Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 29 AÐSENDAR GREINAR „Kraftaverk R-listans“ í SUMAR vakti R-listinn athygli þegar forystumenn hans samþykktu að kaupa hlut í Aburðarverksmiðju ríkisins fyrir um 150 milljónir kr. Á sama tíma samþykkti R-listinn að hækka raforkuverð í Reykjavík enn einu sinni til þess að mæta gjald- skrárhækkun Landsvirkjunar. Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn gagn- rýndu harðlega þessa ráðstöfun enda var kostnaðaraukinn vegna gjald- skrárhækkunar Landsvirkjunar þrisvar sinnum lægri fjárhæð en sú fjárhæð sem R-listinn var reiðubúinn að eyða í Áburðarverksmiðju ríkis- ins. Forystumenn R-listans í borgar- stjórn gáfu þær skýringar á þessu uppátæki sínu að kauptilboðið í áburðarverksmiðjuna væri gert í samvinnu með „stóru kaupfélögun- um fyrir norðan". M.ö.o. Framsókn- armenn í R-listanum geta leikið sér með peninga borgarbúa á sama tíma og R-listinn telur að ekki sé hægt að komast hjá gjaldskrárhækkunum borgarfyrirtækj a. Listasafn og leikskólar Nú liggur fyrir borgarráði að taka ákvörðun um standsetningu lista- safns í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu. Áætlaður kostnaður er þegar kominn fram úr upphaflegum áætl- unum og er nú áætlaður um 640 milljónir kr. en verður eflaust mun hærri þegar upp verður staðið. Vfgja á húsið R-listanum til dýrðar rétt fyrir borgarstjórnarkosningar á vori komanda. Á sama tíma og þetta ligg- ur fyrir hefur R-listinn ekki treyst sér að ganga fram fyrir skjöldu og koma til móts við þær stéttir sem eiga í illvígum kjaradeilum við sveit- arfélögin. Flestir borgarfulltrúar eru eflaust sammála um að eitt þarfasta verk- efni í leikskólum borgarinnar hafí verið að leysa kjaradeilu leikskóla- kennara. Bráðnauðsynlegt er að styrkja innra starf leikskólanna og þ.á m. að bæta kjör leikskólakennara, en einungis um 40% starfsmanna leikskólanna eru faglærð. Með betri kjörum fást fleiri til þess að vinna verkin en af um 1.800 útskrifuðum leikskólakennurum starfa einungis um 1.200 við leikskóla landsins. Um þriðjungur þeirra starfar hjá Reykja- víkurborg. Nú er búið að semja við leikskólakennara. Á sama tíma og þeim tíðindum er víðast hvar fagnað telur borgarstjóri að kjarabótin muni þegar fram líða stundir koma fram í verðlagi leikskólagjaldanna. Nú er ekki rætt um forgangsröðun eða nauðsyn þess að skera niður kostnað einhvers staðar í sívaxandi rekstri borgarinnar. Nei, kjara- bótunum á að mæta með aukinni skattheimtu eða hækkun þjónustugjalda. Þessi tvö dæmi sýna betur en nokkuð annað að allt tal um örugga fjármálastjórn og skyn- samlega forgagnsröðun verkefna hjá R-listanum á sér enga stoð í raun- veruleikanum. Skuldir umfram eignir vaxa stöðugt Borgarsjóður hefur á þessu kjörtímabili verið rekinn með halla og pen- ingaleg staða hans, þ.e. skuldir umfram peningalegar eignir, versnar ár frá ári. Þetta gerist á sama tíma og flest önnur sveitarfé- lög og ríkissjóður eru að bæta stöðu sína. Þessi afleita frammistaða ger- ist á uppgangstíma í íslensku efna- hagslífi, sem hefur skilað opinberum aðilum meiri tekjum en nokkru sinni fyrr. Þar fyrir utan hefur R-listinn stóraukið álögur á borgarbúa. Ef borin eru saman árin 1993, sem var síðasta heila árið undir stjórn meirihluta sjálfstæðismanna og árið 1996 blasa ótrúlegar stað- reyndir við. Tekjur borgarsjóðs á árinu 1993 voru rúmir tíu milljarðar eða kr. 10.465.000.000. Á árinu 1996 skila álög- ur R-listans hins veg- ar rúmum þrettán milljörðum eða kr. 13.592.000.000 í borgarsjóð. í þessum útreikningum er ekki reiknað með fjármun- um þeim sem borgin fær í auknar tekjur vegna yfirfærslu grunnskólans frá ríki til borgar. M.ö.o. álögur á borgarbúa hafa hækkað um heil 30% á þessum árum eða um þijá milljarða. Þrír milljarðar eru um þúsund meðal- stórir jeppar eða um 430 meðalstór- ar fjöleignahúsaíbúðir svo notaður sé skiljanlegur samanburður. Þrátt fyrir þennan tekjuauka var borgar- sjóður rekinn með um milljarðs króna halla á árinu 1996. Góðærið skilar borgarsjóði aukn- um skatttekjum og auknar álögur R-listans færa borgarsjóði milljarða. Útsvarstekjur hafa frá árinu 1993 til ársins 1996 hækkað um 44% og fasteignaskattur skilar 19% hærri tekjum. Holræsagjaldið, sem er nýr „skattur", skilar um 560 milljónum Gunnar Jóhann Birgisson Á uppgangstíma í ís- lensku efnahagslífí, segir Gunnar Jóhann Birgisson hefur borgarsjóður verið rek- inn með halla og pen- ingaleg staða hans versnar ár frá ári. á ári og fyrirtæki borgarinnar greiða borgarsjóði 107% hærri arð árið 1996 en árið 1993. Þrátt fyrir þess- ar auknu álögur hefur R-listanum misfarist hrapalega og enn versnar skuldastaðan. Meirihlutasamstarf R-listaflokkanna ávísun á skattahækkanir Þenslan í borgarkerfinu vex stöð- ugt. Kostnaður við rekstur borgar- innar, eða það sem kallað er rekstur málaflokka, hefur vaxið stjórnlaust á þessum árum. Úr u.þ.b. átta og hálfum milljarði króna í u.þ.b. tíu og hálfan milljarð króna eða um 23%. Ef tekjur borgarinnar hefðu verið þær sömu árið 1993 og þær eru í dag hefði borgarsjóður verið rekinn með rekstrarafgangi. Það er því ekki skrítið að leitað sé logandi ljósi að forgangsröðun R-listans, Þrotlaus launabarátta EFTIR að hafa fylgst með launabaráttu kenn- ara, leikskólakennara, þroskaþjálfa og ann- arra, sem nú þessa dag- ana beijast fyrir því, að hafa mannsæmandi laun, er svo komið, að mig langar til þess að leggja orð í belg. Málið kemur okkur öilum við. Hversvegna er laun- um þessara starfsstétta haldið svo lágum? Um er að ræða uppalendur barna okkar að dijúgum hluta. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að þeir, sem við treyst- um fyrir börnum okkar stóran hluta sólarhringsins, séu stöð- ugt óánægðir. Þegar fylgst er með starfí kennara og leikskólakennara í áratugi fer það ekki fram hjá neinum, að þarna fer fram stórkostlegt starf, nánast hug- sjónastarf, sem óþarft er að lýsa. Edda Sigrún Ólafsdóttir Eftir síðustu fréttum að dæma, flykkjast kenn- arar nú í önnur störf. Auðvitað! Það er sárt til þess að vita. Búið er að mennta sig til þess- ara starfa, sem virðast afar lítið metin. Laun kennara, leik- skólakennara og ann- arra í svipuðum launa- flokkum, með sambæri- lega menntun, mega alls ekki vera þannig að fólk sé stöðugt „að lepja dauðann úr skel“. Eilíft stríð við að ná endum saman. Það er ekki mjög hollt fyrir sjálfsvirðinguna. Það verður að meta að verðleikum örygg- ið, sem börn okkar njóta í skjóli þessa fagfólks, sem hefur lagt sig eftir því að mennta sig til þess að fræða og ala upp börn og unglinga. Öll kennsla og undirbúningur fyrir síðara nám bama okkar hefur færst Það verður að meta að verðleikum öryggið, segir Edda Sigrún Olafsdóttir, sem börn okkar njóta í skjóli fagfólks. neðar og neðar í aldurshópunum. Byij- að er að fræða og undirbúa bömin fýrir framtíðina strax í leikskóla. Það krefst auðvitað aukinnar menntunar leikskólakennara. Hafa ber einnig í huga þá geysilegu ábyrgð, sem kenn- arar og leikskólakennarar bera. Og ekki síst þarf til afar mikla andlega og líkamlega orku. Það er með öllu óskiljanlegt, að enn á ný blasi það við, að verkfall þess- ara starfstétta sé óumflýjanlegt til þess að ná fram nokkurn veginn mannsæmandi launum. í viðtali við sem var töfraorðið í borgarstjórnar- kosningunum fyrir tæpum fjórum árum. Með þessu áframhaldi þarf að hækka álögur á borgarbúa enn frekar á næstu misserum ef ekki á illa að fara. Meirihlutasamstarf R- listaflokkanna er því ávísun á skatta- hækkanir í framtíðinni. Borgarstjóri reynir sífellt að breiða yfir þessar staðreyndir með því að benda á fortíðarvandann. Stöðnun og úrræðaleysi einkenna hins vegar störf R-listans og slíkt er ekki hægt að fela til lengdar. Miðað við þær stórauknu tekjur og þær nýju álögur, sem R-listinn hefur lagt á borgarbúa er óskiljanlegt að R-listinn skuli ekki hafa náð tökum á rekstri borgarinnar og þar með efnt sitt stærsta kosningaloforð. Það er í rauninni „kraftaverki" líkast að klúðra fjármálastjórn borgarinnar með eins sannfærandi hætti og R- listanum hefur tekist á þessu kjör- tímabili. Það er sagt að þeim sé vandi á höndum sem taka að sér rekstur hins opinbera. Erfitt sé að ná tökum á opinberum rekstri og nánast úti- lokað að skera niður útgjöld til sam- félagsmála. Það er mikið til í þessu en hvað Reykjavíkurborg varðar verður ekki fram hjá því litið að flest stærri sveitarfélaganna í land- inu eru að ná tökum á rekstrar- vanda sínum á sama tíma og slag- síða borgarinnar eykst. Höfundur er borgnrfulltrúi. unga konu, sem starfar í Danmörku, kemur það fram að laun þar séu tals- vert mikið hærri en hér í störfum, er lúta að kennslumálum og þá síðast en ekki síst tók hún það sérstaklega fram, að það þætti afar „flott“ að starfa við þessar fyrrnefndu greinar. Eða hvað skyldi þeim þykja, hjón- unum, sem hafa starfað við kennslu í aldarfjórðung? Sonur þeirra, ný- kominn úr öðru námi, byijar með hærri laun en þau hafa samanlagt. Þá er.það ekki hvað minnst ógn- vekjandi fréttimar af vímuefnanotkun unglinganna, sem ráfuðu mörg hver stefnulaust í seinasta kennaraverk- falli. Sagt er að vímuefnanotkun hafí aukist mjög þá og vitað er fyrir víst, að afleiðingar þess verkfalls leiddi til þess að margir nemendur flosnuðu frá námi. Auðvitað er það ekki einfalt mál, að koma á lagfæringum í launabar- áttu þessara stétta í einu vetfangi. Það verður að vinna að því miklu fyrr, svo allt fari ekki í óefni. Laun- in verða einfaldlega að vera hærri og störfin að njóta þeirrar virðingar, sem þeim ber. Höfundur er héraðsdóms- lögmaður í Reykjavík. Creda Leiðandi merki í þurrkurum - ára reynsla á lslandi Líttu á verðið! Creda Reversair. Tékur 5 kg. snýst f báöar áHir, tvö hitaslig. kiumpuvöm, Timastiilir allt að 120 mín barki (2 m. fylgir) WðeruminæstatlÚS' Creda Sensair Tekur 5 kg. snýst í báðar áttir, tvö hitastig. krumpuvöm, rakaskynjari, barki (2 m. fylgir) Creda Condensair. Tfekur 6 kg„ snýst í báðar átlir, tuö hitastjg. krumpuvöm, limastillir allt að 120 min, barkalaus, þéttir gufuna. Greiðslukjör við allra hæfi VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR á íslandi Stærsta heimilis-og rattækjaverslunarkeðja I Evrópu Söluaðilar: Reykjanes • Rafbúð Skúla Þórs, Hafnarfirði f> Stapafell, Keflavík • Rafborg, Grintlavík • Raft.Sig. Ingvars., Garði Vesturland • Rafþjónusta Sigurdórs, Al/ranpQi • Blómsturveilir, Heilissandi • Guðni E. Hallgrímsson, Grundarf. Vestfirðir • Ástubúð, Patreksfirði • Laufið, Bolungaryík • Húsgagnaloftið, (safirði Norðurland • KVH, Hvammstanga • KH, Blönduósi • Rafsjá, Sauðárkróki m Rafbær, Siglufirði • Ljósgjafaverslunin, Akureyri • KÞ, Húsavík Austurland • Rafey, Egilsstöðum • Rafaldan, Neskaupsstað e Rafás, Höfn Suðurland • Rafmagnsverkst. KR. Hvolsvelli • Geisli, Vestmannaeyjum e Rás, Þorlákshöfn RflFMKJflDERÍLUN ÍSLflNDStf - ANNO 1929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.