Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 60
JHmi£d I -setur brag á sérhvern dag! qnœruu * grein (^) BÚNAMRBANKI ÍSUNDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG RITSTJ@MBL.1S AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 126 KR. MEÐ VSK Rjúpnaskytta sýknuð í Hæstarétti Auður djúpúðga nam ekki landið HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær rjúpnaskyttu, sem var saksótt fyrir að hafa skotið ellefu rjúpur í landi Neðra- Hundadals í Dalabyggð án leyfis landeiganda. Rétturinn vitnaði í Land- námu, þar sem skýrt er frá því að Auður in djúpúðga hafi numið öll Dalalönd í innan- verðum Breiðafirði frá Dög- urðará til Skraumuhlaupsár og gefið land skipverjum sín- um og leysingjum. Hundi leysingi hennar fékk Hunda- , dal. Skyttan að veið- um í Njóladal Ekki liggur fyrir hve stórt landið hefur verið, en Njóla- dalur gengur til suðurs frá enda Hundadals og þar var rjúpnaskyttan að veiðum. Þá er vitnað í landamerkjabréf frá 1884 fyrir jörðinni Neðri- Hundadal, en rétturinn segir að ekki liggi fyrir gögn eldri en það um að land Neðri- Hundadals hafi náð til rjúpnaveiðisvæðisins. Land þar sé um og yfir 550 metra hæð yfir sjávarmáli og gróð- Lg. ur enginn. Þetta land ekki numið í öndverðu „I Ijósi þessara staðhátta verða ekki taldar líkur fyrir því að þetta land hafi verið numið í öndverðu eða síðar,“ segir Hæstiréttur og telur að þrátt fyrir landamerkjabréfið verði að telja slíkan vafa leika á um beinan eignarrétt eig- anda jarðarinnar Neðri- Hundadals yfir umræddu svæði að sýkna verði ákærða. ÞEIR sýndu það, eldri kylfingar, víðs vegar að, á opnu móti í „pútti“ á vegum Félags áhuga- fólks um íþróttir aldraðra, að þeir eru ekki deginum eldri en Ungir í anda þeim finnst þeir vera - og sýndu það með tilþrifum sfnum að þeir eru í raun og veru kornungir. Þátttakendur í púttmótinu á Morgunblaðið/RAX púttvellinum í Laugardal voru um 40 talsins og komu m.a. frá Ási í Hveragerði, Nesklúbbi, DAS í Reykjavík, Hraunbæ, Vest- urgötu 7 og Kópavogi. Þýzka bókasafnið í Reykjavík lagt niður GOETHE-stofnunin, sem rekur þýzk bókasöfn og sinnir menningartengsl- um Þýzkalands við lönd um allan heim, hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Reykjavík. Ástæða lokunarinn- ar er spamaðarráðstafanir sem stofn- unin er knúin til að grípa til vegna krafna þýzkra stjórnvalda, um að rík- isstofnanir fækki starfsfólki. Frá þessu greindi Hilmar Hoffmann, for- seti Goethe-stofnunarinnar, í viðtali við þýzku fréttastofuna dpa í gær. Auk þýzka bókasafnsins í Reykjavík verður alls níu útibúum stofnunarinnar lokað á næsta ári: í Árósum í Danmörku, Brasilíuborg, Canberra í Ástralíu, Daressalam í Tansaníu, Lahore í Pakistan, Marseille í Frakklandi, St. Louis í Bandaríkjunum og Tampere í Finn- landi. Aftur á móti verða þrjú ný úti- bú opnuð, í Vilnius í Litháen, Tash- kent í Usbekistan og Ramallah á sjálfstjómarsvæði Palestínumanna. Neyddir til að selja borðsilfrið „Við emm neyddir til að selja borðsilfrið - og gerum það með miklum trega með tilliti til langtíma- afleiðinganna," sagði Hoffmann. Hægur vandi sé að glata ávinningn- um af menningarstarfi af þessu tagi, en mjög erfitt að ná honum aftur. Spamaðurinn sem næst með þessum aðgerðum sé smávægilegur í saman- burði við það tjón sem þær valda tengslum Þýzkalands við önnur ríki, sagði Hoffmann. Frá 1994 hefur Goethe-stofnun- inni verið gert að fækka starfsfólki um 1,5% á ári, og 2% frá 1998. Enn sem komið er heldur stofnunin úti 141 útibúi í 76 löndum, en fram til aldamóta á að loka 15 útibúum og fækka um 120 starfsmenn. Erfítt að fá kennara til starfa við sjávarútvegsdeild Háskolans á Akureyri Mikið tjón í Þor- lákshöfn ELDUR kom upp í mjölgeymslu fiskimjölsbræðslunnar Hafnarmjöls í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Allt mjöl sem þar var er talið ónýtt og gæti tjónið numið nokkrum milljónum króna. Slökkviliðið í Þorlákshöfn fékk tilkynningu frá Neyðarlínunni um kl. 22.30 um að eldur væri í húsinu á Hafnarskeiði 28 þar sem fyrirtækið er til húsa. Báðar slökkvibifreiðar slökkviliðsins voru sendar á staðinn og logaði eldur í mjölinu þegar að var komið. Mjölið er sekkjað og hef- ur verið unnið úr fiskúrgangi frá fiskvinnslustöðvum í Þorlákshöfn. Þrír nemar sækja námskeið í veiðitækni til Mexíkó ÞRÍR nemar í sjávarútvegsdeild Há- skólans á Akureyri sækja námskeið í veiðitækni til Mexíkó, þeir eru ný- lega famir utan og taka námskeiðið á þremur vikum. Kostnaður háskól- ans vegna þessa er 240 þúsund krón- ur, eða 80 þúsund krónur á hvern nemanda. Einar Hreinsson sjávarútvegs- fræðingur sem sérhæft hefur sig í veiðarfærum og starfar hjá Neta- gerð Vestfjarða hefur verið stunda- Jsennari við Háskólann á Akureyri og "ennt þetta námskeið að stærstum hluta en um fjórðung námsins sér starfsmaður á Hafrannsóknastofnun. Ástæðan fyrir því að nemarnir þurfa að sækja þetta námskeið alla leið suður til Mexíkó er sú að Einar vinnur nú við verkefni í Mexíkó, en aðrir kennarar voru ekki tiltækir hér á landi um þessar mundir. Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar, sagði að ekki hefði verið um annað að ræða í stöð- unni, ella hefði þurft að fella nám- skeiðið niður en það hefði þýtt tafir á námi. Einn nemanna er um það bil að ljúka námi sínu við deildina og hinir tveir era á þriðja ári. Erfitt að fá kennara Jón sagði afar erfitt um þessar mundir að fá kennara til starfa við deildina, en háskólinn væri langt í frá samkeppnisfær við einkageir- ann. „Við erum í beinni samkeppni við atvinnulífið um kennarana og ráðum engan veginn við hana,“ sagði Jón og benti m.a. á að þeir verkfræðingar sem hefðu sinnt stundakennslu við deildina hefðu allir horfið til annarra og betur launaðra starfa. „Það má eiginlega segja að erfitt sé að reka háskóla nema í niðursveiflu í þjóðfélaginu, nú er þensla og þá leita menn ann- að.“ Jón nefndi einnig að fram til þessa hefðu Islendingar ekki menntað mikið af fólki í sjávarút- vegsgreinum, það væri því tiltölu- lega fámennur hópur sem byggi yfir þeirri sérþekkingu sem til þyrfti. Ein birtingarmynd þess væri Mexíkóför nemanna þriggja. Al- þjóðavæðing í sjávarútvegi spilaði líka inn í, þeir sem hefðu sérþekk- ingu á ýmsum sviðum sjávarútvegs væru við störf víða um heiminn. Logarnir sleiktu loftið Logarnir höfðu sleikt loft hússins, sem er steinsteypt með bárujárns- þaki, en eldurinn hafði ekki náð að festa sig í þaktimbrinu, sem þó var sviðið. Eldurinn var slökktur fljót- lega en að sögn lögreglu á Selfossi kviknaði ítrekað aftur í giæðunum. Brá slökkviliðið á það ráð að rýma mjölgeymsluna með lyftara. Sigurður Olafsson slökkviliðs- stjóri í Þorlákshöfn sagði að mikill reykur hefði verið innst í húsinu og ljóst væri af mjölpokunum að eldur- inn hefði kraumað þarna Iengi. Taldi hann líklegast að um sjálfsíkveikju væri að ræða. „Mjölið er líklega allt ónýtt af reyknum. Þetta skiptir nokkrum tugum tonna af mjöli,“ sagði Sig- urður. Akveðið var laust fyrir miðnætti í gær, að vakt yrði við mjölið í nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.