tveggja ára meðalúrkomu á svæðinu. Strassborg. Morgunblaðið. í BRÉFI frá bandaríska utanríkis- ráðuneytinu er þeim tilmælum beint til þings Evrópuráðsins, sem nú sit- ur í Strassborg, að Króatíu verði vísað úr ráðinu vegna brota yfir- valda þar á Dayton-samkomulaginu og mannréttindabrota sem farið hafi versnandi eftir inngöngu lands- ins í ráðið fyrir tæpu ári. Auk þess hafí ekki verið staðið við loforð sem utanríkisráðherra Króatíu gaf á þingi Evrópuráðsins í júní á síðasta ári. Mælst er til að þingið vísi brott- rekstrinum til ráðherranefndar ráðsins, sem sárasjaldan hefur tekið slíkar ákvarðanir. Tilmælunum var illa tekið í ráðinu, sem vill ekkert með slíkar fyrirskipanir Bandaríkja- manna hafa. Við bætist bréf frá bandarísku þingnefndinni um alþjóðasamskipti, vegna álits Evrópuráðsins á refsiað- gerðum Bandaríkjastjórnar gagn- vart fyrirtækjum, sama hvers lensk- um, sem eiga í viðskiptum á Kúbu þar sem eigur, er teknar voru af bandarískum aðilum þegar byltingin var gerð þar, koma við sögu. Tilefn- ið er skýrsla Evrópuráðsþingsins frá því í sumar, þar sem svokölluð Helms-Burton-lög, sem heimila refsingarnar, eru harðlega gagn- rýnd. I skýrslunni segir að Banda- ríkin geti ekki einhliða ákveðið hveijir eigi fyrrverandi fasteignir Bandaríkjamanna á Kúbu, það brjóti í bága við alþjóðalög og viðskipta- reglur og hafi neikvæð áhrif á sam- skipti Evrópu og Bandaríkjanna. Hvatt er til afnáms eða breytingar laganna, en bréf Benjamins A. Gil- mans, formanns Bandarísku nefnd- arinnar, snýst um að skýrslan sé á misskilningi byggð. Á fundi nefndar formanna og ráðherra eða sendiherra í gærkvöldi var fjallað um bréfið um Króatíu. Sveinn Bjömsson sendiherra og Lára Margrét Ragnarsdóttir alþing- ismaður sátu fundinn og sagði Lára að mörg og misvísandi bréf um mannréttindabrot hefðu borist Gunnari Janson, talsmanni Króatíu hjá Evrópuráðinu. Ljóst væri að margt væri að í þessum efnum, líkt og hjá ýmsum öðrum nýjum löndum í ráðinu. Ein eða tvær ferðir yrðu farnar í næsta mánuði til að kanna þessar ásakanir og ekki farið út í harkalegar aðgerðir nema að þeim fullsönnuðum. Janson talaði í hvetjandi tón til Króata, að sögn Láru, og margir þingmenn veltu því fyrir sér í gær hvers vegna Króatía væri tekin fyr- ir, frekar en til að mynda Ukraína eða Albanía. Bandaríkjamenn hefðu hingað til haldið verndarhendi yfir Króötum, nú virtist sambandið milli þeirra hafa versnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.