Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Time fj allar um íslenska erfðagreiningu OPNAN í Time um íslenska erfðagreiningu. UNDIR fyrirsögninni „Nýja ís- lendingasagan" er í nýjasta tölu- blaði bandaríska fréttatímarits- ins Time greint frá starfsemi fyrirtækisins íslensk erfða- greining og rætt við forstjóra þess, Kára Stefánsson. Fréttaritari blaðsins í Reykja- vík, Thomas Grose, bendir í upphafi greinar sinnar á þá at- hyglisverðu staðreynd aðvík- ingarnir sem settust að á íslandi fyrir hartnær 1200 árum hafi vart gert sér grein fyrir því að afkomendur þeirra yrðu einn daginn kjörin viðfangsefni sam- eindalíffræðinga. Aðstæður til rannsókna á Is- landi eru einstakar, að því er fram kemur í greininni, því erfðasamsetning Islendinga hef- ur, vegna einangrunar hins kalda Norður-Atlantshafs, hald- ist óbreytt og íbúarnir myndi því eitt einsleitasta samfélag sem til er með tilliti til erfða- þátta. Auk þess séu til á Islandi nákvæmar ættarskrár allrar þjóðarinnar. Þetta séu kjöraðstæður fyrir liftækni. Kári hafi því sagt lausu starfi sínu við Harvardháskóla, þar sem hann hafi verið fastráð- inn, og haldið heim, þar sem hann hafi stofnað Islenska erfðagreiningu, fyrsta - og hingað til eina - íslenska líf- tæknifyrirtækið. Rannsóknir séu unnar á íslenskum ættum þar sem tilteknir sjúkdómar hafi komið fram, þar á meðal hjartasjúkdómar, geðklofi og asmi. Markmiðið er að einangra þá erfðavísa sem valda sjúk- dómnum. Nefnt er, að nýlega hafi fyrirtækið fundið vísinn sem veldur handskjálfta. Vefjasýnabanki Þá er í greininni í Time sagt frá áformum Kára um að nota vefjasýnabanka, sem safnað hef- ur verið í í öllum krufningum sem gerðar hafa verið á Islandi undanfarin 40 ár, ásamt rituðum ættfræðiheimildum frá undan- förnum þúsund árum og lækna- skýrslum undanfarinna 82 ára til þess að búa til umfangsmik- inn erfðagagnagrunn. Haft er eftir Kára að þetta gæti haft byltingarkennd áhrif á það, hvernig Iæknavísindi þróast. En ennfremur er bent á, að þetta yrði kostnaðarsamt, og reikna megi með að heildar- kostnaður yrði um 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarðar íslenskra króna. Kári ætli sér að fjármagna þetta með hagnaði af annarri starfsemi fyrirtækis síns, auk fjármagns frá lyfjafyrirtækjum. Það kunni þó að reynast auð- veldara að fjármagna þennan erfðagagnagrunn en Kára gruni. Fjárfestingar í líftækni í Evrópu hafi aukist að undan- förnu, eftir að stjórnvöld hafi, seint og um síðir, gert sér grein fyrir þeim hagnaði sem af slíkri starfsemi mætti hafa. I nokkrum löndum séu nú boðnir styrkir, skattaívilnanir og reglugerð- arbreytingar gerðar til þess að auðvelda þetta starf. Jafnvel megi segja, að Evrópa kunni að taka forystuna í líftæknistarfi frá Bandaríkjunum, því Evrópa búi að mörgum, góðum háskól- um og rannsóknamiðstöðvum auk hámenntaðs vinnuafls. Blaðamaður Time kemst loks að þeirri niðurstöðu, að takist Kára ætlunarverk sitt verði það ekki síst vegna þess að hann hafi nýtt víkingaarfleifð lands- ins. Sophia Hansen * Oskapleg vonbrigði „ÞETTA voru óskapleg vonbrigði og ég var yfir mig undrandi á þessari niðurstöðu. Ég er reið og sár út í kerfíð því þetta gengur þvert gegn fyrri úrskurði," sagði Sophia Hansen um dóm undirréttar í Istanbul í fyrra- dag þar sem Halim A1 var sýknaður af ákæru um brot á umgengnisrétti. Lögfræðingur Sophiu, Hasip Kaplan, var ekki viðstaddur dóms- uppkvaðninguna en fulltrúi hans var þar. Sophia segir að Kaplan hafí verið við málarekstur á Italíu og ekki komið því við að vera við dóms- uppkvaðninguna. Hún telur ekki að það hafí haft áhrif á niðurstöðuna. „Fulltrúi Hasips, sem er mjög reyndur lögfræðingur og hefur unnið með Hasip í mörg ár, “ sagði Sophia. Sophia sagði að dætur hennar hefðu vitnað fyrir dóminum af fúsum og fijálsum vilja. Þær hafi iýst því yfir að þær vildu ekki umgangast móður sína. Þær treystu henni ekki og teldu að hún vildi fara með þær úr landi. „Þær stóðu mjög nálægt mér og voru greinilega í jafn mikilii geðs- hræringu og ég. Það skulfu á þeim hendurnar og þeim leið illa,“ sagði Sophia. „Ég trúði því samt ekki að vitnis- burður þeirra hefði svo mikil áhrif. Ég átti von á því að Halim A1 yrði refsað fyrir brot sín, “ sagði Sophia. Gengið verður frá sameiginlegu framboði A-flokkanna í Reykjanesbæ og Kópavogi á næstu dögum Aukinn áhugi á samstarfi A-flokkanna í s veitarstj órn Líkur eru á að Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag eigi efbir að bjóða fram sameigin- lega framboðslista í nokkrum stórum bæjarfélögum í komandi sveitarstjómar- kosningum. Egill Ólafsson komst að því að áhugi á samstarfí flokkanna í sveitarstjómum virðist meiri en oft áður. FÁTT virðist geta komið í veg fyr- ir sameiginlegt framboð Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags í Reykjanesbæ og Kópavogi. Viðræð- ur milli flokkanna standa einnig yfir á Akranesi, Borgarbyggð, Isafirði, Akureyri og víðar. í nokkrum sveitarfélögum hafa A-flokkarnir haft með sér samstarf um framboð til sveitarstjórnar. í flestum stærri sveitarfélögum hafa flokkarnir hins vegar borið fram lista í nafni flokka sinna. Ýmislegt bendir til að breyting verði á þessu í vor. í nokkrum af stærstu sveitar- félögum landsins standa núna yfir viðræður um sameiginlegt framboð A-flokkanna. Viðræður í gangi á Akranesi Á Akranesi samþykktu stofnanir Alþýðuflokks og Álþýðubandalags ályktanir um að kannaður verði grundvöllur fyrir sameiginlegu framboði eða nánara samstarfi flokkanna. Stjórnir flokkanna hitt- ust í kjölfarið og varð niðurstaða fundarins að annaðhvort færu menn í sameiginlegt framboð eða ekki. Það væri ekkert til sem héti nánara samstarf því að slíkt samstarf myndi ekki halda eftir kosningar þegar meirihlutaviðræður hæfust. í framhaldi af því var forystumönn- um beggja flokkanna falið að halda áfram viðræðum, en vegna tíma- skorts hafa þær ekki komist á. Guðbjartur Hannesson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagð- ist telja að það væri fullur vilji af hálfu beggja flokkanna til að skoða möguleika á sameiginlegu fram- boði. Það væri hins vegar of snemmt að segja fyrir um hvort af þessu yrði. Hann sagðist meta það svo að menn hefðu tíma fram í miðjan nóvember til að skoða málið. Alþýðubandalagið er með þijá bæjarfulltrúa á Akranesi og Al- þýðuflokkur einn. Á síðasta kjör- tímabili var staðan þveröfug og þar á undan var hvor flokkur með tvo fulltrúa. Alþýðubandalagið er núna í meirihluta með Sjálfstæðisflokkn- um, en Guðbjartur kvaðst ekki telja að það truflaði viðræður við Alþýðu- flokkinn. í Borgarbyggð eru Alþýðuflokk- ur og Alþýðubandalag með einn bæjarfulltrúa hvor og eru í minni- hluta. Sigurður Már Einarsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks í Borg- arbyggð, sagði að bæjarmálaráð Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hefðu átt sameiginlega fundi og það virtist vera verulegur áhugi í báðum flokkum á sameiginlegu framboði í vor. Hann sagðist gera ráð fyrir að viðræður yrðu settar á fullt í október með það að markmiði að ná fram niðurstöðu. Hann sagðist frekar eiga von á að af sameigin- legu framboði yrði en ekki. Þeir væru þó til sem hefðu efasemdir um slíkt framboð. Aðeins formleg afgreiðsla eftir í Reykjanesbæ í Reykjanesbæ eru viðræður flokkanna um sameiginlegt fram- boð komnar mjög lagt og í raun ekkert annað eftir en að taka form- lega ákvörðun um framboð. Fyrir síðustu kosningar leitaði Alþýðu- bandalagið eftir samstarfi við Al- þýðuflokkinn, en hann hafnaði því. Flokkarnir hafa verið í minnihluta allt kjörtímabilið og hafa á síðari hluta þess haft með sér allnáið sam- starf. Þeir hafa m.a. verið með sam- eiginlega bæjarmálafundi. Form- legar viðræður milli flokkanna um sameiginlegt framboð hafa staðið lengi og fyrir liggur samkomulag. Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, reiknar með að það verði lagt fyrir aðalfundi flokk- anna \ næsta mánuði. Á ísafirði var gerð tilraun til að sameina flokka á vinstri væng stjórnmálanna um einn framboðs- lista fyrir kosningar sem fóru fram fyrir tveimur árum. Það tókst ekki. Alþýðuflokkurinn bauð fram sér og Alþýðubandalag, Kvennalisti og óháðir buðu fram F-lista. A-listinn fékk einn mann kjörinn og F-listinn tvo. A-listinn er í meirihlutasam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. í haust skrifaði Jafnaðarmanna- félag ísafjarðarbæjar F-listanum bréf og óskaði eftir viðræðum um sameiginlegt framboð. Alþýðu- bandalagið ræddi þetta bréf á fundi sl. laugardag og sagði Smári Har- aldsson, bæjarfulltrúi flokksins, að því hefði tekið vel. Hann sagðist hafa rætt við fulltrúa Kvennalista og óháðra og taldi allar líkur á að gengið yrði til formlegra viðræðna um sameiginlegt framboð á næst- unni. Smári sagðist hafa á tilfinn- ingunni að þessi öfl ættu eftir að sameinast um framboð í næstu kosningum. Um það væri þó ekki hægt að fullyrða og vísaði til reynsl- unnar fyrir tveimur árum. Tilkynningar úr Kópavogi að vænta á næstu dögum Viðræður um sameiginlegt fram- boð í Kópavogi eru komnar mjög langt og sagði Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, að hann ætti von á að tilkynnt yrði um sameiginlegt framboð á næstu dögum. Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti eru í minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs, en flokkam- ir þurfa að vinna einn mann til að ná meirihluta. í vor kusu flokkarnir 12 manna hóp til að vinna að sam- eiginlegu framboði. Fjórir voru frá hveijum flokki. í sumar hefur sex manna hópur farið yfir málefnaá- herslur, hugsanlega uppröðun á lista og skiptingu milli flokka. Valþór sagði að undirbúningur málsins í sumar og haust hefði miðað við að samkomulag um sam- eiginlegt framboð yrði lagt fram í stofnunum flokkanna um næstu mánaðamót. Ef það fengi jákvæðar viðtökur þar yrði málið formlega afgreitt í flokkunum um miðjan október. Valþór sagði að eins og staðan væri í dag benti fátt til ann- ars en að flokkarnir myndu bjóða fram sameiginlega í vor. Reyndar væri lögð áhersla á að þetta fram- boð væri bæjarmálaframboð og að því kæmi fólk úr öðrum flokkum og fólk sem stæði utan flokka. Hugmyndin væri að sem breiðastur hópur kæmi þarna að málum þó að frumkvæðið að framboðinu kæmi frá flokkunum. Innan Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í Hafnarfirði hefur verið nokkur áhugi á sameiginlegu fram- boði flokkanna. Miklar sviptingar hafa hins vegar verið í bæjarmála- pólitikinni í bænum á kjörtímabilinu og bendir ýmislegt til þess að margt standi í vegi fyrir sameiginlegu framboði. Alþýðuflokkurinn er í meirihluta með tveimur bæjarfull- trúum Sjálfstæðisflokks, en Al- þýðubandalagið er í minnihluta. Innan Alþýðuflokksins vildu ýmsir slíta meirihlutasamstarfinu til að greiða fyrir samstarfi við Alþýðu- bandalagið, en fulltrúaráð flokksins felldi slíka tillögu í síðasta mánuði. Rætt saman á næstu vikum Á Akureyri var í vor stofnað til formlegra viðræðna um sameigin- legt framboð. í viðræðunum taka þátt Alþýðuflokkur, Alþýðuband- lag, Kvennalisti og Gróska, sem í er félagshyggjufólk. Sigríður Stef- ánsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, sagði að viðræðurnar hefðu að mestu legið niðri í sumar og þær væru enn ekki farnar í full- an gang aftur. Menn myndu hins vegar ræða ítarlega saman á næstu vikum. Hún sagði að aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri yrði haldinn um miðjan október og fund- armenn vildu án efa fá eitthvað í hendur um stöðu þessara mála. Alþýðuflokkurinn á Akureyri er í meirihlutasamstarfi með Fram- sóknarflokknum. Sigríður sagði að þessi staða gerði viðræður flokk- anna heldur erfiðari en ella. Þetta ætti þó ekki að þurfa að koma í veg fyrir samstarf. Það væri hins vegar of snemmt að segja til um hver niðurstaðan yrði. í fleiri sveitarfélögum er áhugi á sameiginlegu framboði A-flokk- anna. Rætt er um að sameina Nes- kaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð í eitt sveitarfélag og vinstrimenn á þessu landsvæði hafa kannað áhuga á að sameina krafta sína. Menn vilja hins vegar ekki blanda slíkum viðræðum saman við umræður um sameiningu sveitarfélaganna. Þess er því ekki að vænta að það skýrist hvort formlegar viðræður um sam- eiginlegt framboði verði teknar upp fyrr en eftir atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna, en hún fer fram 15. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.