Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Skrifstofustjóri fjármálaráðuneytis hissa á áliti Samkeppnisráðs „Á TVR ekki í sam- keppni við heildsala “ INDRIÐI H. Þorláksson, skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytisins, segir þá niðurstöðu Samkeppnis- ráðs, að núverandi fyrirkomulag á fjárhagslegum aðskilnaði aðfanga- deildar og söludeildar ÁTVR sé ófullnægjandi, koma sér á óvart. Segir hann að sér sýnist ráðið hafa tekið undir rök Verslunarráðs án ítarlegrar skoðunar. Segir hann ÁTVR ekki eiga í neinni sam- keppni við áfengisheildsala og því muni stofnun hlutafélags um að- fangadeild fyrirtækisins ekki breyta neinu. Indriði segir að ráðuneytið hafí verið að fá þetta álit í hendur og því hafi ekki verið tekin nein form- leg afstaða til þess né ákvarðanir um framhaldið. Málið sé hins vegar í skoðun „Ég get hins vegar ekki neitað því að ég er hissa á þessari niðurstöðu og skil raunar ekki margt í henni. Þau rök sem færð eru fyrir þessu af hálfu Verslunar- ráðs eru ekki mjög sterk og Sam- keppnisráð virðist hafa, án þess að fara í mjög ítarlega skoðun sjálft tekið undir þau.“ Indriði segir að litið hafi verið fram hjá því í áliti Samkeppnisráðs að ÁTVR eigi ekki í neinni sam- keppni. „ÁTVR er ekki í neinni samkeppni við heildsalana því fyrir- tækið selur ekki til veitingahúsa I heildsölu." Aðspurður hvort ÁTVR eigi ekki í beinni samkeppni við innlenda heildsala, í það minnsta í þeim til- vikum sem fyrirtækið stundi inn- flutning á sömu tegundum og inn- lendir heildsalar flytji hingað til lands, segir Indriði að í þessu felist grundvallarmisskilningur á starf- semi aðfangadeildar ÁTVR. „Aðfangadeildin er bara þjón- ustuaðili fyrir smásöluna. Það er ekkert sölufyrirtæki sem ekki kaupir sína vöru. Það breytir engu þó svo að aðfangadeildin verði klof- in burt og stofnað sé hlutafélag um hana. Eftir sem áður stendur að ÁTVR sem smásölufyrirtæki þarf að kaupa sína vöru.“ Fleiri kærumál enn til meðhöndlunar Indriði segir að áhersla hafi ver- ið lögð á að tryggja að starfsreglur þær sem unnið væri eftir mismun- uðu ekki neinum aðilum. „Við erum tilbúin að endurskoða þessar reglur ef menn telja að þær valdi ein- hverri samkeppnisröskun og mun- um að sjálfsögðu gera það í kjölfar- ið á þessum úrskurði." í það minnsta tvö kærumál sem snerta ÁTVR eru enn til meðhöndl- unar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur til meðhöndlunar kæru Verslunar- ráðs vegna núgildandi laga um ÁTVR. Snýr kæran m.a. að meint- um ólöglegum ríkisstuðningi við ÁTVR auk fleiri þátta sem taldir eru skaðlegir frjálsri samkeppni. Þá má einnig nefna málaferli þau sem Evrópudómstóllinn hefur til umfjöllunar kæru sænskra kaup- manna gegn sænska ríkinu vegna áfengiseinokunar þar í landi. Aðal- lögmaður dómstólsins hefur þegar skilað áliti í málinu þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að áfengiseinokun í Svíþjóð bijóti gegn þeim reglum sem gilda um fijálst vöruflæði innan ESB og EES. Vemdun á heilsu almennings réttlæti heldur ekki ríkiseinokun þar sem slíkum markmiðum megi ná með öðrum og minna hamlandi aðferðum. Verði niðurstaða dóm- stólsins á sama veg mun hún einn- ig gilda hér á landi. Aðspurður hvort til athugunar sé að aflétta einokun ÁTVR á smásölu áfengis segir Indriði að það sé annað mál sem stjórnmála- menn verði að taka afstöðu til á hveijum tíma. Hlutafe Dags- Tímans aukið um 43 milljónir Ágúst Einarsson þingmaður með 10% hlut HLUTAFÉ Dagsprents sem gefur út Dag-Tímann hefur verið aukið um 43 milljónir króna að nafnvirði. Er þessi hlutafjáraukning liður í endurskipulagningu blaðsins í kjöl- far þess að Alþýðublaðið og Viku- blaðið hættu að koma út, að sögn Eyjólfs Sveinssonar, stjórnarfor- manns Dagsprents. Sölugengi bréfanna er 1,7 og söluvirði þessarar hlutafjáraukn- ingar því rúmar 73 milljónir króna. Nafnvirði hlutafjár Dagsprents að lokinni hlutafjáraukningunni nemur 90 milljónum króna. Eyjólfur segir að sala þessara bréfa hafi gengið mjög vel og kaup- endur hafi fundist að öllum bréfun- um. Segir hann að nýr listi yfir stærstu hluthafa blaðsins verði kynntur um leið og fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Ágúst Einarsson í stjórn Meðal þeirra sem auka munu hlut sinn í Dagsprenti í hlutafjárút- boðinu er Ágúst Einarsson, þing- maður jafnaðarmanna í Reykjanes- kjördæmi. Ágúst segir að kaup sín muni nema á bilinu 10-15 milljónir króna að söluvirði og muni hann eiga u.þ.b. 10% hlut í útgáfunni að lokinni hlutafjáraukningu, eða sem samsvarar 9 milljónum króna að nafnvirði. Segist hann þegar hafa tekið sæti í stjórn blaðsins. „Ég lít á þetta sem góða fjárfest- ingu,“ segir Ágúst. „Þarna standa yfir breytingar á blaðinu sem ég tel vera mjög spennandi og ég hef fulla trú á því fólki sem að þeim stendur." Endurskipulagningu lokið innan 10 daga Eyjólfur segir vinnu við þessar breytingar ganga vel undir stjórn ritstjóra blaðsins, þeirra Stefáns Jóns Hafsteins og Elíasar Snælands Jónssonar. „Þessi vinna lýtur bæði að efnis- tökum og útliti auk þess sem rit- stjórnir hafa verið styrktar mjög. Það er við því að búast að lesendur hafi orðið þess varir þar sem þessir blaðamenn eru komnir inn margir hveijir. Þessari vinnu verður að öll- um líkindum lokið innan viku til tíu daga.“ Eyjólfur segir að ritstjórnir blaðs- ins verði áfram á Akureyri og í Reykjavík líkt og verið hafi til þessa, en símsvörun blaðsins verði hins vegar fyrir norðan. Olíufélagið hyggur á frekari endur- byggingu bensínstöðva Stór þjónustu- stöð verður reist á Ártúnshöfða OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur sótt um leyfi bygginganefndar Reykjavík- ur fyrir byggingu þjónustustöðvar á Ártúnshöfða sem verður sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Þar verður undir einu þaki rúmgóð bensínstöð, hraðbúð Esso og veit- ingaaðstaða. Nýja stöðin verður á um 600 fermetra rými, en lóðin sjálf er tæplega 6.000 fermetrar. Framkvæmdir hefjasteftir áramót „Olíufélagið hefur á undanförn- um árum verið að breyta bensín- stöðum sínum vegna þess að álagning á bensín er lág og sam- keppni mikil á þeim markaði,“ sagði Þórólfur Ámason, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Olíu- félagsins, í samtali við Morgun- blaðið. „Við höfum því verið að leita annarra leiða til að auka framleiðni og nýta betur sölustaði okkar. í því skyni höfum við auk- ið mjög vöruúrval á stöðunum. Með auknu hreinlæti og aukinni snyrtimennsku höfum við fengið ívilnanir heilbrigðiseftirlits til þess að selja matvöra. Við mótuðum skýra stefnu fyrir þremur til fjóram áram og frá þeim tíma hafa hverfastöðvarnar okkar verið endurbyggðar. Hins vegar hafa stöðvarnar á leiðinni út úr bænum setið eftir. í byijun ársins keyptum við Nesti og öðluð- umst þar með full yfírráð yfir lóð- unum á Ártúnshöfða og í Foss- vogi. Núna er afráðið að byggja nýja stöð á Ártúnshöfða og fram- kvæmdir era fyrirhugaðar í byijun næsta árs. Þeim á að vera lokið fyrir næsta sumar.“ Holtsbúð Garðarbæ - Útsýni Fallegt raðhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr á fallegum útsýnis- stað. Möguleiki á allt að 5 svefnherbergjum. Tvennar svalir, lítill garður. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar. Verð 14,3 millj. HÚSAKAUP sími 568 2800 fax 568 2808 Morgunblaðið/Halldðr Lufthansa selurfjórð- ungs hlut sinn í Cargolux ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa hef- ur selt 24,5% hlut sinn í fragtflugfé- laginu Cargolux í Lúxemborg til SAirLogistics AG, sem er í eigu Swissair. í framhaldi af kaupunum verður gerður samningur um náið samstarf félaganna. Þetta opnar Cargolux aðgang að flutninganeti Swissair, sem nær til um 170 áfangastaða í 65 löndum, en Swiss- air tryggir sér aftur á móti samning um verulegt flutningsrými í flugvél- um Cargolux. Með samstarfinu er einnig ætlun- in að ná fram hagræðingu í sölu, markaðssetningu, stjómun og tölvu- vinnslu. Fyrirtækin munu halda sín- um auðkennum, en sameiginlega verða SAirLogistics, Cargolux og Swisscargo einn af fimm stærstu aðilunum í fragtflugi í heiminum. Cargolux var stofnað árið 1970 og er stærsta fragtflugfélag Evrópu og eitt af tíu stærstu fragtfélögum heimsins. Félagið starfrækir átta Boeing 747-vélar og hefur tekið nokkrar nýjar vélar í notkun á und- anfömum árum. Það jók tíðni sína í flugi til íslands 7. september sl. og hefur nú viðkomu hér á landi þrisvar í viku. Tvívegis kemur vél hingað á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna og einu sinni á leið- inni frá Bandaríkjunum til Evrópu. Skuldabréfaútboð Landsvirkjunar Milljarður útá 5 dögum SKULDABRÉFAÚTBOÐI Lands- virkjunar lauk í gær, en alls voru seld bréf fyrir 1 milljarð króna. Gekk sala bréfanna mun betur en gert var ráð fyrir. Seldust bréfin upp á fimm dögum en áætlað sölu- tímabil var 4 vikur, að því er segir í frétt frá íslandsbanka, er hafði umsjón með útboðinu. Jafnframt segir þar að stefnt sé að skráningu bréfanna á Verðbréfa- þingi íslands eftir u.þ.b. eina viku og muni íslandsbanki annast við- skiptavakt bréfanna. ----»-♦.♦--- Oxfam vill gjaldeyrisskatt London. Reuter. BREZKA þróunarstofnunin Oxfam hefur hvatt til þess að skattur verði lagður á alþjóðlega gjaldeyrisflutn- inga. Með slíkum skati segir Oxfam að koma megi í veg fyrir öngþveiti vegna spákaupmennsku og leggja grundvöll að kerfi til að draga úr skuldum fátækra ríkja og styrkja umhverfisvemd. Bilun í póstkerfi Margmiðlunar PÓSTMIÐLARI Margmiðlunar stöðvaðist tímabundið aðfaranótt miðvikudags vegna svokallaðrar SPAM-sendingar eða fjöldasend- ingar sem fyrirtækinu barst frá öðrum netþjóni hér á landi. Að sögn Stefáns Hrafnkelssonar, framkvæmdastjóra Margmiðlunar, hefur fyrirtækið hannað sérstakan hugbúnað til að veijast slíkum send- ingum. Þetta hafí hins vegar verið í fyrsta sinn sem á búnaðinn hafi reynt og hafi hann ekki brugðist rétt við. Því hafi póstmiðlarinn dott- ið út frá miðnætti og fram undir morgun. Stefán segir að hins vegar hafi enginn póstur glatast vegna þessa. Lagfæringar hafi verið gerð- ar á varnarbúnaðinum til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Fjöldasendingar af þessu tagi eru að sögn Stefáns óheimilar á netinu samkvæmt notkunarreglum INTIS. Þær innihaldi auglýsingaefni og séu ætlaðar viðskiptavinum netþjón- ustuaðila á borð við Margmiðlun. Hann segist telja sendingar af þessu tagi eina af mestu ógnunum við Netið í dag. „Þetta eru auglýsingar sem gera það að verkum að fóik er að fá sendan ruslpóst sem stelur frá því mikilvægum tíma. Ég tel 1 það því vera hlutverk netþjónustu- aðila að koma í veg fyrir þetta.“ Stefán segir að sendingaraðilar reyni að nota önnur og óskyld fyrir- tæki sem upphafspunkt slíkra send- inga, enda sé oft lokað fyrir sam- skipti við þau fyrirtæki sem sendi frá sér auglýsingar af þessu tagi. í þessu tilfelli hafi sendingaraðili i verið innlendur þjónustuaðili og j hafi tímabundið samskiptabann ver- ið sett á hann meðan verið sé að ' kanna málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.