Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 27 Ljósmynd/Grímur Bjarnason ÚR Fiðlaranum á þakinu. Fiðlarinn á þakinu aftur á svið FRÁ ÖLLU í EKKERT SÝNINGAR í Þjóðleikhúsinu á söngleiknum Fiðlaranum á þak- inu hefjast á ný í kvöld. Fiðlarinn var frumsýndur í vor sem leið. Sögusvið verksins er lítið rúss- neskt þorp í upphafi aldarinnar, í gyðingasamfélagi. Þar býr mjólkurpósturinn Tevje ásamt eiginkonu sinni og fimm dætrum í sátt við Guð og menn. Lífið er í föstum skorðum hjá þorpsbú- um, mótað af aldagömlum hefð- um og siðvenjum sem eru hald- reipi í brothættri og þversagna- kenndri tilveru. Fiðlarinn á þakinu var fyrst KVIKMYNPIR Laugarásbíó Stjörnubíó SPAWN ★ ★ Leiksljóri Mark A.Z. Dippé. Hand- ritshöfundar Todd McFarlane, Mark Dippé, Alan B. McElroy. Kvikmynda- tökusljóri Guillermo Navarro. Tón- list Graeme Rewell. Aðalleikendur. John Leguizamo, Michael Jai White, Martin Sheen, Theresa Randle, D.B. Sweeney. 97 mín. Bandarísk. New Line 1997. ÞEGAR andleysi Schumachers, handritshöfunda og sviðsmynda- hönnuða er að ganga af Batman dauðum kemur Spawn (Michael Jai White) fram á sjónarsviðið. Önnur fræg teiknimyndahetja í kvikmynda- búningi. Þetta eru ekki ólíkar per- sónur, báðar beygðar af illri reynslu og ógæfu. Spawn var fyrrum A1 Simmons, leigumorðingi hins opin- bera sem starfaði undir stjórn Jason Wynns (Martin Sheen). Þjóðhetju sem er að vinna að því á bak við tjöldin að leggja undir sig heiminn með hjálp efnavopna og hátækni. Á bak við ráðabruggið stendur náttúr- lega enginn annar en Djöfullinn sjálfur með horn og hala. Wynn þarf að byrja á því að koma hinum heiðarlega Simmons fyrir kattarnef sem lendir beina leið í Helvíti, hvern- ig sem það má vera, rankar loks við sér fimm árum síðar sem Spawn, afbakaður vítisengill sem á að hjálpa höfðingja sínum við að ná yfirráðum undir stjórn Trúðsins (John Leguiz- amo). En samviskan býður honum að hlýða ekki Kölska heldur himna- sjólanum. frumsýndur á Broadway 1964 og hefur síðan slegið hvert sýn- ingarmetið á fætur öðru í leik- húsum víða um heim. Sögurþráð- ur verksins er byggður á sögum jiddíska sagnaskáldsins Shalom Aleicheim og var handritið unnið af Joshep Stein. Tónlistin er eft- ir Jerry Bock, söngtextar eftir Sheldon Harnick. Það er Jóhann Sigurðarson sem fer með hlutverk mjólkur- póstsins Tevje og Edda Heiðrún Backman leikur eiginkonu hans. Dætur þeirra leika Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinunn Ólína Þor- Spawn er einn heljarmikill darr- aðardans, hröð, litrík ofurbrellu- mynd þar sem tölvuteikningar eru í aðalhlutverki. Ekki alveg heiladauð en bætir ekki miklu við þann mý- grút tæknibrellna sem tröllriðið hafa skilningarvitum kvikmyndahúsgesta síðan Súperman birtist á tjaldinu fyrir margt löngu. Útlitið er fengið að láni frá Tim Burton og aðalskálk- urinn, Trúðurinn, gæti verið stóri bróðir Mörgæsarinnar sem Danny De Vito holdiklæddi um árið. Sá slaf- raði í sig saltsíld, þessi étur maðka. Annars er ekki annað hægt en að gefa Leguizamo smáklapp fyrir kraftmikla túlkun á þessari sendingu úr neðra, enda yfirskyggir hann jafnan hinn litlausa White í titilhlut- verkinu. Sem er vitaskuld ekki alveg nógu gott. Sheen er bærilegur teiknimyndaþrjótur, D.B. Sweeney illþolandi að venju og gamli stórleik- arinn, hann Nicol Williamson, vafrar um í litlausu hlutverki. Þá sprettur fram á sjónarsviðið Jessica Priest (Melinda Clark), gustmikil femme fatale, og stendur sig vel. Tími mynda á borð við Spawn hlýtur að fara að líða undir lok. Áhorfendum bregður ekki orðið við neitt og taka orðið lygilegustu há- tæknibrellum með jafnaðargeði. Það kæmi ekki á óvart að góðar spennu- myndir af gamla skólanum, eins og t.d. Breakdown, tækju við í þessum geira. Mark A.Z. Dippé, leikstjóri Spawn, er öllum brellum kunnugur og sér til þess að sá þáttur er í góðu lagi. Enda á maðurinn heiðurinn af brellustjórn flestra stórmynda af þessu tagi á undanförnum árum. Flott en þreytandi og heldur ófrum- legt. Sæbjörn Valdimarsson steinsdóttir, Vigdís Gunnarsdótt- ir, Aníta Briem og Álfrún H. Örnólfsdóttir. Sex manna hljóm- sveit leikur í sýningunni undir stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar. Þórarinn Hjartarson þýddi verkið og söngtexta, lýsingu hannaði Páll Ragnarsson, tónlist- arstjóri er Jóhann G. Jóhanns- son, danshöfundur Auður Bjarnadóttir, hljóðsljórn annast Sveinn Kjartansson, Siguijón Jóhannsson er höfundur leik- myndar og búninga. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Nýjar bækur HANDAN orða er ljóðabók eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar. Sig- rún sem er píanókennari hefur ort ljóð um árabil og hafa nokkur þeirra birst í blöðum. Titilljóð bókar- innar lýsir Sigrún hugblæ hennar: Guðmundsdóttir Handan orða. Handan hugsana þögn og friður við lygnan sæ. Handan orða. Handan hugsana sjávarháski. Útgefandi er höfundur. Handan orða er 40 bls. unnin í Skákprenti. Flatey hf sá um bókband. Kápu- mynd er eftir Valgerði Hauksdótt- ur. Bókin kostar 1.980 kr. Tímarit • ÍSLENSK bókaskrá fyrir árið 1996 er komin út á vegum Lands- bókasafns íslands - Háskólabóka- safns. Þar eru skráðar allar útgefnar bækur á því ári. Skráin er 206 bls. að stærð. Henni fylgir tölulegt yfirlit um bókaútgáfu ársins 1996 og íslensk hljóðritaskrá, 91 blaðsíðu rit þar sem skráð er með nákvæmum hætti allt efni sem gefið er út á hljómplötum, geisladiskum ogsnældum. Efni beggja rita, íslenskrar bóka- skrár og íslenskrar hljóðritaskrár, er í tölvukerfinu Gegni. Ritstjóri skránna er Hildur G. Eyþórsdóttir. Skrárnar eru seldar bæði íáskrift oglausasölu ogeru m.a. fáanlegar íafgreiðslu safnsins í Þjóðarbók- hlöðu. TONLIST Listasafn íslands UNM-TÓNLEIKAR Kammerverk eftir Perttu Haapanen, Mattias Svensson, Davíð Franzson, Tage Tysland og Lasse Laursen. Listasafni íslands, mánudaginn 22. september kl. 20. EF EITTHVAÐ er meira hvetj- andi fyrir ung og óreynd leitandi tónskáld en að fá verk sín flutt, hlýtur það að vera að fá þau vel flutt. Auðvitað er allur gangur á því hvernig til tekst á vettvangi eins og Ung Nordisk Musik - eins og reyndar líka utan hans - því þar vill tími stundum verða naum- ur, verkum er skilað missnemma, flytjendur margir enn bundnir i námi, o.fl. o.fl. Samt er ég ekki frá því, að svo miklu leyti sem einir kammertónleikar geta verið viðmið- unargrundvöllur, að flutningur hafi alla jafna batnað frá því er ég heyrði síðast eitthvað að ráði frá UNM á 8. áratug. En vera kann að breytt fyrirkomulag, er tryggir betri æf- ingu fleiri verka en áður var al- gengt, hafi þar mest að segja, eins og virtist mega ráða af orðum stafnbúa íslandsdeildar UNM ný- verið. Er vel ef svo er. En e.t.v. er góður flutningur tví- ræður að einu leyti - sérstaklega þegar um nýja og framsækna tón- list er að ræða, og við fyrstu heyrn: hann getur gert mikið úr litlu, og í þeim skilningi verið „blekkjandi," enda þótt aðrir myndu þar líklega kjósa að tala á jákvæðari nótum um „galdur hljómlistarmannsins". Bezt er að fullyrða sem minnst um það, enda þótt leiða mætti viss rök að því, að aðeins hrein raftónlist gefi raunsanna mynd af sköpunar- mætti höfundar í þessu samhengi. Alltjent var ekki annað að heyra á píanóverkinu „Koy’aaq" (= Árfar- vegur á indjánamáli) eftir Finnann Perttu Haapanen en að hann vissi vel hvað hann væri að fara, og vélaði kraftmikill en plastiskur leik- ur landa hans Kari Tikkala þar engu um. Þó að verkið væri líkt og abstrakt glerskúlptúr að gerð, púls- taktur sjaldnast skynjanlegur, hvað þá tónamiðjur, var það sneisafullt af mannlegum tilfinningum, allt frá ljóðrænni íhugun yfir í blóðheitan ofsa, og hafði eitthvað vandskýran- legt en þó heilsteypt yfirbragð, er snart áheyrendur djúpt. Túlkun feðgininna Malin og Hans Samuelsson á fiðlu og fagott á dúói Mattiasar Svenssons, „Board is Lit for Cousin It“ - skv. tónleikaskrá dregið af hugtökum úr kúluspili og persónu úr bandarísku sjónvarps- þáttunum um Addams fjölskylduna - var feikiörugg og hnitmiðuð, enda verkið skemmtilegt áheyrnar, jafn- vel þótt ábendingar tónleikaskrár hefðu ekki komið til, þrátt fyrir nokkur framúrstefnuuppátæki inni á milli eins og söngl með spili, „multiphonics“ hljómablástur og „kazoo“-tuð á fagottmunnstykkið. Ung Nordisk Musik 1997 TÓNLEIKAR verða í Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 27. september kl. 14 og eru þetta jafnframt lokatóleikar hátíð- arinnar. Þar munu ýmsir flytj- endur leika verk eftir Egil Gunnarsson, Martröð; Jörgen Dafgárd, Agnus Dei; Tebogo Monnakgotla, Molnsteg; Jes- per Koch, Jabberwocky og Riika Talvitie, Perspektiivejá. Tvítóna sjúkrabílaflautufrum í upp- hafi og enda rammaði inn verkið, sem var fjölbreytt að innihaldi og laust við langdregni. Af ótilgreindum ástæðum féll nið- ur Partita Þorkels Atlasonar fyrir klarinett, selló og gítar, og setti það óneitanlega snöggan blett á fram- kvæmd tónleikanna, hvort sem meg- inábyrgðin hafi verið yfirstjómar eður annarra, og kom því næst að „Fimm ljóðum um nóttina" fyrir ein- leiksflautu eftir ungan Akureyring, Davíð Franzson. Flautuleikarinn var Emilía Rós Sigfúsdóttir, og hvort sem það var meðvitað eða ekki, hlaut kínverskur silkikjóll flytjandans óhjákvæmilega að undirstrika í sjálfu sér auðheyrðan austurlenzkan innblástur í upphafi verksins, þar sem íhugulir flaututónar minntu lítið eitt á kjökrandi shakuhachi-stíl og náttúrurómantík í japönskum hæk- um. Þó að verkið væri ekki mjög tæknilega krefjandi, var það flutt af innlifun og náði að tendra ímynd- unarafl hlustenda, enda allfjölbreytt innan síns Ijóðræna heildarramma. Fjaraði fimmta og síðasta „ljóðið" út við undirleikstíst úr taktmæli, líkt og til að árétta að Tími kóngur hef- ur síðasta orðið, jafnvel í innhverf- ustu medítasjón. Eftir hinn norska Tage Tysland fluttu Sif Tulinius á fiðlu, Hrafn- kell Orri Egilsson á selló og Tinna Þorsteinsdóttir á píanó allexpres- sjónískt verk er hann nefnir einfald- lega „Píanótríó," og fylgdu engar neytandaleiðbeiningar af neinu tagi í tónleikaskrá. Ásamt fínnska upp- hafsverkinu var það líklega skap- heitasta framlag kvöldsins; spann- aði mikið tilfinningasvið, oft skammt stórra sviptinga á milli, og - ekki aukatekinni sekúndu of langt. Flutningur var mjög góður, ýmist snarpur eða syngjandi, og ljáði stykkinu sterkari persónublæ en algengt er með ungum fram- sæknum tónhöfundum. Nokkru öðru máli gegndi um „Konsert" Danans Lasse Laursen fyrir tvö píanó og sembal, flutt af píanóleikurunum Steingrími Þór- hallssyni og Hrönn Þráinsdóttur og sembalistanum Ástríði Haraldsdótt- ur. Eftir efnilegt upphaf, þar sem píanóin tvö hnituðu ógnvænlega í belg og biðu kringum hæggeng int- ermezzi sembalsins á brotnum hljómum, líkt og gammar yfir kyrr- látri vin í eyðimörk, tók óreglulegt mínímalismakennt flaks slagharp- anna að dragast á langinn, og verk- ið komst ekki úr spori frekar en ólánssamur geimfari læstur í at- burðakringlu svarthols. Einhvern kvitt heyrði maður á eftir um að verkið hefði verið flutt of hægt, en tæpast hefði örara tempó náð að lífga atburðarás að ráði sem virtist dauðvona þegar á pappírnum. Af því leiddi hálfgerð „hádeyða“ eða antíklímax í lokin á annars all- skemmtilegum UNM-tónleikum, en sannaði þó um leið á sinn hátt aðal- sjarma vettvangsins, að þar getur allt gerzt. Sem sé frá öllu í ekkert. Ríkarður Ö. Pálsson Sýningu Þor- valds að ljúka NÚ fer í hönd síðasta sýningarhelgi á verkum Þorvaldar Skúlasonar í nýjum húsakynnum Gallerís Borgar í Síðumúla 34. Á sýningunni eru 42 verk unnin með olíu-, krítar- og vatnslitum um og rétt eftir 1940. Verkin hafa ekki verið sýnd hér á landi áður. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. september en hún er opin um helgina frá kl. 12-18. Himnar, hel og Hollywood
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.