Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðstefna Landssambands eldri borgara og Oldrunarráðs Islands um lífeyrismál Lengri aldur áhrifamesta bylting 20. aldarinnar Morgunblaðið/Ámi Sæberg CREEDON taldi að til greina gæti komið að bjóða upp á próventusamninga hér á landi. FJÖLMENNI sótti ráðstefnuna. ALDURSDREIFING ÞJOÐVERJA 1910 Karlar Konur 1992 2040 (áætlað) 1 1 [Z ZZl EZ =] c : ' i . 1 1' □ r ^ i :i i SZ i I i 1 i I - ' i L "• i r-r— L \ÉMÉá íbúafjöldi í milljónum 64,9 Ibúafjöldi í milljónum 81,0 ibúafjöldi I milljónum 72,4 ALDURSÞRÓUN í Þýskalandi sýnir vel hvað vandinn framundan er stór. EIN áhrifamesta byltingin á 20. öldinni felst ekki í framförum á sviði tækni eða samgangna heldur í sífellt hærri aidri. Lengri ævi hefur ekki aðeins áhrif á hvern og einn heldur samfélagið í heild. Með því að minna á þessa staðreynd hóf dr. Michael Creedon frá John Hopkins-háskólanum_ fyrirlestur undir yfirskriftinni „Áhrif aldurs á þjóðfélagið" á ráðstefnu Lands- sambands eldri borgara og Öldrun- arráðs íslands um Lífeyrismál aldr- aðra á Hótel Sögu í gær. Hann nefndi að sérstaklega þyrfti að huga að þrennu í tengsl- um við lengri aldur. Hið fyrsta væri að fleiri vinnufærir kæmust á eftirlaunaaldur en áður. Stór hópur óskaði eftir því að halda áfram á vinnumarkaðinum og mis- jafnt væri hvernig komið væri til móts við óskir aldraðra um hluta- störf og sveigjanlegan vinnutíma. Bandaríkjamenn hefðu reynt að koma til móts við óskir aldraðra og hefði hámark árslauna áður en bætur skerðast nýlega verið hækk- að úr 8.000 dollurum í 30.000 dollara (rúmar 2,1 milljónir ísl. kr.). Ekki væri síður mikilvægt að aldraðir tækju að sér ný hlutverk að starfsævi lokinni. Aldraðir hefðu mikilvægu hlutverki að gegna við að uppfræða og koma menningararfinum til skila til næstu kynslóðar. Að lokum nefndi Creedon að meiri áherslu þyrfti að leggja á að aldraðir fengju þjón- ustu við hæfi. Tvennu þyrfti að huga sérstaklega að. Annars vegar að ganga ekki á rétt hinna öldruðu til að taka ákvarðanir um eigið líf og hins vegar að valda eins litlu raski og hægt er, t.d. með því að fá fyrst hjálp heim. Dr. Desmond McCarthy, yfir- hagfræðingur Alþjóðabankans í Wasington, talaði um uppbyggingu lífeyriskerfa í alþjóðlegu sam- hengi. Hann sagði að, m.a. vegna aldurssamsetningar þjóða, væru talsverðir erfiðleikar í lífeyrismál- um víða um lönd. Helst þurfa líf- eyriskerfi að hans mati að vera sjálfbær í efnahagslegu, félagslegu og pólitísku tilliti. Þau verða að veita öldruðum fjárhagslega trygg- ingu jafnframt því að geta vaxið. Umönnun greidd með húseign Eftir erindi McCarthys steig Creedon aftur í pontu og tók fram að ríkjandi viðhorf bandarískra stjórnvalda um lágmarksumfang hins opinbera hefði m.a. leitt til niðurskurðar í opinberum trygg- ingarkerfum. Ellilífeyrisaldur hefði verið hækkaður úr 65 árum í 67 ár og einstök ríki fengið meira svigrúm til að þróa lífeyriskerfi. Creedon talaði sérstaklega um umönnunartryggingar og svokall- aða próventusamninga (Reverse Mortgages). Hann sagði að liðin væru 15 ár frá því farið hefði verið að bjóða upp á umönnunartryggingar í ein- hveijum mæli. Nú biðu 150 trygg- ingarfélög umönnunartryggingar og væru tryggingaþegar orðnir yfir 5 milljónir. Smám saman hefði tryggingin orðið víðtækari og flest- ir byðu tryggingu með heimaþjón- ustu og víðtækri stofnanaþjónustu. Sú staðreynd að langflestir bandarískir ellilífeyrisþegar eiga skuldlausa húseign og fasteigna- verð hefur farið hækkandi gerir svokallað próventusamninga mögulega. Samningarnir felast í því að sparifé, sem oftast er bund- ið í húseign, er nýtt til að greiða fyrir umönnun af einhveiju tagi. Dæmi eru um að ekkert sé greitt af þjónustunni fyrr en að. samn- ingstíma liðnum. Stundum er eign- in seld og breytt í t.d. skuldabréf og greitt reglulega. Enn aðrar út- færslur eru til. Frídagur aflagður Síðastur á mælendaskránni fyrir hádegi var dr. Gerd Naegele, pró- fessor í öldrunarfræðum við há- skólann í Dortmund í Þýskalandi. Hann sagði að umræðan um umönnunartryggingar hefði hafist fyrir 20 árum í Þýskalandi. Ekki væri hins vegar nema þrjú ár frá því að umönnunartryggingar voru lögfestar. Naegele sagði að af því erfitt hefði verið að fá atvinnurekendur til að greiða kostnað af umönn- unartryggingunum á móti starfs- mönnunum hefði endirinn orðið sá að leggja niður einn frídag á ári til að ná endum saman. Hópi þeirra sem þurftu á umönnun að halda var skipt í þijá hópa eftir því hversu þörf viðkomandi fyrir að- stoð var mikil og var valfrelsi um hvort viðkomandi fengi fjárhags- aðstoð eða umönnun. Athygli vakti að langflestir eða 80%, ef mest ósjálfbjarga hópurinn var ekki meðtalinn, valdi fjárhagsaðstoð fram yfir umönnun. Sú niður- staða þykir fremur neikvæð og eftirlit er haft með að viðkomandi hljóti viðeigandi umönnun. Önnur gagnrýni snýr að því að erfitt sé að meta heildarþörfina, skilgrein- ingin á umönnuninni sé of þröng, úrbætur séu takmarkaðar og vandamál komi upp í tengslum við samræmingu á umönnunartrygg- ingunum og sjúkratryggingunum. Staða lífeyrissjóða í heild afar góð Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka íslands, var fyrstur á mælendaskrá eftir hádegi og fjallaði hann um uppbyggingu íslensks lífeyrisjóðakerfis. Hann sagði m.a. frá því að grundvöllur núverandi lífeyrissjóðakerfis á al- mennum vinnumarkaði hefði verið lagður í kjarasamningum vorið 1969, þegar ákveðið hefði verið að greiða 10% iðgjald til sjóða sem byggðu á fullri sjóðssöfnun. „Á þessum tíma var aðeins greiddur grunnlífeyrir í almannatrygging- um sem samsvaraði 17% af at- vinnutekjum verkamanns fyrir skatt. Áætlað hefur verið að verka- maður sem verið hefur meðlimur í almennu sjóðunum sem settir voru upp í framhaldi af samning- unum 1969 og fór á ellilífeyri 1994, muni fá úr almannatryggingum og frá sjóðunum sem samsvarar 68-70% af atvinnutekjum fyrir skatt. Þetta sýnir umskiptin,“ sagði hann. „Og þetta hlutfall mun enn vaxa á næstu árum þar sem sjóðirnir hafa ekki enn náð fullum þroska.“ í máli Más kom ennfrem- ur fram að í árslok 1996 hefðu verið 57 fullstarfandi lífeyrissjóðir á íslandi. Af þeim væru 48 sam- eignarsjóðir og 9 séreignarsjóðir. Þá kom Már að því í erindi sínu að staða lífeyrissjóðanna væri mun betri en umræða undanfarinna ára gæfi til kynna, m.a. vegna góðrar raunávöxtunar og _ lækkandi rekstrarkostnaður. „Á árabilinu 1992 til 1996 var meðaltalsávöxt- un allra sjóða rétt tæp 7%. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður sjóð- anna sem hlutfall af eignum farið lækkandi og var á síðasta ári tæp 0,3%. Nú er svo komið að eignir flestra fullstarfandi sameignar- sjóða nægja fyrir skuldbindingum, sérstaklega þegar tekið er tillit til endurmats eigna. Ýmsir sjóðir hafa verið að auka við réttindi að undan- förnu og er líklegt að framhald verði á því,“ sagði hann. Már sagði einnig frá því að eign- ir lífeyrissjóðakerfisins hefðu num- ið 307 milljörðum króna í árslok 1996, sem samsvaraði rúmlega 64% af landsframleiðsiu. „Eignir sjóðanna eru því orðnar meiri en bankakerfisins og einnig fjárfest- ingarlánasjóðanna." Már sagði ennfremur að eignir sjóðanna myndu vaxa mikið á næstu áratug- um og væri áætlað að þeir myndu nema um 1 'A landsframleiðslu um miðja næstu öld. Lífeyristryggingar færast í vöxt Dörthe Höeg, félagsfræðingur á rannsóknarstofu í öldrunarfræðum í Kaupmannahöfn, fjallaði um upp- byggingu danskra almannatrygg- inga og lífeyriskerfis. Hún hóf mál sitt á því að segja frá því að danskt samfélag væri að grunni til velferð- arsamfélag og að heilbrigðis- og félagsleg þjónusta væri fyrst og fremst í höndum opinberra aðila. „Þjónustan er annaðhvort án endurgjalds eða mikið niðurgreidd og útgjöldin eru byggð á skattfé en ekki ftjálsum framlögum.“ I erindi sínu talaði Dörthe um það að rétturinn til opinbers ellilíf- eyris í Danmörku væri miðaður við 67 ára aldur og að hann næði til allra, óháð því hvort viðkomandi væri tryggður eða hefði unnið úti á vinnumarkaðnum eða ekki. Hún sagði hins vegar að lífeyristrygg- ingar hefðu færst í vöxt á síðustu árum í Danmörku, bæði með samn- ingum á vinnumarkaði og fijálsum trygginum, sem væru viðbót við almannatryggingakerfið. Erfitt að spá fyrir um fjölda ellilífeyrisþega Að loknu kaffihléi hófust pall- borðsumræður, þar sem erlendu fyrirlesararnir fjórir sátu fyrir svörum. Þar var m.a. rætt um það hvort hægt væri að spá fyrir um stærð, heilsufar og aldursskiptingu samfélagsins. Dr. Gerhard Naegele sagði að erfitt væri að spá fyrir um slíkt, því margir ófyrirsjáanleg- ir þættir spiluðu inn í. Hann benti hins vegar á að ein niðurstaða væri sameiginleg með nokkrum slíkum en annars ólíkum útreikn- ingum í Þýskalandi. Hún væri sú að á meðan fæðingatíðni héldist lág, þá myndi aldurinn halda áfram að hækka. Dr. Creedon var spurður nánar um umönnunartryggingar í Bandaríkjunum og sagði hann að flestir þeir sem keyptu slíkar tryggingar kæmu úr millistétt. Creedon var ennfremur spurður um það hve margir héldu áfram að vinna eftir að þeir væru komn- ir á ellilífeyrisaldurinn í Bandaríkj- unum. Hann svaraði því til að um 40% þeirra héldu áfram að vinna, annaðhvort í hlutastarfi eða í fullri vinnu. Þá var Dr. Naegele spurður hvort uppphæð umönnunartrygg- inga í Þýskalandi væri óháð tekjum og sagði hann svo vera. Að loknum pallborðsumræðum tók Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, til máls og sagði m.a. mikilvægt að fylgjast með þróuninni annars staðar í lífeyris- og almannatrygg- ingamálum og nýta góða reynslu annarra í þessum efnum. Hann þakkaði að því loknu erlendu fyrir- lesurunum fyrir komuna og sleit málþinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.