Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 38
* 38 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ _L' Ólafur Sigfús- son fæddist í Hlíðardal í Kringlu- mýri, nú Skipholti 66, 12. ágúst 1933. Hann lést af slys- förum i Reykjavík, 19. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigfús Valtýr Magnússon, skip- stjóri og netagerð- armeistari í Reykjavík, f. 22. nóv. 1896 á Syðri- Haga á Árskógs- strönd, d. 13. maí 1973 í Reykja- vik, og síðari kona hans Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1903, á Akri í Húnaþingi, d. 23. des. 1978 í Reykjavík. Alsystur Ólafs voru: Svanhildur Magna, f. 1929, og Jóna Ing- unn, f. 1932, látin. Hálfsystur Ólafs áf fyrra hjónabandi Sigf- úsar með Guðnýju Pétursdóttir ' voru: Guðrún Friðrikka, f. 1922, látin, og Guðný Lára, f. 1925. Fósturbróðir Ólafs er Magnús Már Gústafsson, f. 1941. Ólafur kvæntist 14. nóv- ember 1959, Ingunni Klemenz- dóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 22. nóv. 1929, á Bakka í Svarf- aðardal. Foreldrar hennar voru Klemenz Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Svarfaðardal, og Sól- veig Þóra Júlíusdóttir. Börn þeirra eru: 1) Sigurður, véla- verkfræðingur, f. 23. maí 1960, kona hans er Margrét Þorvalds- dóttir, ritari, f. 10. febrúar 5 1962, og eiga þau tvö börn, Ólaf Tuma, f. 1991, og Álfheiði Eddu, f. 1996. Sigurður var Fært er víst engum, forlögum að ráða finnast ei munu leiðir duldra þráða. Flest hér i heimi fer sinn ráðna veg, fara hann munum einnig þú og ég. (Dagbj. Sigursteinsson) Ef til vill er ferð okkar hér í heimi forlögum háð, að minnsta kosti erum við ævinlega óviðbúin þegar kallið mikla kemur og ein- hver í vinahópnum er kallaður burt, enn frekar setur okkur hljóð þegar það gerist með svo sviplegum hætti sem nú varð er vinur okkar Ólafur Sigfússon var burtu kvaddur svo snögglega, langt um aldur fram. Það er erfitt að sætta sig við að hann skuli ekki framar taka á móti manni með sinni sérstöku hlýju og brosi á vör þegar maður kemur í smiðjuna til að fá gert við eða smíða einhvern hlut sem ekki er á allra færi að gera. Það var einmitt í slíkum tilfellum sem væn- legastþótti að heimsækja smiðjuna hans Óla, þar var öllu tekið með stóískri ró, ekki flanað að neinu en verkin unnin af ótrúlegu hug- viti á skemmri tíma en víðast ann- ars staðar og það virtust vera til ráð við öllum hlutum. Glettnin var þá aldrei langt undan og húmorinn ' var ævinlega í góðu lagi og því engin lognmolla í nálægð hans og hans manna. Fyrir tæpum fjörutíu árum gerð- ist Öli vélstjóri á stærsta jarðborn- um okkar og varð reynslan af starfi hans slík að er hann lét af því eft- ir skamman tíma til að veita for- stöðu fjölskyldufyrirtæki sínu Vélsm. Einars Guðbrandssonar kom fljótt að því að þangað var leitað með þau verkefni stór og smá sem ekki var gerlegt að vinna úti á borstöðum. * Og það var leitað til Óla í fleiri tilfellum en til að smíða_ og gera við hina ólíkustu hluti. Áður fyrr voru verkstjórar jarðborana fáir og ef eitthvað kom upp á, svo að verk- stjóra vantaði var hann ævinlega boðinn og búinn til að liðsinna ef hann mögulega gat komist frá sínu ^ fyrirtæki um stund. Þeir eru marg- ir sem ÓIi hefur rétt hjálparhönd áður kvæntur Sig- ríði Björnsdóttur, lyfjafræðingi, þau skildu. 2) Sigfús, húsasmiður, f. 4. ágúst 1961, sambýl- iskona hans er Kristín Konráðs- dóttir, bankastarfs- maður, f. 10. nóv- ember 1961, dóttir þeirra er Björg Ólöf Helgadóttir, f. 1984. 3) Einar, vél- fræðingur, f. 25. mars 1964, kona hans er Ingibjörg Arnarsdóttir, lyfjafræðingur, f. 24. febrúar 1962, barn þeirra er Arnar Óli, f. 1993, barn Ein- ars með Önnu Þóru Jónsdóttur, kennara, f. 8. desember 1963, er Einar Darri, f. 1987. 4) Sól- veig Rósa, efnafræðingur, f. 27. febrúar 1966, sambýlismaður hennar er Jóhannes Þormóðs- son, rafeindavirki, f. 10. desem- ber 1967. 5) Gunnar Rúnar, vélstjóri, f. 14. júlí 1969. Ólafur lauk prófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1954 og vélfræðiprófi frá Vél- skóla Islands 1958. Hann var framkvæmdastjóri og aðaleig- andi Vélsmiðju Einars Guð- brandssonar sf. frá 1963, en starfaði áður sem vélstjóri á fiski- og varðskipum og síðar hjá Orkustofnun, jarðborana- deild, til 1963 er hann tók við rekstri vélsmiðjunnar. Ólafur kenndi smíðar við Vélskóla Is- lands 1968-70. Útför Ólafs fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. um dagana og tilefnin margvísleg, menn vissu að nei var ekki til í hans orðaforða og það var tekið á móti öllum af sömu ljúfmennsk- unni, aldrei heyrðist hann hallmæla neinum og fáir munu frá honum bónleiðir farið hafa. Nú er skarð fyri skildi og vök milli vina er erf- itt verður að brúa. Með þessum orðum viljum við þakka ánægjulega samfylgd góðs vinar um langan tíma og biðjum algóðan guð að gæta hans í framtíðinni og styrkja ástvini hans alla í þeirra miklu sorg. Starfsfólk Jarðborana hf. Dagbjartur Sigursteinsson. Ástkær vinur er fallinn frá, Ólaf- ur Sigfússon, einstakt ljúfmenni og þúsund þjala smiður. Okkur setti hljóða þegar frétt um sviplegt andlát góðs vinar barst. Hugurinn hvarflar 42 ár aftur í tímann þegar við hittumst fyrst sem nýsveinar í Vélskóla íslands. í okkar bekk, þar sem voru 14 nemendur, vorum við 6 utan af landi. Fljótt tókust nánari kynni okkar landsbyggðarnema við hina, þó einkum við Óla og kom þar margt til. Þannig hagaði til að heimili hans var rétt hjá skólanum, en við bjuggum einnig stutt þar frá. Fljótlega var okkur tekið þar sem hveijum öðrum heimilismönn- um. Ósjaldan nutum við góðgerða hjá móður hans, sem var, og reynd- ar báðir foreldrar hans, einstaklega gestrisin. Ef það kom fyrir að bíll bilaði eða annað var alltaf leitað til Óla. Á þessum árum var Hlíðar- dalur, heimili hans, nánast úti í sveit en byggðin var ekki komin lengra. Þar á hlaðinu var rekin yélsmiðja Einars Guðbr. Þar sem Óli lærði. Síðar eignaðist hann smiðjuna og rak til dauðadags, hin síðari ár með Einari syni sínum. í minningunni voru þessi skólaár okkur sérlega ánægjuleg, ekki síst fyrir kynnin við Óla. Eftir að skóla lauk dreifðist hópurinn, sumir fóru til sjós, aðrir út á land. Gegnum árin hefur alltaf haldist mjög gott samband við Óla og fjölskyldu hans, ýmist höfum við hist eða tal- að saman í síma. Nú heyrist ekki rödd hans lengur eða dillandi hlát- ur. Það sem einkenndi Óla hvað mest umfram aðra var þessi ein- staka greiðasemi hvort sem það viðkom manni sjálfum eða manns nánustu. Hann var einstaklega létt- ur í lund og sá yfirleitt alltaf björtu hliðarnar á málefninu hveiju sinni. Við kveðjum hér góðan vin með miklum söknuði og þökkum fyrir að hafa kynnst honum. Ingunni, börnunum, barnabörn- um, systkinum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, megi Guð styrkja þau í sorg sinni. Hvíldu í friði, kæri vinur. Guðmundur A. Þórðarson, Sveinn Scheving. Ég kynntist föðurbróður mínum bæði sem frænda mínum, yfir- manni og samverkamanni, en sá sem ég kynntist þó fyrst og fremst var hlýr og gefandi maður. Að sjálf- sögðu hafði hann bæði kosti og galla, en einhvernveginn var það svo að gallarnir gerðu ekki annað en að skerpa á væntumþykjunni á honum. Þó svo að frændi væri stundum gagngert að kenna mér ýmsar brellur í smíðinni þá var óbeina kennslan ekki minni. Hún fór ein- faldlega þannig fram að með hátta- lagi sínu og framkomu við aðra, menn og málleysingja, sýndi hann og sannaði að hægt er að umgang- ast alla jafnt. Hann gerði ekki mannamun eftir því hvort viðkom- andi væri vel eða illa útbúinn fyrir lífið af Guðs eða manna höndum. Aldur, stétt eða staða var nokkuð sem honum var ekki hugleikið held- ur var það sem á bakvið bjó sem máli skipti. Ef hann gat gefið af sér þá gaf hann af sér. Þegar við hjónin misstum son okkar vildu allir allt fyrir okkur gera, en það sem er sérstaklega minnisstætt er þegar Óli kom. Hann settist niður, talaði við okk- ur, ekki bara til okkar, og gaf okk- ur mikið sem við minnumst ennþá, sérstaklega. Hann fór að þessu þannig að við fundum ekki fyrir því að vera þiggjendur og þessar erfiðu aðstæður virkuðu ekki þvingandi, en það var vegna þess að hún var honum eðlileg þessi hlýja. Á veraldlega sviðinu var hann ekki síður mikill maður því allt lék í höndunum á honum. Verkefni sem aðrir treystu sér ekki í leysti hann snarlega úr með samblandi af mik- illi þekkingu og reynslu, en undir- staðan var fijór hugur. Ég óskaði oft, og enn frekar nú, að ég hefði ræktað tengslin betur í gegnum árin. Samt er það hugg- un harmi gegn að hjá ðla skiptu gæðin meira máli en magnið. Það er ekki i anda frænda míns að vera með langa lofrollu um hann, því læt ég þessi orð nægja til að kveðja hann. Börnin hans eiga alla mína sam- úð en sérstaklega þó konan hans, Inga, sem hann hefði ekki komist í gegnum lífið án svo farsællega sem raun bar vitni. Höndin, sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf. Sá fagri framtíðardraumur er falinn í verkum hans, að óbornir njóti orku hins ókunna verkamanns. (Davíð Stefánsson.) Björn Magnús. Góður vinur minn tii margra ára, Ólafur Sigfússon, er borinn til grafar í dag, föstudaginn 26. sept- ember 1997. Nú við leíðarlok lang- ar mig til þess að minnast hans nokkrum orðum.^ Kynni okkar Ólafs má rekja til þess að ég hóf störf á skrifstofu Jarðborana ríkisins haustið 1970. Á þeim tíma voru Jarðboranir ríkis- ÓLAFUR SIGFÚSSON ins sjálfstætt ríkisfyrirtæki sem Orkustofnun var falið að reka. Jarðboranir voru verktakafyrirtæki samkvæmt eðli máls en Orkustofn- un er vísindastofnun, m.a í jarð- fræði og jarðeðlisfræði. Þetta sam- starf ólíkra sjónarmiða gekk á margan hátt vel. Fjöldi dugnaðar- og hugsjónamanna vann þá eins og enn í dag að jarðborunum og jarðvísindum. En einnig komu að starfseminni ýmsir þjónustuaðilar úti í bæ, vélsmiðjur og vörubílstjór- ar svo einhveijir séu nefndir. Það var í gegnum Jiessi tengsl sem ég kynntist vel Olafí Sigfús- syni vélstjóra og framkvæmda- stjóra Vélsmiðju Einars Guð- brandssonar. Vélsmiðjan var þá til húsa í Súðarvogi en er nú á Funa- höfða. Mikið orð fór af kunnáttu og verkhyggindum Ólafs og starfs- manna hans. Það var sama hvort þar var unnið fyrir Vatnamæling- ar, borholumælingar eða fyrir Jarð- boranir ríkisins. Á árunum 1974 til 1985 var lögð mikil áhersla á að ná í heitt vatn til húshitunar með jarðborunum í nágrenni þéttbýlisstaða. Einnig var borað í Kröflu og í Svartsengi og á Nesjavöllum eftir gufu til raf- orkuframleiðslu. Mörg ár í röð voru boraðir um og yfir 30 kílómetrar. Jarðboranir eru skemmtileg vinna. Líkja má hverri borholu við veiði- ferð. Ég fullyrði án þess að lítið sé gert úr hlut annarra að Ólafur Sig- fússon var einn þeirra manna sem Jarðboranir ríkisins leituðu einna mest til á þessum athafnaárum þegar upp komu tæknileg vanda- mál eða bilanir. Til fjölda ára voru Ólafur og hans menn reiðubúnir að gera við jarðborana eða smíða fiskitæki með stuttum fyrirvara til þess að fiska upp brotna stöng úr borholunni til þess að hægt væri að halda áfram að bora. Ólafur var einstaklega jákvæður í þessu öllu, með það eitt í huga að leysa vand- ann sem best og hvergi spara sjálf- an sig. Hvorki var hugsað um vin- nutíma eða kjör. Skipti ekki máli hvort borinn var höggbor eða jarð- bor af stærstu gerð eins og Gufu- borinn og Jötunn. Ólafur þekkti stóru borana vel enda var hann vélstjóri á Gufubornum kringum 1960 og fyrsti borstjórinn á Jötni árið 1975. Hann var og lengi vel einn helsti sérfræðingur hér á landi sem gerði upp svokallaða pakkara sem eru notaðir til þess að dæla vatni á heitavatnsholur undir miklum þrýstingi. Eftir hveija notkun þarf að yfirfara þá og gera klára fyrir næstu holu. Við Ólafur urðum gegnum árin góðir vinir og félagar. Ölafur var æðrulaus, skarpskyggn og raun- sær, drífandi, glaðbeittur og með skemmtilegri mönnum, mjög fund- vís á hið skoplega eða fáránlega. Af tónlist hafði hann mikið yndi enda bæði tón- og hljóðnæmur. Ég veit að margir nutu velvildar hans og hjálpsemi. Hann hafði eng- in orð um það. Heim að sækja voru Ólafur og Ingunn, hans ágæta kona, einstak- ir höfðingjar. Að hafa átt þau hjón að vinum er fjársjóður sem mölur og ryð fá ekki grandað. Ingunni, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning míns góða vinar Ólafs Sigfússonar. Þorgils Jónasson. Hið besta sem vér eigum, er ekki hægt að gefa, og ekki tjá með orðum og ekki í söng að vefa. Hið besta í bijósti þínu það blettast ekki af neinu, en skín úr þöglu þeli, við þér og guði einum. Það er mikill sjónarsviptir fyrir alla þegar slíkur öðlingur eins og Óli fellur frá, síungur eins og hann var, allra manna hugljúfi, alltaf glettinn og í góðu skapi. Hann fór alltaf brosandi í vinnuna á morgn- ana og veifaði okkur þegar við vorum á ferð á sama tíma. Óli var vinnuþjarkur, en átti samt sínar tónlistarstundir, hann hafði gott tóneyra, spilaði á píanó og harmoniku, og hafði yndi af tónleikum sem hann sótti. Aldrei féll honum verk úr hendi, hann var mikið í bílskúrnum að vinna við að gera skemmtilega hluti þegar hann var ekki í vinnunni. Börnin hans tóku virkan þátt í þeim verkum sem hann var að vinna í skúrnum og unnu flest á verkstæð- inu um einhvern tíma. Fjölskyldan frá Hlíðardal er mjög samhent bæði í leik og starfi. Börnin í Hjálmholtinu hændust að Óla. Hann smíðaði kassabíla og önnur leiktæki sem voru ómissandi þegar þau voru að alast upp. Einn- ig gaf hann þeim harðfisk, sem þótti frábær. Það var gaman að sjá hve allir voru hændir að Óla, enda var hann mjög kærleiksríkur og fór ekki í manngreinarálit. Ef allir væru eins kærleiksríkir og fólkið frá Hlíðar- dal væri nú ekki vandlifað í þess- ari veröld. Við þökkum Óla einstaklega góð kynni. Guð blessi ykkur Ingu, Sigurð, Sigfús, Einar, Sólveigu, Gunnar og litlu afabörnin hans Óla. Bryndís Tómasdóttir, Eyjólfur Hermannsson. Sannur vinur er fallinn frá. Fréttin um sviplegt andlát Ólafs kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann var svo fullur af lífs- orku þegar ég hitti hann aðeins nokkrum dögum áður. Ég hef átt náið samstarf við Ólaf síðustu árin. Hann sá um smíði á háþróuðum mælitækjum fyrir mig, sem síðan voru seld til útflutnings. Nákvæmni hans, sköp- unargeta og verkgleði var svo mik- il að hann átti engan sinn líka. Hann hafði auk þess þann eigin- leika að finna lausnir á vandamál- um sem virtust óleysanleg. Hann gat aldrei sætt sig við mistök og gafst ekki upp fyrr en lausn var fundin. Hans handverk er nú að finna víða um heim. Einnig má geta þess að ætíð þegar verulega nákvæmni þurfti við gerð mælitækja hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins var hann kallaður til. En Ólafur var mér rniklu meira en samstarfsmaður. í gegnum árin skapaðist milli okkar náin vinátta. Ólafur var sérstaklega einlægur og góður maður. Hann var gull af manni. Mér þótti svo vænt um hann og mun ég sakna hans sárt. Eiginkonu Ólafs og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Ég kveð nú í hinsta sinn kæran vin. Blessuð sé minning hans. Ólafur Wallevik. „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér.“ (Kahlil Gibran.) Ég sé þig á sólríkum ágústdegi, brosandi með glettnisblik í ljósum augunum. Þú ert að koma með hjól handa syni mínum í afmælis- gjöf. Þið Ingunn á nýjum bíl, svo hress og kát. Og eins og venjulega fylgdi þér birta og ylur. Þá óraði mig ekki fyrir því að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig. Fáa menn hef ég þekkt sem voru jafn góðir í gegn og þú. Mann- kostir þínir voru miklir. Lítillæti og ljúfmennska einkenndu þig. Yfirborðsmennska og hræsni voru þér víðs fjarri og aldrei heyrði ég þig hallmæla neinum. Þú máttir aldrei neitt aumt sjá og öllum sýnd- irðu hlýju. Þú varst með afbrigðum barngóður og sjá barnabörnin þín nú á bak besta afa í heimi. Hann Darri sonur minn varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera fyrsta barnabarnið þitt. Strax í upphafi mynduðust sterk bönd á milli ykkar og hann var ekki nema nokkurra mánaða þegar hann fór að teygja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.