Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 24
TGQf Æ38M3T*I32 ÍJUOA(\ UTSÖ'1! QIQAJHMtJ OHOM MORGUNBLAÐIÐ (1S 24 F’ÖSTUDAGUR 26. SEFfEMBER 1997 LISTIR Með hægð TÓNLIST Langhollskirkja UNM TÓNLEIKAR, þar sem flutt voru verk eftir Eivind Buene, Tommi Karkkiiinen, Luca Franeesconi, Per Mártensson og Úlfar Haraldsson. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit íslands, Einleikari: Arno Bomkamp. Sljómandi: Guðmundur Óli Gunn- arsson. Fimmtudagurinn 25. september, 1997. ÞAÐ er í raun ekki hægt að kenna eða læra listsköpun, heldur aðeins að heyja sér tækni og kunnáttu en svo er að treysta á Guð og lukkuna, hvort „huldukonan kallar" eða að sitja uppi með „bragðdauf" söngstef, „leir- burðarstagl og holtaþokuvæl", eins og Jónas tíundaði forðum í Hulduljóðum sínum. Boulez taldi grunnþætti tónlistar vera andstæður í tónhæð, hraða og styrk og með því að flétta þessa þætti saman mætti byggja upp sannfær- andi tónverk. Það má vera að listsköpun sé svona einföld en eitthvað vantar þarna í þessa mynd af því óskilgreinalega sem aldrei verður lært og fáum er gefið að finna en allir finna ef ,,það“ er ekki til staðar. I skóla lærist margt mikilvægt og það mátti heyra í tónverkum unga fólksins á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Islands, sem haldnir voru á vegum UNM í Langholtskirkju í gærkveldi. Þeir hófust á verki, sem nefnist In a Network og Lines, eftir Eivind Buene, eins konar Webern-afsökun. Það er eins og höfundurinn sé að leita sér afsökunar á því sem hann setur á nótnablaðið og í efnisskrá kennir hann Webern um allt, hann sem lést fyrir hálfri öld. Þrátt fyrir þetta var verkið í heild mjög skýrt og gangsætt og margt vel gert, einkum er varðar notkun hljóðfæranna. Seven Miniatures eftir Karkkáeinen var (án útskýringa) næst á efnisskránni og er það á margan hátt skemmtilegt verk og þar mátti heyra hljóðfærahópa notaða í samvirku spili og einnig sniðugar tónhugmyndir, er voru vel útfærðar fyrir hljómsveitina. Þriðja verkið, Trama, konsert fyrir saxófón og hljómsveit, eftir Luca Francesconi, heiðurs- gest hátíðarinnar, var síðast fyrir hlé og var einleikarinn Arno Bornekmap sem er hinn leiknasti saxófónleikari. Verk þetta er mjög mikið unnið og mörg hljóðfæranna fluttu tón- hendingar sem hurfu í þétt ofna hljómklasa og þar á meðal einleikshljóðfærið, sem þó átti einstaka vel leiknar strófur, bæði í upp- hafi og undir lokin. Það er fátt nýtt í þessu verki og í raun var lítill munur á verki þessa reynda og fræga tónskálds og þess sem ungu tónskáldin lögðu fram. Till-flykt heitir verk eftir Per Mártensson, vel útsett fyrir hljómsveit en í heild ópersónu- legt, þar sem lengi var í raun dvalið við fram- vindu blæbrigða, sem verkaði eins og „átt- leysa“, það er að segja var á köfium stefnu- laus líðandi. Lokaverkið var þriggja þátta verk eftir Úlfar Haraldsson og var það bragðmesta verk- ið á þessum tónleikum og verður fróðlegt að fylgjast með honum er námi lýkur og hann verður að treysta á sinn eigin „leiðarstein". Hann kann margt fyrir sér í hljómsveitarrit- hætti og í heild var verk hans, sem ber hið ófrumlega nafn Earth Symphony, vel unnið. Sá sem á þessum tónleikum fer með stærstan hlut frá borði er Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri er með hægð og stiliingu stýrði Sinfóníuhljómsveit íslands af öryggi enda lék hljómsveitin í heild mjög vel. Jón Ásgeirsson flgætu föndrarar, biðin er á enda ^ÁRÍÐANDl tilkynnwg Höfum opnað ngja og storglæsilega fönduruöruuerslun ad FaKafeni 14 Hjá okkur fáið þiB hinar einu sönnu postulínsbrú3urfrá %^eeley’s Einnig: Tréuörur • Blóm -Körfur FrauðEfni • Smáuörur • Gjafauörur Dg margt, margt, margt fleira Árna hátíð ísleifs DJASS Ilótcl S a g a RÚREK ÞAÐ VAR vel við hæfi að Rú- Rek minntist sjötíu ára afmælis djassgoðans á Austfjörðum, Árna ísleifs, með sérstökum afmælis- tónleikum. Árni hefur unnið djass- inum vel, ekki síst eftir að hann settist að á AustfjÖrðum, og í tíu ár hefur hann stýrt djasshátíð á Egilsstöðum - RúRek er aðeins að ljúka sjöunda árinu. Árni var mættur til leiks með tveimur Aust- firðingum; Margréti Láru Þórar- insdóttur söngkonu frá Skriðu- klaustri og Garðari Harðarsyni blúsara frá Stöðvarfirði - einnig kom við sögu afmælisins Höskuld- ur Egilsson frá Breiðdalsvík. Þeir félagar sungu tvö frægustu lög Árna, með aðstoð Friðriks Theó- dórssonar; Ég er farmaður fæddur á landi og Stína ó Stína, en höfðu samið nýja texta til heiðurs af- mælisbarninu. Garðar söng einnig nokkra blúsa, en hann er í fremstu röð íslenskra blússöngvara, ojg fór með ferskeytlu til heiðurs Arna sem hljóðaði svo: Eftir mikið djamm og djús, dreng fannst gaman káma. Helgar sig nú hægum blús með hetju sinni, Áma. Árni og Lady M, Margrét Lára Þórarinsdóttir söngkonan frá Skriðuklaustri, hófu tónleikana ásamt Þorleifi Gíslasyni tenorsaxó- fónleikara, Birni Thoroddsen gítar- leikara, Birgi Bragasyni rafbassa- leikara og Steingrími Guðmunds- syni trommara. Lögin voru af hefð- bundinni efnisskrá djassmanna miðaldra, og kom sosum fátt á óvart nema söngkonan. Lofar þar allt góðu, raddbeiting jafnt sem sviðsframkoma og tilfínning fyrir sveiflu. Hún þyrfti að komast í læri hjá söngkonu á borð við Tinu Palmer, til að þroska þá djasshæfi- leika sem hún býr yfir. Árni sýndi ýmsar listir, lék búgga einsog hann gerði í eld- gamladaga og fór síðan yfir í Night train, eftir Jimmy Forrest, í þeim stíl er hann fæst við í dag. Enn var djassblúsinn í fyrirrúmi og er ekkert nema gott um það að segja. Árni er djassleikari af gamla skól- anum, íhaldssamur og hefðbund- inn, þó hann geti haft gaman af að hlusta á öðruvísi djass einsog Það er flöktandi austfjarðaþoka sem Birgir og Steingrímur fluttu honum til heiðurs - rafvædd balk- ansveifla. Svo blés Árni í trompet- inn, ma. I’ m confessin that I love you, en auðvitað var það fyrstog fremst glens fyrir afmælisgesti. Árni hefur aðeins blásið í það erf- iða hljóðfæri í nokkur ár. Ungar stúlkur sýndu djassball- ett áður en djamsessjón hófst. Þar var ma. dansað við Caravan Juan Tizols, en í hvert skipti er það lag var kynnt á RúRek var Ellington talinn höfundur. Hann fékk að vísu stefgjöld ásamt Tizol, en í laginu átti hann ekkert. Afturá móti á Ellington bróðurpartinn í Night train sem Jimmy Forrest samdi uppúr Happy go lucky local úr Deep South svítu Ellingtons. Djammsessjóninn var nokkuð endasleppur, enda Súlasalurinn ekki þéttsetinn djasspúblikumi. Friðrik Theódórsson hélt uppi húmomum með kynningum sínum, blés í takkabásúnu og söng. Carl Möller sló píanó, Tómas R. bassa og Guðmundur R. trommur. Árni Scheving lék á víbrafón og var það eina skiptið sem ég heyrði í honum á þessari hátíð. Það eru engin tíð- indi þó sagt sé að hann sé einn fremsti djassleikari er við eigum og leitt til þess að vita að hann láti ekki oftar í sér heyra. En koma tímar... Vernharður Linnet Sýning í „Nema hvað“ NÚ stendur yfir sýning í Gallerí Nema hvað, nemendagallerí MHÍ í Þingholtsstræti 6, kjall- ara. Sýningin samanstendur af ljósmyndum, sýningaskrám og öðrum minjagripum úr nýafstað- inni ferð nemenda MHÍ á tvær stórar myndlistasýningar, Docu- menta X í Kassel & Feneyja Biennalinn. Sýningin stendur yfír til 5. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.