Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 37
aiaAjanugíioM MORGUNBLAÐIÐ reei 'AmmrvM .as fluoAarJT8öu 08 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 37 SIGRÚN JÓHANNSDÓTTIR + Sigrún Jóhanns- dóttir var fædd á Ulfsstöðum í Skagafirði 18. mars 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 20. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóhanns Sigurðs- sonar, bónda á Úlfs- stöðum, f. 5. júní 1883, d. 14. mars 1970, og Ingibjarg- ar Gunnlaugsdótt- ur, f. 25. desember 1885, d. 3. mars 1976. Sigrún átti þrjú systkini, Línu, f. 12. mars 1909, giftist Gísla Gottskálkssyni skóla- stjóra, og Sigurð, f. 11. júní 1916, síðar bónda á Úlfsstöðum, kvæntist Hólmfríði Jónsdóttur, og Gunnlaug, húsgagnameist- ara, f. 11. nóvember 1917, d. 15. júní 1986, kvæntist Rósu Gísla- dóttur. Sigrún giftist 14. júlí 1940 Sigurði Jónassyni frá Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðar- strönd, f. 29. janúar 1910, skóg- arverði í Varmahlíð. Hann lést 11. apríl 1978. Þau Sigrún og Sigurður eignuðust fjögur börn. 1) Ingi- björg, gift Jóni Adólf Guðjónssyni, en þeirra börn eru Sigurður Atli, kvæntur Sigríði Laufeyju Jónsdótt- ur, og Inga Sigrún, unnusti hennar Svali H. Björgvinsson. 2) Jóhann, kvæntur Margréti Valdimars- dóttur, þeirra börn eru Einar, í sambúð með Sigrúnu Jónsdóttur, og Hekla, hennar sonur Einar H. Knútsson. 3) Svanhildur, gift Hilmari Þór Björnssyni en þeirra börn eru María Sigrún og Sig- urður Öm. 4) Sigurður, kvæntur Asdísi Erlu Kristjónsdóttur, en þeirra synir em Hlynur, Bjarki, í sambúð með Guðrúnu Ólu Jóns- dóttur, og Sigurður. Útför Sigrúnar fór fram í kyrrþey. Sigrún tengdamóðir mín, sú mæta kona, er látin eftir stutta legu á sjúkrahúsi en níu mánuðir eru nú síðan hún greindist með það mein sem dró hana til dauða. Hún var skagfirskrar ættar, fædd aust- an vatna en ól aldur sinn lengst af vestan vatna eins og orðtak er meðal Skagfirðinga og sýnir glöggt hve Héraðsvötnin í Skagafirði skiptu héraðinu sem ekki var þó aðeins á landfræðilegan hátt heldur voru einnig skörp skil í málfarslegu tilliti eins og kunnugt er. Því er þetta nefnt hér að Sigrún var trú uppruna sínum, unni máli sínu og hafði mjög gott vald á því, var eink- ar greinargóð í frásögnum af mönn- um og málefnum. Hún var eðlisgreind kona en naut ekki langrar skólagögnu svo sem títt var meðal fólks af hennar kyn- slóð. Oft kom það þó fram hjá henni á síðari árum hve lögnunin var sterk þegar æskuárunum lauk að halda áfram skólagögnu og halda út á menntabrautina. Þó var hún í ungl- ingaskóla og síðar húsmæðraskóla á Blönduósi. Sigrún gift'ist Sigurði Jónassyni síðar skógarverði árið 1940 og bjuggu þau í Laugabrekku í Varma- hlíð yfir 30 ár. Sigurður var frum- kvöðull í skógrækt á þessu svæði og annaðist rekstur skógræktar- stöðvarinnar i Varmahlíð allt þar til hann lést árið 1978. Sigurður hafði numið skógfræði í Noregi og dvaldi í Þýskalandi um tíma. A heimili þeirra var æði mannmargt stundum. Kom þar margt til. Skóg- ræktarmenn bæði erlendir og sam- landar áttu oft erindi í Varmahlíð, auk þess voru þau hjón vinmörg og Varmahlíð liggur um þjóðbraut þvera þannig að gestkvæmt var á heimili þeirra og þau hjón einstak- lega góð heim að sækja. Það er því Ijóst að mikið mæddi á húsmóður- inni um allt það er að húshaldi laut, veislu var oft upp slegið án langs fyrirvara og báru móttökumar að því leyti Sigrúnu órækt vitni. En það var ekki látið staðar numið. Þegar gestir voru á brott og um hægðist, þá tók handavinnan við. Það var sama hvað upp kom, saumaskapur á fjölskylduna, jafn- vei vini og kunningja, pijónaskap- ur, hekl og fínustu ísaumar sem ég ætla ekki að hætta mér frekar út í að skilgreina. Og enn þann dag í dag ber heimilið þess vitni á mörg- um sviðum. Það segir sig því sjálft að vettvangur Sigrúnar var heimil- ið. Þó hafði hún afar gaman af því að ferðast bæði um sitt land ekki síst öræfin, en einnig naut hún ferða utan lands. Fór það saman því Sig- urður var ferðagarpur mikill og heimsmaður þegar til útlanda kom. Hún hafði mikinn áhuga á lestri hvers konar bókmennta og naut þess einkum hin síðari ár þegar betri tækifæri gáfust til að taka sér bók í hönd. En þó að áhugamál væru mörg og af ýmsum toga fór ekki milli mála hvað gekk fyrir öllu, það var fjölskyldan hennar sem heild og sérhver einstaklingur innan hennar. Hún hafði mjög ákveðnar skoð- anir á flestum málum. Hún var alin upp við þjóðmálaumræðuna og hafði þar alla tíð mjög fastmótaðar skoðanir. Aðdáunarvert var hversu fljót hún var jafnan að segja sitt álit bæði á mönnum og málefnum og á hversu rökvísan og heilsteypt- an hátt hún flutti mál sitt. Hefði hún sómt sér vel á hvaða vettvangi sem var ef því var að skipta. Það var henni mikil gæfa að geta fylgst með öllu til hinstu stund- ar þótt sjóndepurð háði henni nokk- uð hið síðasta. Hún hafði fingur á öllu fréttaefni og var gott til þess að vita að geta hringt til hennar ef menn fóru einhvers á mis í önn dagsins, þá voru alltaf svör á reiðum höndum. Hún naut þess að fylgjast með en hafði að sama skapi raun af ýmsu því sem fjölmiðlar nútím- ans hafa fram að færa. Fyrir tæpum 30 árum tókum við okkur saman hjónin, tengdaforeldr- arnir og yngsti sonur þeirra og tengdadóttir og keyptum hús á Víðimel þar sem gerðar voru þijár íbúðir og bjuggum við þarna í ná- býli um árabil. Verður þessara ára minnst með mjög ánægjulegum hætti, ekki síst fýrir það að þama stigu börn okkar Lólóar sín fyrstu spor og nutu í ríkum mæli um- hyggju ömmu og afa. Satt best að segja eru þessar minningar, svo og margar aðrar, okkur svo dýrar, að þær verða ekki á torg bomar held- ur þakkaðar af alhug að leiðarlok- um. Eftir að Sigurður lést fyrir 19 árum hélt Sigrún áfram heimili á Víðimel 48, en vetursetu höfðu þau haft ámm saman í Reykjavík þó starfsvettvangur væri norður í Skagafirði frá vori langt fram á haust. Á þessum árum vann Sigrún við ýmis störf utan heimilis einkum þó við saumaskap og kom þá að góðum notum fæmi hennar og út- sjónarsemi á því sviði. Á Víðimelnum var griðastaður fjölskyldunnar öll þessi ár og Sigrún sannarlega kjarni fjölskyldunnar. Allan tímann til hins síðasta var hún vakin og sofin yfir velferð sinna nánustu. Það er því ekki að furða þó að hennar sé sárt saknað. En mitt í söknuðinum brýst fram þakk- læti og virðing fyrir lífið sem hún gaf okkur, og einkenndist svo mjög af kærleika, fórnfýsi og umhyggju. MINNINGAR Hún lýsti okkur veginn fram á við rétt eins og vitinn lýsir mönnum leiðina fram hjá brimi og brotum., Guð blessi minningu hennar. Jón Adólf Guðjónsson. Elsku amma. Okkur langar að minnast þín, tala til þín og kveðja þig. Þú hefðir án efa hreyft mótbámm við því að við settum þessar línur á blað, ekki vegna þess að þér væri illa við það heldur vegna þess að þú vildir aldr- ei láta nokkurn skapaðan hlut fyrir þér hafa. Ég ætla bara rétt að biðja ykkur um, hefðir þú líklega byijað á að segja. En amma, þú fékkst ekki alltaf að ráða þegar við vildum sýna þér væntumþykju okkar. Hún hefur líka aðeins verið að litlu leyti endurgjald til þín fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur. Við bamabörnin þín níu þekktum þig hvert á sinn hátt. Við minn- umst heimila ykkar afa á Víðimeln- um og í Laugabrekku í Varmahlíð. Sumardvöl okkar í Skagafirðinum var ævintýri líkust fýrir borgar- börnin. Sitja lúin en ánægð í kaffi- stofunni í skógræktinni hans afa og maula nestið frá þér meðan hjól- börurnar biðu fyrir utan. Ferðimar með afa um sveitir Skagafjarðar og Húnavatnssýslu í rauða mola- bílnum fullum af plöntum. Að horfa með þér út um gluggann á stiga- pallinum og sjá sólina gylla fjörðinn að kveldi með Drangey, Málmey og Þórðarhöfða í bakgrunni. Heim- sóknir til Stebba og Mörtu í Viðidal þar sem mörg okkar fóru á hestbak í fyrsta sinn. Sundlaugarferðirnar í Varmahlíð, bíltúr eftir eggjum til Sigga í Krossanesi og heimsóknir til Sigga og Hósu út á Krók. Við nutum þess að sitja hjá þér í eldhús- inu í Laugabrekku, fá kalda mjólk og kex og hlusta á viðræður þínar við gestkomandi. Heimili ykkar afa á Víðimelnum stóð okkur ávallt opið og sum ól- umst við reyndar upp í því húsi. Þar var allt í föstum skorðum, hefðir og venjur sem urðu stór hluti af æsku okkar, ekki síst þegar lit- ið er til baka. Þær breyttust lítið eftir að afi dó, þú varðst þá þunga- miðja fjölskyldunnar. Fjölskyldu- boð á jóladag, laufabrauðsgerð á aðventunni og heimsóknir til þín á sunnudögum þegar þú varst iðu- lega tilbúin með heita hjónabands- sælu, nýlagaðar vöfflur eða annað það sem þú töfraðir fram á svip- stundu. Við nutum þess að koma til þín fyrir jólin og setja upp jólaljósin með þér, að koma til þín eftir skóla eða íþróttaæfingar og vera hjá þér í pössun. Það fylgdi því friðsæld og góð tilfinning að setjast niður hjá þér og fá að horfa á sjónvarp- ið, dunda sér við lestur eða að fýlgj- ast með pijónunum leika í höndum þínum og framleiða sokka, peysur eða vettlinga sem ylja okkur enn. Mikla ánægju höfðum við af því þegar þú komst i mat til okkar um helgar. Við hlustuðum á skoðanir þínar á þjóðfélagsmálum og persón- um sem voru í brennidepli í það og það skiptið. Stundum vorum við á öndverðum meiði og skiptumst þá á skoðunum og rökum. Við hugsuð- um án efa stundum of hratt og vorum of róttæk enda héldu rök þín oft betur, byggð á því að þú hafðir hugleitt málin vel og til enda. Þú varst alltaf staðföst í skoðunum þínum en aldrei einstrengingsleg. Skoðanir unga fólksins fengu því stundum hljómgrunn hjá þér, sem gladdi ung hjörtu. Stjórnmálaáhug- inn var alltaf til staðar hjá þér. Þú varst sjálfstæðiskona framsóknar- mannsins hans afa og það hvarflaði stundum að okkur að værir þú af okkar kynslóð hefði þessi áhugi þinn brotist fram með enn sýnilegri hætti. Fjölskyldan var þér dýrmæt, rétt eins og þú henni. Allir pössuðu sig á að láta vita af ferðum sínum til ömmu á Víðimelnum, enda var þar eins konar upplýsingamiðstöð fjöl- skyldunnar. Við vissum alltaf að þú fylgdist vel með okkur og það hvatti okkur. Þú fregnaðir hvernig okkur gekk með viðfangsefni okk- ar, barnaskólann, samræmdu próf- in, stúdentsprófin, háskólanámið, framhaldsnám í fjarlægum lönd- um, körfuboltann, sundið, ballet- inn, svifflugið, gítarnámið, vinn- una okkar og fjölskyldulíf. Allt þetta festir þú í huga þér og vissir nákvæmlega hvar hvert og eitt okkar stóð. Það var gleðilegt að sjá þig taka þátt í brúðkaupi þess elsta okkar fyrir fjórum árum, fermingu þess yngsta okkar í vor og fæðingu fýrsta og eina langömmubarnsins þíns. Það var augljóst það yndi sem þú hafðir af að sjá litla Einar velta sér um á stofugólfinu hjá þér. Þar var kominn lítill Einar á ný í fjöl- skylduna. Allir þessir atburðir mörkuðu dýrmæta áfanga fýrir þig og fjölskylduna. Lífið hélt áfram, fjölskyldan þroskaðist og stækkaði. Við erum viss um að þú mast það mikils við þann sem öllu ræður að fá að lifa þessa áfanga. Meiri sátt við líf sitt er vart hægt að hugsa sér. Ljóst var að hveiju stefndi, ekki síst þér sjálfri. Þú hafðir enda engan áhuga á að verða hundrað ára. Guð forði mér frá því hefðir þú sagt. Hugsun þín var skýr allt til hins síðasta. Umvafin fjölskyldu þinni laukst þú vist þinni í þessum heimi með reisn. Án nokkurrar fyr- irhafnar runnu saman andartök þessa lífs og hins er bíður fyrir handan. Þar tók á móti þér hlýr faðmur. Við kveðjum þig, elsku amma, og færum þér kveðjur maka okkar og lífsförunauta og litla Einars. Hvíl í friði. Sigurður Atli, Einar, Inga Sigrún, Hlynur, Bjarki, Hekla, María Sigrún, Sigurður og Sigurður Örn. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni 511 beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, . þá megnar Guðs miskunnarkraftur af móldum að vekja hann aftur. Sá andi, sem áður þar gisti frá eilífum frelsara, Kristi, mun, leystur úr læðingi, bíða þess líkams, sem englarnir skrýða. (Stef. Thor.) Þakka þér fyrir samverustund- irnar, Sigrún mín, sem ég vildi þó óska að hefðu getað orðið fleiri. Ég mun aldrei gleyma þér. Kveðja, Guðrún Óla (Gógó). Stórt skarð hefur myndast í stór- fjölskylduna okkar. Sigrún tengda- móðir mín hefur kvatt sitt jarð- neska líf, en eftir lifa minningarnar hlýjar og góðar. Sigrún var glæsi- leg kona, vel gefin og með ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefn- um. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka og naut þess meðan sjónin leyfði. Ung hafði hún stundað nám við Hússtjómarskólann á Blöndu- ósi og nýttist það nám henni vel. Hún var snillingur í höndunum og var ekki lengi að breyta efnisbút í tískuflík, enda var hún með ótrú- lega skipulagsgáfu og hafði ég oft gaman af þegar hún tók sig til og fór að breyta í stofunum á Víði- melnum. Ég sá enga möguleika en alltaf kom það betur út þegar hún var búin að endurraða. Sigurður eiginmaður hennar var skógar- vörður í Skógrækt ríkisins í Varmahlíð í Skagafirði og bjuggu þau í Laugabrekku og þar ólust börnin þeirra upp. Þegar ég kynnt- ist þeim voru þau farin að hafa vetursetu í Reykjavík en fóru alltaf norður snemma á vorin og við hin fórum svo alltaf norður til þeirra í sumarfríum okkar. Það var ómet- anlegt fyrir ungviðið að fá að kynn- ast sveitasælunni hjá ömmu og afa, og sannkallaðir dýrðardagar fýrir okkur öll. En sorgin knúði dyra og Sigurður lést 11. apríl 1978 og var hans sárt saknað af okkur öllum. En áfram hélt hún ótrauð og eftir að hafa unnið um árabil á saumastofum, söðlaði hún um og fór að vinna á Borgarspíta- lanum. Það sýnir best kjark hennar og þor, nýlega orðin eklq'a og kom- in á sjötugs aldurinn. Henni tókst það sem hún ætlaði sér og skilaði sínu með sóma. Hún vakti yfir velferð fjölskyldu sinnar og fylgd- ist mjög náið með öllum. Hún var miðpunkturinn, ættarhöfðinginn, elskuð og virt af okkur öllum. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar. Vertu Guði falin. Margrét Valdimarsdóttir. HERMANN G. JÓNSSON Hermann G. Jónsson fædd- ist í Hörgsdal á Síðu 25. maí 1921. Hann lést á Vífils- staðaspítala 14. september síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Prestbakkakirkju á Síðu 20. september. Það var fyrir viku að ég frétti að Hermann væri farinn. Fráfall hans kom ekki á óvart því smám saman hafði verið að draga af honum síðan hann veiktist fyrir hálfu ári. Hermann bar með sér anda sveitarinnar og það var bjart yfir þeirri sveit, sveitinni milli sanda. En þessi sveit var þó ekki aðeins staðbundin heldur sveit heillar kynslóðar sem birtist í æðum henn- ar, orði og afstöðu til lífsins. Eftir brottför Hermanns hefur hugurinn hvarflað að okkar síðustu fundum. Þeir voru ekki langir en endur- spegluðu að mörgu leyti manninn Hermann. Sá fyrri var á miðju sumri síðastliðnu. Ástæða hans var allmikill dagblaðafjöldi sem hafði safnast upp hjá honum. Þessum blaðabunka hafði Hermann sankað að sér og dætur hans talið honum trú um að hann væri best geymdur í endurvinnslunni. Hermann talaði við mig og bað mig að aðstoða sig við þetta og var það auðsótt mál. Við fylltum átta svarta poka og það var með trega að Hermann skildi við blöðin því hann átti eftir að lesa ýmislegt betur í þeim. Eft- ir blaðburðinn bauð hann mér upp á kók og jólaköku. Þegar ég rifja þetta upp finnst mér það nokkuð táknrænt að þetta skyldi vera á boðstólum. Jólakakan er vörumerki kynslóðar hans, en kókið er minnar kynslóðar. Jólakakan er smám saman að víkja af sviðinu enda hógvær og hefur ekkert vörumerki annað en gestrisnina sem kynslóð hennar býður og kynslóð mín hefur allt of sjaldan tíma til að þiggja. Seinni fundur okkar tengdist einnig fróðleiksþorsta Hermanns sem var óslökkvandi enda hafði hann brennandi áhuga á því sem var að gerast í heiminum. Eftir blaðaburðinn þótti Hermanni nokkuð tómlegt og vildi nú nýta sér tækni textavarpsins. Hann bað mig að kenna sér á þetta og varð ég við því. Við ræddum þessa nýju tækni og internetið sem Hermanni fannst nokkuð um og hefði örugg- lega skellt sér út í hefði honum enst aldur. Ég fékk annan skammt af kóki og jólaköku og gott ef ekki kaffi og kleinur seinna um kvöldið. Við spjölluðum í síðasta sinn þetta kvöld. Hann er nú kom- inn heim á æskuslóðirnar. Ég kveð hann með hlýhug og söknuði en minnist jafnframt okkar góðu stunda. Ingólfur Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.