Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 22
£<? vpor (NdM'íWjp sp BiinAmtTPÍyj 22 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ 109 myndverk boðin upp á Hótel Sögu GALLERÍ Fold gengst fyrir list- munauppboði á Hótel Sögu næst- komandi sunnudag kl. 20.30. Á uppboðinu, sem að sögn aðstand- enda er eitt hið stærsta sinnar teg- undar sem haldið hefur verið hér á landi á síðari árum, verða boðin upp 109 myndverk. Að sögn Elínbjartar Jónsdóttur og Tryggva Páls Friðrikssonar hjá Gallerí Fold eru verkin frá ýmsum tímum og af ýmsum toga. „Þarna eru verk eftir gömlu meistarana, þónokkuð eftir málara úr septem- hópnum og yngri menn. Breiddin er með öðrum orðum mjög góð,“ segir Elínbjört. Nefnir hún iistamenn á borð við Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Siguijón Ólafsson, Kristínu Jóns- dóttur, Jón Engilberts, Karl Kvar- an, Tryggva Olafsson, Hring Jó- hannesson og Jóhannes Geir máli sínu til stuðnings. Elínbjört segir að um helmingur verkanna, sem boðin verða upp, komi úr dánarbúum en verk komi einnig frá fólki sem sé að losa um peninga, skipta um málverk og jafn- vel flytjast úr landi. Gallerí Fold efnir nú í annað sinn til listmunauppboðs og segja Elín- björt og Tryggvi að markmiðið sé öðrum þræði að örva áhuga fólks á listaverkakaupum - fá það til að líta á þau sem fjárfestingarmögu- leika á nýjan leik. „Umhverfið hefur verið heldur óhagstætt frá 1990 vegna fjármálaástandsins í land- inu,“ segir Elínbjört. „Listmuna- uppboð voru reyndar farin að sækja í sig veðrið aftur en eftir uppákom- ur síðustu mánaða, umræður um meintar falsanir, er aftur komið hik á fólk. Skyldi kannski engan undra enda vill fólk vera öruggt um að geta komið málverkum sem það kaupir á uppboði aftur í verð.“ Tryggvi segir að Gallerí Fold vandi alltaf valið þegar verk séu tekin inn á uppboð og ef ástæða sé til fari þau fram á eigendasögu - á þetta einkum við um dýrustu verkin. „Til þessa hefur engin ástæða verið til að efast um upp- runa þeirra verka sem við höfum tekið inn á uppboð." Uppboðsverkin verða sýnd í Gall- erí Fold í dag frá kl. 10 til 22, á morgun frá kl. 10 til 18 og á sunnu- dag frá kl. 12 til 17. ÁSGRÍMUR Jónsson: Arnarfell, Þingvellir. Listaverk- ið heldur áfram SÝNINGAR á franska verð- launaleikritinu Listaverkinu eftir Yasminu Reza heflast á ný í kvöld. Verkið var frum- sýnt á liðnu vori á Litla svið- inu. Nú í haust verður fyrst um sinn sýnt á Litla sviðinu en fyrirhugað er að flytja sýn- inguna í Loftkastalann upp úr miðjum október. Leikendur eru Baltasar Kor- mákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson. Pétur Gunnarsson rithöfundur þýddi verkið. Höfundur leikmyndar og búninga er Guðjón Ketils- son, lýsingu hannar Guðbrand- ur Ægir, dramatúrg er Bjarni Jónsson. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Auður í Listhúsi 39 AUÐUR Vésteinsdóttir opnar sýningu í myndvefnaði í Listhúsi 39^Hafnarfirði, á morgun kl. 15. Á sýningunni eru ofin mynd- verk úr ull og hör. Verkin eru unnin á þessu ári. Sem framhald af einkasýningu hennar í Hafnar- borg 1995 er viðfangsefnið nú „túnið í sveitinni" í öllum sínum margbreytileika ræktað sem óræktað. Auður hefur unnið í myndvefn- aði síðan 1980 og er þetta fímmta einkasýning hennar. Jafnframt hefur hún tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima sem erlendis, m.a. í Belgíu, Finnlandi, Eist- landi, Danmörku og Færeyjum. Sýningin stendur til 13. októ- ber nk. VERK eftir Hjört Marteinsson. Nýtt í Nýló HJÖRTUR Marteinsson, Ásrún Tryggvadóttir og Berit Lindfeldt opna, laugardaginn 27. september kl. 16, einkasýningar í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b. Gestur safnsins í setustofu er Eyjólfur Einarsson. Hjörtur Marteinsson sýnir lág- myndir og þrívfö verk í Forsal og Gryfju safnsins. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Undirheimar og himinhvel, kallast Hjörtur á við hugmyndir írska einsetumannsins Augustine O’Sullivan (1687-1734), er helgaði líf sitt rannsóknum á fuglum og flugi þeirra. Þetta er önnur einkasýning Hjartar Mar- teinssonar. Ásrún Tryggvadóttir sýnir 99 bækur unnar í tölvugrafík, gler- skápa og steinaspjöld í Bjarta saln- um. Sýningin ber yfirskriftina stein- ar-steinar-steinar. í verkunum fjall- ar Ásrún um náttúrusýn og nátt- úruskoðun I manngerðri umgjörð eða „annars konar“ náttúrugripa- safn. Ásrún hefur verið virk í mynd- list síðan 1978 og á að baki marg- ar einkasýningar. Berit Lindfeldt sýnir í Súlnasal. Sýning hennar heitir: Ferðasaga ísland, maí, júní 1996. Berit býr og starfar í Gautaborg en dvaldi í jiorrænu gestaíbúðinni í Hafnar- borg í tvo mánuði á síðasta ári. Verkin á sýningunni eru öll unnin á þeim tíma. Uppistaðan er fundnir hlutir eða leifar hluta sem hún hef- ur safnað og sett saman á nýjan hátt. Eyjólfur Einarsson er gestur safnsins í Setustofunni að þessu sinni og sýnir hann málverk. Eyjólf- ur hefur verið virkur þátttakandi á íslenskum myndlistarvettvangi í rúmlega þijátíu ár. í verkunum fjallar Eyjólfur um landslag í ljósa- skiptunum. Sýningarnar standa yfir til 12. október og eru opnar frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. TÓMSTUNDAKLÚBBURINN á Vesturbrú. Sveiflan og sálin á Vesturbrú Þau ern á aldrinum 11-25 ára, þau syngja af hjartans lyst og eru dönsk. Sigrún Davíðsdóttir hlustaði á og ræddi við krakka frá einstökum tómstundaklúbbi á Vesturbrú, sem koma fram í Norræna húsinu á morgun kl. 16 JEPPE er ellefu ára, nýbyijaður í tómstundaklúbbnum á Vesturbrú, „Vesterbro ungdomsgárd“ og er kominn á kaf í tónlistarlífið þar. „Voða gaman," segir hann. Pia, Lis- elotte og Martina eru komnar á þrí- tugsaldur og vaxnar upp úr klúbbn- um, en ekki upp úr tónlistinni, svo þær syngja með. Segjast ekki alveg geta slitið sig frá þessu. í rúman aldarfjórðung hefur eldhuginn Bo Schioler starfað með krökkunum, skrifað leikrit, lög og texta, æft með þeim og alið þá upp í tónlist, sem krakkarnir flytja af innlifun og krafti. Ein plata klúbbsins seldist í 100 þúsund eintökum og alls hafa komið út 18 plötur og geisladiskar með þeim. Og það er þess virði að leggja eyrun við eftir textunum, sem eru sprottnir upp úr lífi krakkanna sjálfra, hugsunum þeirra og draum- um. Afraksturinn er ritsöfn og eitt er á leiðinni. Starfið hefur einnig haft áhrif á Henrik Danaprins, sem er verndari klúbbsins. Tómstundastarf og meira til En hvað er Æskulýðsgarður Vest- urbrúar? Dönskum grunnskólakrökk- um gefst kostur á tómstundaheimilis- vist eftir skóla. Til og með 5. bekk er um gæslu að ræða, þar sem krakk- amir stunda líka ýmiss konar tóm- stundaiðju, fara í ferðir og annað. Frá og með 6. bekk kallast þetta klúbbur, gæslan er ekki lengur fyrir hendi, heldur geta krakkamir komið og farið, en áfram er boðið upp á ýmislegt til að gera. Þau geta saum- að á saumavélar, stundað ýmiss kon- ar föndur á verkstæðum, verið við tölvur, stundað tónlist, leiklist og dans og svo íþróttir, svo það helsta sé nefnt. Klúbburinn á Vesturbrú var sá fyrsti, sem flutti í húsnæði sérlega byggt undir starfsemina og það var 1958. En hann er líka einstakur fyr- ir leiklistar- og tónlistarstarfíð, sem er þar í fyrirrúmi. Þar em sett upp frumsamin leikrit fíómm sinnum á ári, kór og hljóm- sveit treður oft upp utan klúbbsins og hefur undanfarin ár farið í tón- leikaferð utanlands einu sinni á ári. Allt kostar þetta óhemju vinnu og undirbúning, þó sú vinna sé ekki sýnileg þegar kórinn sveiflar sér á sviðinu og hún er lögð fram af full- orðnum, sem lifa og hrærast í þess- ari vinnu. Þar við bætist svo sköpun- argáfa Bo Schielers, tónlist hans og textar. Schioler er sjálfmenntaður í tónlist, en auk æskulýðsstarfsins hef- ur hann starfað fyrir útvarp og sjón- varp, gefið út eigin verk og er marg- heiðraður og verðlaunaður fyrir sköp- unarverk sín. Pia er 25 ára, hefur verið í kórnum í 10 ár og hefur nýlokið prófi sem aðstoðarstúlka á elliheimili. Liselotte er tvítug, nýstúdent, hefur verið í kómum í sex ár og veit ekki alveg hvað hún ætlar sér, en hvíslar því að draumur hennar sé að ganga í lögregluna. Martina er 22 ára kenn- aranemi og hefur verið í kórnum í tólf ár. Bæði Liselotte og Martina eru tengdar tónlist annars staðar en í klúbbnum, því Liselotte syngur í kór og Martina er í hljómsveit. Hvor- ug er í vafa um að klúbbst.arfíð hafí kveikt tónlistaráhugann. Allar þijár segja hlæjandi að þær séu vaxnar upp úr klúbbnum, enda fullorðinslífíð með námi og störfum tekið við og vísast geti þær ekki verið í kómum miklu lengur. Vináttutengsl við nú- verandi og fyrrverandi kórfélaga á þeirra aldra haldast þó enn. Textar laganna koma úr leikritun- um. Efni textanna segja þau fjöl- breytt: stríð og friður, ástir og örlög - glens fyrir litlu krakkana og al- vara og umþenking fyrir þá eldri. Það er komið inn á samfélagið eins og það kemur krökkunum fyrir sjón- ir og textamir endurspegla oftar en ekki líf þeirra og vangaveltur. Áhrif- in á krakkana af þessu starfí hafa verið mikil segja þær stallsystur. Þær undirstrika að í klúbbnum séu líka stundaðar íþróttir eins og í öðmm klúbbum, en það sé einkum leiklistin, tónlistin og skriftir, sem hafí sett svip sinn á klúbbinn. Um það vottar meðal annars væntanlegt ljóðasafn klúbbsins, sem krakkarnir leggja sitt af mörkum til. En starfíð hefur líka varanlega markað afstöðu og áhugasvið krakk- anna. Þær Pia, Martina og Liselotte segja Bo hjartað í klúbbnum og starf hans hefur einnig haft áhrif á fram- tíðardrauma þeirra. Samvera ólíkra aldursflokka segja þær að hafí eflt umburðarlyndi þeirra. Piu langar að vinna með fólki, gjaman með krökk- um í tómstundaklúbbi og þá auðvitað með tónlist og skapandi starf. Mart- inu langar að kenna litlum krökkum eftir kennaranámið og þá með leik- list og tónlist. Liselotte hikar við að segja að sig langi í lögregluna, en varla hefur armur laganna nema gott af innsýn í tónlist og leiklist. Þegar krakkamir standa á sviðinu og tónlistin streymir fram kemur í ljós hvað megna má, þegar hjartað fylgir með í viðfangsefninu. Það er umhugsunarvert fyrir þá sem vinna með bömum og unglingum - og vís- ast sakar ekki að hafa þá hugsun í fyrirrúmi víðar. Hópurinn skemmtir íslenskum skólakrökkum á næstunni og lýkur ferðinni með tónleikum í Ráðhúsinu 4. október kl. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.