Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 43 MINIMINGAR VALTYR HÁKONARSON JONINGIBJARTUR ZÓFONÍASSON + Valtýr Hákonarson fæddist hinn 17. febrúar 1923 á Rauðkollsstöðum, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu. Hann lést í Reykjavík 14. september síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 25. september. Er ég frétti að Valtýr væri látinn varð mér brugðið. Þrátt fyrir að hann væri kominn á efri ár kom þessi frétt á óvart. Þótt samskipti mín við Valtý væru frekar lítil und- anfarin ár, þá minnist ég þess tíma, sem ég umgekkst hann, með sökn- uði. Persónur sem líkjast honum eru sjaldgæfar. Jafnaðargeðið og hans rólega yfirbragð gerðu hann að ljúfmenni og gáfu honum bæði virðingu og traust. Er ég rifja það upp nú hve róleg og yfirveguð þau Valtýr og kona hans Ingunn voru þegar ég hóf minn litla einkarekstur nánast á heimili þeirra get ég ekki annað en þakkað þeim fyrir það um- burðarlyndi sem þau sýndu mér. + Ragna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. september 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. september síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 22. september. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Vinkona_ eins og Ragna er vandfundin. Á góðum stundum sem slæmum var hægt að treysta á ræktarsemi, hlýju og um- hyggju hennar. Hún var góð vin- kona. Við kynntumst fyrir 12 árum þegar við hittumst í Bólstaðarhlíð- Ónæðið sem varð af þessu, m.a. út af hringingum í símanum þeirra var á tímabili töluvert ásamt því að bílskúrinn var undirlagður. Ég sé það nú að svona viðmót er ekki sjálfsagt og er ég viss um að marg- ir hefðu tekið örðuvísi á málunum í þessari stöðu. Þessara viðbragða mun ég ávallt minnast og sennilega með meiri og meiri virðingu eftir því sem ég eldist. Ég hef oft hugs- að til þessara tíma og haft það í huga að hugsanlega muni langur tími líða áður en ég muni eiga þess kost að kynnast fólki á borð við þau hjónin. Ef hægt væri að setja manngæsku inn á bankareikning ættu þau stórar innistæður þar. Alla vega finnst mér ég ávallt skulda þeim enda hef ég alltaf haft ánægju af því að geta aðstoð- að þau þegar ég hef átt þess kost. Vil ég senda aðstandendum Val- týs sérstakar samúðarkveðjur og þá sérstaklega eiginkonu hans, Ingunni, og börnum þeirra og vona ég að sorg þeirra verði ekki of þungbær. J. Arnar. inni þar sem við vorum nágranna- konur. Oft kom Ragna í heimsókn, settist á sinn stað við borðstofu- gluggann og við spjölluðum yfir kaffibolla. Alltaf mátti treysta þvi að Ragna vanrækti ekki það sem hún áleit skyldu sína, að sýna kristi- legan kærleika í verki. Hún gleymdi ekki vinum sínum, þeim eiginleika Rögnu kynntist ég og sakna mikið. Eg bið góðan Guð að blessa minningu Rögnu, ég votta börnum hennar og fjölskyldum þeirra sam- úð mína. Þín vinkona, Marta Þorsteinsdóttir. + Jón Ingibjartur Zófonías- son fæddist á Fjallaskaga í Dýrafirði 28. maí 1911. Hann lézt á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 19. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 26. september. Straumur tímans fellur fram óaflátanlega af víðáttum minning- anna. Augnablikið flutti og flytur, eins og mjósti hluti stundaglassins, korn þeirra í sjóðinn, eitt í senn. Virðisaukinn, sem tíminn gefur, er ekki í neinu sambandi við upp- haflega stærð. Þau smáu skína ekki síður björt - og gjarnan leng- ur - en önnur sem fyrst virtust stærri. Hugurinn nemur í dag öðru fremur staðar við systkinahópa vestur á Núpi fyrir hálfri öld eða litlu skemur. Einn þeirra áttu þau Jón Zophoníasson og Svava Thor- oddsen, kennarar okkar og svo margra annarra. Foreldrar hvers hóps um sig voru í mörgu ekki síður foreldrar allra hinna, hluti varðstöðu um öryggi og velferð heimafólks, jafnt og allra þeirra sem komu til skól- anna, barnaskólans og héraðsskól- ans. Sameiginlegur arfur okkar í því atlæti mun með sínum hætti tengja okkur öll uns yfir lýkur. Jón Zophoníasson var frá því að ég allra fyrst man eftir mér umsjónarmaður skólahúsanna á Núpi í Dýrafirði. Ábyrgð hans og umsýsla náði frá heilum rafstöðv- um og stórhýsum þess tíma til smæstu nagla og millimetramála. Jafnaðargeð Jóns og kankvísi í óendanlegum erli staðarins var hvort tveggja eftirminnilegt og að mörgu leyti einstakt. Þetta viðmót hans náði ekki síður til okkar barn- anna örsmárra. Frá fyrstu tíð hafði ríki hans í kjallara „nýja skólans" ómótstæðilegt aðdráttarafl. Þar voru stórvaxnir miðstöðvarkatlar, kolakyntir fyrst og síðan með olíu, dularfullir mælar og hreinsitæki sundlaugarinnar, ógnvekjandi að stærð í víðáttum undirdjúpanna. Hefilbekkurinn og hillumar með skrúfum og nöglum, boltum, rör- bútum, hnjám og krönum báru þó með vissum hætti af öðru í hug- skoti barnsins. Þar var að finna lausnir alls þess sem úrskeiðis fór á staðnum. Seinna skildist betur að úrræðin voru í huga og höndum Jóns en ekki dauðra hluta. Enn síðar skildist hvílíkt lán það var staðnum að slíkur þúsundþjala- smiður og ljúfmenni skyldi una þar með fjölskyldu sinni öll sín mann- dómsár. Hann smíðaði mér litfagra kubba, kiippti ótölulega drengja- kolla, gerði við skíðabindingar og sprungna hjólbarða, límdi saman gúmmískó og stígvél, kenndi mér að draga úr japanlakki og blanda fernis og títanhvítu. Safn minninganna fyllir nú smátt og smátt neðri hluta stunda- glassins. Tilhugsunin um það að síðast fyllist það, mitt glas eins og okkar allra, er léttbærari fyrir það að hafa mátt ala bernsku mína og æsku samvistum við og í skjóli fólks eins og þeirra Jóns og Svövu. Aðalsteinn Eiríksson. Frágangur afmælis- og minning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kailaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, mið- að við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þtjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. írjiírjííjur Upplýsingak í símum 562 7575 & 5050 925 < ' sm 1 i HöTEL LOFTLEIÐIR. “ ICELANDAIR HOTCLS Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA RAGNA JÓNSDÓTTIR RAÐAUGLVSIMGAR ATVIIMIMU- AUGLÝSINGAR Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Lausar stöður Leitaö er aö starfsmönnum í eftirtaldar stööur: Breidholtsskóli: Tölvukennari, til að kenna 10. bekk, 6 kennslu- stundir á viku. Upplýsingar um stöðuna gefa skólastjóri og aðstoöarskólastjóri skólans í síma 557 3000. Langholtsskóli: Iþróttakennari, hálf staða. Skólaliðar, 50% starf. Skólaliði tekur þátt í uppeldisstarfi og öðrum störfum semfara fram innan skólans. Megináhersla er lögð á velferð og vellíðan nemenda. Vegna forfalla óskast kennari frá áramótum, til að kenna 1. bekk og dönsku í 9. bekk. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri skólans í síma 553 3188. Vogaskóli: Vegna forfalla óskast kennari frá 1. nóvember nk. til að kenna í 1. bekk. Um er að ræða 2/3 stöðu. • Frxkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Upplýsingar um stöðuna gefa skólastjóri og aðstoðarskólastjóri skólans í síma 553 2600. IMAUOUNGARSALA || HÚSINIÆOI ÓSKAST Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Miðbraut 11, Búðardal, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Lóð nr. 60 i landi Ár, Skarðsströnd, þingl. eig. Helgi Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Timburvinnslan hf, þriðjudaginn 30. september 1997 kl. 14.30. Varrtar þig góða leigjendur? Flugstjóri og arkitekt ásamt 3 börnum óska eftir að taka á leigu íbúð, rað- eða einbýlishús, helst í Garðabæ. Reyklaust og snyrtilegt heimili. Upplýsingar í síma 587 5460 og 568 4120. Vesturbraut 20, A- hluti, Búðardal, þingl. eig. Vesturbraut 20 ehf, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands og Iðnlánasjóður, þriðjudaginn 30. september 1997 kl. 14.00. Vesturbraut 20, B- hluti, Búðardal, þingl. eig. Vesturbraut 20 ehf, gerðarbeiðendur Búnarðarbanki Islands og Iðnlánasjóður, þriðjudag- inn 30. september 1997 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Búðardai, 26. september 1997. Ólafur Stefán Sigurðsson. Uppboð Framhald Uppboðs á neðangreindri fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Kirkjuvegur 13, Ólafsfirði, þinglýst eign Ragnars Þ. Björnssonar og Kamillu Ragnarsdóttur, eftirkröfu Byggingarsjóðs ríkisins, húsbréfad. Húsnæðisstofnunar þriðjudaginn 30. september nk. kl. 10.00. Ólafsfirði, 22. september 1997. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Bjöm Rögnvaldsson. ÝMISLEBT LISTASAFN ÍSLANDS Málverk óskast í tilefni sýningar á verkum Gunnlaugs Scheving leitar Listasafn íslands eftir olíumájverkunum; Við flatningsborðid frá 1927 og í beitinga- skúrnum um 1930. Vinsamlega hafið samband sem fyrst við Lisa- safn íslands í síma 562 1000. SMÁAUGLÝSINGAR 'ATVINIMUHÚSNÆÐI Skrifstofuhæð til leigu Til leigu er skrifstofuhæð í Ingólfsstræti gengt Óperunni. 134 fm með sameign samanstendur af einu herbergi auk fundarherbergis en opið að öðru leyti. Tölvustokkur auk símkerfis til staðar. Langtímaleiga æskileg. Upplýsingar gefur Viðar í vs. 587 9700 virka daga eða 892 1596. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 = 1789268’/2 = 9.0» Frá Guðspeki- » félaginu l/igólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 Á morgun, laugardag, kl. 13—17 ar starfsdagur í húsi félagsins. Eru allir félagsmenn, sem sjá sér það fært, hvattir til að mæta. I.O.O.F. 1 = 1789268’/! = Rk. í sambandi við ncytendur frá morgni til kvölds! fKtorgttttÞlabtö - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.