Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 21 ERLENT Hindraði SÞ að blóð- baði yrði afstýrt? Washington. Reuter. BELGISK rannsóknarnefnd hefur sterkar vísbendingar um að friðar- gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefðu getað komið í veg fyrir fjölda- morð á mörg hundruð þúsund manns í Mið-Afríkuríkinu Rúanda 1994, en háttsettir embættismenn í aðalstöðv- um SÞ í New York hafi gert út um þann möguleika. Blaðið Washington Post greindi frá þessu í gær. Lykilatriði í rannsókn Belganna er forgangssímbréf sem þáverandi yfirmaður gæslusveita SÞ í Rúanda, Romeo Dallaire, sendi yfirmanni sín- um í New York, Maurice Baril, að því er blaðið hefur eftir belgískum þingmanni sem sæti á í nefndinni. Símbréfið er dagsett 11. janúar 1994 og í því greinir Dallaire frá því að háttsettur uppljóstrari í Rú- anda hafi gefið SÞ upplýsingar um að öfgasinnaðir hútúar í ríkisstjórn landsins hefðu gert áætlun um að útrýma þúsundum borgara. Flestir tilheyrðu þeir ættbálki tútsa, sem var í minnihluta í landinu. Uppljóstr- arinn hafi einnig greint frá því hvar vopnabirgðir væru fólgnar, í því skyni að útbúa hútúsku hermennina sem sjá skyldu um fjöldamorðin. Dallaire fór fram á heimild frá Baril til að gera vopnabirgðirnar upptækar innan 36 klukkustunda og veita uppljóstraranum og fjöl- skyldu hans hæli. En ótilgreindir embættismenn í framkvæmdastjórn friðargæslusveita SÞ neituðu að veita heimild fyrir aðgerðum, að því er belgíski þingmaðurinn Alain Des- texhe tjáði Washington Post. Tæplega þrem mánuðum eftir að símbréfið var sent fórust Juvenal Habyarimana, forseti Rúanda, og Cyprien Ntaryamira, forseti Búr- úndí, í flugslysi og í kjölfar þess voru um 20 þúsund tútsar og hútúar myrtir á nokkrum dögum. Yfir hálf milljón manna var myrt í Rúanda á næstu þrem mánuðum. Belgíska rannsóknarnefndin sinnir rannsókn málsins vegna þess, að Belgar voru áður nýlenduherrar Rúanda og 10 belgískir friðargæsluliðar voru pynt- aðir og myrtir af hersveitum hútúa. !; SVEÐJUR sem teknar voru af flóttamönnum frá Rúanda við landmæri Tansaníu. Óvíst um þátt Annans Mál Dallaires og Barils, sem báð- ir eru kanadískir, hefur vakið mikla athygii í Kanada undanfarna daga. Sá fyrrnefndi er nú háttsettur emb- ættismaður í kanadíska varnarmála- ráðuneytinu og sá síðarnefndi tók nýverið við æðsta embætti kana- díska hersins. Meðal þeirra starfa sem hann hafði með höndum hjá SÞ 1994 var ráðgjöf til Kofis Ann- ans, sem þá var yfirmaður fram- kvæmdastjórnar friðargæslusveit- anna en er nú framkvæmdastjóri SÞ. Ekki er ljóst hvort Annan átti einhvern þátt í því að beiðni Dallair- es um leyfi til að gera vopnin upptæk var hafnað. „Hver sagði nei?“ sagði Destexhe. „Var það Baril? Var það Kofi Ann- an? Var það Boutros Boutros-Ghali [þáverandi framkvæmdastjóri SÞ]? Eg veit það ekki.“ Hann kvaðst telja líklegt að Baril hefði borið efni sím- bréfsins undir aðra. í mars bannaði Annan, sem þá hafði nýtekið við embætti framkvæmdastjóra, Dalla- ire og öðrum ótilgreindum embættis- mönnum SÞ að bera vitni fyrir belg- ísku rannsóknarnefndinni. Bar hann við friðhelgi stjórnarerindreka og sagði einnig að SÞ hefði þegar veitt megnið af þeim upplýsingum sem samtökin byggju yfir. Belgíska nefndin mun gera niður- stöður rannsóknar sinnar opinberar í lok næsta mánaðar, og í samtali við kanadíska blaðið The Globe and Mail sagði Destexhe að niðurstaðan myndi koma illa við Baril. Baril sagði sjálfur að endanleg ákvörðun um hvað gert skyldi í Rúanda hefði ver- ið tekin af SÞ, og hann gæti ekki dregið hana í efa. „Framkvæmda- stjórnin tók ákvörðunina," sagði hann. Art Eggleton, varnarmálaráð- herra Kanada, sagði að Baril hefði, vegna stöðu sinnar hjá SÞ, ekki haft það valdsvið er þurfti. „Það hafði framkvæmdastjórinn," sagði Eggleton. „Ábyrgðin er mín“ Dallaire kom fram í sjónvarps- þætti í Kanada í gærkvöldi ásamt Destexhe og sagði þar frá þeim erf- iðleikum er hann átti við að etja sem yfirmaður friðargæslusveitanna í Rúanda. Hann neitaði þó að skella skuldinni á yfirmenn sína, Baril eða Annan. „Þegar allt kemur til alls bar ég ábyrgð á ákvörðununum," sagði hann. Destexhe, sem er fyrrverandi yfir- maður samtakanna Læknar án landamæra, segir í samtali við Was- hington Post í gær, að í tilkynningu SÞ til Dallaire, þar sem beiðni hans er hafnað, hafi verið gefín frekari fyrirmæli um að greina Habyari- mana, forseta Rúanda, og stjórn- málaflokki hans, frá þeim upplýsing- um sem uppljóstrarinn hafði látið í té og einnig að SÞ hefði ákveðið að ekki skyldi brugðist við þeim. „Það voru þeir sem voru að und- irbúa fjöldamorðin," sagði Destexhe vantrúaður. „Þetta er eins og að segja hryðjuverkamanni frá því að maður viti hvernig undirbúningi hryðjuverka hans er háttað og vilji fullvissa hann um að maður muni ekki gera neitt í málinu." Reuter Fangar varðir regni SUÐUR-KÓRESK kona hagræðir myndum af svokölluðum samvizkuföngum undir plasttjaldi sem ver myndirnar gegn regni. Myndirnar voru notaðar í gær í mótmælaaðgerðum í miðborg Seo- ul, þar sem aðstandendur pólití- skra fanga kröfðust lausnar þeirra. Yfirvöld í Suður-Kóreu neita því að þar séu pólitískir fangar í haldi, en aðstandendur fanga halda því fram að þeir séu að minnsta kosti 980 og sumir þeirra hafi setið árum saman inni. Raðherra gagn- rýndur vegna Fær- eyj arannsóknar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FRANK Jensen, dómsmálaráðherra Dana, fær ákúrur frá Þjóðþinginu vegna rannsóknar á bankamálum Færeyinga. í raun er það Bjern Westh umferðarráðherra og fyrr- verandi dómsmálaráðherra sem á að taka víturnar til sín, því hann var ráðherra á þeim tíma er gagn- rýnin nær til. Málið snýst um það að ráðherra skipaði tvo lögfræðinga til að rannsaka bankamálin, þótt vitað væri að þeir tengdust Den Danske Bank, sem á aðild að málinu. Verið er að rannsaka hvort eðli- legt hafi verið að Den Danske Bank hafi ekki tekið á sig neitt af því tapi, sem færeyska bankakerfið varð fyrir upp úr 1990. Færeyingar halda því fram að danska ríkið og bankinn hafi velt tapi upp á marga milljarða danskra króna yfir á Fær- eyinga 1993 og þar með skotið sér undan eðlilegri ábyrgð. Dómsmálaráðherra skipaði danska nefnd til að rannsaka málið 1995. Þá þegar komu upp fyrir- spurnir í þinginu um tengsl bankans og tveggja lögfræðinga, sem við- riðnir voru rannsóknina. Því var þá neitað af hálfu ráðuneytisins, en hið rétta var að annar lögfræðing- urinn hafði rekið mál fyrir bankann og hinn rak lögmannastofu með honum. Gagnrýnin á ráðuneytið nær ekki aðeins til ráðherrans, held- ur einnig til ráðuneytisstjórans og deildarstjóra og þá bæði fyrir að hafa skipað lögfræðingana í nefnd- ina, þótt vitað væri um tengsl þeirra við bankann og eins fyrir að hafa neitað ásökunum um hagsmuna- tengslin. í Danmörku er það litið alvarleg- um augum þegar villt er um fyrir þinginu og ákúrur þess þykja áfall fyrir ráðherra. I Veisla fypi MEÐAIÍIBIRGÐIR Svínabógar AÐEINS pn.kg. NOATUN Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld. NÓATÚN117 - ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERHOLTI 6, MÚS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.