Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 47 Frá Hólmgeiri Björnssyni: * EINHVER furðulegustu tíðindi sumarsins eru uppgjöf jaðarskatta- nefndar. Nefndin virðist ekki hafa skilið vandann. í des. sl. varð mér á að senda bréf til Mbl. með fyrirsögninni „Heiður sé fjármálaráðherra". Til- efriið var að fjármálaráðherra hafði gefið fyrirheit um lækkun jaðar- í skatta. Það fyrirheit hefur nú verið svikið og ráðherrann rændur heiðr- inum. Hafi einhver lesið bréf mitt * með athygli hefur hann þó áttað sig á að miklu fremur en hrós um fjármálaráðherra var þar að finna ákúrur á Ögmund Jónasson sem hafði ekki áttað sig á að lækkun á jaðarálögum var og er brýnasta hagsmunamál lág- og miðlungs- tekjufólks. Hann áttaði sig ekki á að hér var tækifæri. Taka átti ráð- 1 herrann á orðinu og fylgja fyrirheit- | inu eftir. Þá hefði e.t.v. verið von I um úrbætur. Aðhaldið skorti og því fór sem fór. Nú hefur þó Alþýðu- bandalagið ályktað að barnabætur skuli vera óháðar tekjum. Ef menn ætla í alvöru að lækka hæstu jaðarskattana, helst svo að lágtekjumenn beri aldrei hærri jað- arálögur en hátekjumenn, verða þeir að átta sig á að sú aðgerð stangast á við almenna skattalækk- ' un. Ef skattur er lækkaður á einum j hlýtur hann að hækka á öðrum. Svo | einfalt er það. Ríkisstjórnin ákvað hins vegar almenna skattalækkun. Þegar svo nefnd var skipuð til að takast á við óréttlætið kom í ljós að ekkert svigrúm var eftir. Rétt er að leggja áherslu á að auðvelt er að laga skattkerfið án þess að umbylta því. Algengasta viðbáran við því að , barnabætur séu alveg ótengdar tekjum er að þá hljóti hátekjumenn i sömu bætur og þeir sem mest þurfa | þeirra með. Er það svo? Jú, krónu- talan er hin sama, en sú upphæð sem hátekjumennirnir fá, oflaunað- ir sveitarstjórar, forstjórar einka- fyrirtækja og aðrir slíkir, er þó svo lítil hlutfallslega að hvorki þá né ríkið munar verulega um hana. Ég hygg að þeir, sem telja ótækt að allir fái sömu barnabætur óháð tekj- : um, séu þeir sömu og halda því fram að almenn skattalækkun sé venjulegum launþegum til hagsbóta | ekki síður en hátekjumönnum. Þeir eru jafnvel vísir til þess að leggja til hækkun skattleysismarka, þótt hún nýtist öllum óháð tekjum á sama hátt og barnabætur, nema einmitt þeim sem lægst hafa launin og eru skattlausir hvort sem er. Fimmtudaginn 11. sept. lét frétta- stofa Sjónvarpsins hafa sig í að útvarpa einhliða áróðri um að af- nám tekjutengingar barnabóta kostaði svo og svo marga milljarða. Áhorfandinn átti að skynja að þetta væri svo dýrt að það væri óviðráð- anlegt. Þessi misnotkun Sjónvarps- ins væri tilvalið dæmi fyrir kennslu í fjölmiðlun til að sýna hvernig töl- ur, sem e.t.v. eru í sjálfu sér rétt- ar, eru notaðar til að ljúga. Hönnun Richard Sapper Verð kr. 6.950, kr. 6.600 stgr. Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is SNYRTISTOFAN GUERLAIN I Óðingata 1 • 101 • Reykjavík I |Sími 562 3220 « Fax 552 2320| BREF TIL BLAÐSINS Uppgjöf jaðarskattanefndar Fyrir eitt á þó jaðarskattanefnd hrós skilið. Hún féll ekki í þá freistni að leggja til að barnabætur verði skattlagðar. Það myndi í rauninni jafngilda því að skattleysismörk annarra tekna væru lækkuð sem nemur upphæð barnabótanna og öll skerðingin kæmi fram hjá lág- launafólkinu. Það vafðist hins vegar fyrir nefndinni að átta sig á því að það er hægt að taka upp tvö skattþrep án þess að kollvarpa staðgreiðslu- kerfinu. Allur þorri skattgreiðenda fær ekki skattinn gerðan upp að fullu fyrr en eftir á hvort sem er og er staðgreiðslan ýmist of eða van. Að vísu yrði skipting skatt- korta eitthvað flóknari en áður, og of há staðgreiðsla yrði aðeins al- gengari. Það væru þó smámunir hjá því aukna réttlæti sem fengist. Nefndin virðist ekki hafa áttað sig á því að á íslandi fara skattar stig: lækkandi með hækkandi tekjum. í einni af þeim greinum, sem ég hef skrifað um jaðarskatta, benti ég á eina af mörgum leiðum sem eru færar til þess að viðhalda tekjuteng- ingu barnabóta, ef hún er eitthvert sáluhjálparatriði, en komast samt að mestu hjá því að skattar fari stiglækkandi. Nefndin átti í einkennilegum vandræðum með vaxtabæturnar. Datt engum í hug að lækka teng- inguna við lágar tekjur en hækka við háar, t.d. í 10%? Mikilvægast væri þó að tengja saman skerðing- arliðina, þannig að þeir verði aldrei hærri en t.d. 6-10% samanlagt. Skerðing vaxta- eða húsaleigubóta verður þá minni en ella ef barna- bætur eru skertar samhliða. Frá því að ég byijaði að skrifa um jaðarskattana í des. 1994 hefur það helst gerst að hámark skerðing- ar barnabóta hefur lækkað úr 22% í 15%. Þá hefur hæsta afborgun námslána lækkað úr 7% í 4,75%. Aðrar lagfæringar hafa ekki orðið svo að ég hafi veitt því athygli. Alvarlegust er tekjutenging húsa- leigubóta sem enginn virðist kippa sér upp við. Ástandið er því enn þannig að þess geta fundist dæmi að maður sem aflar 100.000 kr. aukalega fái ekki nema um 20.000 kr. til eigin ráðstöfunar þegar allir frádráttarliðir hafa verið taldir. Slík dæmi eru líklega fágæt. Hins vegar mun allalgengt að ekki verði nema 30-40.000 kr. eftir. Jaðarskatta- nefnd kom ekki auga á aðferð til að bæta úr þessu! Margir virðast enn halda að það séu jaðarskattar hátekjumannanna sem eru vandamálið. Kom það m.a. fram hjá einum ungliða sjálfstæðis- manna í vikulokaþætti Utvarpsins 20. sept. Hafa öflugustu fjölmiðl- arnir, Mbl. og Sjónvarpið, brugðist þeirri skyldu sinni að upplýsa al- menning? HÓLMGEIR BJÖRNSSON, Hraunbæ 104, Reykjavík. HENTU fiinDCI ÞESSl VERflUR ALUHEi 0RE61M ÚT HAPPA- í MIESTU VIKll! ÞRENNU Þeir sem ekki fá vinning á Happaþrennuna geta merkt miðann og skiljið hann eftir á sölustaðnum og átt von á glæsilegum aukavinningum. Morgunblaðið birtir nöfn vinningshafa á hverjum föstudegi. í LOK SEPIEMBER ORöGUMVIf) ÖT GLIESILEGA TOföIU COROLLA VINNINGSHAFAR 26. SEPT£MB£fi 1997 BORGARFERÐ FYRIR TVO - MEÐ ÚRVALIÚTSÝN Örn Ingólfsson. Seilugranda 2.107 Reykjavík MORE TÖLVA - FRÁ BOÐEIND Guðríður Einarsdóttir. Trönuhólum 14.111 Reykjavík M0NG00SE - ALVÖRU FJALLAHJÓL Jóhanna Lára Guðjónsdóttir. Laufríma 16.112 Reykjavík BOLIR - FRÁ X-TRA BÚÐINNI Áslaug Hrólfsdóttir. Grýtubakka 24.10! Reykjavlk Ásta e. Alfreðsdóttír. Vesturbergi 76,111 Reykjavík Guðmundur V. Hauksson. Reykjavíkurvegi 46.101 Reykjavik Gerald Blatz. P.0.6ox 790.121 Reykjavík Haraldur Sveinsson. Oláhamrí 4.112 Reykjavík Anna Lilja Kjartansdóttir. Jöldugróf 15.108 Reykjavik Haraldur Halldórsson. Stangarhoiti 24.105 Reykjavik Bjamey L. Sævarsdóttir. Stakkhömrum 1.112 Reykjavik Elín Lárusdóttir. Skarðshlíð 24b. 603 Akureyrí Hrafnhiídur Þórhallsdóttir. Grund 2.565 Hofsósi Elsa Sigurðardóttir. Öldugranda 1.107 Reykjavik Margrét Ólafsdóttír. Sunnubraut 16.200 Kópavogi Bryndís Petersen. Háaleitísbraut 105 Reykjavík Súsanna. Starengi 28.112 Reykjavik Lilja Finnbogadóttír. Njörvasundi 25.104 Reykjavík BÍÓMIÐAR - FYRIR TVÐ Atti Brynjar Sigurðsson. Tjamaríundi 6d. 600 Akureyrí Elnar Þorgeirsson. Miðgörðum. 611 Grímsey Axet 6. Eggertsson. Flyðrugranda 4.107 Reykjavik Sigrún B. Sævarsdóttír. Básahrauni 16.815 Þortákshöfn Berglind Sigurgeirsdóttir. Kambaseii 66.109 Reykjavik Valgeir Magnússon. Þinghólsbraut 13.200 Kópavogi Amar Már Eiríksson. Viðarási 51.110 Reykjavik Ingibjörg Pétursdóttir. Efstalandi 6.100 Reykjavík Sigurpáli Ösfjörð Símonarsson. Þingási 3.110 Reykjavík Lilja Rös Benediktsdóttir. Traðartandi 2.415 Bolungarvik Ólafur Bjami Tómasson. Seljabraut 36.109 Reykjavik Ámi Krístjánsson. Grenimel 20.107 Reykjavík Teitur Benediktsson. Bogahlíð 26.105 Reykjavík Kart Brekkubyggð 39.210 Garðabæ Sigurður Sigurðsson. Laufvangi 0.220 Hafnarfirði ÚHVAL-ÚTSÝN HASKOLABIO £Á£J mvcmi fijáuá njór BOÐEIND IHAWA: ■ LH3JSD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.