Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 4
r rrTVH 4 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Gatnamót við Hringbraut og Laufásveg 68 skráð óhöpp á tólf árum SAMKVÆMT svartblettaskrá um- ferðardeildar Reykjavíkurborgar hafa 68 óhöpp orðið á gatnamótum Hringbrautar og Laufásvegar frá árinu 1983-1995. Þar af voru í tveimur tilvikum alvarleg slys á fólki, í fjórum tilvikum var um minniháttar slys að ræða en 54 tilvik voru án meiðsla. Rétt er að taka fram að skráin byggist á lög- regluskýrslum og því óvíst að öll óhöpp séu skráð. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamála- stjóra, er nokkur pressa á borgar- yfírvöld um að setja op á miðeyjar í borginni. Þótti skapa hættu „Það hefur ekki komið til tals nýverið að leggja niður þessa vinstri beygju en hér á árum áður þótti þessi beygja skapa nokkur slys og því var opið þrengt og beygjan gerð með þeim hætti að bílar lögðust ekki þvert á umferð- ina,“ sagði Þorgrímur Guðmunds- son, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. „Þannig var reynt að draga úr þeirri hættu sem þetta op hafði skapað. Mér fínnst ekki heppilegt að þessi beygja sé þarna. Hún sker þvert á mikla umferðargötu og menn eru komnir á talsverða ferð. Mér finnst því að leggja eigi hana niður.“ Girðingar skyggja á „Ég hélt að löngu væri búið að loka þessari beygju og hef ekki tekið hana í mörg ár,“ sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs..„Það eru girðingar á eyjunni sem skyggja verulega á umferðina þannig að þetta er raunverulega mjög hættuleg beygja. Sennilega eru rökin fyrir henni að erfitt sé fyrir fólk að koma úr vesturbænum inn í hverf- ið en það eru ljós vestar, sem eru mun öruggari. Þannig að mig skortir öll rök fýrir því að þessi beygja sé leyfð. Ég vona að þetta hörmulega slys verði til þess að menn skoði það af fuliri alvöru hvort það sé forsvaranlegt að hafa þetta svona.“ Skárstu möguleikarnir Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri benti á að mið- eyjuop væru nokkuð víða í borg- inni og að nokkur pressa væri á borgaryfirvöld um að setja þau upp. „Þetta eru oft og tíðum skárstu möguleikarnir, sem við eigum í stöðunni en við erum ekki hrifnir af þeim og erum almennt á móti þessum beygjum," sagði hann. „Fordæmin eru víða og þarna er gengið eins vel frá þessu og hægt er með aðrein sem yfir- leitt er nægjanlega löng. Þarna er verið að beygja í veg fyrir umferðarstraum en á móti kemur að ekki er langt í ljós sem þýðir að þarna verður alltaf hlé af og til. Bæði vegna þess að ljós eru á horninu við Snorrabraut og svo eru gangbrautarljósin við Land- spítalann. Þannig að maður á að komast á milli nánast verndaður af ljósum. Það má ekki gleyma því að umferð í kring um Landspít- alann er mjög erfið. Þar er mjög stór vinnustaður og þrengsli á öllu svæðinu og er verið að skoða umferðina á öllu svæðinu í kring- um Landspítalann." Sumarauki á Austurlandi Neskaupstað. Morgunblaðið. SANNKALLAÐUR sumarauki hefur verið hér austanlands að undanförnu, sólskin og logn og hiti verið um 20 gráður. Mann- fólkið kann svo sannarlega að meta þessa veðurblíðu líkt og krakkamir sem fréttaritari rakst á sl. þriðjudag á leimnum við botn fjarðarins þar sem þau voru að busla í sjónum og skemmta sér. Mál drengsins í Texas Farið fram á framsal að ári DÓMSMÁLARÁÐHERRA mun fara fram á við bandarísk yfírvöld að ís- lenski drengurinn, sem dæmdur hef- ur verið í tíu ára fangelsi í Texas fyrir kynferðisafbrot gegn yngri börnum, verði framseldur en þó ekki fyrr en eftir eitt ár þegar hann hefur notið sérhæfðrar meðferðar. Að sögn Braga Guðbrandssonar forstöðu- manns Barnastofu, eru móðir hans og fósturfaðir sátt við þessa niður- stöðu. Bragi er nýkominn frá Texas, þar sem hann kynnti sér mál drengsins og skoðaði hann meðal annars stofn- unina, þar sem drengurinn kemur til með að afplána sinn dóm en nú dvel- ur hann á greiningarstöð í sérstakri meðferð fyrir kynferðisafbrotafólk. Bragi sagði að dómsmálaráðherra hafi fallist á að ráðuneytið beitti sér fyrir að fá drenginn fluttan til ís- lands þegar félagsmálayfirvöld teldu það tímabært. Ekki hafi verið talið heppilegt á þessu stigi að óska eftir flutningi. „Staðreyndin er sú að hann hefur hlotið dóm og því er ekki hægt að breyta," sagði hann. „Við erum hins vegar ekki ánægð með þennan langa refsiramma og lítum þannig á að um barn sé að ræða sem eigi að njóta vemdar sem barn. Þess vegna er tíu ára fangelsisdómur ekki mann- úðlegur og allt of harður. Við viljum því beita okkur fyrir því að hann fái að flytjast yfír í íslenskt meðferðar- kerfí en þó ekki strax. Við teljum rétt að hann fái að njóta þeirrar sér- hæfðu meðferðar sem þarna er og er mjög góð. Það mun taka eitt ár.“ Amundi segir söluna ólöglega JÓN Magnússon, lögfræðingur Ámunda Ámundasonar, lagði fram bréf með athugasemdum við sölu á Lesmáli ehf. til Perluútgáfunnar ehf.^á stjórnarfundi í fyrradag. „Ég gerði Páli Vilhjálmssyni ljóst að ég myndi ekki mæta á næsta stjómarfund sem var haldinn í gær og óskaði eftir því að Jón Magnús- son, lögfræðingur minn og vara- maður, kæmi í minn stað. Páll hafn- aði því. Þessi gjörningur Páls er þjófnaður á eignum fyrirtækisins. Þetta er með öllu ólöglegt og Páll, og sá meirihluti sem var kosinn á síðasta aðalfundi, getur hvorki selt eitt né neitt til nokkurs manns. Láti Páll ekki af þessari vitleysu óska ég eftir lögreglurannsókn á þessari sölu,“ sagði Ámundi. Á stjórnarfundinum í gær var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu að visa á bug athuga- semdum Jóns vegna sölu á rekstri Lesmáls til Perluútgáfunnar. „Ég mun óska eftir hluthafa- fundi þar sem ég mun fara fram á að þessi ólöglega stjórn verði sett af og ný stjórn kosin. Ég á meiri- hluta í fyrirtækinu. Gjörningurinn er hlægilegur, ekki síst í ljós þess að Páll og félagar hafa haft sex mánuði til þess að nýta sér for- kaupsréttinn en hann rennur út næstkomandi sunnudag," sagði Ámundi. Aukin verkefni hjá flugrekendum á undanförnum árum m m Mál 09 menning Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Siðumúla 7 • Simi 510 2500 Listaverkabók sjálfrar Inatturunnar Aldrei hefur íslensku landslagi verið lýst á prentí eins og gert er í þessari bók. Fæst nú einnig á ensku. 60% fjölgnn flugmanna HRÖÐ íjölgun hefur orðið í stétt flug- manna og hefur félögum í Félagi ís- lenskra atvinnuflugmanna fjölgað úr 186 í 289 frá árinu 1992. Sé bætt við fjölgun flugmanna hjá Atlanta úr 16 í 39 á síðustu þremur árum, en flugmenn þess eru í Fijálsa flug- mannafélaginu, lætur nærri að fjölg- un í flugmannastétt sé rúm 60%. Kristján Egilsson, formaður FÍA, segir að fjölgunin í FÍA stafí bæði af beinni fjölgun í stéttinni og að flugmenn fleiri flugrekenda, t.d. flugskólanna, hafí gerst meðlimir félagsins. Árið 1992 voru skráðir félagar FÍA 186 og tveimur árum síðar voru þeir orðnir 208. í ár er tala félagsmanna 289 ef með eru taldar fímm umsóknir flugmanna um félagsaðild sem tekin verður af- staða til um mánaðamótin. Bróð- urpartur hópsins, eða um 200, starf- ar hjá Flugleiðum, 27 hjá Flugfélagi íslands, 26 hjá íslandsflugi, 20 hjá Flugskólanum Flugtaki og 10 flug- menn starfa hjá Landhelgisgæsl- unni. Þá_ hefur orðið umtalsverð fjölgun hjá Islandsflugi vegna meiri um- svifa. Þegar félagið var að hefja starfsemi fyrir fímm til sex árum voru flugmenn þess á bilinu 8-12 eftir verkefnum hveiju sinni en í dag eru þeir 26, að sögn Gunnars Þor- valdssonar, stjórnarformanns fé- lagsins. Floti félagsins hefur farið sístækkandi og rekur það nú m.a. tvær ATR flugvélar og þijár Dornier og fær eftir um það bil mánuð af- henta Boeing-737 þotu til frakt- og farþegaflugs. Tvö félög flugmanna Hjá Atlanta starfa nú 39 flug- menn en aðeins tveir úr þeim hópi eru félagsmenn FÍA, hinir eru í Fijálsa flugmannafélaginu sem flug- menn Atlanta stofnuðu fyrir fáum árum. Hefur þeim fjölgað úr 16 frá árinu 1994. Þá starfar jafnan hjá félaginu fjöldi erlendra flugmanna, allt upp í 70-80 þegar mest er um að vera, en fjöldi þeirra ræðst eink- um af erlendum verkefnum hveiju sinni. Flugleiðir réðu allstóran hóp flug- manna fyrir rúmum tveimur árum og eru um þessar mundir að ráða 28 nýja flugmenn. Kristján Egilsson segir að hluti þessara manna komi frá öðrum flugrekendum og færist því aðeins til en í stað þeirra komi nýir menn inn í félagið. Félagið hef- ur nýlega fengið afhenta viðbótar- þotu til fraktflugs og fær snemma á næsta ári nýja Boeing-757 þotu. Þá eru nokkrir íslenskir flugmenn starfandi hjá erlendum félögum og eru sumir þeirra aukafélagar í FÍA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.