Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ________________GREIMARGERÐ_______________ ÖFLUGUR MENGUNAR- VARNABÚNAÐUR TEKINN í NOTKUNí OKTÓBER Krossanesverksmiðjan hefur sætt gagnrýni ná- granna sinna á Akureyri fyrir mengun og illþefjandi útblástur úr reykháfum, einkum að sum- arlagi. í greinargerð, sem Morgunblaðinu hefur borizt er þessari gagnrýni svarað og skýrt frá áformum um að taka í notkun nýjan mengunar- varnabúnað nú í október. Forráðamenn Krossaness hf. útskýra hér gerð búnaðarins, sem þeir segja umhverfisvænan og rekinn á innlendum orkugjafa, sem þeir segja þjóðhagslega hagkvæman. Morgunblaðið/Páll A. Pálsson. ATHAFNASVÆÐI Krossaness hf. á Akureyri. Nýbúið er að end- urnýja klæðningu verksmiðjuhússins og mála tanka. Þá verður mjög öflugur mengunarvarnabúnaður tekinn í notkun í lok októ- ber nk. og við það mun draga verulega úr þeim óþægindum sem bæjarbúar hafa orðið fyrir vegna lyktar frá verksmiðjunni. „AÐ UNDANFÖRNU hefur verið kvartað talsvert undan þeirri lykt sem fylgir starfsemi verksmiðja sem taka loðnu, síld og ýmsan fiskúrgang til bræðslu. Óánægjan hefur verið mest á sumrin og ástæðan er ein- föld: Þá er loðnan full af átu og rotn- ar hratt og skemmist í sumarhitanum og lyktin frá bræðslunni er því þrá- látari en ella. Forsvarsmenn Krossaness hf. á Akureyri hafa unnið ötullega að því að draga úr mengun frá verksmiðju sinni og nú hillir undir að þeim fram- kvæmdum ljúki. Það er því við hæfi að gera grein fyrir því í hvetju endur- bæturnar eru fólgnar og hvað komi til með að breytast og hvenær. Mengunarvarnabúnaður fyrst settur upp árið 1981 Krossanesverksmiðjan hefur ávallt látið umhverfismál mjög til sín taka. Hún var langfyrst slíkra verksmiðja til að setja upp búnað sem eyddi reyk og minnkaði lykt frá bræðsl- unni en sá búnaður var tekinn í notk- un árið 1981. Stórbruni varð í verksmiðjunni í árslok 1989, eins og nánar verður vikið að síðar. Við enduruppbyggingu verksmiðjunnar tóku stjórnendur hennar ákvörðun um að hætta að framleiða gufu með olíubrennslu. Þess í stað voru fest kaup á afkast- amiklum rafskautskatli til gufufram- leiðslu og var hann tekinn í notkun árið 1990. Umhverfisvænn — en Helstu kostirnir við þennan búnað eru að hann nýtir innlendan orku- gjafa, sem að sjálfsögðu er talið þjóð- hagslega hagkvæmt. Að auki er hann umhverfisvænni en svartolíuketill að því leyti að engin mengun fylgir raf- orkunni en koldíoxíðmengun er hins vegar óhjákvæmilegur fylgifiskur olíubruna. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að með nýja búnaðinum var ekki unnt að brenna lyktinni eins og hægt var í þeim gamla. Skipt yfir í svartolíu að nýju Haustið 1996 hófust viðræður milli forsvarsmanna verksmiðjunnar og fulltrúa frá Hollustuvemd ríkisins, í tengslum við útgáfu á nýju starfs- leyfi fyrir verksmiðjuna. Þar var ekki síst rætt um það vandamá! sem lykt- armengun frá verksmiðjunni er. Holl- ustuvemd taldi að til að draga úr henni væri áhrifaríkast að setja að nýju upp svartoiíuketi! við verksmiðj- una eins og var fyrir brunann árið 1989. Stjóm Krossaness hf. ákvað að fara þá leið og hóf þegar að láta hanna byggingar og annan búnað sem til þyrfti. Nýr svartolíuketill, ásamt tilheyrandi búnaði var síðan pantaður í byijun mars á þessu ári, skömmu áður en starfsleyfi verk- smiðjunnar var endumýjað. Reyknum eytt og ammoníakssambönd brennd Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra í stuttu máli hvernig nýi búnaðurinn virkar. Fyrst er reyknum frá bræðslunni eytt í þvottatumi. Reykurinn er leiddur í gegnum sjóúða sem sprautað er inn í turninn. Við það þéttist reykurinn og breytist í ósýnilegt loft, sem þó er ekki lyktar- laust eins og bæjarbúar vita! Það loft er síðan leitt inn í brennsluofn við 800 gráða hita í 1/3 úr sekúndu. Við það brenna ammoníakssamböndin í loftinu og lyktin hverfur að mestu. Nýi búnaðurinn tekinn í notkun í lok október Upphaflega var áætlað að taka nýja mengunarvarnabúnaðinn í notk- un í september á yfirstandandi ári. í sumarbyijun var ljóst að einhver töf yrði á verkinu. Hún stafaði af van- efndum framleiðanda búnaðarins í Bandaríkjunum, sem afgreiddi hann til Krossaness hf. tveimur mánuðum seinna en samið var um. Þrátt fyrir þessar tafír höfum við sett okkur það markmið að taka búnaðinn í notkun fyrir lok október- mánaðar. Þá ætti að draga verulega úr þeim óþægindum sem bæjarbúar hafa orðið fyrir vegna lyktar frá verksmiðjunni. Þeim dögum mun jafnframt fækka til muna þegar lykt finnst frá verksmiðjunni, auk þess sem lyktin ætti að verða minni þegar hennar verður á annað borð vart. Vilji okkar er og hefur ávallt verið sá að koma þessum málum í eins gott lag og unnt er. Kostar á fimmta tug milljóna Áætlaður kostnaður við nýja mengunarvarnabúnaðinn, þ.e. svart- olíuketilinn, þvottaturninn, tilheyr- andi lagnir, hönnun o.fl., ásamt úr- bótum í frárennslismálum, nemur um 43 milljónum króna. Tilkoma svartol- íuketilsins eykur rekstraröryggi verksmiðjunnar, því þótt raforka sé alltryggur orkugjafi er hún ekki óbrigðul. Vert er að geta þess að verksmiðj- an er nú búin mjög fullkomnu eld- vamakerfi sem beintengt er inn á slökkvistöð. Það eru því hverfandi líkur á að sagan frá 1989 endurtaki sig. Þess skal einnig getið að frá því að verksmiðjan brann hefur trygg- ingafélag hennar einungis tvívegis þurft að greiða út bætur vegna tjóna eða slysa í Krossanesi. Rótgróið fyrirtæki Krossanesverksmiðjan var reist af Norðmönnum árið 1912. Árið 1946 keyptu innlendir aðilar, með Akur- eyrarbæ { broddi fylkingar, verk- smiðjuna af þeim og var bærinn lang- stærsti eignaraðilinn næstu áratug- ina. í árslok 1989 var verksmiðjunni breytt í hlutafélag og átti Akureyrar- bær 99,9% hlutafjár. í mars árið 1995 var samþykkt að auka hlutafé verksmiðjunnar til að fjárfesta í nýj- um tækjum og búnaði. Akureyrar- bær ákvað að nýta ekki forkaupsrétt sinn á nýju hlutafé og þrír aðilar keyptu sig þá inn í reksturinn. Eftir þær breytingar átti bærinn um 80% hlut í verksmiðjunni. í árslok 1995 ákvað bærinn síðan að losa sig út úr rekstrinum og tók kauptilboði sem hópur fjárfesta stóð að. Núverandi hluthafar eru tæplega 90 talsins. Bruninn Að morgni gamlársdags 1989 varð stórbruni í verksmiðjunni, eins og flestum er enn í fersku minni. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá svartolíukatli. Allar raflagnir hússins gereyðilögðust og vélar og tæki skemmdust illa og þurftu í gagngera hreinsun og viðgerð. Nokkrir mánuð- ir liðu og mikil umræða varð um það í bæjarkerfinu hvort bæjaryfirvöld ættu að hefja verksmiðjurekstur í Krossanesi að nýju. Það varð þó ofan á að lokum og hjólin þar tóku að snúast að nýju þann 15. nóvember 1990, tíu og hálfum mánuði eftir brunann. Öflugur rekstur í Krossanesi starfa nú 24 starfs- menn allt árið. Að auki starfa 6 manns í fiskimjölsverksmiðju félagsins í Ól- afsfirði en hún var keypt af Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar í árslok 1996. Þá er mikil þjónusta keypt af ýmsum verktökum á Akureyri. Ennfremur má nefna að Akureyrarhöfn hefur dijúgar tekjur af starfsemi verksmiðj- unnar; í formi Iöndunargjalda, vöru- gjalda, vigtana o.fl. sem tengjast dag- legum rekstri hennar. Til marks um það má nefna að í fyrra námu tekjur Akureyrarhafnar vegna starfseminn- ar í Krossanesi um 10 milljónum króna, sem var u.þ.b. 10% af heildar- tekjum hafnarinnar það ár. Velta Krossaness hf. í fyrra nam 980 milljónum króna, sú langmesta á einu ári frá upphafi, enda vertíðin með afbrigðum góð. Gert er ráð fyr- ir að veltan í ár verði 15- 20% minni. Frumkvæði í endurvinnslu og umhverfisvernd Sem fyrr segir hafa forsvarsmenn Krossaness hf. látið umhverfismál mjög til sín taka. í því sambandi er rík áhersla lögð á að fullnýta hráefni sem gengur af við vinnslu hjá öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum og væri að öðrum kosti hent. Krossanesverksmiðjan hafði frum- kvæði að því að hefja vinnslu á rækjuskel en þar er um þýðingarmik- ið umhverfisverndarmál að ræða. Þrátt fyrir það þurftu forsvarsmenn verksmiðjunnar að hafa talsvert fyrir því að fá þar til kvödd yfirvöld í lið meó sér við að þrýsta á forsvarsmenn rækjuvinnslna um að hætta að henda skelinni í sjóinn eins og fram tii þess tíma hafði ávallt verið gert. Vélar til vinnslunnar voru keyptar árið 1991 og jafnframt hefur Krossanes hf. lagt fjórum rækjuvinnslum á svæðinu til búnað til að skilja skelina frá pillunarvatninu áður en það fer í sjóinn. Um 4.000 tonn af rækju- skel eru nú unnin í verksmiðjunni ár hvert og kemur skelin frá Strýtu á Akureyri, Söltunarfélagi Dalvík- inga, Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og Geflu á Kópaskeri. Árið 1993 var settur upp búnaður til lýsisvinnslu og hefur verksmiðjan framleitt lýsi úr um 120 tonnum af lifur árlega. Að auki tekur verksmiðj- an árlega við 7-8 þúsund tonnum af annars konar fiskúrgangi til bræðslu frá fiskvinnslustöðvum á Eyjafjarðarsvæðinu. Ennfremur má nefna að árið 1995 var settur upp í verksmiðjunni bún- aður til vinnslu loðnuhrogna. Hann hefur aukið möguleika verksmiðj- unnar til hráefnisöflunar og skapað atvinnu hjá nokkrum fiskvinnslufyr- irtækjum á svæðinu. Ofangreint miðar allt að því að bæta nýtingu á sjávarfangi og draga úr mengun umhverfísins. Að auki gefst sjómönnum og fiskvinnslufólki kostur á að auka tekjur sínar og hlýt- ur það að teljast ótvíræður kostur. Samstarf við fóðurvörufyrirtæki Loks má nefna að Krossanesverk- smiðjan hefur náið samstarf við fóð- urvörufyrirtæki á svæðinu, þ.e. Laxá og Fóðurvörudeild KEA. Fyrirtækin fá mikið af hráefni sínu frá Krossa- nesverksmiðjunni og starfsemi þeirra byggist að verulegu leyti á því að hafa svo stóran hráefnisbirgi í ná- grenninu. Þessi samvinna hefur gef- ist mjög vel og verið öllum aðilum til hagsbóta. Þegar stóriðjuframkvæmdir eru annars vegar er gjarnan talað um þau margfeldisáhrif sem fyrirhug- aður rekstur hafí í för með sér. Af framansögðu er ljóst að mergfeldis- áhrif Krossaness hf. á atvinnulíf á Eyjaflarðarsvæðinu eru umtalsverð. Miklar framkvæmdir Á undanförnum árum hefur verið lagt í mikinn kostnað við endurbætur á verksmiðjunni og kaup á tækjum og búnaði. Frá árslokum 1995, þegar nýir eigendur tóku við rekstrinum, og til loka yfirstandandi árs, mun um 300 milljónum króna hafa verið varið til þessara hluta. Þar við bæt- ist hefðbundið viðhald verksmiðjunn- ar, sem einnig hefur verið viðamikið. Margt af þessum framkvæmdum hefur þegar verið tíundað. Að auki má nefna kaup á fullkomnu tölvu- kerfi til að stýra vinnsluferli verk- smiðjunnar og endurbætur á frá- rennsliskerfi hennar. Þá er nýbúið að endurnýja klæðningu verksmiðju- hússins og mála tanka og í haust er stefnt að því að ljúka malbikunar- framkvæmdum á lóðinni. Allt eru þetta liðir í að fegra umhverfið og auka sátt um reksturinn." Fyrir hönd Krossaness hf., Jóhann Pétur Andersen, fr amkvæmdastj óri Þórarinn Kristjánsson, stjórnarformaður BRIPS ___________ U m s j 5 n Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga og Breiðholts Ágætis þátttaka var á fyrsta spila- kvöldi sameinaðra spilaklúbba, Brids- félags Breiðfirðinga og Breiðholts, 20 pör mættu til leiks fímmtudaginn 18. september. Spilaður var Mitchell-tví- menningur með forgefnum spilum og efstu pörin í hvora átt með verðlaunuð með rauðvínsflöskum. Hæstu skorinni í NS náðu eftirtalin pör: RapheiðurNielsen - Júlíus Sigurjónsson 261 Jakob Kristinsson - Sveinn R. Eiríksson 232 Bima Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórsson 228 Friðrik Jónsson - Halldór Aðalsteinsson 227 Hæsta skorið í AV: Óli Bjöm Gunnarsson - Jón Stefánsson 265 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 244 María Asmundsd. - Steindór Ingimundarson 230 Guðmundur M. Jónsson - Hans Isebam 227 Halldór Ármannsson - Gísli Sigurkarlsson 227 Næsta fimmtudagskvöld, 25. sept- ember, verður aftur spilaður eins kvölds Mitchell-tvímenningur með for- gefnum spilum og rauðvínsverðlaun- um fyrir hæsta skorina I hvora átt. Dagskrá félagsins verður lögð fram á því spilakvöldi. Allir spilarar eru vel- komnir. Bridsd. Félags eldri borgara Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjud. 16. sept. 30 pör mættu og urðu úrslit: N/S: Ingibjörg Halldórs. - Sigvaldi Þorsteinsson 376 Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannsson 365 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 357 Þórarinn Amason - Þorleifur Þórarinsson 356 A/V: Jón Stefánsson - Magnús Oddsson 422 Hannes Alfonsson - Einar Einarsson 369 EmstBackman-JónAndrésson 353 HelgaHelgad.-JúlíusIngvarsson 350 Meðalsk. 312 Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaginn 19. sept. 24 pör mættu, úrslit: N/S: Eysteinn Einarsson - Lárus Herm.286 Rafn Kristjánsson - Oliver Kristóf. 266 Helgi Vilhj. - Guðmundur Guðm. 262 Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jör. 232 Helga Helgad. - Árni Jónasson 232 A/V: ValdimarLáruss. - Siguij. Siguij. 253 Emst Backman - Jón Andrésson 247 BaldurÁsgeirss. - Magnús Halld. 247 Hannes Alfonss. - Einar Einarss. 243 Meðalsk. 216 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna MÁNUDAGINN 22. sept. sl. var spilaður eins kvölds tvímenningur. 30 pör mættu. Meðalskor 364. Besta skor í N/S: Friðrik Jónsson - Nicolai Þorsteinsson 428 Guðm. Guðmundsson - Gísli Sveinsson 404 Gróa Guðnad. - Lilja Halldórsd. 391 GeirlaugMagnúsd.-TorfiAxelsson 391 Besta skor í A/V: Jón Stefánsson - Torfi Ásgeirsson 469 Jóhannes Guðmannss. - Aðalbjörn Benediktss. 461 Sturla Snæbjörnsson - Cecil Haraldsson 383 Mánudaginn 29. sept. nk. fer af stað aðaltvímenningur, 3-5 kvölda barómeter. Upplýsingar og skrán- ing hjá Ólafi í síma 557 1374, Ólínu í síma 553 2968 og hjá BSÍ í síma 587 9360. Þá er hægt að skrá sig á spilastað í Þönglabakka 1 ef mætt er tímanlega á mánudögum fyrir kl. 19.30. Hausttvímenningur Hreyfils Staðan eftir 2 lotur: Flosi Ólafsson - Sigurður Ólafsson 770 Guðmundur Magnússon - KáriSiguijónsson 762 Birgir Kjartansson - Ámi Kristjánsson 738 Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen 735 Óli B. Gunnarsson - Valdimar Elíasson 707 Óskar Sigurðsson - Þorsteinn Berg 674 Skafti Bjömsson - Jón Sigtryggsson 669 Sveinn Kristinsson - Magni Ölafsson 655 Öm Friðfinnsson - Jóhannes Eiríksson 654 Bikarkeppni Reykjaness ÚRSLITALEIKUR Bikarkeppni Reykjaness 1997 verður spilaður í Gaflinum í Hafnarfirði laugardag- inn 27. september kl. 11.00. Áhorf- endur velkomnir. Hafin er skráning í Bikarkeppni Reykjaness 1998. Skráningu lýkur 12. okt. nk. Dregið verður á spila- kvöldi Hafnfirðinga 13. október. Talið við fulltrúa BRU í félögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.